Fyrsta konan sem tekin er af lífi í alríkinu í sjötíu ár Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 13. janúar 2021 07:14 Lisa Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir hrottalegt morð og barnsrán árið 2004. Attorneys for Lisa Montgomery via AP Lisa Montgomery, 52 ára gömul kona frá Kansas í Bandaríkjunum, hefur verið tekin af lífi með banvænni sprautu í Terre Haute-fangelsinu í Indiana. Hún er fyrsta konan sem tekin er af lífi í bandaríska alríkinu í tæp sjötíu ár. Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Aftakan fór fram eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi frestun aftökunnar sem alríkisdómari í Indiana hafði úrskurðað um seint á mánudag. Sá úrskurður féll á elleftu stundu þar sem aftakan átti að fara fram í gærkvöldi. Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafði fyrirskipað aftöku Montgomerys en hún var eina konan á dauðadeild í alríkinu. Þar til í júlí í fyrra hafði bandaríska alríkisstjórnin ekki tekið neinn af lífi í sautján ár svo um töluverða stefnubreytingu í þessum málaflokki var að ræða. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð dómarans í Indiana og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta. Alltaf lá þó fyrir að málið gæti komið til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna eins og varð raunin. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomerys og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum höfðu lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún væri alvarlega veik andlega. Vildu lögfræðingar hennar meina að hún hefði verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar hefði mátt rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku. Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira
Montgomery var dæmd til dauða árið 2007 fyrir að myrða Bobbie Jo Stinnett og ræna ófæddu barni hennar árið 2004. Aftakan fór fram eftir að Hæstiréttur Bandaríkjanna felldi úr gildi frestun aftökunnar sem alríkisdómari í Indiana hafði úrskurðað um seint á mánudag. Sá úrskurður féll á elleftu stundu þar sem aftakan átti að fara fram í gærkvöldi. Ríkisstjórn Donalds Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseta, hafði fyrirskipað aftöku Montgomerys en hún var eina konan á dauðadeild í alríkinu. Þar til í júlí í fyrra hafði bandaríska alríkisstjórnin ekki tekið neinn af lífi í sautján ár svo um töluverða stefnubreytingu í þessum málaflokki var að ræða. Áfrýjunardómstóll staðfesti úrskurð dómarans í Indiana og setti nýja dagsetningu fyrir aftöku eftir að Joe Biden tekur við embætti forseta. Alltaf lá þó fyrir að málið gæti komið til kasta Hæstaréttar Bandaríkjanna eins og varð raunin. Mál Montgomerys vakti gríðarlega athygli á sínum tíma enda þykir glæpur hennar afar hrottalegur. Hún hafði komist í kynni við Stinnett á netinu undir fölskum formerkjum. Þær mæltu sér mót og þegar þær hittust kyrkti Montgomery Stinnet sem komin var átta mánuði á leið með sitt fyrsta barn. Montgomery risti síðan Stinnett á hol, tók barnið út og rændi því. Stinnett blæddi út og lést en barnið lifði af. Lögfræðingar Montgomerys og ýmis mannréttindasamtök í Bandaríkjunum höfðu lengi barist gegn því að dauðadómnum yfir henni verði framfylgt á þeim grundvelli að hún væri alvarlega veik andlega. Vildu lögfræðingar hennar meina að hún hefði verið í sturlunarástandi og úr tengslum við raunveruleikann þegar hún myrti Stinnett og rændi barni hennar. Veikindi hennar hefði mátt rekja til vanrækslu og margs konar ofbeldis, meðal annars grófs kynferðisofbeldis, sem hún var beitt í æsku.
Bandaríkin Dauðarefsingar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Innlent Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Erlent Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Innlent Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Innlent Fleiri fréttir Kim lofar hermenn sína sem börðust í Kúrsk sem hetjur Átökin ná nýjum hæðum Borgarstjóri í Bandaríkjunum handtekinn vegna mótmæla Yfirvöld Mexíkó kæra Google Gamlar nektarmyndir felldu glænýjan þjóðaröryggisráðgjafa Svíþjóðar Gerir Pirro að ríkissaksóknara í DC Bein útsending: Fyrsta messa nýs páfa Býst við að bróðir sinn Leó feti í fótspor Frans Stigmögnunin heldur áfram Hvað vitum við um Leó páfa? Norðmenn undirbúi sig undir möguleg stríðsátök „Þvílík spenna og þvílíkur heiður fyrir landið okkar“ Bíða með að stimpla AfD sem öfgasamtök Margrét Þórhildur lögð inn á sjúkrahús Samþykktu Trump-samninginn einróma Takmörkuð eftirspurn eftir ríkisstjórn með flokki Farage Gera enn árásir með drónum og eldflaugum Reyndi til hins síðasta að koma skikki á fjármál Vatíkansins Einhliða vopnahlé Rússa hafið Vesturlönd þurfa að borga milljarðatjón af árás Rússa á Tsjernobyl Heimila hernum að hefna fyrir árásirnar í gær Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Herþota hrapaði til jarðar í Finnlandi Auka njósnir og eftirlit á Grænlandi Misstu aðra herþotu í sjóinn Segjast hafa skotið niður indverskar herþotur Indland gerir árás á Pakistan Trump um kaupin á Kanada: „Aldrei segja aldrei“ Merz náði kjöri í annarri tilraun Niðurlægjandi fyrir Merz og AfD krefst þingkosninga á ný Sjá meira