Trump ákærður fyrir embættisbrot öðru sinni Samúel Karl Ólason skrifar 13. janúar 2021 21:24 Donald Trump, er fyrsti forseti Bandaríkjanna til að vera tvisvar sinnum ákærður fyrir embættisbrot. AP/Gerald Herbert Meirihluti fulltrúadeildar Bandaríkjaþings samþykkti í kvöld að ákæra Donald Trump, fráfarandi forseta, fyrir embættisbrot vegna aðkomu hans að árásinni á þinghúsið í síðustu viku. Nokkrir þingmenn Repúblikanaflokksins gengu til liðs við Demókrata í atkvæðagreiðslunni. Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot. Alls greiddu 232 þingmenn atkvæði með ákærunni, þar af tíu Repúblikanar, og 197 gegn henni. Nú verður ákæran send til öldungadeildarinnar, þar sem nokkurs konar réttarhöld munu fara fram. Þau réttarhöld munu ekki hefjast fyrr en eftir að Trump lætur af embætti og Joe Biden tekur við, þann 20. janúar. Mitch McConnell, leiðtogi núverandi meirihluta, segir í yfirlýsingu að það verði ekki hægt að klára réttarhöldin fyrir það og því sé best að byrja þau ekki fyrr en eftir embættistökuna. Hér að neðan má sjá umræðu dagins og atkvæðagreiðsluna undir lok þessa myndbands. Til að sakfella Trump þyrftu tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að greiða atkvæði með sakfellingu. Í kjölfar þess væri svo hægt að halda aðra atkvæðagreiðslu til að meina Trump að bjóða sig aftur fram til embættis. Það þyrfti einfaldur meirihluti að samþykkja. Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Trump hefur um mánaðaskeið haldið því fram að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. Minnst fimm manns eru dánir vegna árásarinnar. Þar á meðal lögregluþjónn sem sagður er hafa fengið slökkvitæki í höfuðið og kona sem skotin var af löggæslumanni þegar hún var að reyna að brjóta sér leið inn í þingsal, þar sem vopnaðir menn stóðu vörð. Trump hélt ræðu fyrir utan Hvíta húsið skömmu fyrir árásina á þinghúsið þar sem hann sagði þúsundum stuðningsmanna sinna enn og aftur að kosningunum hefði verið stolið af honum. Hann sagði einnig að stuðningsmenn hans þyrftu að berjast til að bjarga lífi þeirra. Hvatti hann fólkið til að gera óánægju sína ljósa við þinghúsið. Hann sagði þó í gær að hann bæri enga ábyrgð á árásinni og sakaði Demókrata um að valda reiði og deilum með ákærunni. Trump sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld, þar sem hann sagði að hann væri mótfallinn ofbeldi í tengslum við mótmæli sem búist er við að muni eiga sér stað í kringum embættistöku Bidens. Í kvöld bárust fregnir af því að þúsundir þjóðvarðsliða sem eru nú í Washington DC vegna áðurnefndra væntanlegra mótmæla hafi verið varaðir við því að grunur leiki á að öfgamenn ætli sér að nota sprengjur í árásum í höfuðborginni í tengslum við embættistöku Bidens og að mótmælendur gætu verið þungvopnaðir á götum Washington DC. Sjá einnig: FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Hann sagðist ekki standa fyrir slíkt og það gerðu Bandaríkin ekki heldur. Því kallaði hann eftir ró og friði. Trump sagði þó ekkert um kosningarnar sjálfar og sigur Bidens. Trump statement pic.twitter.com/ufdgSCInVC— Jim Acosta (@Acosta) January 13, 2021 Áður en atkvæðagreiðslan fór fram stigu fjölmargir þingmenn fram og gerðu grein fyrir því hvernig þeir myndu greiða atkvæði. Það var misgott skapið í þingmönnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins. Margir Repúblikanar sökuðu Demókrata um að vera ákæruóða og að hata Trump. Aðrir kölluðu eftir því að sár þjóðarinnar yrðu grædd og þingmenn kæmu saman í því að ákæra Trump ekki. Demókratar sögðu ljóst að Trump hefði brotið af sér og ýtt undir árásina á þingið. Bæði með ræðu sinni fyrir árásina og ítrekaðar staðhæfingar um að svindlað hafi verið í forsetakosningum. Ekki væri hægt að leyfa honum að komast upp með það ámælislaust og sömuleiðis yrði að koma í veg fyrir að hann byði sig aftur fram til embættis. Trump er meðal annars sagður hafa velt vöngum yfir því að bjóða sig aftur fram til forseta í kosningunum árið 2024. Hér má sjá stutta samantekt AP fréttaveitunnar þar sem sýndiri eru bútar úr ræðum þingmanna. Trump var síðast ákærður fyrir embættisbrot í lok árs 2019, eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden, sem var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. 13. janúar 2021 07:14 Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. 12. janúar 2021 20:16 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Trump er fyrsti forsetinn í sögu Bandaríkjanna sem er ákærður tvisvar fyrir embættisbrot. Alls greiddu 232 þingmenn atkvæði með ákærunni, þar af tíu Repúblikanar, og 197 gegn henni. Nú verður ákæran send til öldungadeildarinnar, þar sem nokkurs konar réttarhöld munu fara fram. Þau réttarhöld munu ekki hefjast fyrr en eftir að Trump lætur af embætti og Joe Biden tekur við, þann 20. janúar. Mitch McConnell, leiðtogi núverandi meirihluta, segir í yfirlýsingu að það verði ekki hægt að klára réttarhöldin fyrir það og því sé best að byrja þau ekki fyrr en eftir embættistökuna. Hér að neðan má sjá umræðu dagins og atkvæðagreiðsluna undir lok þessa myndbands. Til að sakfella Trump þyrftu tveir þriðju öldungadeildarþingmanna að greiða atkvæði með sakfellingu. Í kjölfar þess væri svo hægt að halda aðra atkvæðagreiðslu til að meina Trump að bjóða sig aftur fram til embættis. Það þyrfti einfaldur meirihluti að samþykkja. Trump er í raun ákærður fyrir að hvetja til uppreisnar og snýr sérstaklega að hlutverki forsetans í því að æsa fólk upp, sem á endanum braut sér leið inn í þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar, með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu úrslita forsetakosninganna í nóvember. Trump hefur um mánaðaskeið haldið því fram að kosningunum hafi verið stolið af honum með umfangsmiklu kosningasvindli. Engar vísbendingar um slíkt svindl hafa litið dagsins ljós. Trump og bandamenn hans hafa tapað tugum dómsmála eða dómarar hafnað þeim, og rannsóknir og endurtalningar hafa ekki leitt neitt í ljós. Minnst fimm manns eru dánir vegna árásarinnar. Þar á meðal lögregluþjónn sem sagður er hafa fengið slökkvitæki í höfuðið og kona sem skotin var af löggæslumanni þegar hún var að reyna að brjóta sér leið inn í þingsal, þar sem vopnaðir menn stóðu vörð. Trump hélt ræðu fyrir utan Hvíta húsið skömmu fyrir árásina á þinghúsið þar sem hann sagði þúsundum stuðningsmanna sinna enn og aftur að kosningunum hefði verið stolið af honum. Hann sagði einnig að stuðningsmenn hans þyrftu að berjast til að bjarga lífi þeirra. Hvatti hann fólkið til að gera óánægju sína ljósa við þinghúsið. Hann sagði þó í gær að hann bæri enga ábyrgð á árásinni og sakaði Demókrata um að valda reiði og deilum með ákærunni. Trump sendi frá sér yfirlýsingu fyrr í kvöld, þar sem hann sagði að hann væri mótfallinn ofbeldi í tengslum við mótmæli sem búist er við að muni eiga sér stað í kringum embættistöku Bidens. Í kvöld bárust fregnir af því að þúsundir þjóðvarðsliða sem eru nú í Washington DC vegna áðurnefndra væntanlegra mótmæla hafi verið varaðir við því að grunur leiki á að öfgamenn ætli sér að nota sprengjur í árásum í höfuðborginni í tengslum við embættistöku Bidens og að mótmælendur gætu verið þungvopnaðir á götum Washington DC. Sjá einnig: FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Hann sagðist ekki standa fyrir slíkt og það gerðu Bandaríkin ekki heldur. Því kallaði hann eftir ró og friði. Trump sagði þó ekkert um kosningarnar sjálfar og sigur Bidens. Trump statement pic.twitter.com/ufdgSCInVC— Jim Acosta (@Acosta) January 13, 2021 Áður en atkvæðagreiðslan fór fram stigu fjölmargir þingmenn fram og gerðu grein fyrir því hvernig þeir myndu greiða atkvæði. Það var misgott skapið í þingmönnum bæði Repúblikanaflokksins og Demókrataflokksins. Margir Repúblikanar sökuðu Demókrata um að vera ákæruóða og að hata Trump. Aðrir kölluðu eftir því að sár þjóðarinnar yrðu grædd og þingmenn kæmu saman í því að ákæra Trump ekki. Demókratar sögðu ljóst að Trump hefði brotið af sér og ýtt undir árásina á þingið. Bæði með ræðu sinni fyrir árásina og ítrekaðar staðhæfingar um að svindlað hafi verið í forsetakosningum. Ekki væri hægt að leyfa honum að komast upp með það ámælislaust og sömuleiðis yrði að koma í veg fyrir að hann byði sig aftur fram til embættis. Trump er meðal annars sagður hafa velt vöngum yfir því að bjóða sig aftur fram til forseta í kosningunum árið 2024. Hér má sjá stutta samantekt AP fréttaveitunnar þar sem sýndiri eru bútar úr ræðum þingmanna. Trump var síðast ákærður fyrir embættisbrot í lok árs 2019, eftir að hann reyndi að þvinga Vólódómír Selenskí, forseta Úkraínu, til að tilkynna að yfirvöld í Úkraínu væru að rannsaka Joe Biden, sem var þá líklegastur til að bjóða sig fram gegn Trump. Hann var þá sýknaður af þingmönnum öldungadeildarinnar þar sem Repúblikanar voru í meirihluta. Repúblikaninn Mitt Romney, varð þá fyrsti öldungadeildarþingmaður Bandaríkjanna til að greiða atkvæði gegn forseta í sama flokki.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Árás á bandaríska þinghúsið Donald Trump Tengdar fréttir Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. 13. janúar 2021 07:14 Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. 12. janúar 2021 20:16 FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30 Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01 Mest lesið „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Ákvörðun dómsmálaráðherra gríðarleg vonbrigði Innlent „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Erlent Lögreglan lýsir eftir Hebu Ýr Innlent Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Erlent Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll Erlent Einu verslun Þingeyringa lokað Innlent Fleiri fréttir Hafnar gagnrýni á samskipti við lyfjarisa í faraldrinum Bresk stjórnvöld hyggja á aðgerðir gegn trúnaðarsamningum Ekki fleiri greinst með mislinga í Bandaríkjunum í 33 ár Vill safna íbúum Gasa í lokaðar búðir og flytja síðan á brott Bandamenn fá hótunarbréf um 25 til 40 prósent toll „Þeir verða að geta varið sig“: Hættir við að hætta vopnasendingum Yfir hundrað látnir í Texas Ellefu dagar milli nýrra jarðganga í Færeyjum Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Pútín rekur samgönguráðherrann eftir miklar raskanir á flugi Eldgos í Lewotobi Laki Laki í Indónesíu Líkir tilætlunum Musk við lestarslys Fundin sek um að myrða ættingja með eitruðum sveppum Á níunda tug látin í hamfaraflóðum Friðarviðræður hafnar í Katar og Netanyahu heldur til Washington Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Rússar sagðir nota efnavopn í Úkraínu í auknum mæli Tveir ferðamenn létust í fílaárás í Sambíu Stunguárás í Tampere hvorki talin hryðjuverk né rasísk árás Sænskur glæpaforingi tekinn fastur í Tyrklandi Leiðtogar Hamas sagðir þokast nær því að samþykkja vopnahlé Vilja nýta formennskuna til að láta sverfa til stáls gegn Ungverjum Tugir slasaðir eftir sprengingu á bensínstöð í Róm Sjá meira
Þingmenn Repúblikana snúast gegn Trump Kapphlaup Demókrata á Bandaríkjaþingi til að koma Donald Trump forseta frá völdum með ákæru fyrir brot í starfi virðist vera að fá nokkurn byr í seglin en nú þegar hafa þó nokkrir Repúblikanar sagst ætla að samþykkja tillöguna. 13. janúar 2021 07:14
Munu ekki þrýsta á þingmenn að segja nei við ákærum á hendur Trump Leiðtogar Repúblikanaflokksins í fulltrúadeild bandaríska þingsins hafa ákveðið að þrýsta ekki á flokksfélaga sína um að greiða atkvæði gegn því að Donald Trump Bandaríkjaforseti verði ákærður fyrir embættisbrot. 12. janúar 2021 20:16
FBI varar við mótmælum og ofbeldi víða um Bandaríkin Starfsmenn Alríkislögreglu Bandaríkjanna hafa áhyggjur af því að hópar vopnaðra manna ætli sér að mótmæla embættistöku Joe Bidens, verðandi forseta Bandaríkjanna, þann 20 janúar. Mótmælin eru sögð eiga að hefjast seinna í þessari viku og standa yfir þar til Biden tekur við embætti og jafnvel lengur. 11. janúar 2021 22:30
Trump bað kosningaeftirlitsmann í Georgíu að „finna svindlið“ Donald Trump, fráfarandi Bandaríkjaforseti, hvatti kosningaeftirlitsmann í Georgíu til þess að „finna svindlið“ og sagði að hann yrði þjóðhetja ef það tækist. Þetta er þriðja skiptið sem því er lýst að Trump hafi hringt í háttsetta embættismenn í Georgíu í von um að þeir myndu snúa niðurstöðum kosninganna. 10. janúar 2021 16:01
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent