Saga bíókóngsins á Íslandi Stefán Árni Pálsson skrifar 14. janúar 2021 10:30 Árni Samúelsson hefur rekið Sambíóin í fjörutíu ár. Hann hefur verið bíókóngur Íslands í 40 ár og er í stjórn næst stærsta kvikmyndafyrirtækis heims enda vel þekktur í geiranum í Hollywood. Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir merkilega sögu Árna Samúelssonar og Sambíóanna. „Þetta byrjaði eiginlega í Keflavík og vorum með kvikmyndahúsið í Keflavík og vorum búnir að reka það í nokkur ár og ætluðum alltaf að gægjast inn í Reykjavíkurmarkaðinn og vorum farnir að flytja inn kvikmyndir erlendis frá,“ segir Árni og heldur áfram. „Þeir vildu ekki taka það til sýninga hérna í Reykjavík svo við urðum að sækja um lóð hér í Reykjavík og hefja sjálfir rekstur hér.“ Árni sótti um lóð við Álfabakka í Reykjavík og segir hann að eigendur annara bíóa hafi reynt að koma í veg fyrir að hann fengi að byggja. „Það endaði með því að ég fór niður í Alþingi og hitti þar mann sem heitir Albert Guðmundsson sem allir þekkja og hjálpaði mörgum. Hann var bæði alþingismaður og í borgarstjórn og knattspyrnuhetja. Hann sagðist ætla reyna hjálpa mér í borgarstjórn í því að fá þessa lóð.“ Svo kom að því að kjósa í borgarstjórn um það hver fengi lóðina. Hann var spurður hvenær hann gæti byrjað að byggja og Árni sagði strax. Albert hringdi svo í Árna. „Hann sagði, jæja leiknum er lokið og ég spyr hann, hver vann? við unnum 3-2.“ Árni segir að byrjað hafi verið að moka í júní árið 1981 og framkvæmdum lokið árið 1982. Áhugi Íslendinga á bíói Árna varð strax mjög mikill. Framkvæmdum við Bíóhöllina lauk árið 1982.Þröstur Árnason 450 þúsund manns á einu ári „Það voru allir sem héldu að við værum brjálaðir að fara út í kvikmyndahúsarekstur þegar videovæðingin var að byrja og var þannig út um allan heim en við trúðum alltaf á þetta. Þetta hús hérna við Álfabakka varð strax mjög vinsælt. Ég man eitt árið þegar við vorum með bar í þessu húsi vorum við með 450 þúsund manns í aðsókn á einu ári sem hefur aldrei verið gert aftur.“ Árni vildi stækka og keypti hann Austurbæjarbíó árið 1986 og þá var Nýja-Bíó keypt þar sem átti að sýna listrænar myndir. Það gekk þó ekki og var því bíói lokað. Árið 1994 var Kringlubíó svo stofnað og tíu árum seinni opnuðu Sambíóin svo í Egilshöll. Einnig rekur hann bíó á Akureyri og Keflavík. Hann segist alls ekki á leiðinni að hætta en synir hans tveir, Björn og Alfreð sjá um daglegan rekstur og hafa gert í fjölda ára. Árni hefur getið sér gott orð erlendis og er þekkt nafn í þeim heimi og er í stjórn næststærsta kvikmyndafyrirtækis heims Cineworld. „Þeir eru með 9550 sali í 760 kvikmyndahúsum og 38 þúsund manns vinna hjá fyrirtækinu.“ Árni segir að umræðan undanfarin ár hafi verið að bíóin myndu á endanum loka vegna tæknibyltingar. „Bíóin hafa alltaf staðið allt af sér. Það byrjaði með því að sjónvarpið var gert að litasjónvarpi. Þá var búist við því að bíóin myndu detta niður. Ekki skeði það og núna er komin mjög mikil samkeppni erlendis frá í þessum streymisfyrirtækjum og það hefur sett aðsókn aðeins niður en núna eru stúdíóin að fækka minni myndum, hafa færri framleiðslur og allar mjög stórar myndir.“ Hann segir að stórar myndir bíði í hrönnum á árinu 2021 en hver skildi uppáhalds mynd Árna vera? „Mín uppáhaldsmynd er Rain Man og hefur alltaf verið,“ segir Árni en hvaða mynd hefur slegið aðsóknarmet á þessum fjörutíu árum. „Það er Joker sem var rosalega stór núna í fyrra og er það stærsta mynd frá Warner Brothers sem við höfum sýnt hérna á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Árna í heild sinni. Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira
Í Íslandi í dag á Stöð 2 í gærkvöldi var farið yfir merkilega sögu Árna Samúelssonar og Sambíóanna. „Þetta byrjaði eiginlega í Keflavík og vorum með kvikmyndahúsið í Keflavík og vorum búnir að reka það í nokkur ár og ætluðum alltaf að gægjast inn í Reykjavíkurmarkaðinn og vorum farnir að flytja inn kvikmyndir erlendis frá,“ segir Árni og heldur áfram. „Þeir vildu ekki taka það til sýninga hérna í Reykjavík svo við urðum að sækja um lóð hér í Reykjavík og hefja sjálfir rekstur hér.“ Árni sótti um lóð við Álfabakka í Reykjavík og segir hann að eigendur annara bíóa hafi reynt að koma í veg fyrir að hann fengi að byggja. „Það endaði með því að ég fór niður í Alþingi og hitti þar mann sem heitir Albert Guðmundsson sem allir þekkja og hjálpaði mörgum. Hann var bæði alþingismaður og í borgarstjórn og knattspyrnuhetja. Hann sagðist ætla reyna hjálpa mér í borgarstjórn í því að fá þessa lóð.“ Svo kom að því að kjósa í borgarstjórn um það hver fengi lóðina. Hann var spurður hvenær hann gæti byrjað að byggja og Árni sagði strax. Albert hringdi svo í Árna. „Hann sagði, jæja leiknum er lokið og ég spyr hann, hver vann? við unnum 3-2.“ Árni segir að byrjað hafi verið að moka í júní árið 1981 og framkvæmdum lokið árið 1982. Áhugi Íslendinga á bíói Árna varð strax mjög mikill. Framkvæmdum við Bíóhöllina lauk árið 1982.Þröstur Árnason 450 þúsund manns á einu ári „Það voru allir sem héldu að við værum brjálaðir að fara út í kvikmyndahúsarekstur þegar videovæðingin var að byrja og var þannig út um allan heim en við trúðum alltaf á þetta. Þetta hús hérna við Álfabakka varð strax mjög vinsælt. Ég man eitt árið þegar við vorum með bar í þessu húsi vorum við með 450 þúsund manns í aðsókn á einu ári sem hefur aldrei verið gert aftur.“ Árni vildi stækka og keypti hann Austurbæjarbíó árið 1986 og þá var Nýja-Bíó keypt þar sem átti að sýna listrænar myndir. Það gekk þó ekki og var því bíói lokað. Árið 1994 var Kringlubíó svo stofnað og tíu árum seinni opnuðu Sambíóin svo í Egilshöll. Einnig rekur hann bíó á Akureyri og Keflavík. Hann segist alls ekki á leiðinni að hætta en synir hans tveir, Björn og Alfreð sjá um daglegan rekstur og hafa gert í fjölda ára. Árni hefur getið sér gott orð erlendis og er þekkt nafn í þeim heimi og er í stjórn næststærsta kvikmyndafyrirtækis heims Cineworld. „Þeir eru með 9550 sali í 760 kvikmyndahúsum og 38 þúsund manns vinna hjá fyrirtækinu.“ Árni segir að umræðan undanfarin ár hafi verið að bíóin myndu á endanum loka vegna tæknibyltingar. „Bíóin hafa alltaf staðið allt af sér. Það byrjaði með því að sjónvarpið var gert að litasjónvarpi. Þá var búist við því að bíóin myndu detta niður. Ekki skeði það og núna er komin mjög mikil samkeppni erlendis frá í þessum streymisfyrirtækjum og það hefur sett aðsókn aðeins niður en núna eru stúdíóin að fækka minni myndum, hafa færri framleiðslur og allar mjög stórar myndir.“ Hann segir að stórar myndir bíði í hrönnum á árinu 2021 en hver skildi uppáhalds mynd Árna vera? „Mín uppáhaldsmynd er Rain Man og hefur alltaf verið,“ segir Árni en hvaða mynd hefur slegið aðsóknarmet á þessum fjörutíu árum. „Það er Joker sem var rosalega stór núna í fyrra og er það stærsta mynd frá Warner Brothers sem við höfum sýnt hérna á Íslandi.“ Hér að neðan má sjá viðtalið við Árna í heild sinni.
Bíó og sjónvarp Ísland í dag Mest lesið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ Lífið „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ Lífið Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið Lífið „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Lífið Íslenskur förðunarfræðingur í nýrri herferð Kardashian Tíska og hönnun Severance sópar að sér Emmy-tilnefningum Bíó og sjónvarp „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Lífið „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Lífið Er Rihanna best klædda mamma allra tíma? Tíska og hönnun Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar Lífið Fleiri fréttir Sjarmerandi raðhús í 105 Sögufrægur gítar Stones fannst hálfri öld eftir að honum var stolið „Þetta er miklu stærra en fólk gerir sér grein fyrir“ „Óljósir, fallegir og stundum óþægilegir hlutir“ Óútgefinni tónlist Beyoncé stolið úr bíl danshöfundar „Þú stýrir þínum rokkstjörnulífsstíl“ „Yndislegir vinir gáfu okkur saman í plötubúð“ Sögulegt sveitaball í hundrað ár Boxari selur íbúð með heitum potti og Esju útsýni Telur að 511 kílómetra hlaupið styrki hlauparann „Kókaín hefur tekið mig aftur og aftur til helvítis“ Ómissandi gönguleiðir sem þú verður að prófa Stjörnulífið: „Engar áhyggjur við erum ekki skilin“ Riddarar kærleikans í hringferð um landið Endaði á geðdeild eftir notkun MDMA í sálfræðimeðferð Reykvíkingur ársins tileinkar samstarfsfólki útnefninguna Nágrannar kveðja sjónvarpsskjáinn „Það verður erfitt að trúa því að lífið muni einhvern tímann leiða eitthvað gott af sér” Krakkatían: Narnía, krónprins og sundlaugar Klay Thompson og Megan Thee Stallion nýtt par Börnin læra að sauma út, baka og elda í Hússtjórnarskólanum „Auðvitað væri ég til í að ná enn lengra“ Fréttatía vikunnar: Kjarnorkukafbátur, málþóf og magapína Hneykslast á freðnum Bieber dansa við Sexyy Redd og kyssa hana á ennið Ætlar að ná styrk í fingurna til að geta greitt dótturinni Ragga Holm og Elma trúlofaðar Eftirlætis náttúruperlur Ásu Steinars Bieber gefur út óvænta plötu Þúsundir mótmæla: Hætt við tónlistarhátíð þar sem Ye átti að koma fram Ný tónlistarhátíð í síldarverksmiðjunni á Hjalteyri Sjá meira