Umfjöllun og viðtöl: Stjarnan - Höttur 97-70 | Stjörnumenn afgreiddu nýliðana í síðari hálfleik Anton Ingi Leifsson skrifar 14. janúar 2021 21:10 Valur - Stjarnan Domino´s deild karla vetur 2020 - 2021 körfubolti KKÍ Foto: Vilhelm Gunnarsson/Vilhelm Gunnarsson Stjarnan er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í Domino's deild karla eftir stórsigur á Hetti í kvöld, 97-70. Bæði lið spiluðu ágætis körfubolta eftir þessa löngu bið. Það var spenningur á fjölum Mathúss Garðabæjar hallarinnar er karlkyns körfuboltamenn fengu aftur að leika körfubolta. Það var því mikil spenna fyrir leik kvöldsins eftir rúmlega hundrað daga bið. Gestirnir byrjuðu af aldeilis fínum krafti. Þeir voru að leysa pressuvörn Stjörnunnar nokkuð vel en mikið var um mistök í leiknum og hraðinn mikill. Það var ekkert óeðlilegt við það enda menn að koma úr löngu færi. Hattarmenn voru fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og sama áræðni þeirra var einnig upp á teningnum í öðrum leikhlutanum. Stjörnumenn reyndu mikið af þriggja stiga skotum; sum glórulaus en önnur betra ígrunduð. Hattarmenn leiddu þó í hálfleik, 39-42. Eitthvað hafa Stjörnumenn farið yfir málin í hálfleik. Þeir hittu tveimur þristum á skömmum tíma í upphafi síðari hálfleik og tóku 12-0 kafla í byrjun síðari hálfleiks áður en Hattarmenn rönkuðu við sér. Þeir unnu þriðja leikhlutann 28-13. Þarna náðu Garðbæingarnir forystu sem Hattarmenn náðu aldrei að brúa. Varnarleikur Stjörnunnar hertist svo um munaði og þeir gengu eilítið á lagið. Gestirnir hættu þó ekki og áttu ágætis syrpur en heimamenn voru of sterkir. Lokatölur 97-70. Af hverju vann Stjarnan? Það var nóg fyrir Stjörnumenn að spila vel í síðari hálfleiknum í kvöld. Gestirnir héldu þeim í skefjum í fyrri hálfleiknum og gott betur en það - en Garðbæingar sýndu klærnar í síðari hálfleik. Þristarnir fóru að fara ofan í, varnarleikurinn varð mun, mun betri og útkoman góð. Tvö stig í Garðabæinn og þeir því með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Hverjir stóð upp úr? Ægir Þór Steinarsson var frábær. Fimmtán stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar. Hlynur Bæringsson skilaði einnig sínu, einu sinni sem oftar. Sjö stig, ellefu fráköst og tvær stoðsendingar. Alexander Lindqvist bætti við fjórtán stigum. Matej Karlovic gerði nítján stig og tók fimm fráköst. Sigurður Gunnar Þorsteinsson gerði fjórtán stig og tók átta fráköst. Michael A. Mallroy Ll, eins og áður segir gerði þrettán stig. Hvað gekk illa? Þriggja stiga hittni Stjörnumanna í fyrri hálfleiknum var afleit. Einungis átta skot af þeim 26 fóru niður. Til samanburðar tóku Hattarmenn átta þriggja stiga skot í fyrri hálfleiknum. Sem betur fer fyrir Stjörnumenn skánaði þriggja stiga nýtingin í síðari hálfleik. Hattarmenn byrjuðu síðari hálfleikinn ömurlega. Þar misstu þeir tökin. Michael A. Mallroy var einnig kominn með ellefu stig snemma í leiknum en endaði með þrettán stig. Hvað gerist næst? Stjarnan fer norður á Akureyri á sunnudaginn þar sem þeir mæta Þór Akureyri. Höttur mætir ÍR á heimavelli á sunnudaginn. Ægir Þór: Forréttindi að fá að keppa „Ég held að það sé ósanngjarnt að gera kröfur á að við séum heilan leik fullkomin,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi í kvöld - en leikur Stjörnunnar var ansi kaflaskiptur. „Mér fannst við spila ágætlega. Við vorum ekki að frákasta nægilega vel en vorum að fá góð skot. Við náðum að herða tökin varnarlega og þetta var klassískur sigur af okkar hálfu.“ „Það var smá ryð. Svo fundum við taktinn. Vörnin kemur fyrst og þá kemur sóknin. Við fengum einhver skot og þau duttu og það smitaði út frá sér. Ánægður að hafa sótt sigur á heimavelli.“Ægir segir að dagurinn hafi verið skemmtilegur. Mikil spenningur hafi verið en hann segir það forréttindi að fá að spila körfubolta á þessum tímum. „Það er búið að vera mikil tilhlökkun. Það eru forréttindi að fá að keppa. Áhorfendur skipta ekki máli - en bara það að fá að keppa. Það er það sem þetta snýst um. Ég er mjög ánægður.“ „Ég bjóst við að við myndum spila allan leikinn eins og við spiluðum í síðari hálfleik. Við höfum æft af krafti og þurfum að yfirfæra það yfir í leikina. Ég er ánægður með seinni hálfleikinn en fyrri hálfleikurinn var eðlilegur,“ sagði Ægir. Viðar Þór: Urðum litlir í okkur „Þetta eru mikil vonbrigði hvernig við vorum hérna í síðari hálfleik. Við vorum bara jarðaðir hérna í síðari hálfleik. Það er ekkert meira um það að segja,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, í leikslok. „Þeir fóru að hlaupa á okkur og stjórna leiknum. Þeir keyrðu upp hraðann og við urðum litlir í okkur. Við brotnuðum of fljótt og það eru mikil vonbrigði að við það hafi ekki verið aðeins meiri töggur í okkur.“ „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn. Það var vont að missa Sigmar út. Við vorum í „short“ róteringu og þurftum að breyta miklu frá síðustu viku er tveir af stærri mönnunum okkar meiðast. Við urðum litlir í okkur og það er enginn afsökun er þeir byrjuðu að sparka í okkur.“ „Þeir slátruðu okkar í síðari hálfleiknum. Við urðum þreyttir, orkulitlir og róteruðum ekki nægilega djúpt. Kannski gátum við það ekki en það er bara lélegt hjá mér. Þetta skiptir ekki máli. Það er leikur aftur á sunnudaginn.“ „Að tapa? Ég hefði ekki verið hérna ef ég hefði búist við því að tapa,“ svaraði Viðar kokhraustur áður en blaðamaður beindi honum að leiknum í heild sinni. „Fyrri hálfleikurinn var ágætur. Þeir hittu ekki vel - þetta var ryð og lélegt en svo misstum við einbeitingu og þeir gengu á lagið. Þeir nýttu sín gæði og reynslu.“ Dominos-deild karla Stjarnan Höttur
Stjarnan er með fullt hús stiga eftir fyrstu tvo leikina í Domino's deild karla eftir stórsigur á Hetti í kvöld, 97-70. Bæði lið spiluðu ágætis körfubolta eftir þessa löngu bið. Það var spenningur á fjölum Mathúss Garðabæjar hallarinnar er karlkyns körfuboltamenn fengu aftur að leika körfubolta. Það var því mikil spenna fyrir leik kvöldsins eftir rúmlega hundrað daga bið. Gestirnir byrjuðu af aldeilis fínum krafti. Þeir voru að leysa pressuvörn Stjörnunnar nokkuð vel en mikið var um mistök í leiknum og hraðinn mikill. Það var ekkert óeðlilegt við það enda menn að koma úr löngu færi. Hattarmenn voru fimm stigum yfir eftir fyrsta leikhlutann og sama áræðni þeirra var einnig upp á teningnum í öðrum leikhlutanum. Stjörnumenn reyndu mikið af þriggja stiga skotum; sum glórulaus en önnur betra ígrunduð. Hattarmenn leiddu þó í hálfleik, 39-42. Eitthvað hafa Stjörnumenn farið yfir málin í hálfleik. Þeir hittu tveimur þristum á skömmum tíma í upphafi síðari hálfleik og tóku 12-0 kafla í byrjun síðari hálfleiks áður en Hattarmenn rönkuðu við sér. Þeir unnu þriðja leikhlutann 28-13. Þarna náðu Garðbæingarnir forystu sem Hattarmenn náðu aldrei að brúa. Varnarleikur Stjörnunnar hertist svo um munaði og þeir gengu eilítið á lagið. Gestirnir hættu þó ekki og áttu ágætis syrpur en heimamenn voru of sterkir. Lokatölur 97-70. Af hverju vann Stjarnan? Það var nóg fyrir Stjörnumenn að spila vel í síðari hálfleiknum í kvöld. Gestirnir héldu þeim í skefjum í fyrri hálfleiknum og gott betur en það - en Garðbæingar sýndu klærnar í síðari hálfleik. Þristarnir fóru að fara ofan í, varnarleikurinn varð mun, mun betri og útkoman góð. Tvö stig í Garðabæinn og þeir því með fjögur stig eftir fyrstu tvo leikina. Hverjir stóð upp úr? Ægir Þór Steinarsson var frábær. Fimmtán stig, fimm fráköst og níu stoðsendingar. Hlynur Bæringsson skilaði einnig sínu, einu sinni sem oftar. Sjö stig, ellefu fráköst og tvær stoðsendingar. Alexander Lindqvist bætti við fjórtán stigum. Matej Karlovic gerði nítján stig og tók fimm fráköst. Sigurður Gunnar Þorsteinsson gerði fjórtán stig og tók átta fráköst. Michael A. Mallroy Ll, eins og áður segir gerði þrettán stig. Hvað gekk illa? Þriggja stiga hittni Stjörnumanna í fyrri hálfleiknum var afleit. Einungis átta skot af þeim 26 fóru niður. Til samanburðar tóku Hattarmenn átta þriggja stiga skot í fyrri hálfleiknum. Sem betur fer fyrir Stjörnumenn skánaði þriggja stiga nýtingin í síðari hálfleik. Hattarmenn byrjuðu síðari hálfleikinn ömurlega. Þar misstu þeir tökin. Michael A. Mallroy var einnig kominn með ellefu stig snemma í leiknum en endaði með þrettán stig. Hvað gerist næst? Stjarnan fer norður á Akureyri á sunnudaginn þar sem þeir mæta Þór Akureyri. Höttur mætir ÍR á heimavelli á sunnudaginn. Ægir Þór: Forréttindi að fá að keppa „Ég held að það sé ósanngjarnt að gera kröfur á að við séum heilan leik fullkomin,“ sagði Ægir Þór Steinarsson, leikmaður Stjörnunnar, í samtali við Vísi í kvöld - en leikur Stjörnunnar var ansi kaflaskiptur. „Mér fannst við spila ágætlega. Við vorum ekki að frákasta nægilega vel en vorum að fá góð skot. Við náðum að herða tökin varnarlega og þetta var klassískur sigur af okkar hálfu.“ „Það var smá ryð. Svo fundum við taktinn. Vörnin kemur fyrst og þá kemur sóknin. Við fengum einhver skot og þau duttu og það smitaði út frá sér. Ánægður að hafa sótt sigur á heimavelli.“Ægir segir að dagurinn hafi verið skemmtilegur. Mikil spenningur hafi verið en hann segir það forréttindi að fá að spila körfubolta á þessum tímum. „Það er búið að vera mikil tilhlökkun. Það eru forréttindi að fá að keppa. Áhorfendur skipta ekki máli - en bara það að fá að keppa. Það er það sem þetta snýst um. Ég er mjög ánægður.“ „Ég bjóst við að við myndum spila allan leikinn eins og við spiluðum í síðari hálfleik. Við höfum æft af krafti og þurfum að yfirfæra það yfir í leikina. Ég er ánægður með seinni hálfleikinn en fyrri hálfleikurinn var eðlilegur,“ sagði Ægir. Viðar Þór: Urðum litlir í okkur „Þetta eru mikil vonbrigði hvernig við vorum hérna í síðari hálfleik. Við vorum bara jarðaðir hérna í síðari hálfleik. Það er ekkert meira um það að segja,“ sagði Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, í leikslok. „Þeir fóru að hlaupa á okkur og stjórna leiknum. Þeir keyrðu upp hraðann og við urðum litlir í okkur. Við brotnuðum of fljótt og það eru mikil vonbrigði að við það hafi ekki verið aðeins meiri töggur í okkur.“ „Ég var ánægður með fyrri hálfleikinn. Það var vont að missa Sigmar út. Við vorum í „short“ róteringu og þurftum að breyta miklu frá síðustu viku er tveir af stærri mönnunum okkar meiðast. Við urðum litlir í okkur og það er enginn afsökun er þeir byrjuðu að sparka í okkur.“ „Þeir slátruðu okkar í síðari hálfleiknum. Við urðum þreyttir, orkulitlir og róteruðum ekki nægilega djúpt. Kannski gátum við það ekki en það er bara lélegt hjá mér. Þetta skiptir ekki máli. Það er leikur aftur á sunnudaginn.“ „Að tapa? Ég hefði ekki verið hérna ef ég hefði búist við því að tapa,“ svaraði Viðar kokhraustur áður en blaðamaður beindi honum að leiknum í heild sinni. „Fyrri hálfleikurinn var ágætur. Þeir hittu ekki vel - þetta var ryð og lélegt en svo misstum við einbeitingu og þeir gengu á lagið. Þeir nýttu sín gæði og reynslu.“
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti