Höttur Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Grindvíkingar sóttu tvö stig austur á Egilsstaði eftir eins stigs sigur á heimamönnum í Hetti, 64-63. Það var ekkert gefið eftir í þessum miklum baráttuleik og varnirnar í aðalhlutverki. Körfubolti 16.1.2025 18:32 „Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Þjálfarinn Viðar Örn Hafsteinsson virðist hafa mun meiri ástríðu fyrir gengi Hattar en leikmennirnir sem hann stýrir, að mati sérfræðinga Bónus Körfuboltakvölds. Körfubolti 13.1.2025 08:33 Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Keflavík komst aftur á sigurbraut eftir fjórtán stiga sigur gegn Hetti 112-98. Eftir brösóttan fyrsta leikhluta gáfu heimamenn í og litu aldrei um öxl eftir það. Körfubolti 9.1.2025 18:30 Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Haukar unnu mikilvægan sigur í fallbaráttu Bónus deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hött 86-89 á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn nýs þjálfara. Körfubolti 3.1.2025 18:18 „Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Viðar Örn Hafsteinsson var hæstánægður eftir magnaðan sigur Hattar gegn Álftanesi í kvöld. Eftir að hafa lent 22-2 undir í upphafi kom Höttur til baka og vann að lokum eftir æsispennandi lokamínútur. Körfubolti 19.12.2024 22:03 Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Höttur batt endi á fjögurra leikja taphrinu sína með mögnuðum endurkomusigri á Álftnesingum í kvöld. Eftir skelfilega byrjun komu Hattarmenn til baka með Obi Trotter fremstan í flokki en hann skoraði sautján stig í fjórða leikhluta. Körfubolti 19.12.2024 18:31 Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð ÍR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu tvö stig á Egilsstaði. Körfubolti 12.12.2024 18:30 Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Þór Þorlákshöfn vann öruggan 106-84 sigur gegn Hetti í níundu umferð Bónus deildar karla. Höttur hefur nú tapað þremur leikjum í röð, eins og Þór hafði gert fyrir þennan leik. Körfubolti 5.12.2024 18:31 Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti KR-ingar unnu þriggja stiga sigur gegn Hetti, 88-85, á Egilsstöðum í fyrsta leik kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta. Körfubolti 29.11.2024 17:15 Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Courvoisier McCauley, sem nú er hættur sem leikmaður Hattar, kenndi sérfræðingum Bónus Körfuboltakvölds að bera fram nafnið hans. Þeir höfðu þó meira gaman af því hvernig McCauley bar fram nafn Hattar. Körfubolti 19.11.2024 11:33 Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Gedeon Dimoke er genginn í raðir körfuboltaliðs Hattar. Honum er ætlað að fylla skarð Matejs Karlovic sem er meiddur. Körfubolti 15.11.2024 11:36 „Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segist vera sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni í kvöld. Körfubolti 14.11.2024 22:37 Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Stjörnumenn áttu í talsverðum vandræðum með baráttuglaða og kanalausa Hattarmenn í Garðabænum í kvöld en unnu að lokum sjö stiga sigur, 87-80. Stjarnan komst fyrir vikið aftur upp í toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í deildinni í vetur. Körfubolti 14.11.2024 18:31 Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Höttur hefur samið við Bandaríkjamanninn Justin Roberts um að leika með liðinu út leiktíðina í Bónus deild karla í körfubolta. Hann fyllir skarð Courvoisier McCauley. Körfubolti 13.11.2024 11:17 Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna. Íslenski boltinn 12.11.2024 16:46 Hattarmenn senda Kanann heim Bandaríkjamaðurinn Courvoisier McCauley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir lið Hattar í Bónus deildinni í körfubolta og er á heimleið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hetti núna í morgun. Körfubolti 12.11.2024 09:20 Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Eftir þrjá tapleiki í röð er Höttur komið aftur á sigurbraut í Bónus-deild karla í körfubolta. Gestirnir hafa aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð. Uppgjör og viðtöl á leiðinni. Körfubolti 8.11.2024 18:32 Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar var vonsvikinn eftir leik sinna manna á móti Tindastól í kvöld. Fjörutíu stiga 99-59 tap varð niðurstaðan. Körfubolti 31.10.2024 22:10 Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Tindastóll vann fjórða leikinn í röð í Bónus deild karla með fjörutíu stiga stórsigri gegn Hetti, sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Lokaniðurstaða 99-59. Körfubolti 31.10.2024 18:31 Adam Eiður: Þetta var viðbjóður Adam Eiður Ásgeirsson, fyrirliði Hattar, átti ekkert fleiri svör eftir leik heldur en lið hans í leiknum sjálfum við Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en Höttur tapaði 76-91. Körfubolti 24.10.2024 21:46 Uppgjör og viðtöl: Höttur - Njarðvík 76-91 | Shabazz með sýningu Khalil Shabazz átti framúrskarandi leik þegar Njarðvík vann Hött 76-91 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Frábær varnarleikur lagði grunninn að forustu í fyrsta leikhluta sem gestirnir fylgdu eftir til loka. Körfubolti 24.10.2024 18:31 Lætin í Kópavogi til skoðunar hjá KKÍ Lætin sem áttu sér stað í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leikmaður Grindavíkur sló í andlit Courvoisier McCauley leikmanns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við Vísi. Körfubolti 18.10.2024 09:28 Sjáðu höggið og lætin í Kópavogi Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Körfubolti 18.10.2024 07:02 „Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala“ „Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik. Körfubolti 18.10.2024 00:02 „Hann kýldi mig“ Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst. Körfubolti 17.10.2024 23:28 „Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. Körfubolti 17.10.2024 22:52 Myndir: Allt brjálað í Smáranum eftir höggið frá Kane Það munaði minnstu að allt syði upp úr í Smáranum í Kópavogi í kvöld, í hálfleik leiks Grindavíkur og Hattar frá Egilsstöðum í Bónus-deild karla í körfubolta. Körfubolti 17.10.2024 22:20 Uppgjörið: Grindavík - Höttur 113-84 | Grindavík enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Grindavík vann stórsigur er liðið tók á móti Hetti í þriðju umferð Bónus deildar karla. Lokatölur 113-84 í Smáranum. Liðin höfðu bæði unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins. Körfubolti 17.10.2024 19:31 Pavel um bestu liðin í deildinni: Ég sé tækifæri fyrir KR Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru vel yfir málin í síðasta þætti af Bónus Körfuboltakvöldi karla og það var margt tekið fyrir í framlengingunni. Körfubolti 17.10.2024 13:02 Gaz-leikur Pavels: „Þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum“ Pressan við að velja réttan Gaz-leik er farinn að ná til Pavels Ermolinskij. Fyrstu tveir Gaz-leikir tímabilsins voru framlengdir og núna þurfa Grindavík og Höttur að standa undir væntingum í kvöld. Körfubolti 17.10.2024 10:31 « ‹ 1 2 3 4 5 6 … 8 ›
Uppgjörið: Höttur - Grindavík 63-64 | Troðsla Kane tryggði Grindavík sigur Grindvíkingar sóttu tvö stig austur á Egilsstaði eftir eins stigs sigur á heimamönnum í Hetti, 64-63. Það var ekkert gefið eftir í þessum miklum baráttuleik og varnirnar í aðalhlutverki. Körfubolti 16.1.2025 18:32
„Svo ömurlegt sem þjálfari að upplifa þetta“ Þjálfarinn Viðar Örn Hafsteinsson virðist hafa mun meiri ástríðu fyrir gengi Hattar en leikmennirnir sem hann stýrir, að mati sérfræðinga Bónus Körfuboltakvölds. Körfubolti 13.1.2025 08:33
Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu Keflavík komst aftur á sigurbraut eftir fjórtán stiga sigur gegn Hetti 112-98. Eftir brösóttan fyrsta leikhluta gáfu heimamenn í og litu aldrei um öxl eftir það. Körfubolti 9.1.2025 18:30
Uppgjörið: Höttur - Haukar 86-89 | Gestirnir unnu botnslaginn á Egilsstöðum Haukar unnu mikilvægan sigur í fallbaráttu Bónus deildar karla í körfuknattleik þegar liðið lagði Hött 86-89 á Egilsstöðum í kvöld. Leikurinn var sá fyrsti undir stjórn nýs þjálfara. Körfubolti 3.1.2025 18:18
„Setjið stóra mynd af honum á skjáinn og leyfið fólki að horfa“ Viðar Örn Hafsteinsson var hæstánægður eftir magnaðan sigur Hattar gegn Álftanesi í kvöld. Eftir að hafa lent 22-2 undir í upphafi kom Höttur til baka og vann að lokum eftir æsispennandi lokamínútur. Körfubolti 19.12.2024 22:03
Uppgjörið: Álftanes - Höttur 89-92 | Ótrúleg endurkoma hjá Hetti Höttur batt endi á fjögurra leikja taphrinu sína með mögnuðum endurkomusigri á Álftnesingum í kvöld. Eftir skelfilega byrjun komu Hattarmenn til baka með Obi Trotter fremstan í flokki en hann skoraði sautján stig í fjórða leikhluta. Körfubolti 19.12.2024 18:31
Uppgjörið: Höttur-ÍR 79-82 | Fjórði sigur ÍR-inga í röð ÍR-ingar héldu sigurgöngu sinni áfram í Bónus deild karla í körfubolta í kvöld þegar þeir sóttu tvö stig á Egilsstaði. Körfubolti 12.12.2024 18:30
Uppgjörið: Þór Þ. - Höttur 106-84 | Þórsarar afhentu Hetti þriðja tapið í röð Þór Þorlákshöfn vann öruggan 106-84 sigur gegn Hetti í níundu umferð Bónus deildar karla. Höttur hefur nú tapað þremur leikjum í röð, eins og Þór hafði gert fyrir þennan leik. Körfubolti 5.12.2024 18:31
Uppgjörið: Höttur - KR 85-88 | Lipur sókn skilaði KR sigri á Hetti KR-ingar unnu þriggja stiga sigur gegn Hetti, 88-85, á Egilsstöðum í fyrsta leik kvöldsins í Bónus-deild karla í körfubolta. Körfubolti 29.11.2024 17:15
Höttur á Egilsstöðum eða „hawk tuah“? Courvoisier McCauley, sem nú er hættur sem leikmaður Hattar, kenndi sérfræðingum Bónus Körfuboltakvölds að bera fram nafnið hans. Þeir höfðu þó meira gaman af því hvernig McCauley bar fram nafn Hattar. Körfubolti 19.11.2024 11:33
Höttur fær Frakka til að fylla skarð Karlovic Gedeon Dimoke er genginn í raðir körfuboltaliðs Hattar. Honum er ætlað að fylla skarð Matejs Karlovic sem er meiddur. Körfubolti 15.11.2024 11:36
„Mér sýndist ljósin vera komin og flautan líka“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, segist vera sáttur með leik sinna manna þrátt fyrir tap gegn Stjörnunni í kvöld. Körfubolti 14.11.2024 22:37
Uppgjörið: Stjarnan - Höttur 87-80 | Stjörnumenn aftur á toppinn Stjörnumenn áttu í talsverðum vandræðum með baráttuglaða og kanalausa Hattarmenn í Garðabænum í kvöld en unnu að lokum sjö stiga sigur, 87-80. Stjarnan komst fyrir vikið aftur upp í toppsæti deildarinnar en liðið hefur unnið sex af sjö leikjum sínum í deildinni í vetur. Körfubolti 14.11.2024 18:31
Höttur ekki lengi að finna mann í stað McCauley Höttur hefur samið við Bandaríkjamanninn Justin Roberts um að leika með liðinu út leiktíðina í Bónus deild karla í körfubolta. Hann fyllir skarð Courvoisier McCauley. Körfubolti 13.11.2024 11:17
Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Annað árið í röð hlýtur Höttur á Egilsstöðum langmest úr Mannvirkjasjóði Knattspyrnusambands Íslands, eða rúmlega helming af þeim 30 milljónum sem útdeilt er í ár. Mikil uppbygging hefur átt sér stað á Fellavelli Hattarmanna. Íslenski boltinn 12.11.2024 16:46
Hattarmenn senda Kanann heim Bandaríkjamaðurinn Courvoisier McCauley hefur leikið sinn síðasta leik fyrir lið Hattar í Bónus deildinni í körfubolta og er á heimleið. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hetti núna í morgun. Körfubolti 12.11.2024 09:20
Leik lokið: Höttur - Valur 83-70 | Heimamenn á beinu brautina Eftir þrjá tapleiki í röð er Höttur komið aftur á sigurbraut í Bónus-deild karla í körfubolta. Gestirnir hafa aftur á móti tapað tveimur leikjum í röð. Uppgjör og viðtöl á leiðinni. Körfubolti 8.11.2024 18:32
Viðar um vandræði Hattar: „Hugarfarslegt og andlegt, þetta er á báðum endum vallarins“ Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar var vonsvikinn eftir leik sinna manna á móti Tindastól í kvöld. Fjörutíu stiga 99-59 tap varð niðurstaðan. Körfubolti 31.10.2024 22:10
Leik lokið: Tindastóll - Höttur 99-59 | Fjórði sigurinn í röð vannst með fjörutíu stigum Tindastóll vann fjórða leikinn í röð í Bónus deild karla með fjörutíu stiga stórsigri gegn Hetti, sem hefur tapað þremur leikjum í röð. Lokaniðurstaða 99-59. Körfubolti 31.10.2024 18:31
Adam Eiður: Þetta var viðbjóður Adam Eiður Ásgeirsson, fyrirliði Hattar, átti ekkert fleiri svör eftir leik heldur en lið hans í leiknum sjálfum við Njarðvík í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en Höttur tapaði 76-91. Körfubolti 24.10.2024 21:46
Uppgjör og viðtöl: Höttur - Njarðvík 76-91 | Shabazz með sýningu Khalil Shabazz átti framúrskarandi leik þegar Njarðvík vann Hött 76-91 í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Frábær varnarleikur lagði grunninn að forustu í fyrsta leikhluta sem gestirnir fylgdu eftir til loka. Körfubolti 24.10.2024 18:31
Lætin í Kópavogi til skoðunar hjá KKÍ Lætin sem áttu sér stað í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í 3.umferð Bónus deildar karla í körfubolta í gær, þar sem að DeAndre Kane leikmaður Grindavíkur sló í andlit Courvoisier McCauley leikmanns Hattar, eru til skoðunar hjá Körfuknattleikssambandi Íslands. Þetta staðfestir framkvæmdastjóri sambandsins í samtali við Vísi. Körfubolti 18.10.2024 09:28
Sjáðu höggið og lætin í Kópavogi Upp úr sauð í hálfleik í leik Grindavíkur og Hattar í Smáranum í Kópavogi í gærkvöld, í Bónus-deild karla í körfubolta. DeAndre Kane, leikmaður Grindavíkur, sló þá í andlit Courvoisier McCauley, leikmanns Hattar. Körfubolti 18.10.2024 07:02
„Hann var eitthvað að tala og svo lét hann höggin tala“ „Það var margt sem olli tapinu. Við mættum ekki með einbeitingu í þennan leik, það vantaði mikið upp á ákefðina og maður minn, það var mikið talað inni á vellinum í dag,“ sagði Courvoisier McCauley, leikmaður Hattar, eftir 113-84 tap gegn Grindavík í kvöld. Ekki nóg með að lið hans hafi fengið stóran skell, þá var McCauley kýldur í hálfleik. Körfubolti 18.10.2024 00:02
„Hann kýldi mig“ Það er sjaldan lognmolla þegar DeAndre Kane stígur inn á körfuboltavöll. Hann lenti í áflogum við leikmann Hattar í hálfleik, kýldi frá sér og kveðst sjálfur hafa verið kýldur. Grindavík vann leikinn 113-84 og Kane ætlar að „flengja“ Hattar-menn aftur þegar liðin mætast næst. Körfubolti 17.10.2024 23:28
„Það er löngu kominn tími á að það sé tekið á þessum gæja“ Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar, hafði helling að segja um DeAndre Kane, leikmann Grindavíkur, eftir 113-84 tap í Smáranum í kvöld. Körfubolti 17.10.2024 22:52
Myndir: Allt brjálað í Smáranum eftir höggið frá Kane Það munaði minnstu að allt syði upp úr í Smáranum í Kópavogi í kvöld, í hálfleik leiks Grindavíkur og Hattar frá Egilsstöðum í Bónus-deild karla í körfubolta. Körfubolti 17.10.2024 22:20
Uppgjörið: Grindavík - Höttur 113-84 | Grindavík enn með fullt hús stiga eftir stórsigur Grindavík vann stórsigur er liðið tók á móti Hetti í þriðju umferð Bónus deildar karla. Lokatölur 113-84 í Smáranum. Liðin höfðu bæði unnið fyrstu tvo leiki tímabilsins. Körfubolti 17.10.2024 19:31
Pavel um bestu liðin í deildinni: Ég sé tækifæri fyrir KR Pavel Ermolinskij og Helgi Már Magnússon fóru vel yfir málin í síðasta þætti af Bónus Körfuboltakvöldi karla og það var margt tekið fyrir í framlengingunni. Körfubolti 17.10.2024 13:02
Gaz-leikur Pavels: „Þeir geta hætt að vera litli Höttur frá Egilsstöðum“ Pressan við að velja réttan Gaz-leik er farinn að ná til Pavels Ermolinskij. Fyrstu tveir Gaz-leikir tímabilsins voru framlengdir og núna þurfa Grindavík og Höttur að standa undir væntingum í kvöld. Körfubolti 17.10.2024 10:31