Ég held að ég hafi ekki það mikil völd Atli Arason skrifar 15. janúar 2021 22:46 Hörður Axel telur sig ekki hafa haft áhrif á því að æfinga- og keppnisbanni hafi verið aflétt. Hann er þó einkar þakklátur því að vera kominn út á völl aftur. Vísir/Daniel Hörður Axel Vilhjálmsson, leikmaður Keflavíkur, var yfir sig ánægður að vera loksins kominn út á völlinn aftur. Þá var hann eðlilega mjög ánægður með stórsigur sinna manna í kvöld en Keflavík vann Þór Þorláksöfn með 28 stiga mun, 115-87. „Ég er glaður, mjög glaður að fá að keppa og fá að spila körfubolta það er svona það helsta sem maður tekur út úr þessum leik. Auðvitað er maður ánægður að vinna en fyrst og fremst bara að fá að spila og gera það sem maður hefur lifað fyrir alla sína tíð í rauninni,” sagði Hörður í viðtali eftir leik. Hörður var búinn að tjá sig um það á samskiptamiðlum hvað æfingar- og keppnisbannið hafi haft slæm áhrif á hann og mögulega alla framtíðar afreksíþróttamenn. Aðspurður telur hann sig ekki hafa haft einhver áhrif í því að keppnisbanninu var loksins aflétt. „Nei ég held ég hafi nú ekki það mikil völd að ég hafi eitthvað um það að segja,” segir Hörður og hlær áður en hann bætir við: „En á sama tíma þá var þetta eitthvað sem lá mér á hjarta og eitthvað sem mér fannst ég þurfa að koma frá mér.” Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess....Posted by Hörður Axel Vilhjálmsson on Tuesday, December 1, 2020 Keflavík vann eins og áður sagði öruggan 28 stiga sigur á Þór á heimavelli í kvöld en þeir voru þó lengi að hrista gestina af sér. „Við hertum varnarleikinn mikið í seinni hálfleik og lokuðum á þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá. Sóknarlega vorum við að dreifa boltanum vel. Við vorum að finna glufur betur í seinni hálfleik þar sem við vorum kannski aðeins þolinmóðari í staðinn fyrir að reyna að negla boltanum beint inn á Dom og bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Við vorum að hreyfa boltann og þannig fengu allir bita af kökunni,“ svaraði Hörður aðspurður hvers vegna Keflavík sigraði í kvöld. Hörður vil fyrst og fremst fá að spila tímabilið áður en hann gefur eitthvað út um markmið Keflavíkur fyrir árið. „Markmiðið er bara að klára tímabilið. Ég held það sé markmið allra liða, að fá að spila bara. Það er langt í að fara að spá í einhverjum langtímamarkmiðum núna. Það er bara einn leikur búinn. Við erum ánægðir með þar sem við erum í dag en við fengum að mæla okkur aðeins við annað lið sem er eitthvað sem við höfum ekki fengið að gera í marga mánuði. Eftir þetta er ég nokkuð sáttur en ég vil samt fá að byggja meira ofan á þetta,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 115-87 | Stórsigur hjá heimamönnum Keflavík vann stórsigur á Þór Þorlákshöfn er Dominos-deild karla í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Lokatölur í Keflavík 115-87 heimamönnum í vil. 15. janúar 2021 22:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
„Ég er glaður, mjög glaður að fá að keppa og fá að spila körfubolta það er svona það helsta sem maður tekur út úr þessum leik. Auðvitað er maður ánægður að vinna en fyrst og fremst bara að fá að spila og gera það sem maður hefur lifað fyrir alla sína tíð í rauninni,” sagði Hörður í viðtali eftir leik. Hörður var búinn að tjá sig um það á samskiptamiðlum hvað æfingar- og keppnisbannið hafi haft slæm áhrif á hann og mögulega alla framtíðar afreksíþróttamenn. Aðspurður telur hann sig ekki hafa haft einhver áhrif í því að keppnisbanninu var loksins aflétt. „Nei ég held ég hafi nú ekki það mikil völd að ég hafi eitthvað um það að segja,” segir Hörður og hlær áður en hann bætir við: „En á sama tíma þá var þetta eitthvað sem lá mér á hjarta og eitthvað sem mér fannst ég þurfa að koma frá mér.” Afreksíþróttir. Ég hef ekki talað um opinberleg málefni í langan tíma en núna finnst mér, ég vera knúinn til þess....Posted by Hörður Axel Vilhjálmsson on Tuesday, December 1, 2020 Keflavík vann eins og áður sagði öruggan 28 stiga sigur á Þór á heimavelli í kvöld en þeir voru þó lengi að hrista gestina af sér. „Við hertum varnarleikinn mikið í seinni hálfleik og lokuðum á þessar auðveldu körfur sem þeir voru að fá. Sóknarlega vorum við að dreifa boltanum vel. Við vorum að finna glufur betur í seinni hálfleik þar sem við vorum kannski aðeins þolinmóðari í staðinn fyrir að reyna að negla boltanum beint inn á Dom og bíða eftir að hann myndi gera eitthvað. Við vorum að hreyfa boltann og þannig fengu allir bita af kökunni,“ svaraði Hörður aðspurður hvers vegna Keflavík sigraði í kvöld. Hörður vil fyrst og fremst fá að spila tímabilið áður en hann gefur eitthvað út um markmið Keflavíkur fyrir árið. „Markmiðið er bara að klára tímabilið. Ég held það sé markmið allra liða, að fá að spila bara. Það er langt í að fara að spá í einhverjum langtímamarkmiðum núna. Það er bara einn leikur búinn. Við erum ánægðir með þar sem við erum í dag en við fengum að mæla okkur aðeins við annað lið sem er eitthvað sem við höfum ekki fengið að gera í marga mánuði. Eftir þetta er ég nokkuð sáttur en ég vil samt fá að byggja meira ofan á þetta,” sagði Hörður Axel Vilhjálmsson að lokum. Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Domino's-deildirnar í körfubolta eru á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Keflavík ÍF Tengdar fréttir Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 115-87 | Stórsigur hjá heimamönnum Keflavík vann stórsigur á Þór Þorlákshöfn er Dominos-deild karla í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Lokatölur í Keflavík 115-87 heimamönnum í vil. 15. janúar 2021 22:00 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Leik lokið: Keflavík - Þór Þ. 115-87 | Stórsigur hjá heimamönnum Keflavík vann stórsigur á Þór Þorlákshöfn er Dominos-deild karla í körfubolta fór aftur af stað eftir hlé vegna kórónufaraldursins. Lokatölur í Keflavík 115-87 heimamönnum í vil. 15. janúar 2021 22:00