Bókaútgáfu og viðburði þingmanns sem barðist gegn sigri Bidens aflýst Vésteinn Örn Pétursson skrifar 17. janúar 2021 09:23 Josh Hawley hefur barist gegn því að sigur Joes Biden í forsetakosningunum yrði staðfestur. Win McNamee/Getty Bandaríska hótelkeðjan Loews hefur tilkynnt að hún muni ekki hýsa fjáröflunarsamkomu fyrir bandaríska öldungadeildarþingmanninn Josh Hawley. Hann er einn þeirra þingmanna sem hefur barist hvað harðast gegn því að sigur Joes Biden í forsetakosningunum í nóvember á síðasta ári yrði staðfestur. Hawley hafði ætlað sér að halda svokallaða „fjölskylduhelgi“ á hótelinu, þar sem miðar kostuðu á bilinu þúsund til fimmþúsund dollara. Algengt er að stjórnmálamenn haldi ýmiskonar fjáröflunarviðburði til þess að fjármagna kosningabaráttu sína. Loews Hotels hefur hins vegar aflýst viðburðinum í kjölfar árásarinnar sem gerð var á bandaríska þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn. Demókratar, og nokkrir Repúblikanar, hafa sagt Trump forseta ábyrgan, en einnig Hawley og aðra þingmenn Repúblikana sem barist hafa gegn því að sigur Bidens í kosningunum verði staðfestur. Með orðræðu sinni um kosningasvindl hafi forsetinn og umræddir þingmenn valdið árásinni, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Í Twitter-færslu þar sem hótelkeðjan tilkynnti um ákvörðun sína kom fram skýr afstaða hennar gegn árásinni á þinghúsið og „öllum þeim sem studdu við atburðina.“ „Í ljósi þessa og með öryggi gesta okkar og starfsfólks í huga, höfum við tilkynnt aðstandendum viðburðarins að hann fari ekki fram hjá Loews Hotels.“ We are horrified and opposed to the events at the Capitol and all who supported and incited the actions. In light of those events and for the safety of our guests and team members, we have informed the host of the Feb. fundraiser that it will no longer be held at Loews Hotels.— Loews Hotels (@Loews_Hotels) January 16, 2021 „Orwellísk ákvörðun“ Sjálfur hefur Hawley gagnrýnt ákvörðun hótelkeðjunnar í yfirlýsingu. „Ef þessi fyrirtæki vilja ekki að íhaldsmenn fái að tala, þá ættu þau bara að vera hreinskilin með það. En að leggja það að jöfnu að leiða umræður í þinginu og að hvetja til ofbeldis er lygi, og það er hættulegt,“ sagði Hawley. Hann er á meðal þeirra þingmanna sem mótmælti staðfestingu sigurs Bidens þegar þingið kom aftur saman, sama kvöld og árásin á þinghúsið var gerð. Hann sagðist í yfirlýsingu sinni ekki ætla að hætta að tala máli kjósenda í Missouri og að hann myndi ekki beygja sig undir þrýsting frá „stórfyrirtækjum á vinstri væng stjórnmálanna.“ Áður hafði bókaútgáfan Simon & Schuster aflýst útgáfu bókar eftir Hawley sem ber heitið „Alræði tæknigeirans“ (e. Tyranny of Big Tech), af sömu ástæðu og Loews aflýsti viðburði Hawleys. Sagðist útgáfan taka samfélagslega ábyrgð alvarlega og að hún gæti ekki stutt við „hlutverk Hawleys í því sem var mikil ógn,“ og vísaði til árásarinnar á þinghúsið. Hawley tjáði sig einnig um yfirlýsingu bókaútgáfunnar og kallaði hana „Orwellíska,“ með vísan til bókarinnar 1984 eftir George Orwell. Í kjölfar árásarinnar hefur fjöldi fyrirtækja dregið úr eða hætt alfarið stuðningi sínum við þingmenn sem greiddu ekki atkvæði með staðfestingu úrslita forsetakosninganna. Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Hawley hafði ætlað sér að halda svokallaða „fjölskylduhelgi“ á hótelinu, þar sem miðar kostuðu á bilinu þúsund til fimmþúsund dollara. Algengt er að stjórnmálamenn haldi ýmiskonar fjáröflunarviðburði til þess að fjármagna kosningabaráttu sína. Loews Hotels hefur hins vegar aflýst viðburðinum í kjölfar árásarinnar sem gerð var á bandaríska þinghúsið í Washington-borg þann 6. janúar síðastliðinn. Demókratar, og nokkrir Repúblikanar, hafa sagt Trump forseta ábyrgan, en einnig Hawley og aðra þingmenn Repúblikana sem barist hafa gegn því að sigur Bidens í kosningunum verði staðfestur. Með orðræðu sinni um kosningasvindl hafi forsetinn og umræddir þingmenn valdið árásinni, að því er fram kemur í umfjöllun New York Times. Í Twitter-færslu þar sem hótelkeðjan tilkynnti um ákvörðun sína kom fram skýr afstaða hennar gegn árásinni á þinghúsið og „öllum þeim sem studdu við atburðina.“ „Í ljósi þessa og með öryggi gesta okkar og starfsfólks í huga, höfum við tilkynnt aðstandendum viðburðarins að hann fari ekki fram hjá Loews Hotels.“ We are horrified and opposed to the events at the Capitol and all who supported and incited the actions. In light of those events and for the safety of our guests and team members, we have informed the host of the Feb. fundraiser that it will no longer be held at Loews Hotels.— Loews Hotels (@Loews_Hotels) January 16, 2021 „Orwellísk ákvörðun“ Sjálfur hefur Hawley gagnrýnt ákvörðun hótelkeðjunnar í yfirlýsingu. „Ef þessi fyrirtæki vilja ekki að íhaldsmenn fái að tala, þá ættu þau bara að vera hreinskilin með það. En að leggja það að jöfnu að leiða umræður í þinginu og að hvetja til ofbeldis er lygi, og það er hættulegt,“ sagði Hawley. Hann er á meðal þeirra þingmanna sem mótmælti staðfestingu sigurs Bidens þegar þingið kom aftur saman, sama kvöld og árásin á þinghúsið var gerð. Hann sagðist í yfirlýsingu sinni ekki ætla að hætta að tala máli kjósenda í Missouri og að hann myndi ekki beygja sig undir þrýsting frá „stórfyrirtækjum á vinstri væng stjórnmálanna.“ Áður hafði bókaútgáfan Simon & Schuster aflýst útgáfu bókar eftir Hawley sem ber heitið „Alræði tæknigeirans“ (e. Tyranny of Big Tech), af sömu ástæðu og Loews aflýsti viðburði Hawleys. Sagðist útgáfan taka samfélagslega ábyrgð alvarlega og að hún gæti ekki stutt við „hlutverk Hawleys í því sem var mikil ógn,“ og vísaði til árásarinnar á þinghúsið. Hawley tjáði sig einnig um yfirlýsingu bókaútgáfunnar og kallaði hana „Orwellíska,“ með vísan til bókarinnar 1984 eftir George Orwell. Í kjölfar árásarinnar hefur fjöldi fyrirtækja dregið úr eða hætt alfarið stuðningi sínum við þingmenn sem greiddu ekki atkvæði með staðfestingu úrslita forsetakosninganna.
Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Tengdar fréttir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43 Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13 Mest lesið Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Erlent „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Innlent Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Innlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Innlent Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Hótar Hamas með helvíti og gjöreyðingu Gasa-borgar Rússar vilja koma að því að tryggja öryggi Úkraínu Erik Menendez fær ekki reynslulausn Fella niður 64 milljarða sekt Trump Samþykktu ný hagstæðari kjördæmi í Texas Vara við hörmungum verði gert áhlaup á Gasaborg Stefna á fjöldaframleiðslu á eigin stýriflaugum Losun Kína dregst saman vegna uppgangs í sólarorku Líkamlegar refsingar hamla þroska og hafa áhættu í för með sér Handtekinn á Ítalíu vegna Nord Stream sprenginganna Rússar halda árásum áfram Ætla að stoppa farandfólk með svartri málningu Mega neita þeim aðgengi sem bera keffiyeh Hefur áhyggjur af gervigreind sem virðist sjálfsmeðvituð Engir hermenn í Úkraínu og enginn fundur með Pútín Kalla tugi þúsunda til herþjónustu Öflugasti sjónaukinn fann áður óþekkt tungl í sólkerfinu „Stríðin“ sex, stundum sjö, sem Trump segist hafa stöðvað Kirkjan í Kiruna komin á áfangastað Frambjóðandi sem ræddi um morð á hundi farinn í hundana Nýtt flaggskip Rússa á sjó eftir tuttugu og fimm ár í slipp Hondúras og Úganda samþykkja að taka við hælisleitendum Segist vilja komast til himna Ísraelar taki ekki annað í mál en lausn allra gísla Bauð Selenskí til Moskvu Segir ásakanir Evrópu barnalegar Sjá meira
Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna búa sig undir óeirðir Öll fimmtíu ríki Bandaríkjanna auk Washington DC eru viðbúin vegna mótmæla sem búast má við um helgina. Talið er að óeirðir geti brotist út en andstæðingar Joe Bidens verðandi Bandaríkjaforseta stefna á götur út til að mótmæla embættistöku forsetans verðandi. 16. janúar 2021 19:43
Rannsaka hvort þingmenn hafi aðstoðað árásarmennina Lögreglan í þinghúsi Bandaríkjanna (e. Capitol Police) hefur hafið rannsókn á því hvort einhverjir þingmenn kunni að hafa verið til leiðsagnar í „óviðeigandi“ skoðunarferðum um þinghúsið, áður en múgur hliðhollur Donald Trump Bandaríkjaforseta réðst þar inn þann 6. janúar síðastliðinn. 16. janúar 2021 09:13