Að ræða erfið mál í vinnunni Rakel Sveinsdóttir skrifar 19. janúar 2021 07:01 Þótt við kvíðum fyrir því að taka erfið samtöl við vinnufélaga er oft betra að ráðast í það fyrr en seinna. Vísir/Vilhelm Það geta alls kyns aðstæður í vinnunni kallað á að stundum þurfi að ræða einhver erfið eða viðkvæm mál. Þessi samtöl eru alls ekkert einskorðuð við að vera samtöl yfirmanns við undirmann. Stundum er þörf á því að samstarfsfélagar ræði saman eða að starfsmaður ræði við yfirmann sinn. Að forðast erfið samtöl er eðlilegt og algengt. Fæst okkar vilja skapa leiðindi eða særa einhvern og oft vitum ekki hvernig best er að bera sig að. Að ræða málin fyrr en seinna er hins vegar oftast best fyrir alla aðila. Hér eru fimm góð ráð sem geta hjálpað. Köttur í kringum heitan graut Þegar við loksins tökum af skarið til að ræða málin, er mikilvægt að fara ekki í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut. Við þurfum að vera heiðarleg og hreinskilin og helst að sleppa löngum formálum. Margir falla til dæmis í þá gryfju að byrja á formála þar sem viðkomandi er hrósað í hástert og því löngu farin að bíða eftir því hvenær eitthvað „En…“ kemur. Því er best að koma sér beint að efninu og segja til dæmis: „Ég þarf að ræða við þig mál sem ég hef forðast að gera í nokkurn tíma, en þetta er mál sem skiptir mig miklu máli.“ Það jákvæða við þessa setningu er að þú lætur vita að þú viljir ræða erfitt málefni en einnig að þú þurfir að fá svigrúm til þess að tala án þess að gripið sé fram í fyrir þér. „Ég“ frekar en „þú“ eða „við“ Það er lykilatriði að orða hlutina ekki þannig að viðkomandi fari strax í vörn. Að nota orð eins og „þú“ eða „við“ er líklegri leið til að kalla fram slík varnarviðbrögð. Tökum dæmi: Í staðinn fyrir að segja „Þú hlustar ekkert á það sem ég segi og gerir aldrei það sem ég bið um.“ Frekar að segja „Mér líður eins og þér finnist lítið til minna skoðana koma og að það sé þess vegna sem það skipti þig litlu máli hvað ég er að biðja um að sé gert.“ Staðreyndir frekar en tilfinningar Oft felst stærsta áskorunin í erfiðum samtölum að halda tilfinningum fyrir utan samtalið, en einblína þess í stað á staðreyndir. Tökum dæmi: Segjum sem svo að einhver hafi mætt of seint á daglega fundi alla vikuna. Þá er best að segja „Þú mættir of seint mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag og það er ekki ásættanlegt fyrir okkur hin.“ En ekki segja „Þú berð enga virðingu fyrir tíma okkar hinna því þú mætir bara alltaf of seint á fundina okkar.“ Að forðast tilfinningalegt uppnám gildir líka um þig. Þess vegna þarft þú að vera undir það búin að þegar þér verður svarað og samtalið hefst, þá horfir þú áfram á staðreyndir frekar en tilfinningar. Að spjalla Jafn undarlega og það hljómar virðist fólk oft finna það á sér þegar ræða á einhver erfið eða alvarleg mál. Oft gerist það þá ósjálfrátt að áður en þú veist af, hefur viðkomandi bryddað upp á einhverju persónulegu spjalli sem leiðir þinn inn á allt aðrar brautir en þú ætlaðir að fara. En þetta er samtal sem þú ætlaðir að taka og þú ætlar þér að stýra. Til að afvegaleiðast ekki er gott að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að hlusta, en halda síðan þínu striki og hefja það samtal sem á að fara fram. Framtíðar samskipti Þá er mikilvægt að muna að tilgangur samtalsins er að betrumbæta eitthvað. Kannski er markmiðið að hreinsa andrúmsloftið. Eða að koma einhverjum samskiptum eða verkefnum í betri farveg. Aðalmálið er að missa ekki fókusinn á það að tilgangur samtalsins er að það skili góðri niðurstöðu og eyðileggi ekki fyrir framtíðar samskiptum eða sambandi. Fæstir bregðast mjög reiðir eða illa við og því er gott að hafa í huga að með smá undirbúningi og góðum vilja, er í langflestum betra að taka samtalið fyrr en seinna. Góðu ráðin Tengdar fréttir Þess virði að gefa starfsfólki von Bólusetning í augsýn gefur án efa tilefni til meiri bjartsýni framundan en áður fyrir atvinnulífið um allan heim. Rannsóknir sýna þó að það er árangursríkari leið fyrir stjórnendur að efla von hjá starfsfólki en bjartsýni. Hvers vegna? 12. janúar 2021 07:02 Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01 Megrunarátakið í vinnunni Það þykir reyndar ekki vinsælt í dag að tala um ,,megrun“ og eflaust réttara að tala um lífstílsbreytingu. En í upphafi árs eru það þó margir sem hafa sett sér markmið um að léttast á nýju ári og þá er um að gera að huga að vinnudögunum og hvernig best er að huga að átakinu þar. 5. janúar 2021 07:01 Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00 Fólk beðið um að senda ekki stutta og óþarfa tölvupósta Hér eru átta dæmi um tölvupósta sem fólk er hvatt til að hætta að senda sín á milli því allir tölvupóstar skilja eftir sig kolefnisfótspor. 24. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Að forðast erfið samtöl er eðlilegt og algengt. Fæst okkar vilja skapa leiðindi eða særa einhvern og oft vitum ekki hvernig best er að bera sig að. Að ræða málin fyrr en seinna er hins vegar oftast best fyrir alla aðila. Hér eru fimm góð ráð sem geta hjálpað. Köttur í kringum heitan graut Þegar við loksins tökum af skarið til að ræða málin, er mikilvægt að fara ekki í kringum hlutina eins og köttur í kringum heitan graut. Við þurfum að vera heiðarleg og hreinskilin og helst að sleppa löngum formálum. Margir falla til dæmis í þá gryfju að byrja á formála þar sem viðkomandi er hrósað í hástert og því löngu farin að bíða eftir því hvenær eitthvað „En…“ kemur. Því er best að koma sér beint að efninu og segja til dæmis: „Ég þarf að ræða við þig mál sem ég hef forðast að gera í nokkurn tíma, en þetta er mál sem skiptir mig miklu máli.“ Það jákvæða við þessa setningu er að þú lætur vita að þú viljir ræða erfitt málefni en einnig að þú þurfir að fá svigrúm til þess að tala án þess að gripið sé fram í fyrir þér. „Ég“ frekar en „þú“ eða „við“ Það er lykilatriði að orða hlutina ekki þannig að viðkomandi fari strax í vörn. Að nota orð eins og „þú“ eða „við“ er líklegri leið til að kalla fram slík varnarviðbrögð. Tökum dæmi: Í staðinn fyrir að segja „Þú hlustar ekkert á það sem ég segi og gerir aldrei það sem ég bið um.“ Frekar að segja „Mér líður eins og þér finnist lítið til minna skoðana koma og að það sé þess vegna sem það skipti þig litlu máli hvað ég er að biðja um að sé gert.“ Staðreyndir frekar en tilfinningar Oft felst stærsta áskorunin í erfiðum samtölum að halda tilfinningum fyrir utan samtalið, en einblína þess í stað á staðreyndir. Tökum dæmi: Segjum sem svo að einhver hafi mætt of seint á daglega fundi alla vikuna. Þá er best að segja „Þú mættir of seint mánudag, þriðjudag, miðvikudag og fimmtudag og það er ekki ásættanlegt fyrir okkur hin.“ En ekki segja „Þú berð enga virðingu fyrir tíma okkar hinna því þú mætir bara alltaf of seint á fundina okkar.“ Að forðast tilfinningalegt uppnám gildir líka um þig. Þess vegna þarft þú að vera undir það búin að þegar þér verður svarað og samtalið hefst, þá horfir þú áfram á staðreyndir frekar en tilfinningar. Að spjalla Jafn undarlega og það hljómar virðist fólk oft finna það á sér þegar ræða á einhver erfið eða alvarleg mál. Oft gerist það þá ósjálfrátt að áður en þú veist af, hefur viðkomandi bryddað upp á einhverju persónulegu spjalli sem leiðir þinn inn á allt aðrar brautir en þú ætlaðir að fara. En þetta er samtal sem þú ætlaðir að taka og þú ætlar þér að stýra. Til að afvegaleiðast ekki er gott að sýna þá sjálfsögðu kurteisi að hlusta, en halda síðan þínu striki og hefja það samtal sem á að fara fram. Framtíðar samskipti Þá er mikilvægt að muna að tilgangur samtalsins er að betrumbæta eitthvað. Kannski er markmiðið að hreinsa andrúmsloftið. Eða að koma einhverjum samskiptum eða verkefnum í betri farveg. Aðalmálið er að missa ekki fókusinn á það að tilgangur samtalsins er að það skili góðri niðurstöðu og eyðileggi ekki fyrir framtíðar samskiptum eða sambandi. Fæstir bregðast mjög reiðir eða illa við og því er gott að hafa í huga að með smá undirbúningi og góðum vilja, er í langflestum betra að taka samtalið fyrr en seinna.
Góðu ráðin Tengdar fréttir Þess virði að gefa starfsfólki von Bólusetning í augsýn gefur án efa tilefni til meiri bjartsýni framundan en áður fyrir atvinnulífið um allan heim. Rannsóknir sýna þó að það er árangursríkari leið fyrir stjórnendur að efla von hjá starfsfólki en bjartsýni. Hvers vegna? 12. janúar 2021 07:02 Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01 Megrunarátakið í vinnunni Það þykir reyndar ekki vinsælt í dag að tala um ,,megrun“ og eflaust réttara að tala um lífstílsbreytingu. En í upphafi árs eru það þó margir sem hafa sett sér markmið um að léttast á nýju ári og þá er um að gera að huga að vinnudögunum og hvernig best er að huga að átakinu þar. 5. janúar 2021 07:01 Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00 Fólk beðið um að senda ekki stutta og óþarfa tölvupósta Hér eru átta dæmi um tölvupósta sem fólk er hvatt til að hætta að senda sín á milli því allir tölvupóstar skilja eftir sig kolefnisfótspor. 24. nóvember 2020 07:00 Mest lesið Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Atvinnulíf EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Fengu ekki að tjá sig og sektin helminguð Neytendur Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Atvinnulíf Vona að Musk takmarki tolla Trumps Viðskipti erlent Búið að draga tennurnar úr jagúarnum Viðskipti innlent Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Atvinnulíf ASÍ fordæmir hækkun vaxta og Þórhallur sendi bankanum bréf Neytendur Ný útgáfa af konungi jeppans kominn til landsins Samstarf Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Atvinnulíf Fleiri fréttir Velgengni í New York: „Mér finnst ég ekkert hafa verið hér mjög lengi“ Magga í Pfaff: „Ég man meira að segja hvar fyrsti kossinn var“ Fær nokkuð jákvæð viðbrögð þegar hann vandar sig í eldhúsinu Dagatalsmenningin: Rosa töff að vera með yfirbókaða dagskrá Vogue og forsetafrúin kveiktu strax en íslenski vinnumarkaðurinn með hindranir Inngildingin: „Íslenska töluð með hreim er samt íslenska“ Dæmi: „Tvær konur geta ekki unnið saman því einu sinni áttu þær sama kærasta“ „Unglingsárin voru kannski ekki mín heppilegustu ár“ „Pólitíkin er dugleg í þessu en einkageirinn kann þetta ekki nógu vel“ Að byggja upp vinnustað sem hræðist ekki breytingar Stærðin skiptir ekki máli Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Allt í steik: Samtalið við yfirmanninn „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ „Fyrsta verk er án gríns að fá mér lýsi og tékka á Vísi“ Kosningaspenna á vinnustöðum og rifrildi um pólitík Sif Jakobs: „Ekta demantar eru nú einfaldlega ræktaðir“ „Hörðustu samningaviðræðurnar voru við yngsta fólkið Eitraður starfsmaður og góð ráð „Enginn kvartað yfir því þegar ég hef skúrað“ Ekki trompast við fólk í vinnu eða á fundum „Síðan kemur í ljós að við erum í gjörólíkum störfum“ „Opinberi geirinn er að breytast og þar þarf mikinn fjölda verkefnastjóra“ Sjá meira
Þess virði að gefa starfsfólki von Bólusetning í augsýn gefur án efa tilefni til meiri bjartsýni framundan en áður fyrir atvinnulífið um allan heim. Rannsóknir sýna þó að það er árangursríkari leið fyrir stjórnendur að efla von hjá starfsfólki en bjartsýni. Hvers vegna? 12. janúar 2021 07:02
Góð ráð fyrir fólk sem þolir ekki yfirmanninn Það getur verið erfitt að vera í vinnu þar sem þú þolir ekki yfirmanninn þinn. Þetta er þó algengari staða en marga grunar. Þannig sýna niðurstöður kannana Gallup í Bandaríkjunum að þar hefur um helmingur útivinnandi fólks hætt í einhverju starfi, vegna þess að það þoldi ekki yfirmanninn. Sömu sögu er að segja frá Evrópu þar sem hlutfallið mælist hærra, sem og í Asíu, Miðausturlöndunum og Afríku. 6. janúar 2021 07:01
Megrunarátakið í vinnunni Það þykir reyndar ekki vinsælt í dag að tala um ,,megrun“ og eflaust réttara að tala um lífstílsbreytingu. En í upphafi árs eru það þó margir sem hafa sett sér markmið um að léttast á nýju ári og þá er um að gera að huga að vinnudögunum og hvernig best er að huga að átakinu þar. 5. janúar 2021 07:01
Ekki leggja þig 100% fram við vinnu (bara 85%) Við erum ekki alltaf að gera okkur greiða með því að leggja okkur 100% fram. Hvers vegna ætli það sé? 4. desember 2020 07:00
Fólk beðið um að senda ekki stutta og óþarfa tölvupósta Hér eru átta dæmi um tölvupósta sem fólk er hvatt til að hætta að senda sín á milli því allir tölvupóstar skilja eftir sig kolefnisfótspor. 24. nóvember 2020 07:00