Réttarvarsla fatlaðs fólks lakari en annarra Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 18. janúar 2021 15:38 Fötluð börn eru talin um fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir ofbeldi. Vísir/Vilhelm Ætla má að fjöldi fatlaðs fólks verði fyrir ofbeldi á Íslandi og að í einhverjum tilvikum verði þolendur ítrekað – og jafnvel reglulega – fyrir ofbeldi. Þetta kemur fram í nýútgefinni skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra (RLS), Ofbeldi gegn fötluðu fólki á Íslandi. Í skýrslunni er bent á að miðað við fyrirliggjandi rannsóknir rati aðeins lítill hluti ofbeldismála gegn þessum viðkvæma hópi fólks inn í réttarvörslukerfið. Þá megi jafnframt draga þá ályktun að fatlað fólk standi ekki jafnfætis ófötluðum hvað réttarvörslu varðar. „Skráning í kerfi lögreglu (LÖKE) bíður ekki uppá að þess sé getið hvort brotaþoli sér fatlaður. Til þess þarf heimild þar sem um heilsufarsupplýsingar er að ræða. Því er ekki unnt að draga saman fjölda mála er varða fatlaða einstaklinga. Vilji er til að skoða hvernig hægt sé að tilgreina slíkar upplýsingar við skráningu mála í lögreglukerfið án þess að brjóta gegn persónuvernd. Þannig mætti greina betur fjölda tilkynninga um ofbeldi gegn fötluðu fólki,“ segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Er það mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra að talsverðra breytinga sé þörf til þess að fá fram upplýsingar um umfang vandans á Íslandi. Nær ekkert vitað um ofbeldi gegn fötluðum körlum Í skýrslunni er vakin athygli á því að rannsóknir síðustu ára á Íslandi hafi einkum beinst að stöðu fatlaðra kvenna og reynslu þeirra af einstaklings- og stofnanabundnu ofbeldi. Fáar rannsóknir hafi beinst sérstaklega að fötluðum börnum sem þolendum ofbeldis og staða fatlaðra karla í þessu efni sé að mestu óþekkt. Rannsóknirnar hafi leitt í ljós að algengt sé að fatlaðar konur sem verða fyrir ofbeldi tilkynni það ekki til lögreglu. Sömuleiðis sé vel þekkt að þolendur óttist að þeim verði ekki trúað. Fyrirliggjandi kannanir bendi til þess að í meirihluta tilvika hafi gerendur ekki verið sóttir til saka, og enn síður dæmdir. Samkvæmt rannsóknum þessum virðist algengt að fatlaðar konur fái ekki viðeigandi aðstoð til að takast á við afleiðingar ofbeldisins og að aðgengi að úrræðum fyrir brotaþola sé takmarkað. Fötluð börn fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir ofbeldi Í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra er einnig vísað í erlendar rannsóknir um ofbeldi gegn fötluðu fólki, m.a. frá breska læknaritinu The Lancet og frá bresku tölfræðistofnuninni. Eru niðurstöður þeirra keimlíkar og á þá leið að fatlað fólk eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir. Fötluð börn séu til að mynda fjórum sinnum líklegri en önnur til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega þau börn sem eru með þroskahömlun. Í nýlegri rannsókn sem framkvæmd var í Noregi kom í ljós að aðeins tíunda hverju ofbeldis- og kynferðisbrotamáli lýkur með skilorðslausum dómi þegar brotaþoli er fatlaður. Það hlutfall er mun lægra en þegar ófatlaðir verða fyrir slíkum árásum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru um 15% heimsbyggðarinnar fötluð og 2-4% eru með alvarlegar birtingarmyndir fötlunar. Samsvarar þetta 54.000 Íslendingum, þar af um 7.200 til 14.400 með alvarlega fötlun. Félagsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira
Í skýrslunni er bent á að miðað við fyrirliggjandi rannsóknir rati aðeins lítill hluti ofbeldismála gegn þessum viðkvæma hópi fólks inn í réttarvörslukerfið. Þá megi jafnframt draga þá ályktun að fatlað fólk standi ekki jafnfætis ófötluðum hvað réttarvörslu varðar. „Skráning í kerfi lögreglu (LÖKE) bíður ekki uppá að þess sé getið hvort brotaþoli sér fatlaður. Til þess þarf heimild þar sem um heilsufarsupplýsingar er að ræða. Því er ekki unnt að draga saman fjölda mála er varða fatlaða einstaklinga. Vilji er til að skoða hvernig hægt sé að tilgreina slíkar upplýsingar við skráningu mála í lögreglukerfið án þess að brjóta gegn persónuvernd. Þannig mætti greina betur fjölda tilkynninga um ofbeldi gegn fötluðu fólki,“ segir í tilkynningu frá Ríkislögreglustjóra. Er það mat greiningardeildar ríkislögreglustjóra að talsverðra breytinga sé þörf til þess að fá fram upplýsingar um umfang vandans á Íslandi. Nær ekkert vitað um ofbeldi gegn fötluðum körlum Í skýrslunni er vakin athygli á því að rannsóknir síðustu ára á Íslandi hafi einkum beinst að stöðu fatlaðra kvenna og reynslu þeirra af einstaklings- og stofnanabundnu ofbeldi. Fáar rannsóknir hafi beinst sérstaklega að fötluðum börnum sem þolendum ofbeldis og staða fatlaðra karla í þessu efni sé að mestu óþekkt. Rannsóknirnar hafi leitt í ljós að algengt sé að fatlaðar konur sem verða fyrir ofbeldi tilkynni það ekki til lögreglu. Sömuleiðis sé vel þekkt að þolendur óttist að þeim verði ekki trúað. Fyrirliggjandi kannanir bendi til þess að í meirihluta tilvika hafi gerendur ekki verið sóttir til saka, og enn síður dæmdir. Samkvæmt rannsóknum þessum virðist algengt að fatlaðar konur fái ekki viðeigandi aðstoð til að takast á við afleiðingar ofbeldisins og að aðgengi að úrræðum fyrir brotaþola sé takmarkað. Fötluð börn fjórum sinnum líklegri til að verða fyrir ofbeldi Í skýrslu greiningardeildar Ríkislögreglustjóra er einnig vísað í erlendar rannsóknir um ofbeldi gegn fötluðu fólki, m.a. frá breska læknaritinu The Lancet og frá bresku tölfræðistofnuninni. Eru niðurstöður þeirra keimlíkar og á þá leið að fatlað fólk eigi frekar á hættu að verða fyrir ofbeldi en ófatlaðir. Fötluð börn séu til að mynda fjórum sinnum líklegri en önnur til að verða fyrir ofbeldi, sérstaklega þau börn sem eru með þroskahömlun. Í nýlegri rannsókn sem framkvæmd var í Noregi kom í ljós að aðeins tíunda hverju ofbeldis- og kynferðisbrotamáli lýkur með skilorðslausum dómi þegar brotaþoli er fatlaður. Það hlutfall er mun lægra en þegar ófatlaðir verða fyrir slíkum árásum. Samkvæmt Alþjóðaheilbrigðismálastofnuninni eru um 15% heimsbyggðarinnar fötluð og 2-4% eru með alvarlegar birtingarmyndir fötlunar. Samsvarar þetta 54.000 Íslendingum, þar af um 7.200 til 14.400 með alvarlega fötlun.
Félagsmál Lögreglumál Lögreglan Mest lesið Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Innlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Segir Reiner hafa verið myrtan vegna andúðar í sinn garð Erlent Rabbíni drepinn í árásinni Erlent Spjótin beinast að syni Reiners Erlent Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Skotmennirnir feðgar Erlent Fleiri fréttir Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Hvorki álit né vangaveltur um ábyrgð einstaklinga í skýrslunni Þau eru tilnefnd sem maður ársins Lögðu hald á sautján skotvopn og skotfæri um helgina Stór mál standa enn út af Í takt við það sem verið hefur Aðalsteinn gefur kost á sér í oddvitasæti og fer í leyfi Bein útsending: Kynna skýrslu um snjóflóðið í Súðavík Þurftu að lenda í Liverpool á leið til Manchester Súðavíkurskýrslan afhent forseta Alþingis Ekki lengur hægt að breiða yfir sannleikann Heyrði skothvellina á Bondi strönd Vinstri beygjan bönnuð Sinntu fimmtán málum í tengslum við Iceguys tónleikana „Ég var kölluð „hryðjuverkamaður““ Magnea sækist eftir 2.-4. sæti á lista Samfylkingar Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Fleiri lífeyrisþegar og leikskólaforeldrar sem þurfa jólaaðstoð „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Sjá meira