Óttast að Samfylkingin fremji ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum Eiður Þór Árnason skrifar 18. janúar 2021 18:08 Birgir Dýrfjörð segir mikla illsku komna í uppstillingarnefnd Samfylkingarinnar. Samfylkingin Birgir Dýrfjörð, sem situr í flokksstjórn Samfylkingarinnar, segir að hans eigin reynsla af alkóhólisma og vanmætti sínum gagnvart áfengi hafi litað ákvörðun hans um að segja sig úr uppstillingarnefnd flokksins. Hann segist óttast að Samfylkingin „fremji nú það ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum“ að dæma þá brottræka og vanhæfa með þeim rökum að þeir séu ekki traustsins verðir vegna fyrri hegðunar í ölæði. Þetta segir hann í yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því hvers vegna hann hætti í uppstillingarnefnd flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Hann vill þó ekki gefa upp hvað leiddi nákvæmlega til þess að hann gekk á dyr og ber fyrir sig þagnarskyldu. Átök innan flokksins Vísir greindi frá því fyrr í dag að veruleg ólga væri innan Samfylkingarinnar í tengslum við stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns á lista flokksins í komandi kosningum. Þess ber að geta að skjalið með yfirlýsingu Birgis til fjölmiðla ber titilinn „Yfirlýsing v. Ág.Ól.“ Má gera fastlega ráð fyrir því að þar sé átt við Ágúst. Ágúst Ólafur hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði hann sér svo hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Birgir yfirgaf fund uppstillingarnefndarinnar á laugardaginn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir í samtali við Vísi fyrr í dag en vildi þá líkt og nú ekki staðfesta hvort málið snúist um stöðu Ágústs Ólafs í flokknum. Fram hefur komið að hann var ekki á meðal fimm efstu í skoðanakönnun sem haldin var meðal félaga í Samfylkingunni í Reykjavík í desember. Uppstillingarnefnd hefur niðurstöðurnar til hliðsjónar við uppröðun sína. Verið edrú í 40 ár Birgir segir í yfirlýsingu að hann taki þróun mála mjög nærri sér. „Ég hef oft lent í því að drekka mig úr karakter, og ausa svívirðingum og tilhæfulausum ásökunum yfir fólk,“ segir hann í yfirlýsingu. Birgir bætir við að á komandi sumri séu liðin 40 ár frá því hann viðurkenndi vanmátt sinn gagnvart áfengi. Í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar vegna vanda síns sem hafi dugað honum í 40 óslitin áfengislaus ár. „Ég er svo lánsamur að hafa umgengist gott fólk, sem aldrei hefur núið mér því um nasir, hve oft ég varð mér til skammar drukkinn. En það breytir ekki því að ég tek mjög nærri mér þegar væn manneskja hefur leitað sér lækningar, og sannanlega náð góðum bata, og bætt ráð sitt, er dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum, að hún sé ekki traustsins verð vegna fyrri hegðunar í ölæði. Það finnst mér skelfilegt ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum,“ segir Birgir. Hann segist óttast að Samfylkingin fremji nú það ódæðisverk. „Þar vil ég ekki vera. Því segi ég af mér - og get ekki annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð. Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Fíkn Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira
Hann segist óttast að Samfylkingin „fremji nú það ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum“ að dæma þá brottræka og vanhæfa með þeim rökum að þeir séu ekki traustsins verðir vegna fyrri hegðunar í ölæði. Þetta segir hann í yfirlýsingu þar sem hann greinir frá því hvers vegna hann hætti í uppstillingarnefnd flokksins fyrir næstu alþingiskosningar. Hann vill þó ekki gefa upp hvað leiddi nákvæmlega til þess að hann gekk á dyr og ber fyrir sig þagnarskyldu. Átök innan flokksins Vísir greindi frá því fyrr í dag að veruleg ólga væri innan Samfylkingarinnar í tengslum við stöðu Ágústs Ólafs Ágústssonar þingmanns á lista flokksins í komandi kosningum. Þess ber að geta að skjalið með yfirlýsingu Birgis til fjölmiðla ber titilinn „Yfirlýsing v. Ág.Ól.“ Má gera fastlega ráð fyrir því að þar sé átt við Ágúst. Ágúst Ólafur hefur verið sakaður um kynferðislega áreitni, sem hann gekkst við og leitaði hann sér svo hjálpar hjá SÁÁ vegna áfengisvanda síns. Birgir yfirgaf fund uppstillingarnefndarinnar á laugardaginn. „Það var komin svo mikil illska í þetta að ég þoldi ekki við og fór út. Þetta var orðið svo ljótt og illt að ég gat ekki setið í þessu hópi lengur,“ sagði Birgir í samtali við Vísi fyrr í dag en vildi þá líkt og nú ekki staðfesta hvort málið snúist um stöðu Ágústs Ólafs í flokknum. Fram hefur komið að hann var ekki á meðal fimm efstu í skoðanakönnun sem haldin var meðal félaga í Samfylkingunni í Reykjavík í desember. Uppstillingarnefnd hefur niðurstöðurnar til hliðsjónar við uppröðun sína. Verið edrú í 40 ár Birgir segir í yfirlýsingu að hann taki þróun mála mjög nærri sér. „Ég hef oft lent í því að drekka mig úr karakter, og ausa svívirðingum og tilhæfulausum ásökunum yfir fólk,“ segir hann í yfirlýsingu. Birgir bætir við að á komandi sumri séu liðin 40 ár frá því hann viðurkenndi vanmátt sinn gagnvart áfengi. Í kjölfarið hafi hann leitað sér aðstoðar vegna vanda síns sem hafi dugað honum í 40 óslitin áfengislaus ár. „Ég er svo lánsamur að hafa umgengist gott fólk, sem aldrei hefur núið mér því um nasir, hve oft ég varð mér til skammar drukkinn. En það breytir ekki því að ég tek mjög nærri mér þegar væn manneskja hefur leitað sér lækningar, og sannanlega náð góðum bata, og bætt ráð sitt, er dæmd vanhæf og brottrekin með þeim rökum, að hún sé ekki traustsins verð vegna fyrri hegðunar í ölæði. Það finnst mér skelfilegt ódæðisverk gegn óvirkum alkóhólistum,“ segir Birgir. Hann segist óttast að Samfylkingin fremji nú það ódæðisverk. „Þar vil ég ekki vera. Því segi ég af mér - og get ekki annað.“ Fréttin hefur verið uppfærð.
Samfylkingin Alþingiskosningar 2021 Reykjavíkurkjördæmi norður Reykjavíkurkjördæmi suður Fíkn Mest lesið Sundlaugargestur handtekinn Innlent Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Trump sagður hlynntur afsali lands Erlent Fleiri fréttir Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Sjá meira