Erfiðast að sjá fólk hrapa Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 19. janúar 2021 19:01 Fjallgöngumaðurinn John Snorri Sigurjónsson stefnir á að standa á toppnum á K2 áður en mánuðurinn er á enda. Hópurinn býr sig nú undir aftakaveður sem spáð er á morgun og bíður átekta á meðan það gengur yfir. Tveir hafa týnt lífi á fjallinu undanfarna daga. John Snorri og samferðamenn hans eru nú staddir í grunnbúðunum á K2, þar sem þeir hyggjast freista þess að vera með fyrstu mönnum til að standa á toppi fjallsins að vetri til. Aftakaveðri er hins vegar spáð. „Við erum að undirbúa svona versta veðrið sem að við höfum upplifað örugglega hérna. Það verða 130km/klst hér í grunnbúðunum,“ segir John Snorri í samtali við fréttastofu. Hópurinn frestaði för sinni lengra upp fjallið um helgina þegar Bandaríkjamaðurinn Alex Goldfarb týndist. Hann fannst látinn í gær. „Hann var einn. Hann er á mjög erfiðum stað. Það er mjög erfitt að nálgast hann. Hann hefur greinilega hrapað á leiðinni upp á toppinn eða lent í snjóflóði og hann er undir snjóhengju í sextíu gráðu halla,“ segir John Snorri og bætir við að ólíklegt sé að hægt verði að nálgast hann. „Var rétt á eftir mér“ Annar maður, Spánverjinn Sergi Mingote, lést í fjallinu um helgina. „Hann var rétt á eftir mér. Hann var að fara svolítið hratt niður og eitthvað runnið til og ekki húkkaður í línuna og hann hrapaði 600 metra niður,“ segir John Snorri og bætir við að það sé alltaf erfitt að heyra af slysförum. Því miður séu þau þó oft óhjákvæmileg í þessum aðstæðum. „Ég held það sé í öllum fjórum 8.000 metra fjöllunum sem ég hef klifrað, þá hafa alltaf einhverjir látist. Sumir eru meira að segja notaðir sem kennileiti. Það versta í þessu er kannski þegar maður er í fjallinu og maður sér fólk hrapa. Það tekur á.“ Partur af fjöllunum Sjálfur segist John upplifa sig sem part af fjöllunum og ætlar að halda áfram á meðan hann hefur stuðning fjölskyldu sinnar. Hann bindur vonir við að geta staðið á toppnum fyrir lok mánaðar. „Það gæti mögulega verið 26. eða 27. janúar en veðrið breytist ofsalega hratt hérna og síðast þegar við vorum uppi í fjallinu þá breyttist veðrið það mikið að við urðum bara, við töldum okkur ekki getafarið á toppinn. Það var of mikil áhætta. Enda þeir sem komust á toppinn frusu í andliti og frusu á tánum.“ Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á Facebook-síðu Johns Snorra. Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51 John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
John Snorri og samferðamenn hans eru nú staddir í grunnbúðunum á K2, þar sem þeir hyggjast freista þess að vera með fyrstu mönnum til að standa á toppi fjallsins að vetri til. Aftakaveðri er hins vegar spáð. „Við erum að undirbúa svona versta veðrið sem að við höfum upplifað örugglega hérna. Það verða 130km/klst hér í grunnbúðunum,“ segir John Snorri í samtali við fréttastofu. Hópurinn frestaði för sinni lengra upp fjallið um helgina þegar Bandaríkjamaðurinn Alex Goldfarb týndist. Hann fannst látinn í gær. „Hann var einn. Hann er á mjög erfiðum stað. Það er mjög erfitt að nálgast hann. Hann hefur greinilega hrapað á leiðinni upp á toppinn eða lent í snjóflóði og hann er undir snjóhengju í sextíu gráðu halla,“ segir John Snorri og bætir við að ólíklegt sé að hægt verði að nálgast hann. „Var rétt á eftir mér“ Annar maður, Spánverjinn Sergi Mingote, lést í fjallinu um helgina. „Hann var rétt á eftir mér. Hann var að fara svolítið hratt niður og eitthvað runnið til og ekki húkkaður í línuna og hann hrapaði 600 metra niður,“ segir John Snorri og bætir við að það sé alltaf erfitt að heyra af slysförum. Því miður séu þau þó oft óhjákvæmileg í þessum aðstæðum. „Ég held það sé í öllum fjórum 8.000 metra fjöllunum sem ég hef klifrað, þá hafa alltaf einhverjir látist. Sumir eru meira að segja notaðir sem kennileiti. Það versta í þessu er kannski þegar maður er í fjallinu og maður sér fólk hrapa. Það tekur á.“ Partur af fjöllunum Sjálfur segist John upplifa sig sem part af fjöllunum og ætlar að halda áfram á meðan hann hefur stuðning fjölskyldu sinnar. Hann bindur vonir við að geta staðið á toppnum fyrir lok mánaðar. „Það gæti mögulega verið 26. eða 27. janúar en veðrið breytist ofsalega hratt hérna og síðast þegar við vorum uppi í fjallinu þá breyttist veðrið það mikið að við urðum bara, við töldum okkur ekki getafarið á toppinn. Það var of mikil áhætta. Enda þeir sem komust á toppinn frusu í andliti og frusu á tánum.“ Hægt er að fylgjast með ferðalaginu á Facebook-síðu Johns Snorra.
Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51 John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25 Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12 Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Segir Kínverja munu „berjast til hins síðasta“ í stríði við Bandaríkin Erlent Fleiri fréttir Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Vanvirðing við Hæstarétt og áhrif tollahækkana Trumps Sjá meira
Vonsvikinn og ósáttur eftir fréttir gærdagsins en stefnir enn á toppinn Íslenski fjallagarpurinn John Snorri var á leið niður úr búðum tvö í fjallshlíðum K2 þegar hann frétti að hópur nepalskra fjallagarpa hefði náð toppi fjallsins, fyrstir manna að vetrarlagi. Hann segir fregnirnar vonbrigði, einkum í ljósi þess að hóparnir hafi talað um að fara upp í samfloti. 17. janúar 2021 15:51
John Snorri minnist fjallagarpsins sem fórst á K2 „Kæri vinur, þú skilur eftir þig mikil afrek í heimi fjallamennskunnar. Þín verður minnst fyrir anda þinn og afrek,“ skrifar íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson á Facebook-síðu sinni til minningar um spænska fjallgöngumanninn Sergi Mingote sem lést um helgina á fjallinu K2. 16. janúar 2021 23:25
Varð á undan John Snorra á toppinn Nepalski fjallgöngumaðurinn Mingma Gyalje kveðst í dag hafa náð tindi K2, næsthæsta fjalls í heimi. Hann og íslenski fjallagarpurinn John Snorri Sigurjónsson ætlaði sér að verða fyrstur, en Gyalje virðist hafa orðið fyrri til. 16. janúar 2021 13:12
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“