Hver verða skilaboð Trump til Biden? Reagan fyrstur til að skilja eftir bréf til næsta forseta Hólmfríður Gísladóttir skrifar 20. janúar 2021 15:03 Forsetar hafa hingað til haft hefð Reagan í heiðri, jafnvel eftir að hafa þurft að játa sig sigraða í kosningum. White House Collection/White House Historical Association Donald Trump hefur yfirgefið Hvíta húsið í hinsta sinn og fregnir þess efnis að hann hafi ekki skilið eftir skilaboð til Biden verið dregnar til baka. Trump tók ekki á móti forsetahjónunum verðandi í Hvíta húsinu né hefur hann rætt við Biden síðan forsetakosningarnar fóru fram. Nú er bara að bíða og sjá hvað segir í kveðjunni. „Kæri George. Það munu koma augnablik þar sem þig mun langa til að nota þetta bréfsefni.“ Þannig hófust fyrstu skilaboðin sem fráfarandi forseti skildi eftir fyrir eftirmann sinn en um var að ræða kveðju sem Ronald Reagan krotaði á minnisblokk prýdda mynd af kalkúnum að spóka sig á buguðum fíl. Fyrir ofan myndina stóð: „Ekki láta kalkúnana draga þig niður“ en fíllinn er að sjálfsögðu tákn Repúblikanaflokksins, sem Reagan og George H. W. Bush tilheyrðu báðir. „Velgengni þín er velgengni landsins“ Í umfjöllun sinni um málið segir AP markvert hversu einfaldar kveðjurnar hafa verið gegnum tíðina, ekki síst vegna þess hversu „stórt“ forsetaembættið er. Þá hafa þær jafnan verið hlýlegar og hvetjandi, sem er merkilegt í ljósi þess að þegar Bush tók við af Reagan var það í síðasta sinn sem nýr forseti tók við af flokksbróður sínum. „Þegar ég gekk inn á skrifstofuna rétt í þessu fann ég til sama mikilfengleika og sömu virðingar og ég fann fyrir fjórum árum. Ég veit að þú munt finna fyrir því líka,“ sagði Bush í skilaboðunum til Clinton. Bush óskaði Clinton hamingju í Hvíta húsinu og hvatti hann til að láta gagnrýnendur ekki draga úr sér eða víkja sér af leið. „Velgengni þín er núna velgengni landsins. Ég styð þig alla leið. Gangi þér vel.“ Hvíta húsið fyrir krakka Þegar Bush yngri tók við af Clinton sagði síðarnefndi að byrðarnar sem lægju nú á herðum hans væru miklar en oft á tíðum ýktar. Bush sagði í bréfi sínu til Obama að gagnrýnin yrði hörð, vinirnir myndu valda honum vonbrigðum en hvað sem gerðist myndi hann fá innblástur frá ástríðu þeirrar þjóðar sem hann færi nú fyrir. Þá skildu Jenna og Barbara Bush eftir leiðbeiningar fyrir krakka í Hvíta húsinu fyrir Maliu og Söshu Obama, sem fólu meðal annars í sér ábendingar um góð handrið til að renna sér niður og skemmtilega viðburði sem þær ættu að sækja með foreldrum sínum. Forseta fylgir fjölskylda en Malia og Sasha voru töluvert yngri en þær eru á þessari mynd þegar þær fluttu fyrst inn í Hvíta húsið.Hvíta húsið/Pete Souza Forspár Obama „Þetta er einstakt embætti,“ skrifaði Obama til Trump. Engar leiðbeiningar væru til sem segðu fyrir um hvernig stýra ætti landinu á farsælan hátt en hins vegar væri eitt sem hafa bæri í huga. „Við erum aðeins tímabundnir notendur þessarar skrifstofu,“ sagði Obama. Það gerði þá að verndurum þeirra lýðræðislegu stofnana og hefða sem forfeður þeirra hefðu barist og látið líf sitt fyrir. „Það er undir okkur komið að skilja við þessi áhöld lýðræðis okkar að minnsta kosti jafn sterk og þegar við tókum við þeim.“ Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Barack Obama Tengdar fréttir Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira
Trump tók ekki á móti forsetahjónunum verðandi í Hvíta húsinu né hefur hann rætt við Biden síðan forsetakosningarnar fóru fram. Nú er bara að bíða og sjá hvað segir í kveðjunni. „Kæri George. Það munu koma augnablik þar sem þig mun langa til að nota þetta bréfsefni.“ Þannig hófust fyrstu skilaboðin sem fráfarandi forseti skildi eftir fyrir eftirmann sinn en um var að ræða kveðju sem Ronald Reagan krotaði á minnisblokk prýdda mynd af kalkúnum að spóka sig á buguðum fíl. Fyrir ofan myndina stóð: „Ekki láta kalkúnana draga þig niður“ en fíllinn er að sjálfsögðu tákn Repúblikanaflokksins, sem Reagan og George H. W. Bush tilheyrðu báðir. „Velgengni þín er velgengni landsins“ Í umfjöllun sinni um málið segir AP markvert hversu einfaldar kveðjurnar hafa verið gegnum tíðina, ekki síst vegna þess hversu „stórt“ forsetaembættið er. Þá hafa þær jafnan verið hlýlegar og hvetjandi, sem er merkilegt í ljósi þess að þegar Bush tók við af Reagan var það í síðasta sinn sem nýr forseti tók við af flokksbróður sínum. „Þegar ég gekk inn á skrifstofuna rétt í þessu fann ég til sama mikilfengleika og sömu virðingar og ég fann fyrir fjórum árum. Ég veit að þú munt finna fyrir því líka,“ sagði Bush í skilaboðunum til Clinton. Bush óskaði Clinton hamingju í Hvíta húsinu og hvatti hann til að láta gagnrýnendur ekki draga úr sér eða víkja sér af leið. „Velgengni þín er núna velgengni landsins. Ég styð þig alla leið. Gangi þér vel.“ Hvíta húsið fyrir krakka Þegar Bush yngri tók við af Clinton sagði síðarnefndi að byrðarnar sem lægju nú á herðum hans væru miklar en oft á tíðum ýktar. Bush sagði í bréfi sínu til Obama að gagnrýnin yrði hörð, vinirnir myndu valda honum vonbrigðum en hvað sem gerðist myndi hann fá innblástur frá ástríðu þeirrar þjóðar sem hann færi nú fyrir. Þá skildu Jenna og Barbara Bush eftir leiðbeiningar fyrir krakka í Hvíta húsinu fyrir Maliu og Söshu Obama, sem fólu meðal annars í sér ábendingar um góð handrið til að renna sér niður og skemmtilega viðburði sem þær ættu að sækja með foreldrum sínum. Forseta fylgir fjölskylda en Malia og Sasha voru töluvert yngri en þær eru á þessari mynd þegar þær fluttu fyrst inn í Hvíta húsið.Hvíta húsið/Pete Souza Forspár Obama „Þetta er einstakt embætti,“ skrifaði Obama til Trump. Engar leiðbeiningar væru til sem segðu fyrir um hvernig stýra ætti landinu á farsælan hátt en hins vegar væri eitt sem hafa bæri í huga. „Við erum aðeins tímabundnir notendur þessarar skrifstofu,“ sagði Obama. Það gerði þá að verndurum þeirra lýðræðislegu stofnana og hefða sem forfeður þeirra hefðu barist og látið líf sitt fyrir. „Það er undir okkur komið að skilja við þessi áhöld lýðræðis okkar að minnsta kosti jafn sterk og þegar við tókum við þeim.“
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Donald Trump Joe Biden Barack Obama Tengdar fréttir Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47 Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15 Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01 Mest lesið Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Vaktin: Fannst þungt haldinn í Gufunesi og lést skömmu síðar Innlent Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Stórfelldur laxadauði í Berufirði Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Fleiri fréttir „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Sjá meira
Trump fjarri góðu gamni: Hvað verður um kjarnorkufótboltann og kexið? Ef Donald Trump verður ekki viðstaddur þegar Joe Biden sver embættiseiðinn, hvernig mun þá fara með svokallaðan „kjarnorkufótbolta“, sem á að skiptast um hendur á nákvæmlega sama tíma? 20. janúar 2021 11:47
Davíð kveður Trump með gráu gríni að hætti hússins „Gunnar Rögnvaldsson bendir á að fréttastofur Sky News og Yahoo veki athygli á „að Wuhanveiran hafði fundist í kínverskum ís sem seldur er í neytendapakkningum innanlands í Kína.“ 20. janúar 2021 11:15
Vaktin: Biden tekur við völdum Joe Biden mun sverja embættiseið og taka við völdum sem 46. forseti Bandaríkjanna í dag. Það gerir hann í skugga gífurlegrar öryggisgæslu vegna árásarinnar á þinghúsið í byrjun mánaðarins og faraldurs nýju kórónuveirunnar. 20. janúar 2021 11:01