Óttast að fleiri hafi gleymst við boðun í bólusetningu Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 23. janúar 2021 16:30 Salóme Mist Kristjánsdóttir er í áhættuhóp en veit ekki hvenær hún fær boð í bólusetningu. aðsend mynd Salóme Mist Kristjánsdóttir óttast að fleiri í hennar stöðu hafi lent í því að gleymast í kerfinu við boðun í bólusetningu gegn covid-19. Í gær fékk hópur fólks sem nýtir svokallaða NPA-þjónustu fyrstu sprautuna af bóluefni gegn covid-19. Salóme aftur á móti, sem þarf aðstoð við allar daglegar athafnir og er notandi sambærilegrar þjónustu hjá Kópavogsbæ, fékk aftur á móti ekkert boð í bólusetningu. „Þegar þú ert með NPA þá færðu fjármagnið, síðan ertu með umboðsaðila, einhvern eins og til dæmis NPA-miðstöðina sem sér um allt utanumhald. En eins og hjá mér þá er Kópavogsbær í rauninni þessi aðili sem heldur utan um þetta. Ég hef 173 tíma á mánuði og síðan má ég ráða inn aðstoðarfólk sem er þá bara tímavinnustarfsfólk hjá Kópavogsbæ og þau aðstoða mig,“ segir Salóme í samtali við Vísi. „Þannig þetta er í rauninni alveg eins. Ég fæ fólk inn á heimilið, ég þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs, en er ekki í þessu formlega NPA-kerfi.“ Salóme hafði fengið spurn af því að NPA-miðstöðin hafi verið iðin við að minna á sína notendur, hafi samband við heilsugæsluna og hafi sent inn lista yfir sína notendur. „Ég heyrði af því og hafði áhyggjur af því að Kópavogsbær væri ekki að gera það sama fyrir okkur svo ég hafði samband við Kópavogsbæ og bað þau sérstaklega um að við myndum ekki gleymast og senda inn álíka lista. Mér skildist að það hafi verið gert, mér var sagt að þetta væri komið áfram til yfirmanns og starfsmaðurinn lofaði að fylgja þessu eftir. Svo fá allir NPA-þegar bólusetningu í gær og ég heyri ekki neitt,“ útskýrir Salóme. Hún hafði því samband við heilsugæsluna. „Ég var svo heppin að komast í samband við manneskjuna sem sér um þessa forgangslista. Hún hafði verið í sambandi við Kópavogsbæ út af öllum þessum málum en þau höfðu ekki sagt frá okkur. Þau höfðu ekki gefið lista með mínu nafni eða annarra í sömu stöðu og þau voru bara miður sín yfir því að við hefðum gleymst. Mér skilst að það eigi að reyna að taka okkur inn næst þegar það kemur bóluefni. En það er náttúrlega einhver bið eftir því og við erum náttúrlega í áhættu á meðan,“ segir Salóme. Hún kveðst vita um fólk sem sé í sambærilegri stöðu í öðrum sveitarfélögum, hún viti um eina konu í Reykjavík og óttast því að sama vandamál kunni að vera uppi á teningnum í fleiri sveitarfélögum. „Heilsugæslan ætlar að hafa samband við bæjarfélögin og reyna að fá þessa lista,“ segir Salóme sem vonar að biðin eftir bóluefni verði ekki of löng. Hún segir að þótt hún hafi sem betur fer ekki upplifað mikla skerðingu á þjónustu í faraldrinum, þá hafi ástandið vissulega tekið á. „Ég er náttúrlega eiginlega bara með þessa þjónustu; liðveisluþjónustu sem kemur heim til mín, og sjúkraþjálfara sem koma heim og það hefur ekki mikið skerst. En það hefur náttúrlega verið mikil hræðsla. Það er náttúrlega mjög óhugnanlegt að vera með mikil undirliggjandi veikindi, í rosalegum áhættuhóp, og þurfa að vera að fá fólk inn á heimilið á hverjum einasta degi. Ég get ekkert gert til að verja mig. Allt mitt öryggi veltur á aðstoðarfólki mínu,“ segir Salóme. „Það mætti gjarnan gera þetta ferli eitthvað gagnsærra. Við þurfum alltaf að vera á tánum að berjast fyrir okkar réttlæti,“ segir Salóme. Heilbrigðismál Bólusetningar Félagsmál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira
„Þegar þú ert með NPA þá færðu fjármagnið, síðan ertu með umboðsaðila, einhvern eins og til dæmis NPA-miðstöðina sem sér um allt utanumhald. En eins og hjá mér þá er Kópavogsbær í rauninni þessi aðili sem heldur utan um þetta. Ég hef 173 tíma á mánuði og síðan má ég ráða inn aðstoðarfólk sem er þá bara tímavinnustarfsfólk hjá Kópavogsbæ og þau aðstoða mig,“ segir Salóme í samtali við Vísi. „Þannig þetta er í rauninni alveg eins. Ég fæ fólk inn á heimilið, ég þarf aðstoð við allar athafnir daglegs lífs, en er ekki í þessu formlega NPA-kerfi.“ Salóme hafði fengið spurn af því að NPA-miðstöðin hafi verið iðin við að minna á sína notendur, hafi samband við heilsugæsluna og hafi sent inn lista yfir sína notendur. „Ég heyrði af því og hafði áhyggjur af því að Kópavogsbær væri ekki að gera það sama fyrir okkur svo ég hafði samband við Kópavogsbæ og bað þau sérstaklega um að við myndum ekki gleymast og senda inn álíka lista. Mér skildist að það hafi verið gert, mér var sagt að þetta væri komið áfram til yfirmanns og starfsmaðurinn lofaði að fylgja þessu eftir. Svo fá allir NPA-þegar bólusetningu í gær og ég heyri ekki neitt,“ útskýrir Salóme. Hún hafði því samband við heilsugæsluna. „Ég var svo heppin að komast í samband við manneskjuna sem sér um þessa forgangslista. Hún hafði verið í sambandi við Kópavogsbæ út af öllum þessum málum en þau höfðu ekki sagt frá okkur. Þau höfðu ekki gefið lista með mínu nafni eða annarra í sömu stöðu og þau voru bara miður sín yfir því að við hefðum gleymst. Mér skilst að það eigi að reyna að taka okkur inn næst þegar það kemur bóluefni. En það er náttúrlega einhver bið eftir því og við erum náttúrlega í áhættu á meðan,“ segir Salóme. Hún kveðst vita um fólk sem sé í sambærilegri stöðu í öðrum sveitarfélögum, hún viti um eina konu í Reykjavík og óttast því að sama vandamál kunni að vera uppi á teningnum í fleiri sveitarfélögum. „Heilsugæslan ætlar að hafa samband við bæjarfélögin og reyna að fá þessa lista,“ segir Salóme sem vonar að biðin eftir bóluefni verði ekki of löng. Hún segir að þótt hún hafi sem betur fer ekki upplifað mikla skerðingu á þjónustu í faraldrinum, þá hafi ástandið vissulega tekið á. „Ég er náttúrlega eiginlega bara með þessa þjónustu; liðveisluþjónustu sem kemur heim til mín, og sjúkraþjálfara sem koma heim og það hefur ekki mikið skerst. En það hefur náttúrlega verið mikil hræðsla. Það er náttúrlega mjög óhugnanlegt að vera með mikil undirliggjandi veikindi, í rosalegum áhættuhóp, og þurfa að vera að fá fólk inn á heimilið á hverjum einasta degi. Ég get ekkert gert til að verja mig. Allt mitt öryggi veltur á aðstoðarfólki mínu,“ segir Salóme. „Það mætti gjarnan gera þetta ferli eitthvað gagnsærra. Við þurfum alltaf að vera á tánum að berjast fyrir okkar réttlæti,“ segir Salóme.
Heilbrigðismál Bólusetningar Félagsmál Kópavogur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Innlent Dóttirin í Súlunesi ákærð Innlent Fjórir látnir eftir skotárás á Manhattan Erlent Maxwell biðlar til Hæstaréttar Erlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Íhuga að greiða sextíu milljarða til að friðþægja Trump Erlent Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Innlent Fleiri fréttir Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Sjá meira