Hrossin troða snjó upp að kvið Sylvía Hall skrifar 23. janúar 2021 21:03 „Ég kemst ekki með dráttarvélina í gegnum hliðið, við getum bara hent rúllunni yfir hliðið, og þá fórum við af gjafasvæðinu sem þau eru búin að traðka niður. Þá er snjórinn bara eins og hann kemur fyrir.“ Þetta segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir sem búsett er í Hjaltadal í Skagafirði. Þar hefur snjóað mikið undanfarna daga, en hún er með sjötíu hross. Vegna lognsins sem er á svæðinu hefur snjórinn safnast upp og nær hrossunum nú að kviði. „Veðrið er mjög gott hérna. Það snjóar stanslaust, nú á fimmta sólarhring, og allavega tveir eftir. Það háttar þannig til hérna að þegar er svona norðaustan átt, þá er Hjaltadalurinn í mjög góðu skjóli af Tröllaskaganum. Þá fáum við þessar aðstæður að það snjóar í logni. Þetta verður mikil snjókista,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir veðrið verra utan við dalinn, enda blási meira þar. „Þetta eru alveg dæmigerðar aðstæður.“ Traðka þetta undir sig „Þetta er alveg vel í kvið á hrossum orðið. Það er ekki gott að bera sig um eins og er því þetta er laust í sér,“ segir Sigríður um stöðuna núna. Hrossin muni þó traðka þetta undir sig jafn óðum, en það sem sjáist á myndbandinu er tekið á svæði þar sem þeim hefur ekki verið gefið á áður. „Við erum með sjötíu hross í þremur hópum. Við erum að reyna að halda þessu aðskildu þannig að við getum fóðrað þetta eftir fóðurþörfum. Þessi hópur sem sést þarna eru hryssur, folöld og trippi sem er sá hópur sem er á mestu fóðrun. Það þurfa náttúrulega öll hross á þessu svæði að vera á fullri gjöf.“ Að sögn Sigríðar var snjórinn meiri í fyrra, en þá hafi girðingarnar á endanum verið komnar í kaf. Hún eigi allt eins von á því að það bæti í á næstu dögum. „Við erum ekki komin alveg þangað núna en vissulega þá sér maður það að þetta verður gríðarleg fönn hérna eins og veðurspáin er,“ segir Sigríður. „Það er ekkert langt í að við festum okkur hérna.“ Dýr Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira
Þetta segir Sigríður Björnsdóttir dýralæknir sem búsett er í Hjaltadal í Skagafirði. Þar hefur snjóað mikið undanfarna daga, en hún er með sjötíu hross. Vegna lognsins sem er á svæðinu hefur snjórinn safnast upp og nær hrossunum nú að kviði. „Veðrið er mjög gott hérna. Það snjóar stanslaust, nú á fimmta sólarhring, og allavega tveir eftir. Það háttar þannig til hérna að þegar er svona norðaustan átt, þá er Hjaltadalurinn í mjög góðu skjóli af Tröllaskaganum. Þá fáum við þessar aðstæður að það snjóar í logni. Þetta verður mikil snjókista,“ segir Sigríður í samtali við Vísi. Hún segir veðrið verra utan við dalinn, enda blási meira þar. „Þetta eru alveg dæmigerðar aðstæður.“ Traðka þetta undir sig „Þetta er alveg vel í kvið á hrossum orðið. Það er ekki gott að bera sig um eins og er því þetta er laust í sér,“ segir Sigríður um stöðuna núna. Hrossin muni þó traðka þetta undir sig jafn óðum, en það sem sjáist á myndbandinu er tekið á svæði þar sem þeim hefur ekki verið gefið á áður. „Við erum með sjötíu hross í þremur hópum. Við erum að reyna að halda þessu aðskildu þannig að við getum fóðrað þetta eftir fóðurþörfum. Þessi hópur sem sést þarna eru hryssur, folöld og trippi sem er sá hópur sem er á mestu fóðrun. Það þurfa náttúrulega öll hross á þessu svæði að vera á fullri gjöf.“ Að sögn Sigríðar var snjórinn meiri í fyrra, en þá hafi girðingarnar á endanum verið komnar í kaf. Hún eigi allt eins von á því að það bæti í á næstu dögum. „Við erum ekki komin alveg þangað núna en vissulega þá sér maður það að þetta verður gríðarleg fönn hérna eins og veðurspáin er,“ segir Sigríður. „Það er ekkert langt í að við festum okkur hérna.“
Dýr Veður Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar Innlent Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Innlent Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Innlent Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Fleiri fréttir „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Bein útsending: Staða fæðuöryggis á Íslandi Kristrún og Rutte boða til blaðamannafundar Veginum lokað milli Skaftafells og Jökulsárlóns vegna veðurs Íslandsheimsókn þegar uppi er flókin og erfið staða í NATO Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Gæti þýtt aukna viðveru NATO hér á landi Milljarðauppbygging í Helguvík og verðbólgan hjaðnar Sjá meira