„Varð kyntákn á HM en nú skiptir hann um feril“ Anton Ingi Leifsson skrifar 26. janúar 2021 07:00 Rúrik Gíslason í leik á HM í Rússlandi sumarið 2018. getty/Laurence Griffiths Danski miðillinn Berlingske, BT, gerði Rúrik Gíslason að umfjöllunarefni sínu fyrir helgi en þar fjallaði miðillinn um skipti Rúriks; úr fótboltanum yfir í sjónvarpsheiminn. Fyrir helgi var tilkynnt að Rúrik myndi taka þátt í þýska sjónvarpsþættinum Let’s Dance. „Varð kyntákn á HM en nú skiptir hann um feril,“ er fyrirsögn danska miðilsins þar sem fjallað er um skipti Rúriks. „Rúrik Gíslason varð mjög þekktur á HM í fótbolta 2018 þar sem hann spilaði með íslenska landsliðinu,“ segir í fréttinni. „Hann fékk einungis 27 mínútur gegn Argentínu en það varð nóg til þess að konur heimsins byrjuðu að slefa yfir íslenska fótboltamanninum. Hann varð fyrirbæri á Instagram þar sem fylgjendur streymdu inn,“ segir enn fremur. Þættirnir sem Rúrik tekur þátt í eru byggðir á bresku þáttunum Dancing with the Stars, sem haldnir eru um heim allan. Þættirnir hefjast á þýsku sjónvarpsstöðinni RTL í febrúar. Í þáttunum dansa frægir einstaklingar við atvinnudansara og fá atvinnudansararnir sjálfir að velja sér liðsfélaga. Pörin keppa svo sín á milli í hinum ýmsu dansstílum og stefnum, þar til eitt par stendur uppi sem sigurvegari. Um er að ræða sömu uppsetningu og á þáttunum Allir geta dansað, sem sýndir hafa verið á Stöð 2. Rúrik er þekktur í Danmörku því hann lék þar í nokkur ár. Fyrst með Viborg, síðar meir OB og loks FCK þar sem hann spilaði meðal annars í Meistaradeildinni og varð danskur meistari árið 2013. Hann tilkynnti í byrjun nóvember að skórnir væru komnir upp í hillu, í bili að minnsta kosti. Rurik Gislason update: verdens flotteste fodboldspiller skal være med i Tysklands svar på Vild Med Dans. Hvis han kan finde ud af at aktivere sin kvindelige sydamerikanske fanskare, så har vi da en sikker vinder 🕺🏼🥇 https://t.co/zL8oqy6stC— Sandro Spasojevic (@SandroSpaso) January 18, 2021 Danmörk Fótbolti Íslendingar erlendis Dans Tengdar fréttir Systir Baracks Obama tekur þátt í dansþættinum með Rúrik Fótbolta- og athafnamaðurinn Rúrik Gíslason mun keppa í þýska dansþættinum Let‘s Dance. Þættirnir eru byggðir á bresku þáttunum Dancing with the Stars þáttunum, sem haldnir eru um heim allan. 20. janúar 2021 16:41 Rúrik Gíslason keppir í Let‘s Dance í Þýskalandi Fótbolta- og athafnamaðurinn Rúrik Gíslason mun keppa í þýska dansþættinum Let‘s Dance. Þættirnir eru byggðir á bresku þáttunum Dancing with the Stars þáttunum, sem haldnir eru um heim allan. 16. janúar 2021 23:39 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
„Varð kyntákn á HM en nú skiptir hann um feril,“ er fyrirsögn danska miðilsins þar sem fjallað er um skipti Rúriks. „Rúrik Gíslason varð mjög þekktur á HM í fótbolta 2018 þar sem hann spilaði með íslenska landsliðinu,“ segir í fréttinni. „Hann fékk einungis 27 mínútur gegn Argentínu en það varð nóg til þess að konur heimsins byrjuðu að slefa yfir íslenska fótboltamanninum. Hann varð fyrirbæri á Instagram þar sem fylgjendur streymdu inn,“ segir enn fremur. Þættirnir sem Rúrik tekur þátt í eru byggðir á bresku þáttunum Dancing with the Stars, sem haldnir eru um heim allan. Þættirnir hefjast á þýsku sjónvarpsstöðinni RTL í febrúar. Í þáttunum dansa frægir einstaklingar við atvinnudansara og fá atvinnudansararnir sjálfir að velja sér liðsfélaga. Pörin keppa svo sín á milli í hinum ýmsu dansstílum og stefnum, þar til eitt par stendur uppi sem sigurvegari. Um er að ræða sömu uppsetningu og á þáttunum Allir geta dansað, sem sýndir hafa verið á Stöð 2. Rúrik er þekktur í Danmörku því hann lék þar í nokkur ár. Fyrst með Viborg, síðar meir OB og loks FCK þar sem hann spilaði meðal annars í Meistaradeildinni og varð danskur meistari árið 2013. Hann tilkynnti í byrjun nóvember að skórnir væru komnir upp í hillu, í bili að minnsta kosti. Rurik Gislason update: verdens flotteste fodboldspiller skal være med i Tysklands svar på Vild Med Dans. Hvis han kan finde ud af at aktivere sin kvindelige sydamerikanske fanskare, så har vi da en sikker vinder 🕺🏼🥇 https://t.co/zL8oqy6stC— Sandro Spasojevic (@SandroSpaso) January 18, 2021
Danmörk Fótbolti Íslendingar erlendis Dans Tengdar fréttir Systir Baracks Obama tekur þátt í dansþættinum með Rúrik Fótbolta- og athafnamaðurinn Rúrik Gíslason mun keppa í þýska dansþættinum Let‘s Dance. Þættirnir eru byggðir á bresku þáttunum Dancing with the Stars þáttunum, sem haldnir eru um heim allan. 20. janúar 2021 16:41 Rúrik Gíslason keppir í Let‘s Dance í Þýskalandi Fótbolta- og athafnamaðurinn Rúrik Gíslason mun keppa í þýska dansþættinum Let‘s Dance. Þættirnir eru byggðir á bresku þáttunum Dancing with the Stars þáttunum, sem haldnir eru um heim allan. 16. janúar 2021 23:39 Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir „Félagið setur mig í skítastöðu“ Jóhann Berg lagði upp í mikilvægum sigri Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Strembin verkefni hjá Glódísi og Sveindísi Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Einar heim í Hafnarfjörðinn Svona var blaðamannafundur KSÍ Húsvíkingurinn frá KR til Þróttar Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Ramos spilar í Mexíkó en af hverju í treyju númer 93? Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag Fyrsta snerting Neymars var á mjög viðkvæman stað „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Markaveisla hjá Barcelona í bikarnum Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Orri Steinn og félagar i undanúrslit spænska bikarsins Albert fékk ekki að spila í leiknum sem byrjaði í desember en lauk í febrúar Hætta við leikinn í miðnætursólinni Framarar lausir við Frambanann Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Cousins búin að semja við Þrótt FH hreppir Rosenörn og Kötlu Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Greindi frá válegum tíðindum Sjá meira
Systir Baracks Obama tekur þátt í dansþættinum með Rúrik Fótbolta- og athafnamaðurinn Rúrik Gíslason mun keppa í þýska dansþættinum Let‘s Dance. Þættirnir eru byggðir á bresku þáttunum Dancing with the Stars þáttunum, sem haldnir eru um heim allan. 20. janúar 2021 16:41
Rúrik Gíslason keppir í Let‘s Dance í Þýskalandi Fótbolta- og athafnamaðurinn Rúrik Gíslason mun keppa í þýska dansþættinum Let‘s Dance. Þættirnir eru byggðir á bresku þáttunum Dancing with the Stars þáttunum, sem haldnir eru um heim allan. 16. janúar 2021 23:39