Segir að leikmenn Vals séu einfaldlega ekki tilbúnir andlega þegar flautað er til leiks Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 26. janúar 2021 20:30 Valsmenn voru svekktir með sjálfa sig um helgina. Dominos Körfuboltakvöld Farið var yfir vandræði Valsmanna í síðasta þætti af Dominos Körfuboltakvöldi. Jón Halldór Eðvaldsson lét gamminn geisa og sagði að leikmenn Vals væru ekki andlega tilbúnir. Umræðan um Valsliðið hófst á skilti sem sýndi að Valur væri í neðsta sæti yfir stig skoruð í leik ásamt þriggja stiga og vítanýtingu. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hefði giskað á fyrir þetta mót, að þetta lið myndi sitja þarna með þessar tölur,“ sagði Hermann Hauksson um þessa tölfræði. Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði Jón Halldór Eðvaldsson [Jonna] út í líkamstjáningu Valsmanna er liðið var svo gott sem búið að tapa leik gegn Njarðvík á dögunum. „Ég upplifi þetta þannig að þeir leikmenn sem eru í þessu liði telji sig vera betri heldur en það sem er að gerast. Ef þú hugsar þetta alltaf þannig – að þú sért betri en þú ert að spila – þá verða vonbrigðin svona. Auðvitað eru þeir fyrst og fremst svekktir út í sjálfa sig en ég held að undirbúningur þeirra andlega sé einfaldlega þannig að þeir eru ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jonni um Valsliðið í leiknum gegn Njarðvík. „Ég veit að Valsliðinu vantar erlendan leikmann frá Bandaríkjunum en þetta er gjörsamlega galið, að menn skuli leyfa sér að mæta svona. Alveg sama hvað þú ert að spila illa, þú getur alltaf spilað vörn og þú getur alltaf barist. Ef þú gerir það ekki þá ertu ekki andlega undirbúinn undir það verkefni sem þú ert að fara í,“ bætti hann við. „Það sem gerðist hjá Val gegn Njarðvík er það að þú bætir óundirbúinn andlega í leikinn. Það er ekkert annað sem gerist. Mannskapurinn sem Valur er með á ekki að tapa þessum leik, þó það vanti bandarískan leikmann í þetta lið. Þá er ég ekki að tala niður til Njarðvíkur vegna þess að Njarðvík átti fullt skilið úr þessum leik í gær og er með fínt lið. Hins vegar er Valur með betri mannskap en í gær var Njarðvík miklu betra liðið,“ sagði Jonni að endingu. Í spilaranum hér að neðan má sjá eldræðu Jonna sem og dæmi um slakan varnarleik Vals í leiknum. Klippa: Vandræði Vals Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland. Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Annað kom á daginn þar sem Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 85-76 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. 24. janúar 2021 22:10 „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“ „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst,“ sagði maður leiksins, Antonio Hester, aðspurður hvað hefði skapað sigur hans manna er Njarðvík hafði betur gegn Val í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld 24. janúar 2021 22:46 „Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. 24. janúar 2021 22:25 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Umræðan um Valsliðið hófst á skilti sem sýndi að Valur væri í neðsta sæti yfir stig skoruð í leik ásamt þriggja stiga og vítanýtingu. „Þetta er ekki eitthvað sem maður hefði giskað á fyrir þetta mót, að þetta lið myndi sitja þarna með þessar tölur,“ sagði Hermann Hauksson um þessa tölfræði. Kjartan Atli Kjartansson – þáttastjórnandi – spurði Jón Halldór Eðvaldsson [Jonna] út í líkamstjáningu Valsmanna er liðið var svo gott sem búið að tapa leik gegn Njarðvík á dögunum. „Ég upplifi þetta þannig að þeir leikmenn sem eru í þessu liði telji sig vera betri heldur en það sem er að gerast. Ef þú hugsar þetta alltaf þannig – að þú sért betri en þú ert að spila – þá verða vonbrigðin svona. Auðvitað eru þeir fyrst og fremst svekktir út í sjálfa sig en ég held að undirbúningur þeirra andlega sé einfaldlega þannig að þeir eru ekki tilbúnir þegar leikurinn byrjar,“ sagði Jonni um Valsliðið í leiknum gegn Njarðvík. „Ég veit að Valsliðinu vantar erlendan leikmann frá Bandaríkjunum en þetta er gjörsamlega galið, að menn skuli leyfa sér að mæta svona. Alveg sama hvað þú ert að spila illa, þú getur alltaf spilað vörn og þú getur alltaf barist. Ef þú gerir það ekki þá ertu ekki andlega undirbúinn undir það verkefni sem þú ert að fara í,“ bætti hann við. „Það sem gerðist hjá Val gegn Njarðvík er það að þú bætir óundirbúinn andlega í leikinn. Það er ekkert annað sem gerist. Mannskapurinn sem Valur er með á ekki að tapa þessum leik, þó það vanti bandarískan leikmann í þetta lið. Þá er ég ekki að tala niður til Njarðvíkur vegna þess að Njarðvík átti fullt skilið úr þessum leik í gær og er með fínt lið. Hins vegar er Valur með betri mannskap en í gær var Njarðvík miklu betra liðið,“ sagði Jonni að endingu. Í spilaranum hér að neðan má sjá eldræðu Jonna sem og dæmi um slakan varnarleik Vals í leiknum. Klippa: Vandræði Vals Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Domino's Körfuboltakvöld er uppgjörsþáttur Stöðvar 2 Sports um Domino's-deildir karla og kvenna í körfubolta og er á dagskrá öll föstudagskvöld. Upptökur af þættinum má nálgast á sjónvarpsvef Stöðvar 2. Domino's-deildin er hluti af Stöð 2 Sport Ísland.
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Körfuboltakvöld Valur Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Annað kom á daginn þar sem Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 85-76 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. 24. janúar 2021 22:10 „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“ „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst,“ sagði maður leiksins, Antonio Hester, aðspurður hvað hefði skapað sigur hans manna er Njarðvík hafði betur gegn Val í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld 24. janúar 2021 22:46 „Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. 24. janúar 2021 22:25 Mest lesið Hvernig umspil færi Ísland í? Fótbolti Leikmenn dýrki Heimi sem ætti að fá nýjan samning Fótbolti Jói Kalli hættur fjölskyldunnar vegna og Fannar tekur við Fótbolti Svona var fundur Arnars fyrir „dramatík í níutíu mínútur“ Fótbolti Skrautlegur ferðadagur Fótbolti Hefði hætt ef Eriksen hefði ekki lifað af Fótbolti „Mamma vill bara að ég sé í ballett“ Sport FCK-strákarnir tryggðu Íslandi sigur Fótbolti Veðbankar telja mun líklegra að Ísland falli úr leik Fótbolti Haaland sótti sjötíu hamborgara fyrir HM-farana Fótbolti Fleiri fréttir Mario sleit krossband: „Gríðarlegt áfall fyrir Njarðvík“ Uppgjör: Valur - Álftanes 92-80 | Hökkuðu gestina í sig án Kristófers Finnur Freyr: „Kannski hefur Davíð Tómas eitthvað til síns máls“ Styrmir sterkur í sigri á Spáni Tindastóll - Þór Þ. 96-82 | Þægilegt hjá Stólunum Mark Cuban mættur aftur Rekinn úr húsi í Breiðholtinu en fyrst fór ruslatunnan á flug „Í öllum góðum hópum er alltaf einn sem labbar aftur á bak“ Uppgjörið: Keflavík - ÍA 96-72| Sigur Keflavíkur aldrei í neinni hættu Meistararnir stungu af í seinni Uppgjörið: ÍR - Grindavík 78-86 | Tveimur hent úr húsi en toppliðið heldur flugi KR - Njarðvík 88-97 | Dýrmætur sigur gestanna ÍA sækir Kanann sem Ármann losaði Extraleikarnir: Mættu báðir með markvörð úr silfurliðinu í Peking „Heimskuleg taktík hjá mér“ Sátt eftir fyrsta landsleikinn: „Vá, ég er eiginlega orðlaus“ Uppgjörið: Ísland - Serbía 59-84 | Löguðu erfiða stöðu Elvar með sautján stig gegn sínu gamla félagi Martin stoðsendingahæstur í sigri Nýtt fyrirkomulag á vali leikmanna í stjörnuleik NBA „Þjálfun snýst um samskipti“ Rebekka Rut spilar fyrsta landsleikinn í kvöld Ármenningar leggja árar ekki í bát og leita að nýjum Kana „Mér finnst við vera að taka skref í rétta átt fyrir framtíðina“ Sektaður um þrjár milljónir fyrir að kasta flösku í áhorfanda Stólarnir gáfust ekki upp og gengu frá Manchester Tryggvi fagnaði fjórða Evrópusigrinum í röð Stjórinn sem skipti Doncic frá Dallas missir starfið Bæði Florída-liðin unnu á flautukörfu í nótt og svona fóru þau að því Lofuðu Óla Óla og fengu hann svo í beina útsendingu úr búningsklefanum Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Valur - Njarðvík 76-85 | Njarðvík sótti sigur á Hlíðarenda Það var nokkur vissa fyrir því að leikur Vals og Njarðvíkur yrði jafn og spennandi fyrirfram. Annað kom á daginn þar sem Njarðvík sigraði leikinn nokkuð örugglega 85-76 í Origo-höllinni í leik sem var hluti af fimmtu umferð Dominos deildar karla í körfuknattleik. 24. janúar 2021 22:10
„Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst“ „Fyrst og fremst vildi ég vera árásargjarnari í því að ná í fráköst,“ sagði maður leiksins, Antonio Hester, aðspurður hvað hefði skapað sigur hans manna er Njarðvík hafði betur gegn Val í fimmtu umferð Dominos deildar karla í kvöld 24. janúar 2021 22:46
„Það er hægt að tína til nokkrar afsakanir og búa til eina góða“ Leiðtogi Valsmanna, Jón Arnór Stefánsson var spurður hreint út í það hver munurinn á liðunum hefði verið í dag þegar Valur tapaði fyrir Njarðvík í fimmtu umferð Dominos deildar karla 76-85. 24. janúar 2021 22:25