Þrýstingsfall í flugvél Bláfugls vegna leka við frakthurð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. janúar 2021 10:23 Bláfugl er flugfélag sem sinnir fraktflutningum. Bluebird Þrýstingsfall varð í einni af Boeing-fraktflugvélum flugfélagsins Bláfugls í gærmorgun þegar vélin var á leið frá Dublin til Keflavíkur. Þrýstingsfallið uppgötvaðist þegar vélin var skammt frá Færeyjum. Var vélinni snúið við og lent í Aberdeen þar sem hún var skoðuð af flugvirkjum. Þrír voru í áhöfn vélarinnar og sakaði þá ekki samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. „Þetta er cargo-flugvél með stórri cargo-hurð. Það kom upp leki við cargo-hurðina sem gerði það að verkum að dælur sem dæla lofti inn í vélina höfðu ekki undan að dæla,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Bláfugls í samtali við Vísi. Hann segir að þrýstingsföll í flugvélum geti gerst snöggt eða hægt. Þetta fall hafi verið hægt. „Þetta var þannig leki að það hefur lekið allt flugið á meðan þeir eru að klifra,“ segir Tómas. Lækkuðu flugið nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð Vélin var komin í 34 þúsund fet þegar viðvörunarkerfi í stjórnkerfinu gerði áhöfn vart um þrýstingsfallið. Flugið var þá lækkað nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð, en það er sú hæð þar sem það verður enginn súrefnisskortur að sögn Tómas Dags, og samkvæmt verkferlum flugfélagsins og Boeing var vélinni snúið á næsta flugvöll. Bláfugl var með aðra vél í Aberdeen svo skipt var um vél og áhöfnin flaug áfram til Íslands. Hin vélin var skoðuð af flugvirkjum í Aberdeen og þaðan var síðan flogið til East Midlands í Bretlandi þar sem hún var skoðuð nánar. Eftir þá skoðun var vélinni svo flogið til Lies í Belgíu í nótt en þar er aðalviðhaldsstöð Bláfugls. Tómas Dagur segir það koma betur í ljós í dag hvað hafi valdið lekanum en trúlegast séu það þéttikantar við hurðina. Fréttir af flugi Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira
Var vélinni snúið við og lent í Aberdeen þar sem hún var skoðuð af flugvirkjum. Þrír voru í áhöfn vélarinnar og sakaði þá ekki samkvæmt upplýsingum frá flugfélaginu. „Þetta er cargo-flugvél með stórri cargo-hurð. Það kom upp leki við cargo-hurðina sem gerði það að verkum að dælur sem dæla lofti inn í vélina höfðu ekki undan að dæla,“ segir Tómas Dagur Helgason, flugrekstrarstjóri Bláfugls í samtali við Vísi. Hann segir að þrýstingsföll í flugvélum geti gerst snöggt eða hægt. Þetta fall hafi verið hægt. „Þetta var þannig leki að það hefur lekið allt flugið á meðan þeir eru að klifra,“ segir Tómas. Lækkuðu flugið nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð Vélin var komin í 34 þúsund fet þegar viðvörunarkerfi í stjórnkerfinu gerði áhöfn vart um þrýstingsfallið. Flugið var þá lækkað nokkuð hratt í tíu þúsund feta hæð, en það er sú hæð þar sem það verður enginn súrefnisskortur að sögn Tómas Dags, og samkvæmt verkferlum flugfélagsins og Boeing var vélinni snúið á næsta flugvöll. Bláfugl var með aðra vél í Aberdeen svo skipt var um vél og áhöfnin flaug áfram til Íslands. Hin vélin var skoðuð af flugvirkjum í Aberdeen og þaðan var síðan flogið til East Midlands í Bretlandi þar sem hún var skoðuð nánar. Eftir þá skoðun var vélinni svo flogið til Lies í Belgíu í nótt en þar er aðalviðhaldsstöð Bláfugls. Tómas Dagur segir það koma betur í ljós í dag hvað hafi valdið lekanum en trúlegast séu það þéttikantar við hurðina.
Fréttir af flugi Mest lesið Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Innlent Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Erlent Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Erlent Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Innlent Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Innlent Svört skýrsla komi ekki á óvart Innlent „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Innlent Best að sleppa áfenginu alveg Innlent Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Innlent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Innlent Fleiri fréttir Hundrað manns ræddu umhverfismálin Rannsókninni miðar vel áfram Svört skýrsla komi ekki á óvart Rabarbarafélag stofnað á Blönduósi í dag Neyðarvistun í fangaklefa gróft brot á réttindum barna Sjá ekki fyrir sér framtíð í heimalandi sínu Höfðu ríflega fimm milljónir upp úr búðarhnupli Árás í aðdraganda Bankastrætismálsins: „Hringdi í mömmu og sagði að ég væri að deyja“ Verulega dregið úr jarðskjálftahrinunni Mikið slegist í miðbænum „Hann var mjög heppinn, hann hefði getað dáið“ Búðarhnupl aukist um sjötíu prósent Starfsmenn sendiráðsins í Moskvu hafi verið áreittir Um tíu milljónir söfnuðust fyrir íbúa Gasa Best að sleppa áfenginu alveg Síðasti rampurinn vígður við Háskóla Íslands í dag Kennir dýrum að vera róleg í sínu eigin umhverfi Mál Breiðholtsskóla á borði menntamálaráðherra Segir fangageymslur ekki viðeigandi vistunarstað fyrir börn Stóraukið búðarhnupl, fjölgun í haldi og aldamótagoð í beinni Einn slasaðist þegar öryggi fór af hjá Norðuráli Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Fimmti úrskurðaður í varðhald Fagnar að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd skoði byrlunarmálið Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Vísa ummælum á bug og telja upp aðgerðir Fara fram á gæsluvarðhald yfir þeim fjórða Byggðajöfnunarmál að fækka sýslumönnum Lax slapp úr sjókví fyrir austan Sjá meira