Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2021 13:56 Vigdís segir það lýsa verulegri illkvittni að vilja gera sig ábyrga fyrir skotárásinni á bíl borgarstjóra. Myndband sem hún les inná, þar sem Dagur er vændur um spillingu í tengslum við framkvæmdir á Óðinstorgi, segir Líf að sé viðbjóður. Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segist alveg vita hvert Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna, sé að fara með nýlegu tísti sínu. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ segir Líf á Twittersíðu sinni. Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þesssum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta. https://t.co/bpaNzdK7a7— Líf Magneudóttir (@lifmagn) January 28, 2021 Líf er að vísa í meðfylgjandi myndband. Vigdís fordæmir þessi orð fortakslaust. Segist nú vera farin að þekkja kollega sína í borgarstjórn býsna vel eftir tveggja og hálfs árs viðkynni. „Nú er hún að skapa hugrenningartengsl milli fréttanna sem birtust í dag, um árásina á bíl borgarstjóra, og mín. En henni verður nú ekki skotaskuld úr því. Því samkvæmt fréttum telur lögreglan að um sama aðila sé að ræða og réðst að húsi samfylkingarinnar og annarra stjórnmálasamtaka fyrr á árinu 2020. Líf, eins og aðrir, þurfa að horfa á myndbandið til enda til að átta sig á því að ég lánaði einungis rödd mína í þetta verkefni. Og ábyrgðaraðilar þess eru samtökin um Björgum Laugaveginum.“ Orkar ekki tvímælis að tengja Miðflokkinn með beinum hætti við þau samtök? „Ég er að tengja samtökin Björgum Laugaveginum við sjálfa mig sem borgarfulltrúa. ég hef verið ötulasti stuðningsmaður þess að fyrirtækjaflóttinn úr miðborginni stoppi. Að draga þetta myndband fram núna sýnir mikla illkvittni; verið er að gera mig að sökudólgi í málinu. Sem ég vísa alfarið heim til föðurhúsanna. Verður þetta fólk ekki að fara að líta í eigin barm?“ spyr Vigdís og ekki á henni að heyra að hún sé óróleg þó pólitískir andstæðingar hennar reyni að tengja hana við skotárásina. „650 milljónir fóru í þessa framkvæmd og ég held áfram að gagnrýna framúrkeyrslu, bruðl og spillingu í Reykjavíkurborg.“ Dagur hefur sjálfur sagt að framkvæmdin við Óðinstorg hafi kostað 60 milljónir króna en framkvæmdir á lögnum og fleira í götunum í kringum hefði kostað um hálfan milljarð. Borgarstjórn Reykjavík Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segist alveg vita hvert Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna, sé að fara með nýlegu tísti sínu. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ segir Líf á Twittersíðu sinni. Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þesssum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta. https://t.co/bpaNzdK7a7— Líf Magneudóttir (@lifmagn) January 28, 2021 Líf er að vísa í meðfylgjandi myndband. Vigdís fordæmir þessi orð fortakslaust. Segist nú vera farin að þekkja kollega sína í borgarstjórn býsna vel eftir tveggja og hálfs árs viðkynni. „Nú er hún að skapa hugrenningartengsl milli fréttanna sem birtust í dag, um árásina á bíl borgarstjóra, og mín. En henni verður nú ekki skotaskuld úr því. Því samkvæmt fréttum telur lögreglan að um sama aðila sé að ræða og réðst að húsi samfylkingarinnar og annarra stjórnmálasamtaka fyrr á árinu 2020. Líf, eins og aðrir, þurfa að horfa á myndbandið til enda til að átta sig á því að ég lánaði einungis rödd mína í þetta verkefni. Og ábyrgðaraðilar þess eru samtökin um Björgum Laugaveginum.“ Orkar ekki tvímælis að tengja Miðflokkinn með beinum hætti við þau samtök? „Ég er að tengja samtökin Björgum Laugaveginum við sjálfa mig sem borgarfulltrúa. ég hef verið ötulasti stuðningsmaður þess að fyrirtækjaflóttinn úr miðborginni stoppi. Að draga þetta myndband fram núna sýnir mikla illkvittni; verið er að gera mig að sökudólgi í málinu. Sem ég vísa alfarið heim til föðurhúsanna. Verður þetta fólk ekki að fara að líta í eigin barm?“ spyr Vigdís og ekki á henni að heyra að hún sé óróleg þó pólitískir andstæðingar hennar reyni að tengja hana við skotárásina. „650 milljónir fóru í þessa framkvæmd og ég held áfram að gagnrýna framúrkeyrslu, bruðl og spillingu í Reykjavíkurborg.“ Dagur hefur sjálfur sagt að framkvæmdin við Óðinstorg hafi kostað 60 milljónir króna en framkvæmdir á lögnum og fleira í götunum í kringum hefði kostað um hálfan milljarð.
Borgarstjórn Reykjavík Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07 Mest lesið Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Innlent Vaktin: Vopnahlé tekur gildi á Gasa Erlent „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Innlent Tuttugu manns í rútuslysi Innlent „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Innlent „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Innlent Reyndi að fá bóluefni gegn Covid úr umferð á versta tíma Erlent Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf Innlent TikTok bann í Bandaríkjunum Erlent Stofnaði eigin „meme“-rafmynt rétt fyrir embættistöku Erlent Fleiri fréttir Ók inn í snjóflóð í Breiðdal Um 170 íbúar komnir með húsaskjól og rýmingarsvæðum fjölgað Rýmingar á Austfjörðum, vopnahlé og dýramessa „Sérstakt gleðiefni og gleður mitt hjarta“ Sjálfstæðisflokkurinn þurfi ferskt upphaf „Gríðarlegt högg“ ef bannið varir til frambúðar Vill að þingið leyfi Hvammsvirkjun með bráðabirgðalögum Vopnahlé og ákvörðun tekin um rýmingu á Austfjörðum Rýming í Neskaupstað og á Seyðisfirði Tuttugu manns í rútuslysi Háskólinn, Hvammsvirkun og Sjálfstæðisflokkurinn á Sprengisandi Landið mest allt gult í dag Fundu villtan mann í skítaveðri á Fagradalsfjalli „Ég hef enga hugmynd um hvaða maður þetta er“ Ný og glæsileg heilsugæslustöð opnuð í Vogum „Algjört þjóðaröryggismál að hafa þetta í lagi“ Vegalokanir líklegar í Öræfasveit á morgun Drepin í árás daginn fyrir vopnahlé Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Sjá meira
Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07