Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Jakob Bjarnar skrifar 28. janúar 2021 13:56 Vigdís segir það lýsa verulegri illkvittni að vilja gera sig ábyrga fyrir skotárásinni á bíl borgarstjóra. Myndband sem hún les inná, þar sem Dagur er vændur um spillingu í tengslum við framkvæmdir á Óðinstorgi, segir Líf að sé viðbjóður. Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segist alveg vita hvert Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna, sé að fara með nýlegu tísti sínu. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ segir Líf á Twittersíðu sinni. Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þesssum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta. https://t.co/bpaNzdK7a7— Líf Magneudóttir (@lifmagn) January 28, 2021 Líf er að vísa í meðfylgjandi myndband. Vigdís fordæmir þessi orð fortakslaust. Segist nú vera farin að þekkja kollega sína í borgarstjórn býsna vel eftir tveggja og hálfs árs viðkynni. „Nú er hún að skapa hugrenningartengsl milli fréttanna sem birtust í dag, um árásina á bíl borgarstjóra, og mín. En henni verður nú ekki skotaskuld úr því. Því samkvæmt fréttum telur lögreglan að um sama aðila sé að ræða og réðst að húsi samfylkingarinnar og annarra stjórnmálasamtaka fyrr á árinu 2020. Líf, eins og aðrir, þurfa að horfa á myndbandið til enda til að átta sig á því að ég lánaði einungis rödd mína í þetta verkefni. Og ábyrgðaraðilar þess eru samtökin um Björgum Laugaveginum.“ Orkar ekki tvímælis að tengja Miðflokkinn með beinum hætti við þau samtök? „Ég er að tengja samtökin Björgum Laugaveginum við sjálfa mig sem borgarfulltrúa. ég hef verið ötulasti stuðningsmaður þess að fyrirtækjaflóttinn úr miðborginni stoppi. Að draga þetta myndband fram núna sýnir mikla illkvittni; verið er að gera mig að sökudólgi í málinu. Sem ég vísa alfarið heim til föðurhúsanna. Verður þetta fólk ekki að fara að líta í eigin barm?“ spyr Vigdís og ekki á henni að heyra að hún sé óróleg þó pólitískir andstæðingar hennar reyni að tengja hana við skotárásina. „650 milljónir fóru í þessa framkvæmd og ég held áfram að gagnrýna framúrkeyrslu, bruðl og spillingu í Reykjavíkurborg.“ Dagur hefur sjálfur sagt að framkvæmdin við Óðinstorg hafi kostað 60 milljónir króna en framkvæmdir á lögnum og fleira í götunum í kringum hefði kostað um hálfan milljarð. Borgarstjórn Reykjavík Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir borgarfulltrúi Miðflokksins segist alveg vita hvert Líf Magneudóttir borgarfulltrúi Vinstri grænna, sé að fara með nýlegu tísti sínu. „Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þessum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta,“ segir Líf á Twittersíðu sinni. Þetta myndband er svo mikill viðbjóður. Svo andstyggilegt, ómálefnalegt og siðlaust. Fyrir utan afleiðingarnar sem það gæti haft í för með sér þegar kjörinn fulltrúi hegðar sér með þesssum óábyrga og ósvífna hætti; marklaust og siðspillt. Ég fordæmi þetta. https://t.co/bpaNzdK7a7— Líf Magneudóttir (@lifmagn) January 28, 2021 Líf er að vísa í meðfylgjandi myndband. Vigdís fordæmir þessi orð fortakslaust. Segist nú vera farin að þekkja kollega sína í borgarstjórn býsna vel eftir tveggja og hálfs árs viðkynni. „Nú er hún að skapa hugrenningartengsl milli fréttanna sem birtust í dag, um árásina á bíl borgarstjóra, og mín. En henni verður nú ekki skotaskuld úr því. Því samkvæmt fréttum telur lögreglan að um sama aðila sé að ræða og réðst að húsi samfylkingarinnar og annarra stjórnmálasamtaka fyrr á árinu 2020. Líf, eins og aðrir, þurfa að horfa á myndbandið til enda til að átta sig á því að ég lánaði einungis rödd mína í þetta verkefni. Og ábyrgðaraðilar þess eru samtökin um Björgum Laugaveginum.“ Orkar ekki tvímælis að tengja Miðflokkinn með beinum hætti við þau samtök? „Ég er að tengja samtökin Björgum Laugaveginum við sjálfa mig sem borgarfulltrúa. ég hef verið ötulasti stuðningsmaður þess að fyrirtækjaflóttinn úr miðborginni stoppi. Að draga þetta myndband fram núna sýnir mikla illkvittni; verið er að gera mig að sökudólgi í málinu. Sem ég vísa alfarið heim til föðurhúsanna. Verður þetta fólk ekki að fara að líta í eigin barm?“ spyr Vigdís og ekki á henni að heyra að hún sé óróleg þó pólitískir andstæðingar hennar reyni að tengja hana við skotárásina. „650 milljónir fóru í þessa framkvæmd og ég held áfram að gagnrýna framúrkeyrslu, bruðl og spillingu í Reykjavíkurborg.“ Dagur hefur sjálfur sagt að framkvæmdin við Óðinstorg hafi kostað 60 milljónir króna en framkvæmdir á lögnum og fleira í götunum í kringum hefði kostað um hálfan milljarð.
Borgarstjórn Reykjavík Lögreglumál Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Erlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Innlent Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Innlent Fleiri fréttir Innan við helmingur barna segir frá kynferðisofbeldinu Gefa út ferðaleiðbeiningar fyrir hinsegin fólk Hafi fullan stuðning til að auka útgjöld til varnarmála Mátti binda barn á höndum og fótum og kitla það SFS hafi skrópað á fund ráðuneytisins Langflestir telja afsögn Ásthildar rétta ákvörðun Ný könnun um viðhorf til veiðigjalda Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Stuttu eldgosi lokið Sjá meira
Rannsaka hvort skotið hafi verið á bíl borgarstjóra Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu rannsakar nú hvort skotið hafi verið á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra. Í tilkynningu frá lögreglunni segir að skemmdir hafi verið unnar á bílnum og að málið sé litið mjög alvarlegum augum. 28. janúar 2021 10:07