Engin dæmi um „jafnalvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 28. janúar 2021 21:26 Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri. Vísir/vilhelm Samfylkingin lýsir yfir þungum áhyggjum af skotárásum á skrifstofur stjórnmálaflokka og heimili stjórnmálafólks, sem greint hefur verið frá undanfarna daga. Flokkurinn segir engin dæmi um „jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi“ og í tilfelli árásar á Dag B. Eggertsson, borgarstjóra. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samfylkingunni. Tilefnið er sagt „ítrekaðar árásir á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka með skotvopnum, nú síðast með fjölda skota á skrifstofu Samfylkingarinnar og alvarleg árás í garð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Engin dæmi eru um jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi.“ Þá segir í yfirlýsingunni að lýðræði og frjáls skoðanaskipti séu mikil verðmæti hverju samfélagi. „Við hér á Íslandi höfum vanist því að stjórnmálafólk geti gengið um án sérstakrar öryggisgæslu og að almenningur geti tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka án þess að óttast afleiðingar. Sama hvaða stjórnmálaflokk við kjósum, þá þurfum við að vernda grunnstoðir lýðræðisins og megum ekki sætta okkur við árásir, hótanir og ógnir í garð fólks í stjórnmálum eða vegna stjórnmálaskoðana þess,“ segir í yfirlýsingu. Hugur Varðar hjá borgarstjóra Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fordæmir einnig skotárásirnar í yfirlýsingu í kvöld. „Fréttir sem fluttar voru fyrir helgi af skotárásum á starfstöðvar stjórnmálaflokka og fréttir dagsins í dag af skotárás á bifreið borgarstjóra Reykjavíkur vekja óhug. Árásir af þessum toga eru aðför gegn lýðræðinu sjálfu, gegn rétti fólks til að mynda og tjá sér skoðanir á opinberum vettvangi. Slíkar árásir mega ekki líðast í opnu og frjálsu samfélagi,“ segir í tilkynningu Varðar. „Það er von stjórnar Varðar að lögreglan hafi fljótt og örugglega hendur í hári þeirra sem hafa unnið þessi voðaverk. Hugur stjórnarinnar liggur hjá borgarstjóra og starfsmönnum þeirra stjórnmálaflokka sem orðið hafa fyrir þessum árásum, vonandi munu hvorki þeir né nokkrir aðrir þurfa að upplifa slík voðaverk framar hér á landi.“ Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Talið er nær fullvíst að skotið hafi verið úr riffli, en rannsókn málsins miðar meðal annars að því athuga hvort um sé að ræða sama skotvopn og notað var þegar skotið var á skrifstofur stjórnmálaflokka, þar á meðal Samfylkingarinnar, í síðustu viku. Þá var greint frá því að skotið hefði verið á skrifstofur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins og Samfylkingarinnar á einu ári. Borgarstjórn Lögreglumál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. 28. janúar 2021 13:56 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Samfylkingunni. Tilefnið er sagt „ítrekaðar árásir á höfuðstöðvar stjórnmálaflokka með skotvopnum, nú síðast með fjölda skota á skrifstofu Samfylkingarinnar og alvarleg árás í garð Dags B. Eggertssonar borgarstjóra og fjölskyldu hans. Engin dæmi eru um jafn alvarlega árás í garð stjórnmálamanns á Íslandi.“ Þá segir í yfirlýsingunni að lýðræði og frjáls skoðanaskipti séu mikil verðmæti hverju samfélagi. „Við hér á Íslandi höfum vanist því að stjórnmálafólk geti gengið um án sérstakrar öryggisgæslu og að almenningur geti tekið þátt í starfi stjórnmálaflokka án þess að óttast afleiðingar. Sama hvaða stjórnmálaflokk við kjósum, þá þurfum við að vernda grunnstoðir lýðræðisins og megum ekki sætta okkur við árásir, hótanir og ógnir í garð fólks í stjórnmálum eða vegna stjórnmálaskoðana þess,“ segir í yfirlýsingu. Hugur Varðar hjá borgarstjóra Stjórn Varðar – fulltrúaráðs sjálfstæðisfélaganna í Reykjavík fordæmir einnig skotárásirnar í yfirlýsingu í kvöld. „Fréttir sem fluttar voru fyrir helgi af skotárásum á starfstöðvar stjórnmálaflokka og fréttir dagsins í dag af skotárás á bifreið borgarstjóra Reykjavíkur vekja óhug. Árásir af þessum toga eru aðför gegn lýðræðinu sjálfu, gegn rétti fólks til að mynda og tjá sér skoðanir á opinberum vettvangi. Slíkar árásir mega ekki líðast í opnu og frjálsu samfélagi,“ segir í tilkynningu Varðar. „Það er von stjórnar Varðar að lögreglan hafi fljótt og örugglega hendur í hári þeirra sem hafa unnið þessi voðaverk. Hugur stjórnarinnar liggur hjá borgarstjóra og starfsmönnum þeirra stjórnmálaflokka sem orðið hafa fyrir þessum árásum, vonandi munu hvorki þeir né nokkrir aðrir þurfa að upplifa slík voðaverk framar hér á landi.“ Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. Talið er nær fullvíst að skotið hafi verið úr riffli, en rannsókn málsins miðar meðal annars að því athuga hvort um sé að ræða sama skotvopn og notað var þegar skotið var á skrifstofur stjórnmálaflokka, þar á meðal Samfylkingarinnar, í síðustu viku. Þá var greint frá því að skotið hefði verið á skrifstofur Viðreisnar, Sjálfstæðisflokksins, Samtaka atvinnulífsins og Samfylkingarinnar á einu ári.
Borgarstjórn Lögreglumál Samfylkingin Sjálfstæðisflokkurinn Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05 Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47 Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. 28. janúar 2021 13:56 Mest lesið Þetta er fólkið á bak við Skjöld Íslands Innlent Skildirnir hafi hótað konum sem setji út á þá Innlent Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Innlent Starfsfólk kannist ekki við uppsteyt á kvennadeild Landspítalans Innlent Móðir og níu mánaða barn hætt komnar í Þrengslunum Innlent Obama svarar ásökunum Trump og Gabbard um valdaránstilraun Erlent Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Innlent Selenskí sagður stíga skref í átt að alræði Erlent „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Innlent Segjast komnir með nóg og ætla að gæta að framtíð Íslands Innlent Fleiri fréttir Kári um njósnatalið: „Óvarlegt af mér og býsna óheiðarlegt“ Handtekinn í Laugardal grunaður um mansal „Held að sjávarútvegurinn hafi misst samtalið við þjóðina“ 250 þúsund gestir skemmtiferðaskipa á Akureyri í sumar „Hvað næst? Sparka í okkur? Berja okkur? Stinga einhverju í okkur?“ Vinnur á fjórum stöðum en eigin íbúð fjarlægur draumur Slóðinn að gosinu einungis fyrir viðbragðsaðila og jeppa Icelandia Útgerðin misst tengsl við almenning og ómögulegt að fá greiðslumat Tengist ekki skuggaflota Rússlands Játaði gróft ofbeldi gegn eigin foreldrum og að hafa ekið á mann Þingmaður telur að vísa ætti skvettaranum úr landi Þyrlan sótti slasaðan einstakling í Skaftafell Gæsluvarðhald yfir sveðjumanni í Úlfarsárdal framlengt þriðja sinni Sjaldséður beinhákarl í Faxaflóa Sérsveitin handtók mann í Garðabæ „Íbúar eru einfaldlega komnir með nóg“ Einn handtekinn vegna frelsissviptingar í Árbæ Meirihluti vill banna sjókvíaeldi Almenn andstaða við sjókvíaeldi og neikvætt viðhorf til þéttingar byggðar „Þetta er grátt mál þó ég hafi ekki gert neitt rangt“ Ætlar að kæra skvettarann sem segir árásina „bara brandara“ Virðist alls ekki sjá eftir skvettunni Sökk í mýri við Stokkseyri Gosmóðan fýkur á brott Meirihluti landsmanna ánægður með söluna á Íslandsbanka Karl Héðinn stígur til hliðar 56 prósent landsmanna neikvæð gegn þéttingu byggðar Umferð beint um Þrengslin í dag Sjö í fangageymslum og þremur vísað úr kirkju Stöðug virkni í einum gíg og gosmengun spáð á Suðurlandi Sjá meira
Tvö greinileg ummerki eftir riffilinn á bíl borgarstjóra Skotið var tvívegis á bíl Dags B. Eggertssonar borgarstjóra um helgina. Bæði skotin höfnuðu í einni bílhurðinni og líkt og sjá má á meðfylgjandi myndum eru förin greinileg. Enginn hefur verið handtekinn vegna málsins. 28. janúar 2021 19:05
Degi afar brugðið vegna skotárásarinnar Degi B. Eggertssyni borgarstjóra er afar brugðið vegna skotárásarinnar. Lögreglan hefur vaktað hús borgarstjóra frá því málið kom upp en hún hefur fundið byssukúlur í hurð bíls hans. 28. janúar 2021 16:47
Vigdís segir Twitterfærslu Lífar lýsa mikilli illkvittni Líf Magneudóttir segir myndband, þar sem Vigdís Hauksdóttir er sögumaður, viðbjóðslegt og gefur í skyn að rekja megi skotárás á bíl borgarstjóra í dag til þess. 28. janúar 2021 13:56