Umfjöllun og viðtöl: Haukar - KR 87-103 | KR svaraði með sigri en Haukar í vandræðum Helgi Hrafn Ólafsson skrifar 31. janúar 2021 21:33 Vísir/Vilhelm KR heimsótti Hauka í Ólafssal í kvöld. Haukar voru fyrir leikinn næst neðstir í deildinni með aðeins einn sigur í sex leikjum og gestirnir með aðeins skárra sigurhlutfall, þrír sigrar í sex leikjum. Leikurinn var spennandi framan af en eftir nokkrar góðar rispur hjá KR seinustu 20 mínúturnar gátu Haukar lítið annað gert en sætt sig við enn eitt tapið, 87-103. Haukar nýttu stærð sína inn í teig til að ryksuga upp sóknarfráköst eftir klikkuð skot en voru oft að lenda í vandræðum á hinum enda vallarins. Þar buðu KR-ingar upp á enn aðra þriggja stiga veislu sem Hafnfirðingar gátu ekki haldið í við. Ty Sabin fór þar fremstur í flokki en Sabin hefur átt nokkra glæsilega leiki hingað til á tímabilinu. Seinni hálfleikurinn var ekki mjög spennandi sökum þess að Haukar misstu KR-inga allt of langt frá sér og seinustu 5 mínúturnar voru úrslitin nokkurn veginn ráðinn. Af hverju vann KR? Gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur lögðu upp með það fyrir leik að reyna gefa ekki of mikið af stigum inni í teig og ná að hitta úr sínum skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þó þeir hafi ekki náð að loka á teiginn þá gekk aldeilis upp að hitta úr skotunum og KR-ingar hittu úr helmingi þrista sinna í leiknum. KR tekur að jafnaði fleiri þriggja stiga skot en tveggja stiga skot og þegar þeir fara í gang eins og í þessum leik þá eru þeir til alls líklegir. Sóknarflæði þeirra og góð skot sem fengust úr því unnu þennan leik. Bestu leikmenn vallarins Ty Sabin bauð enn og aftur upp á þvílíka skorsýningu fyrir KR. Hann setti sex þrista í tíu tilraunum og var með 62% skotnýtingu úr öllum skotum sínum utan af velli. Sabin lauk leik með 39 stig, 5 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Hjá Haukum var Brian Fitzpatrick illvígur inni í teig og reyndi hvað hann gat að draga lið sitt áfram. Hann skoraði 24 stig, tók 17 fráköst (þ.a. 9 sóknarfráköst), gaf fjórar stoðsendingar og stal tveimur boltum. Tölfræði sem vakti athygli KR-ingar voru fljótir að refsa Haukum fyrir mistök sín í þessum leik. Hraði þeirra skilaði sér í 21 stigum úr hraðaupphlaupum gegn aðeins 9 slíkum stigum hjá Haukum. Þá skoruðu KR-ingar 22 stig eftir tapaða bolta hjá Haukum (sem mörg hver voru hraðaupphlaup). Hraðinn virðist hafa unnið stærðina í þessum leik, enda töpuðu Haukar þrátt fyrir að hafa tekið 13 fleiri fráköst í leiknum og skorað meira inni í teignum (34 stig gegn 24). Hvað gekk illa? Haukar vantaði baráttuna í seinni hálfleik eftir sæmilegan fyrstu tuttugu mínúturnar. Heimamenn áttu líka í miklum erfiðleikum með að hemja Ty Sabin. Þjálfara Hauka, Israel Martin, fannst sínir menn líka ekki ná að refsa KR nægilega vel fyrir að þjappa inni í teig með því að setja opna þrista. Hvað næst? Haukar mæta næst Tindastóli fyrir norðan á Sauðárkróki. Bæði lið hafa hingað til verið að spila undir getu og þar gæti verið hörkuleikur á ferð þar sem liðin reyna að skilja sig að frá fallsætunum tveimur. KR fær Keflvíkinga næst í heimsókn til sín í Vesturbæ Reykjavíkur. Keflvíkingar eru með eitt af toppliðum deildarinnar og því væri dýrmætt fyrir lið Darra Freys að sýna hvað í þeim býr með sigri í þeim leik. Brynjar Þór: Gefur augaleið, við erum litlir „Byrjuðum frekar ryðgaðir og illa, en eftir því sem leið á leikinn fannst við við komast betur í takt og vorum að fá auðveldari körfur,“ sagði Brynjar Þór, stundum kallaður Brylli, eftir sigurinn. KR-ingar misstu einmitt Hauka fram úr sér í fyrri hluta leiksins en náðu forystunni skömmu fyrir hálfleiksskiptin. Haukar náðu aldrei aftur forystunni eftir það. KR átti í erfiðleikum með að hemja stóra menn Hauka sem sást á því að þeir töpuðu frákastabaráttunni með 13 fráköstum og gáfu 34 stig inni í teig. „Það gefur augaleið, við erum litlir þannig að við þurfum að halda áfram þó við gefum opin skot og gefum sóknarfráköst,“ sagði Brynjar um stærðarmuninn inni í teig. Harka KR-inga inni í teig þrátt fyrir smæðina skilaði sér í því að dómarar leyfðu mögulega meira en þeir hefðu annars gert. Brynjari fannst línan samt ekki hafa breyst gegnum leikinn. „Nei nei, það er nú oft þannig að ef þú byrjar leikinn fast þá seturðu línuna,“ sagði hann og KR-ingar fengu líka tvöfalt fleiri villur dæmdar á sig, sama hvað sumum leikmönnum Hauka fannst. Sóknarlega gekk skema Darra Freys, þjálfara KR, nokkuð vel upp; góð skot úr opnum færum. Brynjar var sammála þessu, enda var skotnýting KR í leiknum mjög góð. „Við erum náttúrulega með svakalegar skyttur, það er ekkert hægt að neita því,“ sagði Brylli um liðið sitt. Þeir voru að hans sögn smá stund í gang en Ty Sabin hafi borið sóknina uppi þangað til að liðið fann flæðið sitt. „Sóknin var í góðu flæði í dag,“ samsinnti hann. Næsti leikur Brynjars verður heima í Vesturbænum gegn Keflvíkingum, eitt af toppliðum deildarinnar. Leikurinn lagðist vel í hann þó að hann gerði sér grein fyrir hve erfiður hann gæti verið. „Þeir eru svakalega beittir, eru með Mikla sem á örugglega eftir að reyna rusla okkur til í teignum en við verðum bara að reyna hægja á honum,ׅ“ sagði Brynjar um Keflavíkurliðið og miðherja þeirra, Dominykas Mikla. Brynjar Þór þóttist viss um að hann myndi skora sín 23 stig eins og meðaltal hans segði til um en ef að KR-ingar héldu dampi og næðu áfram að byggja ofan á sinn leik gætu þeir alveg náð sigri. Brian Fitzpatrick: Byrjum tímabilið ekki vel Brian Fitzpatrick var að vonum svekktur með enn annað tapið hjá sínum mönnum í Haukum í kvöld. Hann sagði viðureignina hafa snúist um leikstíla liðanna. „Þetta var bara spurning um baráttu tveggja leikstíla. Við fengum nóg af sóknarfráköstum en þeir náðu að teygja vel á vörninni okkar og settu marga þrista,“ sagði Fitzpatrick. KR-ingar eru að hans sögn með hörkulið sem gat skotið boltanum vel og það hafi skilað gestunum sigri í kvöld. Haukar höfðu stærðina í leiknum en gátu illa varist hraða KR-inga sagði Brian til frekari útskýringar. „Ty Sabin var frábær fyrir KR og við höfðum eiginlega engin svör,“ sagði Fitzpatrick um 39 stiga frammistöðu Ty Sabin, bandarísks leikmanns KR. „Sabin er frábær leikmaður og gat skorað að vild. Ef hann keyrði inn þá þurftum við að loka á það og þá náði hann sendingum út á skytturnar,“ sagði Fitzpatrick og hristi hausinn. Brian hefur spilað í nokkur ár sem atvinnumaður og hefur ekki oft séð svona frammistöður. „Það eru ekki margir leikmenn sem geta skorað svona mörg stig og með sama hætti og Ty Sabin. Hrós á hann, flottur leikmaður.“ KR-ingar vörðust af mikilli hörku inni í teig sem Brian fékk að kenna á. „Það er yfirleitt þannig að þegar lítill maður verst gegn stórum þá sleppur sá litli með fleiri hluti. Það er alltaf þannig og flestir dómarar eru fyrrverandi bakverðir, ekki framherjar. Ég er þarna inni í teig og þeir eru að slá mig en þannig er það bara. Ég er vanur þessu,“ sagði Fitzpatrick, enda hélt hann áfram að spila af festu allan leikinn. Hann var bestur í sínu liði með 24 stig og 17 fráköst, þ.a. 9 sóknarfráköst. Haukar eru í fallsæti eftir sjö leiki spilaða, sem Fitzpatrick var meðvitaður um. „Við byrjum tímabilið ekki vel og okkur vantar þar að auki Earvin Morris sem átti að vera stjörnuleikmaðurinn okkar. Þvílíkur missir. Við værum allt annað lið með honum,“ sagði Brian að lokum, en ljóst er að Haukar þurfa liðsauka ef þeir vilja ekki falla niður í fyrstu deild að tímabilinu loknu. Dominos-deild karla Haukar KR
KR heimsótti Hauka í Ólafssal í kvöld. Haukar voru fyrir leikinn næst neðstir í deildinni með aðeins einn sigur í sex leikjum og gestirnir með aðeins skárra sigurhlutfall, þrír sigrar í sex leikjum. Leikurinn var spennandi framan af en eftir nokkrar góðar rispur hjá KR seinustu 20 mínúturnar gátu Haukar lítið annað gert en sætt sig við enn eitt tapið, 87-103. Haukar nýttu stærð sína inn í teig til að ryksuga upp sóknarfráköst eftir klikkuð skot en voru oft að lenda í vandræðum á hinum enda vallarins. Þar buðu KR-ingar upp á enn aðra þriggja stiga veislu sem Hafnfirðingar gátu ekki haldið í við. Ty Sabin fór þar fremstur í flokki en Sabin hefur átt nokkra glæsilega leiki hingað til á tímabilinu. Seinni hálfleikurinn var ekki mjög spennandi sökum þess að Haukar misstu KR-inga allt of langt frá sér og seinustu 5 mínúturnar voru úrslitin nokkurn veginn ráðinn. Af hverju vann KR? Gestirnir úr Vesturbæ Reykjavíkur lögðu upp með það fyrir leik að reyna gefa ekki of mikið af stigum inni í teig og ná að hitta úr sínum skotum fyrir utan þriggja stiga línuna. Þó þeir hafi ekki náð að loka á teiginn þá gekk aldeilis upp að hitta úr skotunum og KR-ingar hittu úr helmingi þrista sinna í leiknum. KR tekur að jafnaði fleiri þriggja stiga skot en tveggja stiga skot og þegar þeir fara í gang eins og í þessum leik þá eru þeir til alls líklegir. Sóknarflæði þeirra og góð skot sem fengust úr því unnu þennan leik. Bestu leikmenn vallarins Ty Sabin bauð enn og aftur upp á þvílíka skorsýningu fyrir KR. Hann setti sex þrista í tíu tilraunum og var með 62% skotnýtingu úr öllum skotum sínum utan af velli. Sabin lauk leik með 39 stig, 5 stoðsendingar og 2 stolna bolta. Hjá Haukum var Brian Fitzpatrick illvígur inni í teig og reyndi hvað hann gat að draga lið sitt áfram. Hann skoraði 24 stig, tók 17 fráköst (þ.a. 9 sóknarfráköst), gaf fjórar stoðsendingar og stal tveimur boltum. Tölfræði sem vakti athygli KR-ingar voru fljótir að refsa Haukum fyrir mistök sín í þessum leik. Hraði þeirra skilaði sér í 21 stigum úr hraðaupphlaupum gegn aðeins 9 slíkum stigum hjá Haukum. Þá skoruðu KR-ingar 22 stig eftir tapaða bolta hjá Haukum (sem mörg hver voru hraðaupphlaup). Hraðinn virðist hafa unnið stærðina í þessum leik, enda töpuðu Haukar þrátt fyrir að hafa tekið 13 fleiri fráköst í leiknum og skorað meira inni í teignum (34 stig gegn 24). Hvað gekk illa? Haukar vantaði baráttuna í seinni hálfleik eftir sæmilegan fyrstu tuttugu mínúturnar. Heimamenn áttu líka í miklum erfiðleikum með að hemja Ty Sabin. Þjálfara Hauka, Israel Martin, fannst sínir menn líka ekki ná að refsa KR nægilega vel fyrir að þjappa inni í teig með því að setja opna þrista. Hvað næst? Haukar mæta næst Tindastóli fyrir norðan á Sauðárkróki. Bæði lið hafa hingað til verið að spila undir getu og þar gæti verið hörkuleikur á ferð þar sem liðin reyna að skilja sig að frá fallsætunum tveimur. KR fær Keflvíkinga næst í heimsókn til sín í Vesturbæ Reykjavíkur. Keflvíkingar eru með eitt af toppliðum deildarinnar og því væri dýrmætt fyrir lið Darra Freys að sýna hvað í þeim býr með sigri í þeim leik. Brynjar Þór: Gefur augaleið, við erum litlir „Byrjuðum frekar ryðgaðir og illa, en eftir því sem leið á leikinn fannst við við komast betur í takt og vorum að fá auðveldari körfur,“ sagði Brynjar Þór, stundum kallaður Brylli, eftir sigurinn. KR-ingar misstu einmitt Hauka fram úr sér í fyrri hluta leiksins en náðu forystunni skömmu fyrir hálfleiksskiptin. Haukar náðu aldrei aftur forystunni eftir það. KR átti í erfiðleikum með að hemja stóra menn Hauka sem sást á því að þeir töpuðu frákastabaráttunni með 13 fráköstum og gáfu 34 stig inni í teig. „Það gefur augaleið, við erum litlir þannig að við þurfum að halda áfram þó við gefum opin skot og gefum sóknarfráköst,“ sagði Brynjar um stærðarmuninn inni í teig. Harka KR-inga inni í teig þrátt fyrir smæðina skilaði sér í því að dómarar leyfðu mögulega meira en þeir hefðu annars gert. Brynjari fannst línan samt ekki hafa breyst gegnum leikinn. „Nei nei, það er nú oft þannig að ef þú byrjar leikinn fast þá seturðu línuna,“ sagði hann og KR-ingar fengu líka tvöfalt fleiri villur dæmdar á sig, sama hvað sumum leikmönnum Hauka fannst. Sóknarlega gekk skema Darra Freys, þjálfara KR, nokkuð vel upp; góð skot úr opnum færum. Brynjar var sammála þessu, enda var skotnýting KR í leiknum mjög góð. „Við erum náttúrulega með svakalegar skyttur, það er ekkert hægt að neita því,“ sagði Brylli um liðið sitt. Þeir voru að hans sögn smá stund í gang en Ty Sabin hafi borið sóknina uppi þangað til að liðið fann flæðið sitt. „Sóknin var í góðu flæði í dag,“ samsinnti hann. Næsti leikur Brynjars verður heima í Vesturbænum gegn Keflvíkingum, eitt af toppliðum deildarinnar. Leikurinn lagðist vel í hann þó að hann gerði sér grein fyrir hve erfiður hann gæti verið. „Þeir eru svakalega beittir, eru með Mikla sem á örugglega eftir að reyna rusla okkur til í teignum en við verðum bara að reyna hægja á honum,ׅ“ sagði Brynjar um Keflavíkurliðið og miðherja þeirra, Dominykas Mikla. Brynjar Þór þóttist viss um að hann myndi skora sín 23 stig eins og meðaltal hans segði til um en ef að KR-ingar héldu dampi og næðu áfram að byggja ofan á sinn leik gætu þeir alveg náð sigri. Brian Fitzpatrick: Byrjum tímabilið ekki vel Brian Fitzpatrick var að vonum svekktur með enn annað tapið hjá sínum mönnum í Haukum í kvöld. Hann sagði viðureignina hafa snúist um leikstíla liðanna. „Þetta var bara spurning um baráttu tveggja leikstíla. Við fengum nóg af sóknarfráköstum en þeir náðu að teygja vel á vörninni okkar og settu marga þrista,“ sagði Fitzpatrick. KR-ingar eru að hans sögn með hörkulið sem gat skotið boltanum vel og það hafi skilað gestunum sigri í kvöld. Haukar höfðu stærðina í leiknum en gátu illa varist hraða KR-inga sagði Brian til frekari útskýringar. „Ty Sabin var frábær fyrir KR og við höfðum eiginlega engin svör,“ sagði Fitzpatrick um 39 stiga frammistöðu Ty Sabin, bandarísks leikmanns KR. „Sabin er frábær leikmaður og gat skorað að vild. Ef hann keyrði inn þá þurftum við að loka á það og þá náði hann sendingum út á skytturnar,“ sagði Fitzpatrick og hristi hausinn. Brian hefur spilað í nokkur ár sem atvinnumaður og hefur ekki oft séð svona frammistöður. „Það eru ekki margir leikmenn sem geta skorað svona mörg stig og með sama hætti og Ty Sabin. Hrós á hann, flottur leikmaður.“ KR-ingar vörðust af mikilli hörku inni í teig sem Brian fékk að kenna á. „Það er yfirleitt þannig að þegar lítill maður verst gegn stórum þá sleppur sá litli með fleiri hluti. Það er alltaf þannig og flestir dómarar eru fyrrverandi bakverðir, ekki framherjar. Ég er þarna inni í teig og þeir eru að slá mig en þannig er það bara. Ég er vanur þessu,“ sagði Fitzpatrick, enda hélt hann áfram að spila af festu allan leikinn. Hann var bestur í sínu liði með 24 stig og 17 fráköst, þ.a. 9 sóknarfráköst. Haukar eru í fallsæti eftir sjö leiki spilaða, sem Fitzpatrick var meðvitaður um. „Við byrjum tímabilið ekki vel og okkur vantar þar að auki Earvin Morris sem átti að vera stjörnuleikmaðurinn okkar. Þvílíkur missir. Við værum allt annað lið með honum,“ sagði Brian að lokum, en ljóst er að Haukar þurfa liðsauka ef þeir vilja ekki falla niður í fyrstu deild að tímabilinu loknu.
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti