„Þetta heldur áfram að líta vel út“ Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. janúar 2021 13:05 Rögnvaldur Ólafsson aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum. Lögreglan Rögnvaldur Ólafsson, yfirlögregluþjónn hjá almannavörnum, segir stöðuna með tilliti til kórónuveirufaraldursins líta vel út hér á landi, en lítið megi út af bregða. Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir lítið þurfa til að faraldurinn nái sér á skrið. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindist einn á landamærunum, en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi var með virkt smit. „Þetta heldur áfram að líta vel út og náttúrulega sérlega jákvætt að þeir sem eru að greinast eru í sóttkví. En þetta er svo sem líka merki um það að það er enn þá veira þarna úti í samfélaginu og það þarf enn þá að fara varlega,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Hann segir þó að full ástæða sé til að gleðjast yfir stöðunni hér á landi, sem er talsvert betri en víða annars staðar í heiminum. Mikilvægt sé að fólk njóti þess að geta mætt til vinnu, farið út að borða og annars slíks. „Svo sjáum við til hvernig verður með framhaldið, hvort að sóttvarnalæknir sjái ástæðu til þess að rýmka þetta eitthvað meira. Það verður bara að koma í ljós.“ Fólk dregur sínar eigin ályktanir út frá fréttum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í nótt fimmtán hávaðatilkynningar. Rögnvaldur segir þetta merki um að fólk taki fréttum um færri smitaða sem merki um að öruggara sé að koma saman. „Fólk er greinilega að fylgjast með fréttum og sér þetta náttúrulega, að það eru færri að greinast. Við höfum séð það áður líka í faraldrinum að fólk er að draga sínar eigin ályktanir og koma með sitt eigið hættumat inn í þetta, sem er í sjálfu sér eðlilegt.“ Rögnvaldur segir þó mikilvægt að fólk haldi áfram í heiðri reglur um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Hann segir að lítið þurfi til að faraldurinn sæki í sig veðrið. „Við höfum náttúrulega séð það líka oft í faraldrimum þar sem eitt til tvö smit koma af stað bylgju sem tekur drjúgan tíma að ná utan um og þegar byrjað er að létta á takmörkunum eru fleiri að hittast, fleiri undir, og þar af leiðandi geta bylgjurnar orðið stærri. Það er náttúrulega það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Rögnvaldur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira
Einn greindist með kórónuveiruna innanlands í gær og var í sóttkví. Aðstoðaryfirlögregluþjónn hjá almannavörnum segir lítið þurfa til að faraldurinn nái sér á skrið. Samkvæmt bráðabirgðatölum frá almannavörnum greindist einn á landamærunum, en ekki liggur fyrir hvort viðkomandi var með virkt smit. „Þetta heldur áfram að líta vel út og náttúrulega sérlega jákvætt að þeir sem eru að greinast eru í sóttkví. En þetta er svo sem líka merki um það að það er enn þá veira þarna úti í samfélaginu og það þarf enn þá að fara varlega,“ segir Rögnvaldur í samtali við fréttastofu. Hann segir þó að full ástæða sé til að gleðjast yfir stöðunni hér á landi, sem er talsvert betri en víða annars staðar í heiminum. Mikilvægt sé að fólk njóti þess að geta mætt til vinnu, farið út að borða og annars slíks. „Svo sjáum við til hvernig verður með framhaldið, hvort að sóttvarnalæknir sjái ástæðu til þess að rýmka þetta eitthvað meira. Það verður bara að koma í ljós.“ Fólk dregur sínar eigin ályktanir út frá fréttum Lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu bárust í nótt fimmtán hávaðatilkynningar. Rögnvaldur segir þetta merki um að fólk taki fréttum um færri smitaða sem merki um að öruggara sé að koma saman. „Fólk er greinilega að fylgjast með fréttum og sér þetta náttúrulega, að það eru færri að greinast. Við höfum séð það áður líka í faraldrinum að fólk er að draga sínar eigin ályktanir og koma með sitt eigið hættumat inn í þetta, sem er í sjálfu sér eðlilegt.“ Rögnvaldur segir þó mikilvægt að fólk haldi áfram í heiðri reglur um sóttvarnir og fjarlægðartakmörk. Hann segir að lítið þurfi til að faraldurinn sæki í sig veðrið. „Við höfum náttúrulega séð það líka oft í faraldrimum þar sem eitt til tvö smit koma af stað bylgju sem tekur drjúgan tíma að ná utan um og þegar byrjað er að létta á takmörkunum eru fleiri að hittast, fleiri undir, og þar af leiðandi geta bylgjurnar orðið stærri. Það er náttúrulega það sem við höfum áhyggjur af,“ segir Rögnvaldur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Innlent „Þetta er bara klúður“ Innlent Heiða liggur enn undir feldi Innlent „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Innlent Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris Innlent Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Erlent Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Innlent Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Innlent Kaninn selur langmest af vopnum en framtíðin óviss Erlent Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Innlent Fleiri fréttir Áratuga skuldahali, gosspá og Mario í beinni Hópnauðgunarmál fyrir Hæstarétt Bræður og mamma þeirra svara til saka í tugmilljóna máli Margrét fer fyrir eftirliti með störfum lögreglu Hraðahindranir lagaðar fyrir tvö hundruð milljónir Enn haldið sofandi eftir slysið í Akraneshöfn Sveitarfélögin við Hvalfjörð á öndverðum meiði um basatilraun Íslendingur á áttræðisaldri lést í slysinu í Berufirði Heiða liggur enn undir feldi „Ég stóð með ykkur, ég stóð með ykkur!“ Auglýsir eftir hugrökkum stjórnmálamönnum sem þora og gera Slysaþróun þvert á markmið: Fjöldi nýrra áskorana Niðurstaða mögulega í höfn varðandi ÍL-sjóðinn Fær að skila eftirlíkingunni til Páls í Pólaris „Þetta er bara klúður“ Ætla að hlífa trjám þegar golfbrautir verða mótaðar á skógræktarsvæði Quang Le sagður hafa tekið kauptilboði í Herkastalann Þörf á þolinmæði fyrir meðferð með hugvíkkandi efnum Óákveðið hvort Sunnutorg verði óbreytt eftir framkvæmdir Ný tryggingavernd fyrir fólk sem flýr ofbeldissamband Þrjú banaslys á fjórum dögum Þrjú banaslys á fáum dögum, framtíð Sunnutorgs og hundur í hjólastól Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Sjá meira