„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta“ Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 31. janúar 2021 12:11 Guðlaugur Þór Þórðarson fékk líflátshótanir árið 2019. Vísir/Vilhelm Hótanir á alltaf að taka alvarlega, segir utanríkisráðherra sem hefur sjálfur fengið að kynnast þeim. Þrátt fyrir að þeim sé sjaldnast fylgt eftir séu alltaf undantekningar á því. „Það er alltaf einhver sem er að meina þetta og er tilbúinn að fylgja því eftir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Sprengisandi í morgun, þar sem hann ræddi meðal annars skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Hann bendir á að Íslendingar hafi að mestu verið lausir við hvers kyns ógnir. „Við skulum ekki vanmeta það hvað við höfum verið gæfusöm að það hafi ekkert slíkt gerst á Íslandi. Við höfum séð þetta í nágrannalöndunum. Þegar ég fer til Svíþjóðar fæ ég engan fæ ég engan afslátt af því frekar en aðrir ráðherrar, að það er lífvörður með mér allan daginn, og þú ferð ekkert án hans. Þú segir ekkert „ég vil ekki fá lífvörð“,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur fékk sjálfur líflátshótun í tengslum við þriðja orkupakkann árið 2019 og í framhaldinu var ósannindum dreift um hann. „Sagan fór eins og eldur í sinu og síðan þurfti maður að hlaupa strax til og reyna að leiðrétta hana,“ segir hann. „Jafnvel ef það gengur vel þá eru það svona 80 prósent sem sjá síðan leiðréttinguna og eftir standa 20 prósent.“ Hann nefnir netglæpi í þessu samhengi, sem sé ein helsta ógn sem nú steðji að fólki. „Það eru sífelldar árásir. Bæði á okkar netkerfi og sömuleiðis varðandi að koma fölsum fréttum af stað. Þetta kemur frá ákveðnum ríkjum, að því er talið. Og þetta var ekkert minna í Covid. En þetta er partur af breyttum heimi. Þetta er ekkert í framtíðinni, þetta er núna,“ segir hann. „Þetta eru ógnirnar sem að okkur steðja núna.“ Sprengisandur Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ 30. janúar 2021 20:35 Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. 30. janúar 2021 18:44 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
„Það er alltaf einhver sem er að meina þetta og er tilbúinn að fylgja því eftir,“ sagði Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra í Sprengisandi í morgun, þar sem hann ræddi meðal annars skotárásina á bíl borgarstjóra um síðustu helgi. Hann bendir á að Íslendingar hafi að mestu verið lausir við hvers kyns ógnir. „Við skulum ekki vanmeta það hvað við höfum verið gæfusöm að það hafi ekkert slíkt gerst á Íslandi. Við höfum séð þetta í nágrannalöndunum. Þegar ég fer til Svíþjóðar fæ ég engan fæ ég engan afslátt af því frekar en aðrir ráðherrar, að það er lífvörður með mér allan daginn, og þú ferð ekkert án hans. Þú segir ekkert „ég vil ekki fá lífvörð“,“ segir Guðlaugur. Guðlaugur fékk sjálfur líflátshótun í tengslum við þriðja orkupakkann árið 2019 og í framhaldinu var ósannindum dreift um hann. „Sagan fór eins og eldur í sinu og síðan þurfti maður að hlaupa strax til og reyna að leiðrétta hana,“ segir hann. „Jafnvel ef það gengur vel þá eru það svona 80 prósent sem sjá síðan leiðréttinguna og eftir standa 20 prósent.“ Hann nefnir netglæpi í þessu samhengi, sem sé ein helsta ógn sem nú steðji að fólki. „Það eru sífelldar árásir. Bæði á okkar netkerfi og sömuleiðis varðandi að koma fölsum fréttum af stað. Þetta kemur frá ákveðnum ríkjum, að því er talið. Og þetta var ekkert minna í Covid. En þetta er partur af breyttum heimi. Þetta er ekkert í framtíðinni, þetta er núna,“ segir hann. „Þetta eru ógnirnar sem að okkur steðja núna.“
Sprengisandur Skotið á bíl borgarstjóra Tengdar fréttir Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ 30. janúar 2021 20:35 Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. 30. janúar 2021 18:44 Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43 Mest lesið Þau kvöddu á árinu 2025 Erlent Hitinn fór í 19,8 stig og desembermetið slegið Veður Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Innlent Seinfeld og Friends-leikari látinn Erlent Fundu yfir milljón skjöl sem tengjast Epstein Erlent Hvar er opið á aðfangadag? Innlent Fimm fórust í þyrluslysi á Kilimanjaro Erlent Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Innlent Arion banki varar við svikaherferð Innlent Fleiri fréttir Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Skiluðu hagnaði á kosningaári Hátíðarveisla á kaffistofu Samhjálpar: „Það er ró og friður yfir fólki“ Björgunarsveitin kölluð út í fokverkefni Grjóthrun undir Eyjafjöllum Fátækari eftir að hafa svindlað á ferðakonum Arion banki varar við svikaherferð Innanlandsflugi aflýst Foreldrar skipverjans fá áheyrn í Hæstarétti Hvar er opið á aðfangadag? Innflytjendamálin almenningi efst í huga Bæta við allt að 200 íbúðum og mathöll í Spöngina Maður í umferðarslysi reyndist fíkniefnasali Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Sjá meira
Sá skotför í stofuglugganum: „Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta“ „Ég fékk mörg nafnlaus hótunarbréf, sum með hvítu dufti, að mér var veist á almannafæri, og skotför sáust eitt sinn í einum stofuglugganum heima hjá mér. Mér datt hins vegar ekki í hug að hlaupa grátklökkur í fjölmiðla um þetta.“ 30. janúar 2021 20:35
Of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur Sigríður Björk Guðjónsdóttir ríkislögreglustjóri segir að frekari upplýsingar þurfi að liggja fyrir áður en ákvarðanir um hertar öryggisráðstafanir verða teknar, í kjölfar skotárásarinnar á bíl borgarstjóra og húsnæði stjórnmálaflokkanna. Hún segir of snemmt að segja til um hvort hafa þurfi áhyggjur. 30. janúar 2021 18:44
Sextugur karlmaður í gæsluvarðhald vegna skotárásarinnar Karlmaður um sextugt var í Héraðsdómi Reykjavíkur í dag úrskurðaður í tveggja daga gæsluvarðhald, eða til 1. febrúar, vegna gruns um aðild að skotárásinni á bíl borgarstjóra um síðastliðna helgi. 30. janúar 2021 15:43