Mikilvægt að taka fyrir persónuárásir í aðdraganda kosninga Sunna Sæmundsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 12:19 Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. vísir/Vilhelm Forrystufólk í stjórnmálum þarf að senda skýr skilaboð til grasrótarinnar um að ofbeldisfull og meiðandi umræða verði ekki liðin að mati formanns Viðreisnar. Hún telur mikilvægt að bregðast við þróuninni nú í aðdraganda kosninga. „Ég er búin að fara í gegnum margar kosningabaráttur og ég held að tímin sé núna. Það eru átta mánuðir í kosningar, kosningaskjálftinn er að byrja og þá er erfiðara að ná utan um svona. Ég tel mikilvægt að við sendum skýr skilaboð til okkar fólks, grasrótarinnar þvert í gegnum alla flokka um að við viljum að kosningar snúist um hugmyndir og málefni en ekki það að beina sjónum og spjótum að persónum og leikendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Skotárásin á bíl borgarstjóra hefur vakið spurningar um harkalega og á tíðum ofbeldisfulla stjórnmálaumræðu. Þorgerður er ekki ókunn því að árásum sé beint að heimilum stjórnmálafólks. Eftir hrun var eggjum kastað í heimili hennar og mótmælt þar fyrir. Hún segir þó margt hafa breyst síðan og vísar til óvæginnar umræðu á samfélagsmiðlum. „Það sem má ekki gerast er að fólk sem er af hugsjón í pólitík verði hrætt frá því að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti. Til dæmis með því að setja fram hulduauglýsingar, eða óduldar eins og við höfum séð núna undanfarið. En við sáum það líka fyrir síðustu kosningar. Mér eru minnisstæðar auglýsingar sem beindust að formanni Vinstri grænna, mjög ósmekklegar og höfðu ekkert með málefni að gera, en beindust fyrst og fremst að persónunni.“ Gráa svæðið getur þó verið nokkuð viðamikið og skilin stundum óljós þegar tekist er á í pólitík. „Það eru mjög skiptar skoðanir um stór málefni í samfélaginu í dag. Getum tekið sem dæmi stjórnarskrána, það eru mjög andstæðar skoðanir um hvernig við ætlum að byggja þetta upp. Ég er ekki að tala um að við eigum ekki að fara í þá umræðu. En reynum þó að haga okkur almennilega þannig að við setjum ekki fram ranghugmyndir til fólks um alls konar hluti, sem fela í sér ógn eða hræða fólk frá því að fylgja hugsjónum sínum.“ Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira
„Ég er búin að fara í gegnum margar kosningabaráttur og ég held að tímin sé núna. Það eru átta mánuðir í kosningar, kosningaskjálftinn er að byrja og þá er erfiðara að ná utan um svona. Ég tel mikilvægt að við sendum skýr skilaboð til okkar fólks, grasrótarinnar þvert í gegnum alla flokka um að við viljum að kosningar snúist um hugmyndir og málefni en ekki það að beina sjónum og spjótum að persónum og leikendum,“ segir Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir, formaður Viðreisnar. Skotárásin á bíl borgarstjóra hefur vakið spurningar um harkalega og á tíðum ofbeldisfulla stjórnmálaumræðu. Þorgerður er ekki ókunn því að árásum sé beint að heimilum stjórnmálafólks. Eftir hrun var eggjum kastað í heimili hennar og mótmælt þar fyrir. Hún segir þó margt hafa breyst síðan og vísar til óvæginnar umræðu á samfélagsmiðlum. „Það sem má ekki gerast er að fólk sem er af hugsjón í pólitík verði hrætt frá því að fylgja hugsjónum sínum og sannfæringu. Það er hægt að gera það með ýmsum hætti. Til dæmis með því að setja fram hulduauglýsingar, eða óduldar eins og við höfum séð núna undanfarið. En við sáum það líka fyrir síðustu kosningar. Mér eru minnisstæðar auglýsingar sem beindust að formanni Vinstri grænna, mjög ósmekklegar og höfðu ekkert með málefni að gera, en beindust fyrst og fremst að persónunni.“ Gráa svæðið getur þó verið nokkuð viðamikið og skilin stundum óljós þegar tekist er á í pólitík. „Það eru mjög skiptar skoðanir um stór málefni í samfélaginu í dag. Getum tekið sem dæmi stjórnarskrána, það eru mjög andstæðar skoðanir um hvernig við ætlum að byggja þetta upp. Ég er ekki að tala um að við eigum ekki að fara í þá umræðu. En reynum þó að haga okkur almennilega þannig að við setjum ekki fram ranghugmyndir til fólks um alls konar hluti, sem fela í sér ógn eða hræða fólk frá því að fylgja hugsjónum sínum.“
Alþingi Reykjavík Alþingiskosningar 2021 Skotið á bíl borgarstjóra Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Hinn grunaði var leiðbeinandi barna í tæplega tvö ár Loka Miðfjarðará með grjóti og segja stjórnvöld hafa dregið lappirnar Fundað um Múlaborg og eldislöxum varist Braust inn á flugvallarsvæðið Ekkert bendi til að brotið hafi verið á fleiri börnum Hnullungur þveraði veginn þar sem banaslys varð „Það gengur ekki að við séum með starfsemi sem sniðgengur lögin hér á Íslandi“ „Það bjó enginn í húsinu“ Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Vísað ölvuðum frá borði á leið frá Keflavík Heilunarguðþjónustur í Lágafellskirkju njóta mikilla vinsælda „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Evrópa verði að hætta að stóla á Bandaríkin og ólögleg bílastæðagjöld Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Deilt um fund Trump og Pútín og leigubílamarkaðurinn Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Sundlaugargestur handtekinn Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sjá meira