Kynlífsverkafólki gert að yfirgefa Rauða hverfið Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 1. febrúar 2021 21:39 Óvíst er hvenær kynlífsverkafólkið þarf að yfirgefa Rauða hverfið og hvert það verður flutt. Getty/Dean Mouhtaropoulos Borgarstjórn Amsterdam hefur samþykkt tillögu um að miðstöð þeirra sem vinna kynlífsvinnu í borginni verði færð úr hinu svokallaða Rauða hverfi í miðborginni í annað hverfi fjarri miðbænum. Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, lagði fram tillögu þess efnis að kynlífsklúbbum í miðborginni yrði lokað og viðskiptamönnum gert að færa sig um set. Kynlífsverkafólkinu verður boðið að færa fyrirtæki sín úr hverfinu í annað hverfi í borginni. Enn er ekki búið að ákveða hvar starfsemin eigi að fá að fara fram. Kristilegir demókratar og kristna sambandið, stjórnmálaflokkar í Hollandi, hafa lengi barist fyrir því að hverfinu verði lokað. Rauða hverfið er þekkt fyrir það að kynlífsverkafólk dansi og sýni listir sínar í upplýstum gluggum í hverfinu. Nú hefur VVD flokkurinn, flokkur Marks Rutte forsætisráðherra Hollands, Verkamannaflokkurinn og Græningjaflokkurinn gengið til liðs við hina kristilegu flokka í málinu. „Þetta snýst um að núllstilla Amsterdam sem borg fyrir ferðamenn,“ er haft eftir Dennis Boutkan, borgarfulltrúi Verkamannaflokksins, í frétt The Guardian. Halsema færði þau rök fyrir lokun hverfisins að konur sem ynnu í sýningargluggunum væru orðnar aðdráttarafl fyrir ferðamenn og að þær væru farnar að verða fyrir ofbeldi vegna þessa. Stuttu eftir að tillagan var kynnt var aðgerðahópurinn Red Light United stofnaður. Hélt hópurinn því fram að 90 prósent þeirra 170 kynlífsverkakvenna sem hann ræddi við vildi vinna áfram í gluggunum í hverfinu. Einn meðlimur hópsins sagði í samtali við Het Parool dagblaðið að það myndi koma sér illa fyrir starfsemina yrði hún flutt. Viðskiptavinir myndu ekki vita hvar þjónustuna væri að finna þar sem hverfið sé heimsþekkt. Holland Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Femke Halsema, borgarstjóri Amsterdam, lagði fram tillögu þess efnis að kynlífsklúbbum í miðborginni yrði lokað og viðskiptamönnum gert að færa sig um set. Kynlífsverkafólkinu verður boðið að færa fyrirtæki sín úr hverfinu í annað hverfi í borginni. Enn er ekki búið að ákveða hvar starfsemin eigi að fá að fara fram. Kristilegir demókratar og kristna sambandið, stjórnmálaflokkar í Hollandi, hafa lengi barist fyrir því að hverfinu verði lokað. Rauða hverfið er þekkt fyrir það að kynlífsverkafólk dansi og sýni listir sínar í upplýstum gluggum í hverfinu. Nú hefur VVD flokkurinn, flokkur Marks Rutte forsætisráðherra Hollands, Verkamannaflokkurinn og Græningjaflokkurinn gengið til liðs við hina kristilegu flokka í málinu. „Þetta snýst um að núllstilla Amsterdam sem borg fyrir ferðamenn,“ er haft eftir Dennis Boutkan, borgarfulltrúi Verkamannaflokksins, í frétt The Guardian. Halsema færði þau rök fyrir lokun hverfisins að konur sem ynnu í sýningargluggunum væru orðnar aðdráttarafl fyrir ferðamenn og að þær væru farnar að verða fyrir ofbeldi vegna þessa. Stuttu eftir að tillagan var kynnt var aðgerðahópurinn Red Light United stofnaður. Hélt hópurinn því fram að 90 prósent þeirra 170 kynlífsverkakvenna sem hann ræddi við vildi vinna áfram í gluggunum í hverfinu. Einn meðlimur hópsins sagði í samtali við Het Parool dagblaðið að það myndi koma sér illa fyrir starfsemina yrði hún flutt. Viðskiptavinir myndu ekki vita hvar þjónustuna væri að finna þar sem hverfið sé heimsþekkt.
Holland Mest lesið Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent Skamma og banna Play að blekkja neytendur Neytendur Isavia braut lög á Keflavíkurflugvelli Neytendur Nýtt trend: Sami stjórnandinn að vinna fyrir mörg fyrirtæki Atvinnulíf Vaka stýrir Collab Viðskipti innlent Völdu Noreg fram yfir Ísland þrátt fyrir að besta lausnin væri hér Viðskipti innlent Fjárfestar í sjávarútvegi fari að líta annað Viðskipti innlent Greiðsluáskorun Samstarf Seldi íbúðina og keypti Bitcoin í staðinn Viðskipti innlent Slæm vinnustaðamenning: Minni afköst, verri frammistaða, fleiri fjarvistir Atvinnulíf Fleiri fréttir Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Forstjóri Flügger ákærður fyrir brot á viðskiptaþvingunum „Alltaf leiðindamál að lenda í svona“ Loka fyrir færslur á Workplace í haust Trump segir sjaldgæfa málma og segla aftur á leið til Bandaríkjanna Viðvörunarbjöllur glymja vegna Kína og sjaldgæfra málma Tollar á ál og stál hækka Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Viðskipti innlent