Össur hagnaðist um milljarð í fyrra Samúel Karl Ólason skrifar 2. febrúar 2021 08:25 Sala á eignum Össurar hafði mikil áhrif á rekstrarniðurstöður ársins, auk heimsfaraldursins. Vísir/Vilhelm Faraldur nýju kórónuveirunnar hefur komið niður á sölu Össurar á heimsvísu og þá sérstaklega í upphafi. Fyrirtækið hagnaðist um um það bil milljarð króna á síðasta ári, sem samsvarar um einu prósenti af veltu, en salan hefur færst í eðlilegra horf á síðustu mánuðum. Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hagnaði Össur um um það bil milljarð króna. Í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar, sem birt var í morgun, segir að enn gæti þó áhrifa faraldursins á stórum mörkuðum. Heilt yfir dróst sala nokkuð saman hjá fyrirtækinu og var hún 630 milljónir dala í fyrra (81,5 milljarðar króna), samanborið við 686 árið 2019 (88,7 milljarðar króna). EBITDA var 93 milljónir dala (Tólf milljarðar króna) í fyrra en var 141 milljón (18,2 milljarðar króna) árið 2019. Í áðurnefndri tilkynningu segir að Össur hafi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs gengið frá sölu fyrirtækja í Bandaríkjunum. Þau fyrirtæki hafi aðallega selt spelkur og stuðningsvörur í Bandaríkjunum og hafi verið með um þrjá milljarða króna í ársveltu. Á sama tímabili var gengið frá kaupum á öðrum fyrirtækjum sem eru með um fimm milljarða króna ársveltu. Sala á eignum Össurar hafði mikil áhrif á rekstrarniðurstöður ársins, auk heimsfaraldursins. Sjóðsstreymi frá 202 var um sextán milljarðar króna og handbært fé félagsins, auk ódreginna lánalína, var um 35 milljarðar króna í lok síðasta árs. „Við erum sátt með rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins á þessu fordæmalausa ári 2020. Salan hefur verið að aukast og sjáum við jákvæðan innri vöxt í sölu stoðtækja á síðasta fjórðungi ársins,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, í tilkynningunni. „Sjóðsstreymi var sterkt á árinu þar sem áhersla var lögð á stjórnun veltufjár og fjárfestinga. Ég er sannfærður um að COVID-19 faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir okkar vörum og þjónustu til lengri tíma litið. Til að einfalda rekstur í spelkum og stuðningsvörum var ákveðið að selja hluta starfseminnar á árinu. Einnig var gengið frá kaupum á fyrirtækjum sem styrkja stöðu Össurar á lykilmörkuðum. Ég vill nýta tækifærið og þakka starfsmönnum okkar og viðskiptavinum fyrir sveigjanleika, góðan liðsanda og framlag þeirra á þessu krefjandi ári.“ Markaðir Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira
Á fjórða ársfjórðungi síðasta árs hagnaði Össur um um það bil milljarð króna. Í tilkynningu vegna ársfjórðungsuppgjörs Össurar, sem birt var í morgun, segir að enn gæti þó áhrifa faraldursins á stórum mörkuðum. Heilt yfir dróst sala nokkuð saman hjá fyrirtækinu og var hún 630 milljónir dala í fyrra (81,5 milljarðar króna), samanborið við 686 árið 2019 (88,7 milljarðar króna). EBITDA var 93 milljónir dala (Tólf milljarðar króna) í fyrra en var 141 milljón (18,2 milljarðar króna) árið 2019. Í áðurnefndri tilkynningu segir að Össur hafi á fjórða ársfjórðungi síðasta árs gengið frá sölu fyrirtækja í Bandaríkjunum. Þau fyrirtæki hafi aðallega selt spelkur og stuðningsvörur í Bandaríkjunum og hafi verið með um þrjá milljarða króna í ársveltu. Á sama tímabili var gengið frá kaupum á öðrum fyrirtækjum sem eru með um fimm milljarða króna ársveltu. Sala á eignum Össurar hafði mikil áhrif á rekstrarniðurstöður ársins, auk heimsfaraldursins. Sjóðsstreymi frá 202 var um sextán milljarðar króna og handbært fé félagsins, auk ódreginna lánalína, var um 35 milljarðar króna í lok síðasta árs. „Við erum sátt með rekstrarniðurstöðu fyrirtækisins á þessu fordæmalausa ári 2020. Salan hefur verið að aukast og sjáum við jákvæðan innri vöxt í sölu stoðtækja á síðasta fjórðungi ársins,“ er haft eftir Jóni Sigurðssyni, forstjóra, í tilkynningunni. „Sjóðsstreymi var sterkt á árinu þar sem áhersla var lögð á stjórnun veltufjár og fjárfestinga. Ég er sannfærður um að COVID-19 faraldurinn muni ekki leiða til breytinga á eftirspurn eftir okkar vörum og þjónustu til lengri tíma litið. Til að einfalda rekstur í spelkum og stuðningsvörum var ákveðið að selja hluta starfseminnar á árinu. Einnig var gengið frá kaupum á fyrirtækjum sem styrkja stöðu Össurar á lykilmörkuðum. Ég vill nýta tækifærið og þakka starfsmönnum okkar og viðskiptavinum fyrir sveigjanleika, góðan liðsanda og framlag þeirra á þessu krefjandi ári.“
Markaðir Mest lesið Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Viðskipti innlent Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Viðskipti innlent Helena til Íslandssjóða Viðskipti innlent Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Viðskipti innlent Barnamálaráðherra keypti fyrsta Jólaálfinn Samstarf Driffjöður Vertonet: „Við erum að setja kjöt á beinin núna“ Atvinnulíf Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Viðskipti innlent Two Birds verður Aurbjörg Viðskipti innlent EX90 sló í gegn á frumsýningu hjá Brimborg Samstarf Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Viðskipti innlent Fleiri fréttir Gengið frá kaupum Haga á færeyska verslanarisanum Þrjú fá kauprétt fyrir alls 277 milljónir Helena til Íslandssjóða Two Birds verður Aurbjörg Hafa sótt milljarð í nýtt hlutafé Ósætti með vinnubrögð Blackbox sem virðist á barmi gjaldþrots Hrókeringar í framkvæmdastjórn Eimskips Fyrrverandi ferðamálastjóri opnar ráðgjafarstofu með syninum Ráðinn forstöðumaður Arion Premíu Birta Ósk og Jenna Kristín til Akademias Afkoma Orkuveitunnar 44 prósentum betri en í fyrra Kosningapróf Viðskiptaráðs: Mikil andstaða við sölu á Landsvirkjun Búið að draga tennurnar úr jagúarnum First Water í hýbýli Ísfélagsins á Þorlákshöfn Knattspyrnukappi á Skaganum ráðinn fjármálastjóri Nýir eigendur Pylsuvagnsins á Selfossi Borguðu vaskinn sama dag og tilkynnt var um gjaldþrotið Hækka ekki verðtryggðu vextina „Bankinn tekur höggið á sig að stórum hluta“ Mikilvægt að verja þær gjaldeyristekjur sem ferðaþjónustan aflar Kerecis fólk fjárfestir í flugi Hækka verðtryggða vexti og útskýra hvers vegna Bjarni ráðinn framkvæmdastjóri vinds og jarðvarma hjá Landsvirkjun Lækka innlánsvexti um heilt prósentustig Opna verslanir í Kringlunni á ný Nýtt veitingasvæði rís í Smáralind Kristján ráðinn til Advania Bein útsending: Raforkuöryggi, fyrir hverja? „Grindavíkuráhrifin“ að fjara út Vilja afnema álag á útsvar í Árborg á næsta ári Sjá meira