„Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin“ Jakob Bjarnar skrifar 2. febrúar 2021 11:18 Guðmundur Gunnarsson hittir beint í mark meðal Vestfirðinga þegar hann hæðist að auglýsingaskilti Orkunnar og þá ekki síður hinu „góða“ tilboði: „Ótrúlega cheap díll til handa Vestfirðingum“. Guðmundur Gunnarsson, fyrrverandi bæjarstjóri í Ísafirði, gefur lítið fyrir meinta góðmennsku og hugulsemi Orkufólksins „Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri takk fyrir. Svo er líka hægt að keyra 15 kílómetra til Bolungarvíkur og fá sama sopa á 232,5 kr. Ótrúlega cheap díll til handa Vestfirðingum,“ segir Guðmundur háðslega í Facebookfærslu. Hann birtir mynd af bensínstöð Orkunnar þar sem getur að líta flennistórt skilti þar sem stendur: „Cheap fuel in Iceland“. Guðmundur bendir á að sama varan, frá sama fyrirtæki, fáist reyndar á 193,3 krónur við Dalveg í Kópavogi. „Ekki nema 40 krónum ódýrari. Sá díll er reyndar á íslensku. Hver tankur einhverjum þúsundköllum ódýrari. Samt ekki cheap.“ Vestfirðingar grátt leiknir Bæjarstjórinn fyrrverandi beinir orðum sínum til Facebookvina sinna og áhugafólks um neytendamál: „Hugsið ykkur, á sama bílaplani á Ísafirði er hægt að kaupa matvöru á sama verði og í Reykjavík. Hvernig sem á því stendur.“ Guðmundur telur að það hljóti þá að gilda einhver allt önnur lögmál um flutningskostnað á mjólk en bensíni. Hann segist ekki þekkja það. En klykkir út með írónískri kveðju til Orkufólksins: „Endemis hugulsemi alltaf hreint hjá þessu olíufólki. Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin.“ Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri...Posted by Gudmundur Gunnarsson on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Ljóst er að Guðmundur, sem er kominn í framboðsgír, hefur hitt á taug því mikil umræða um pistil hans hefur myndast í athugasemdum. Ýmsir valinkunnir Vestfirðingar hafa lýst sig heils hugar sammála þessari þörfu ábendingu; margir telja landsbyggðafólkið grátt leikið og þá ekki síst Vestfirðingar: „Glæpur, ekkert annað,“ segir einn. Annar telur að skiltið skelfilegt: „Þetta hræðilega skilti hefði líka átt að fara í grenndarkynningu.“ Vandamálið ekki bara bundið við Vestfirðinga Þó er einn, Magnús Magnússon sem starfar á auglýsingastofunni Peel og býr í Garðabæ, sem vill gjalda varhug við þeirri mynd sem dregin er upp af raunum landsbyggðarinnar: „Er ekki eldsneyti líka dýrara á höfuðborgarsvæðinu því lengra sem þú ferð frá Costco? Þú ert að bera verðið saman við einu Orku stöðvarnar sem eru ódýrari... allar aðrar í borginni eru með sama verð.“ En ábending Magnúsar fellur ekki kramið meðal Vestfirðinga, síst hjá málshefjanda sem spyr með þjósti: „Hvað með það? Af hverju eru kasjú hneturnar ekki dýrari því lengra sem ég ek frá Garðabæ? Öll olíufélögin eru með stöðvar fyrir vestan. Þar ættu líka að gilda lögmál um samkeppni. Nú eða samráð.“ Magnús segist skilja punkt Guðmundar en vandamálið sé ekki tengt Vestfjörðum eða öðrum svæðum. „Ef ég ákveð að horfa bara til bensínstöðva í Breiðholti get ég sagt það nákvæmlega sama og þú um Vestfirði. Vandamálið er almennt og sýnir að bensínstöðvar eru hvergi í alvöru samkeppni nema við Costco.“ Neytendur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bensín og olía Costco Tengdar fréttir Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 14. desember 2020 14:01 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
„Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri takk fyrir. Svo er líka hægt að keyra 15 kílómetra til Bolungarvíkur og fá sama sopa á 232,5 kr. Ótrúlega cheap díll til handa Vestfirðingum,“ segir Guðmundur háðslega í Facebookfærslu. Hann birtir mynd af bensínstöð Orkunnar þar sem getur að líta flennistórt skilti þar sem stendur: „Cheap fuel in Iceland“. Guðmundur bendir á að sama varan, frá sama fyrirtæki, fáist reyndar á 193,3 krónur við Dalveg í Kópavogi. „Ekki nema 40 krónum ódýrari. Sá díll er reyndar á íslensku. Hver tankur einhverjum þúsundköllum ódýrari. Samt ekki cheap.“ Vestfirðingar grátt leiknir Bæjarstjórinn fyrrverandi beinir orðum sínum til Facebookvina sinna og áhugafólks um neytendamál: „Hugsið ykkur, á sama bílaplani á Ísafirði er hægt að kaupa matvöru á sama verði og í Reykjavík. Hvernig sem á því stendur.“ Guðmundur telur að það hljóti þá að gilda einhver allt önnur lögmál um flutningskostnað á mjólk en bensíni. Hann segist ekki þekkja það. En klykkir út með írónískri kveðju til Orkufólksins: „Endemis hugulsemi alltaf hreint hjá þessu olíufólki. Megi þeim ganga sem best að standa af sér orkuskiptin.“ Það er tilkomumikið nýja skiltið á Ísafirði sem auglýsir skítódýrt eldsneyti á útlensku. Aðeins 227,5 krónur hver lítri...Posted by Gudmundur Gunnarsson on Þriðjudagur, 2. febrúar 2021 Ljóst er að Guðmundur, sem er kominn í framboðsgír, hefur hitt á taug því mikil umræða um pistil hans hefur myndast í athugasemdum. Ýmsir valinkunnir Vestfirðingar hafa lýst sig heils hugar sammála þessari þörfu ábendingu; margir telja landsbyggðafólkið grátt leikið og þá ekki síst Vestfirðingar: „Glæpur, ekkert annað,“ segir einn. Annar telur að skiltið skelfilegt: „Þetta hræðilega skilti hefði líka átt að fara í grenndarkynningu.“ Vandamálið ekki bara bundið við Vestfirðinga Þó er einn, Magnús Magnússon sem starfar á auglýsingastofunni Peel og býr í Garðabæ, sem vill gjalda varhug við þeirri mynd sem dregin er upp af raunum landsbyggðarinnar: „Er ekki eldsneyti líka dýrara á höfuðborgarsvæðinu því lengra sem þú ferð frá Costco? Þú ert að bera verðið saman við einu Orku stöðvarnar sem eru ódýrari... allar aðrar í borginni eru með sama verð.“ En ábending Magnúsar fellur ekki kramið meðal Vestfirðinga, síst hjá málshefjanda sem spyr með þjósti: „Hvað með það? Af hverju eru kasjú hneturnar ekki dýrari því lengra sem ég ek frá Garðabæ? Öll olíufélögin eru með stöðvar fyrir vestan. Þar ættu líka að gilda lögmál um samkeppni. Nú eða samráð.“ Magnús segist skilja punkt Guðmundar en vandamálið sé ekki tengt Vestfjörðum eða öðrum svæðum. „Ef ég ákveð að horfa bara til bensínstöðva í Breiðholti get ég sagt það nákvæmlega sama og þú um Vestfirði. Vandamálið er almennt og sýnir að bensínstöðvar eru hvergi í alvöru samkeppni nema við Costco.“
Neytendur Ísafjarðarbær Vesturbyggð Bensín og olía Costco Tengdar fréttir Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 14. desember 2020 14:01 Mest lesið Meirihlutinn fallinn í borginni Innlent Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Erlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Fleiri fréttir Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar „Vona að við sjáum eitthvað á þessum nótum í kosningunum“ Menningarráð vill lundabyggð í gömlu selalaugina Meirihlutinn fallinn í borginni Glæný könnun, oddvitar í beinni og óhollustuskattur Lögmaðurinn áfram í varðhaldi „Virðulegi forseti, ég segi bara Jesús Kristur“ Ekki fallist á að Haukur Ægir hafi reynt að myrða „skutlarann“ Ökumaður og farþegi á gjörgæslu Um vikutöf á tæmingu djúpgáma vegna bruna sorphirðubíls Mætti til Íslands með tvö kíló af kókaíni í bakpoka Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sjá meira
Guðmundur genginn í Viðreisn og hefur áhuga á oddvitasæti Guðmundur Gunnarsson fyrrverandi bæjarstjóri á Ísafirði hefur gengið í raðir Viðreisnar og sækist eftir sæti á lista flokksins í Norðvesturkjördæmi. 14. desember 2020 14:01