Fengu mildari dóma í nauðgunarmáli en fara nú fyrir Hæstarétt Kristín Ólafsdóttir skrifar 2. febrúar 2021 16:09 Málið fer fyrir Hæstarétt. Vísir/vilhelm Hæstiréttur hefur fallist á að taka fyrir nauðgunarmál gegn tveimur mönnum, sem Landsréttur dæmdi í lok síðasta árs. Ríkissaksóknari telur refsingu mannanna, sem milduð var um ár í Landsrétti, of væga. Mennirnir, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2019 fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku. Fram kom í dómi héraðsdóms að brot mannanna hafi verið alvarleg og ófyrirleitin en rakið var að Tomasz hafi nauðgað stúlkunni og að því búnu stýrt henni inn í herbergi til Lukaszar, þar sem henni var aftur nauðgað. Landsréttur dæmdi mennina í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín í desember síðastliðnum og mildaði þannig dómana yfir þeim báðum um eitt ár. Sérstaklega var tiltekið þeim til refsilækkunar hve langur tími hefði liðið frá því brotið var framið uns ákæra var gefin út, eða 27 mánuðir. Telja dóminn bersýnilega rangan Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í byrjun janúar. Rakið er í ákvörðun Hæstaréttar að ríkissaksóknari telji refsingu mannanna of væga. Þá hafi það verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um það hver sé hæfileg refsing í nauðgunarmálum – og hvaða áhrif dráttur á málsmeðferð eigi að hafa á ákvörðun refsingar í slíkum málið. Þá telji ákæruvaldið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni hvað varðar ákvörðun refsingar. Hæstiréttur lítur svo á að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga í því og samþykkir áfrýjunarbeiðnina. Dómaframkvæmd Landsréttar í kynferðisbrotamálum hefur vakið athygli undanfarin misseri, líkt og Fréttablaðið fór yfir í ítarlegri umfjöllun í byrjun janúar. Þar kemur fram að í sex af sautján nauðgunardómum Landsréttar árið 2020 hafi ákærði verið sýknaður eftir sakfellingu í héraði. Refsing hafi verið milduð í sjö tilvikum, oftast með vísan til tafa á málsmeðferð. Í umfjöllunin gagnrýnir Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður að dómstólar virðist eingöngu láta ákærða njóta þess, með mildari refsingu, að tafir hafi orðið á meðferð máls hjá ákæruvaldi og dómstólum. Hún telji að einnig eigi að horfa til hagsmuna brotaþola í þessu samhengi. Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira
Mennirnir, Lukasz Soliwoda og Tomasz Walkowski, voru dæmdir í þriggja ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjavíkur í nóvember 2019 fyrir að hafa nauðgað unglingsstúlku. Fram kom í dómi héraðsdóms að brot mannanna hafi verið alvarleg og ófyrirleitin en rakið var að Tomasz hafi nauðgað stúlkunni og að því búnu stýrt henni inn í herbergi til Lukaszar, þar sem henni var aftur nauðgað. Landsréttur dæmdi mennina í tveggja ára fangelsi fyrir brot sín í desember síðastliðnum og mildaði þannig dómana yfir þeim báðum um eitt ár. Sérstaklega var tiltekið þeim til refsilækkunar hve langur tími hefði liðið frá því brotið var framið uns ákæra var gefin út, eða 27 mánuðir. Telja dóminn bersýnilega rangan Sótt var um áfrýjunarleyfi til Hæstaréttar í byrjun janúar. Rakið er í ákvörðun Hæstaréttar að ríkissaksóknari telji refsingu mannanna of væga. Þá hafi það verulega almenna þýðingu að fá úrlausn Hæstaréttar um það hver sé hæfileg refsing í nauðgunarmálum – og hvaða áhrif dráttur á málsmeðferð eigi að hafa á ákvörðun refsingar í slíkum málið. Þá telji ákæruvaldið að dómur Landsréttar sé bersýnilega rangur að efni hvað varðar ákvörðun refsingar. Hæstiréttur lítur svo á að mikilvægt sé að fá úrlausn réttarins um ákvörðun viðurlaga í því og samþykkir áfrýjunarbeiðnina. Dómaframkvæmd Landsréttar í kynferðisbrotamálum hefur vakið athygli undanfarin misseri, líkt og Fréttablaðið fór yfir í ítarlegri umfjöllun í byrjun janúar. Þar kemur fram að í sex af sautján nauðgunardómum Landsréttar árið 2020 hafi ákærði verið sýknaður eftir sakfellingu í héraði. Refsing hafi verið milduð í sjö tilvikum, oftast með vísan til tafa á málsmeðferð. Í umfjöllunin gagnrýnir Kolbrún Garðarsdóttir lögmaður að dómstólar virðist eingöngu láta ákærða njóta þess, með mildari refsingu, að tafir hafi orðið á meðferð máls hjá ákæruvaldi og dómstólum. Hún telji að einnig eigi að horfa til hagsmuna brotaþola í þessu samhengi.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Þorleifur Kamban er látinn Innlent Efnaðir Ítalir sagðir hafa myrt fólk í Sarajevo sér til ánægju Erlent Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Innlent Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Innlent Á leið í frí en hvergi nærri hættur Innlent Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Innlent Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Erlent Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Innlent Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Innlent Óskar eftir fundi með Apple Innlent Fleiri fréttir „Dáldið vók“ Diljá sé sjálf með forneskjuleg viðhorf til kvenna Starfsmaður Stuðla grunaður um að ráðast á barn Sonurinn týndur síðan í ágúst „Ég hef aldrei grátið af gleði áður en ég gerði það í gær“ Leiðbeinandinn ákærður fyrir að nauðga einu barni tvisvar Ísland ekki undanþegið verndartollum ESB á kísilmálm Dularfullar skemmdir reyndust vera eftir strangheiðarlegt óhapp Fyrsti skólinn til að móta stefnu um notkun gervigreindar Dómsmál á hendur starfsmanni Múlaborgar hafið Þorleifur Kamban er látinn Safnar undirskriftum til varnar síðdegisbirtunni Umræða um að flokkurinn beri skarðan hlut jaðri við áróður Drífa Kristín skipuð skrifstofustjóri á skrifstofu löggæslumála Krefjast þess að stjórnvöld slíti samstarfi við Anthropic Borgin hafi gert úrbætur en sólin sé aðalvandamálið Ofbeldi gegn öldruðum færist í aukana og réttindi fatlaðra loks lögfest Óskar eftir fundi með Apple Ekkert vesen á hrjótandi gesti í Sjóminjasafninu Dóra Björt hætt við formannsframboðið Á leið í frí en hvergi nærri hættur Fundur fólksins veglegur í ár Framsókn vill endurskoða tilmæli borgarinnar um barnaafmæli Áralangur misskilningur um losunarmarkmið Íslands Svaf værum blundi í hengirúmi á safni í miðborginni Símar í grunnskólum og brottfararstöðvar á herðum nefnda Tilfærslan feli í sér ábyrgðaryfirlýsingu Hægt verði að aka yfir brúna næsta sumar „Kostnaður við íþróttaiðkun barna er orðinn gríðarlegur“ Mögulega ellefu milljarðar í boði en áhugi ráðherra furðulega lítill Nýtt fyrirtæki í Grindavík með 24 starfsmenn Sjá meira