Hrós og hvatning til starfsfólks Ljóssins á alþjóðlegum degi krabbameins Erna Magnúsdóttir skrifar 4. febrúar 2021 09:30 Það eru forréttindi að starfa með slíkum hópi fagfólks og mig langar til að nota daginn í dag til að senda þeim öllum hrós og hvatningu. Deila smá G-vítamíni eins og flottu vinir okkar hjá Geðhjálp minna okkur á þessa dagana. Ljósið er orðinn stór vinnustaður. Miðstöðin sem byrjaði með einum starfsmanni fyrir rúmum 15 árum státar nú af yfir 30 manna þverfaglegu teymi sem starfar saman sem öflug liðsheild. Starfsfólkið er sérhæft í að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu í sínu veikindaferli. Það tekur á móti einstaklingum sem eru oft á tíðum á erfiðum stað þar sem tilveran er á hvolfi. Allt í einu er ekkert í dag eins og það var í gær. Hvernig verður þetta allt saman? Get ég hugsað um börnin mín? Heimilið? Hvað með vinnuna? Tómstundirnar? Vinina? Af hverju þurfti þetta að koma fyrir mig? Þetta eru dæmi um spurningar sem starfsfólkið okkar fær oft í viku. Þetta eru ekki bara nokkrir einstaklingar heldur yfir 500 manns á mánuði sem sækir endurhæfingu- og stuðning til miðstöðvarinnar. Kærleikur, fagmennska og natni Það getur tekið á að sitja hinum megin við borðið og vera sá sem hughreystir, styrkir og fær fólk til að huga að bjartari tímum. Það sem einkennir einstaklinga sem vinna slík störf er umhyggja fyrir þeim sem á þurfa að halda og trúin á að framlagið verði til þess að bæta heilsu og líðan. Við erum heppin að hafa í Ljósinu stóran hóp af vel menntuðu og reynslumiklu fagfólki á sviði endurhæfingar krabbameinsgreindra. Fagfólk sem lætur sér annt um að fylgjast með öllum þeim nýjungum sem verða á sviði endurhæfingar, hvort sem um er að ræða líkamlega getu eða andlega og félagslega þætti. Hrósum meira Með þessum pisti langar mig að ekki einungis að þakka starfsfólki Ljóssins heldur líka öllum þeim sem vinna að endurhæfingarmálum og stuðningi við krabbameinsgreinda á Íslandi. Takk fyrir að vinna að því að bæta heilsu og efla lífsgæði þessa hóps með kærleik, natni og fagmennsku. Íslenskt samfélag er heppið að eiga flottan hóp fagfólks sem lýsir upp myrkrið þegar það verður hvað mest. Með gleði, grósku, fagmennsku og áræðni höldum við saman inn í framtíðina. Höfundur er forstöðukona Ljóssins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Heilbrigðismál Mest lesið Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson Skoðun Skoðun Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun Rýnt í stöðu kvenna með örorkulífeyri Huld Magnúsdóttir skrifar Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar Skoðun Olíuleit á Drekasvæði - tilvistarleit Halldór Reynisson skrifar Skoðun Kosningar í september Guðveig Lind Eyglóardóttir skrifar Skoðun Þegar orkuöflun er sett á ís - dæmið frá Suður-Afríku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í Kópavogi í fyrsta sæti Halla Björg Evans skrifar Skoðun Skýr stefna um málfrelsi Róbert H. Haraldsson skrifar Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar Skoðun Munar þig um 5-7 milljónir árlega? Jón Pétur Zimzen skrifar Skoðun Keldnaland – fjölmenn hverfi í mótun Þorsteinn R. Hermannsson skrifar Skoðun Eflum traustið Helgi Áss Grétarsson,Marta Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar Skoðun Hver er kjarninn í samfélagi sem selur hjarta sitt? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Seljum börnum nikótín! Hugi Halldórsson skrifar Skoðun Sundrung á vinstri væng Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Þegar samfélagið missir vinnuna Hrafn Splidt Þorvaldsson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og ókurteisi Kolbeinn H. Stefánsson skrifar Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar Skoðun Yfir hverju er verið að brosa? Árni Kristjánsson skrifar Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld sem fjárfestatenglar Baldur Thorlacius skrifar Skoðun Ákall til ESB-sinna: Hvar eru undanþágurnar? Einar Jóhannes Guðnason skrifar Skoðun Er ég ömurlegt foreldri ef ég segi nei við barnið mitt? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Vindorkuvæðing í skjóli nætur Kristín Helga Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þátttökuverðlaun Þórdísar Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Fjármálaráðherra búinn að segja A Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Hagfræði-tilgáta ómeðtekin Karl Guðlaugsson skrifar Skoðun Ótryggt aðgengi á Veðurstofureit Friðjón R. Friðjónsson skrifar Skoðun Stattu vörð um launin þín Davíð Aron Routley skrifar Sjá meira
Það eru forréttindi að starfa með slíkum hópi fagfólks og mig langar til að nota daginn í dag til að senda þeim öllum hrós og hvatningu. Deila smá G-vítamíni eins og flottu vinir okkar hjá Geðhjálp minna okkur á þessa dagana. Ljósið er orðinn stór vinnustaður. Miðstöðin sem byrjaði með einum starfsmanni fyrir rúmum 15 árum státar nú af yfir 30 manna þverfaglegu teymi sem starfar saman sem öflug liðsheild. Starfsfólkið er sérhæft í að mæta fólki þar sem það er statt í lífinu í sínu veikindaferli. Það tekur á móti einstaklingum sem eru oft á tíðum á erfiðum stað þar sem tilveran er á hvolfi. Allt í einu er ekkert í dag eins og það var í gær. Hvernig verður þetta allt saman? Get ég hugsað um börnin mín? Heimilið? Hvað með vinnuna? Tómstundirnar? Vinina? Af hverju þurfti þetta að koma fyrir mig? Þetta eru dæmi um spurningar sem starfsfólkið okkar fær oft í viku. Þetta eru ekki bara nokkrir einstaklingar heldur yfir 500 manns á mánuði sem sækir endurhæfingu- og stuðning til miðstöðvarinnar. Kærleikur, fagmennska og natni Það getur tekið á að sitja hinum megin við borðið og vera sá sem hughreystir, styrkir og fær fólk til að huga að bjartari tímum. Það sem einkennir einstaklinga sem vinna slík störf er umhyggja fyrir þeim sem á þurfa að halda og trúin á að framlagið verði til þess að bæta heilsu og líðan. Við erum heppin að hafa í Ljósinu stóran hóp af vel menntuðu og reynslumiklu fagfólki á sviði endurhæfingar krabbameinsgreindra. Fagfólk sem lætur sér annt um að fylgjast með öllum þeim nýjungum sem verða á sviði endurhæfingar, hvort sem um er að ræða líkamlega getu eða andlega og félagslega þætti. Hrósum meira Með þessum pisti langar mig að ekki einungis að þakka starfsfólki Ljóssins heldur líka öllum þeim sem vinna að endurhæfingarmálum og stuðningi við krabbameinsgreinda á Íslandi. Takk fyrir að vinna að því að bæta heilsu og efla lífsgæði þessa hóps með kærleik, natni og fagmennsku. Íslenskt samfélag er heppið að eiga flottan hóp fagfólks sem lýsir upp myrkrið þegar það verður hvað mest. Með gleði, grósku, fagmennsku og áræðni höldum við saman inn í framtíðina. Höfundur er forstöðukona Ljóssins
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun
Skoðun Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Brot sem fyrnast í höndum lögreglu – hversu mörg í viðbót? Þórhildur Gyða Arnarsdóttir skrifar
Skoðun Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir skrifar
Skoðun Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson skrifar
Skoðun Hvar liggur ábyrgð hins fullorðna á hegðun ungmenna í samfélaginu? Rakel Guðbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson skrifar
Börn í gámaskólum á meðan bæjarskrifstofur stækka – hvar er forgangsröðin? Ásgeir Elvar Garðarsson Skoðun
Umbætur á skólakerfinu. Hættum að ljúga. Hættum því alveg og hættum því strax Atli Harðarson Skoðun
Skóli án aðgreiningar – fallegt orðalag en brotakennd framkvæmd Sóldís Birta Reynisdóttir Skoðun
Heilsufarsmat á vinnustöðum: Góð fjárfesting í heilbrigði og vellíðan starfsfólks Gígja Valgerður Harðardóttir Skoðun