Umfjöllun og viðtöl: Höttur - Þór Ak. 95 - 70 | Klaufalegir Þórsarar töpuðu stórt á Egilsstöðum Gunnar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2021 20:15 Sigurður Gunnar Þorsteinsson átti góðan leik með Hetti í kvöld. mynd/stöð 2 Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. Liðin skiptust fjórum sinnum á forustu í fyrsta leikhluta og náðu hvort einu sinni fjögurra stiga forskoti. Höttur átti skynsama lokasókn og var yfir 18-15 að honum loknum. Þegar leið á annan leikhluta fór Höttur að ná undirtökunum. Munaði þar miklu um klaufagang Þórsara í sóknarleiknum, þegar kom að hálfleik höfðu þeir tapað 13 boltum, þar af nýi maðurinn Guy Edi fjórum þær fimm mínútur sem hann hafði spilað. Að sama skapi höfðu Hattarmenn stolið sjö boltum. Þórsurum gekk líka illa að loka vörninni, Hattarmenn fundu alltaf autt svæði og Michael Mallory raðaði niður stigum. Í hálfleik var munurinn orðinn tæp 20 stig, 50-31. Þróunin var svipuð fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik, Þórsarar töpuðu færri boltum en skotin duttu ekki. Það gerðu þau hjá Hetti sem áfram jók forustuna. Þegar þriðji leikhluti var búinn var munurinn farinn að slaga í 30 stig, 81-53. Lánleysið færðist loks líka yfir Hött í fjórða leikhluta, skotin sem höfðu fallið með þeim gerðu það ekki. En staðan batnaði ekki mikið hjá Þór, á einum tímapunkti var þriggja stiga nýtingin komin niður í 13% þrátt fyrir meira en 20 tilraunir. Þeim tókst að minnka muninn í 20 stig, en Höttur tók stjórnina á ný og vann með 25 stigum, lokatölur 95-70. Michael Mallory var stigahæstur hjá Hetti með 25 stig, flest komu þau í öðrum leikhluta, auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Dino Stipcic átti einnig ágætan dag, skoraði 14 stig, hirti 11 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þá skoraði Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 stig, hirti 11 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hjá Þór lagði Ivan Aurrecoechea mest til, skoraði 27 stig og tók 15 fráköst. Af hverju vann Höttur? Varnarleikurinn fyrstu 30 mínúturnar, einkum í öðrum leikhluta, lögðu grunninn að sigrinum. Þeir voru jafnir í fráköstum gegn einum besta frákastara deildarinnar, Ivan Aurrecoechea og létu síðan greipar sópa í sóknarleik Þórs. Þeir fengu vissulega á sig fjölda villna, en Þórsarar náðu aldrei að keyra neinn hraða í sinn sóknarleik. Sóknarleikur Hattar var líka agaður og svo féllu skotin með þeim. Hvað gekk vel? Varnarleikur Hattar gekk vel en sóknarleikurinn gekk líka býsna smurt. Í öðrum leikhluta fundu Hattarmenn alltaf pláss fyrir fínustu skot og þau duttu ofan í. Hvað gekk illa? Augljóslega sóknarleikur Þórs fyrsta hálftímann. Þegar yfir lauk tapaði Þór bara einum bolta meira, 15-16 en 13 tapaðir boltar í fyrri í hálfleik eru alltof mikið. Þeir náðu heldur ekki að stoppa sóknir Hattar af viti eins og sú staðreynd að heimaliðið fékk aðeins fimm vítaskot sýnir. Innkomur nýja mannsins, Guy Edi, í fyrri hálfleik voru slæmar en í seinni hálfleiknum kom í ljós að þar er hörku íþróttamaður á ferð. Hvað er næst? Nú er það grænt! Bæði lið mæta grænklæddum liðum í næstu umferð, Höttur fer í Þorlákshöfn en Þór fær Njarðvík í heimsókn. Eftir leikinn hefur Höttur lyft sér upp fyrir Hauka. Augljóst er á leik Hattar að liðið hefur meira sjálfstraust, eftir tvo sigurleiki þarf að halda áfram. Þór brotlenti illa í kvöld en fær gott tækifæri til að koma sér aftur af stað á sunnudag. Bjarki Ármann: Einbeitingin tapaðist á leiðinni austur Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, sagði sitt lið hafa skort einbeitingu í 95-70 tapi gegn Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. „Ég held að við höfum tapað þessum leik á leiðinni austur. Við mættum ekki tilbúnir og það var munurinn á liðunum í kvöld,“ sagði hann eftir leikinn. Eftir jafnan fyrsta leikhluta tók Höttur völdin í öðrum leikhluta sem liðið vann 32-16. „Við hittum ekki, héldum ekki mönnunum fyrir framan okkur, þeir fráköstuðu betur auk þess sem við töpuðum of mörgum boltum. Einbeitingin var ekki til staðar.“ Þór hafði fyrir leikinn unnið tvo leiki í röð. Bjarki sagði ekki hægt að lesa mikið í stigin sem skildu að liðin í kvöld. „Þetta eru bara tvö töpuð stig. Höttur er með gott lið. Við megum ekki fara of hátt ef við vinnum eða of lágt ef við vinnum. Nú er bara Njarðvík næst.“ Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Ak.THORSPORT Guy Edi, landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar, spilaði í kvöld sinn fyrsta leik með Þór. Bjarki gaf ekki mikið upp um hvort einhverjar frekari breytingar væru í farvatninu á leikmannahópnum. „Þetta er hópurinn sem við erum með í dag og spilum á honum. Það væri betra að hafa Júlíus (Orra Ágústsson). Hann er enn með brotið bein en það grær og vonandi verður hann klár einhvern tíman á tímabilinu.“ Tveir leikir eru nú framundan áður en kemur að landsleikjahléi. „Við munum nýta það vel til æfinga, til dæmis að koma nýja manninum betur inn í okkar leik. Við höfum fullt af hlutum til að vinna í og Höttur náði að nýta sér marga okkar veikleika hér í kvöld.“ Þórsarar eiga langa heimferð fyrir höndum, ekki bara því leikurinn tapaðist illa, heldur vegna krapa í Jökulsá á Fjöllum er brúin á þjóðvegi 1 lokuð. Það þýðir að liðið þarf að leggja á sig 180 km krók, eða um tveggja tíma keyrslu, um norðausturströndina en vanalega tekur tæpa þrjá tíma að fara milli Egilsstaða og Akureyrar. „Ég ætla að sýna strákunum alla þessa skemmtilegu og fallegu kaupstaði frá Vopnafirði til Húsavíkur. Ég verð með söguskýringar og slíkt á leiðinni.“ Dino: Við náum stöðugt betur saman Dino Stipcic, annar tveggja Króata i liði Hattar, kveðst ánægður með þann brag sem nú er kominn á leik liðsins og hefur skilað tveimur sigurleikjum í röð. „Mér líður vel, það er gott að vinna en ég vil frekar tala um sigur i kvöld en stórsigur. Liðið spilar alltaf betur og betur. Við höfum betri tilfinningu hver fyrir öðrum og röðum púslstykkjunum á rétta staði. Við spilum vörnina sem lið, boltinn gengur betur í sókninni og höfum breidd því við erum með 9-10 leikmenn sem skiptast á. Við getum stefnt enn hærra og barist um góða stöðu í deildinni. Ég trúi því enn að við höfum ýmislegt til að sýna og sanna.“ Dino átti ágætan leik í kvöld, skoraði 14 stig, tók 11 fráköst og sendi sjö stoðsendingar. Hann segist þó ekkert svekktur yfir að hafa ekki náð þreföldu tvennunni. „Ég hugsa ekki um tölfræðina og liðsfélagar mínir vita það. Svona spila ég, sem alhliða leikmaður. Ég reyni að vera ákveðnari og taka meira af skarið en ég legg alltaf upp með að spila fyrir liðið.“ Eftir tvo sigurleiki í röð – er Höttur kominn á flug? Ég vona það! Dominos-deild karla Höttur Þór Akureyri
Höttur vann 95-70 sigur á Þór Akureyri þegar liðin mættust í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. Hattarar nýttu sér klaufagang og lánleysi gestanna til hins ýtrasta. Liðin skiptust fjórum sinnum á forustu í fyrsta leikhluta og náðu hvort einu sinni fjögurra stiga forskoti. Höttur átti skynsama lokasókn og var yfir 18-15 að honum loknum. Þegar leið á annan leikhluta fór Höttur að ná undirtökunum. Munaði þar miklu um klaufagang Þórsara í sóknarleiknum, þegar kom að hálfleik höfðu þeir tapað 13 boltum, þar af nýi maðurinn Guy Edi fjórum þær fimm mínútur sem hann hafði spilað. Að sama skapi höfðu Hattarmenn stolið sjö boltum. Þórsurum gekk líka illa að loka vörninni, Hattarmenn fundu alltaf autt svæði og Michael Mallory raðaði niður stigum. Í hálfleik var munurinn orðinn tæp 20 stig, 50-31. Þróunin var svipuð fyrstu mínúturnar í seinni hálfleik, Þórsarar töpuðu færri boltum en skotin duttu ekki. Það gerðu þau hjá Hetti sem áfram jók forustuna. Þegar þriðji leikhluti var búinn var munurinn farinn að slaga í 30 stig, 81-53. Lánleysið færðist loks líka yfir Hött í fjórða leikhluta, skotin sem höfðu fallið með þeim gerðu það ekki. En staðan batnaði ekki mikið hjá Þór, á einum tímapunkti var þriggja stiga nýtingin komin niður í 13% þrátt fyrir meira en 20 tilraunir. Þeim tókst að minnka muninn í 20 stig, en Höttur tók stjórnina á ný og vann með 25 stigum, lokatölur 95-70. Michael Mallory var stigahæstur hjá Hetti með 25 stig, flest komu þau í öðrum leikhluta, auk þess að gefa sjö stoðsendingar. Dino Stipcic átti einnig ágætan dag, skoraði 14 stig, hirti 11 fráköst og gaf sjö stoðsendingar. Þá skoraði Sigurður Gunnar Þorsteinsson 12 stig, hirti 11 fráköst og gaf fimm stoðsendingar. Hjá Þór lagði Ivan Aurrecoechea mest til, skoraði 27 stig og tók 15 fráköst. Af hverju vann Höttur? Varnarleikurinn fyrstu 30 mínúturnar, einkum í öðrum leikhluta, lögðu grunninn að sigrinum. Þeir voru jafnir í fráköstum gegn einum besta frákastara deildarinnar, Ivan Aurrecoechea og létu síðan greipar sópa í sóknarleik Þórs. Þeir fengu vissulega á sig fjölda villna, en Þórsarar náðu aldrei að keyra neinn hraða í sinn sóknarleik. Sóknarleikur Hattar var líka agaður og svo féllu skotin með þeim. Hvað gekk vel? Varnarleikur Hattar gekk vel en sóknarleikurinn gekk líka býsna smurt. Í öðrum leikhluta fundu Hattarmenn alltaf pláss fyrir fínustu skot og þau duttu ofan í. Hvað gekk illa? Augljóslega sóknarleikur Þórs fyrsta hálftímann. Þegar yfir lauk tapaði Þór bara einum bolta meira, 15-16 en 13 tapaðir boltar í fyrri í hálfleik eru alltof mikið. Þeir náðu heldur ekki að stoppa sóknir Hattar af viti eins og sú staðreynd að heimaliðið fékk aðeins fimm vítaskot sýnir. Innkomur nýja mannsins, Guy Edi, í fyrri hálfleik voru slæmar en í seinni hálfleiknum kom í ljós að þar er hörku íþróttamaður á ferð. Hvað er næst? Nú er það grænt! Bæði lið mæta grænklæddum liðum í næstu umferð, Höttur fer í Þorlákshöfn en Þór fær Njarðvík í heimsókn. Eftir leikinn hefur Höttur lyft sér upp fyrir Hauka. Augljóst er á leik Hattar að liðið hefur meira sjálfstraust, eftir tvo sigurleiki þarf að halda áfram. Þór brotlenti illa í kvöld en fær gott tækifæri til að koma sér aftur af stað á sunnudag. Bjarki Ármann: Einbeitingin tapaðist á leiðinni austur Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Akureyri, sagði sitt lið hafa skort einbeitingu í 95-70 tapi gegn Hetti í úrvalsdeild karla í körfuknattleik á Egilsstöðum í kvöld. „Ég held að við höfum tapað þessum leik á leiðinni austur. Við mættum ekki tilbúnir og það var munurinn á liðunum í kvöld,“ sagði hann eftir leikinn. Eftir jafnan fyrsta leikhluta tók Höttur völdin í öðrum leikhluta sem liðið vann 32-16. „Við hittum ekki, héldum ekki mönnunum fyrir framan okkur, þeir fráköstuðu betur auk þess sem við töpuðum of mörgum boltum. Einbeitingin var ekki til staðar.“ Þór hafði fyrir leikinn unnið tvo leiki í röð. Bjarki sagði ekki hægt að lesa mikið í stigin sem skildu að liðin í kvöld. „Þetta eru bara tvö töpuð stig. Höttur er með gott lið. Við megum ekki fara of hátt ef við vinnum eða of lágt ef við vinnum. Nú er bara Njarðvík næst.“ Bjarki Ármann Oddsson, þjálfari Þórs Ak.THORSPORT Guy Edi, landsliðsmaður Fílabeinsstrandarinnar, spilaði í kvöld sinn fyrsta leik með Þór. Bjarki gaf ekki mikið upp um hvort einhverjar frekari breytingar væru í farvatninu á leikmannahópnum. „Þetta er hópurinn sem við erum með í dag og spilum á honum. Það væri betra að hafa Júlíus (Orra Ágústsson). Hann er enn með brotið bein en það grær og vonandi verður hann klár einhvern tíman á tímabilinu.“ Tveir leikir eru nú framundan áður en kemur að landsleikjahléi. „Við munum nýta það vel til æfinga, til dæmis að koma nýja manninum betur inn í okkar leik. Við höfum fullt af hlutum til að vinna í og Höttur náði að nýta sér marga okkar veikleika hér í kvöld.“ Þórsarar eiga langa heimferð fyrir höndum, ekki bara því leikurinn tapaðist illa, heldur vegna krapa í Jökulsá á Fjöllum er brúin á þjóðvegi 1 lokuð. Það þýðir að liðið þarf að leggja á sig 180 km krók, eða um tveggja tíma keyrslu, um norðausturströndina en vanalega tekur tæpa þrjá tíma að fara milli Egilsstaða og Akureyrar. „Ég ætla að sýna strákunum alla þessa skemmtilegu og fallegu kaupstaði frá Vopnafirði til Húsavíkur. Ég verð með söguskýringar og slíkt á leiðinni.“ Dino: Við náum stöðugt betur saman Dino Stipcic, annar tveggja Króata i liði Hattar, kveðst ánægður með þann brag sem nú er kominn á leik liðsins og hefur skilað tveimur sigurleikjum í röð. „Mér líður vel, það er gott að vinna en ég vil frekar tala um sigur i kvöld en stórsigur. Liðið spilar alltaf betur og betur. Við höfum betri tilfinningu hver fyrir öðrum og röðum púslstykkjunum á rétta staði. Við spilum vörnina sem lið, boltinn gengur betur í sókninni og höfum breidd því við erum með 9-10 leikmenn sem skiptast á. Við getum stefnt enn hærra og barist um góða stöðu í deildinni. Ég trúi því enn að við höfum ýmislegt til að sýna og sanna.“ Dino átti ágætan leik í kvöld, skoraði 14 stig, tók 11 fráköst og sendi sjö stoðsendingar. Hann segist þó ekkert svekktur yfir að hafa ekki náð þreföldu tvennunni. „Ég hugsa ekki um tölfræðina og liðsfélagar mínir vita það. Svona spila ég, sem alhliða leikmaður. Ég reyni að vera ákveðnari og taka meira af skarið en ég legg alltaf upp með að spila fyrir liðið.“ Eftir tvo sigurleiki í röð – er Höttur kominn á flug? Ég vona það!
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti
Leik lokið: Valur - Malaga Costa Del Sol 31-26| Valskonur áfram eftir frábæra frammistöðu Handbolti