Morðingi Freyju stakk hina barnsmóður sína átján sinnum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 4. febrúar 2021 16:08 Frá vettvangi morðsins á Freyju Egilsdóttur í Malling. Vísir/ElínMargrét 51 árs karlmaður sem hefur játað að hafa banað Freyju Egilsdóttur Mogensen í bænum Malling í Árósum var árið 1996 dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið á barnsmóður sinni. Þau höfðu þá skilið að skiptum. Lýsingar mannsins í yfirheyrslum á sínum tíma benda til þess að rifrildi um forræði yfir tveggja ára dreng þeirra hefði orðið kveikjan að morðinu. Karlmaðurinn stakk barnsmóður sína átján sinnum. Michael Jeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi, hefur að sögn Ekstrabladet ekki viljað tjá sig um fyrra morðið sem maðurinn framdi. Rifrildi um forræði Århus Stiftstidende rifjar upp fyrra morðið sem maðurinn framdi þann 23. nóvember 1995. Þá var hann 26 ára en barnsmóðir hans tvítug. Morðið var framið í íbúð hennar í Kildegårdsparken í bænum Odder á Jótlandi. Tveggja ára barn þeirra bjó hjá mömmu sinni en faðirinn var að sækja tveggja ára soninn til hennar umræddan dag. Karlmaðurinn skýrði þannig frá í yfirheyrslu að þau hefðu fljótlega farið að rífast. „Hún vildi að ég myndi mæta á fund með dagmóðurinni. Ég vildi það ekki því ég þurfti líka að vera í vinnunni,“ er haft eftir karlmanninum. Í framhaldinu fóru þau að rífast um forræði yfir drengnum og taldi faðirinn sig betur til þess fallinn að fara með forræðið. Í framhaldinu fór hann inn í eldhús og náði í hníf. Hann hélt honum fyrir aftan bak og fór til barnsmóður sinnar. Fjórar banvænar stungur „Ég man þetta ekki vel. Ég stóð fyrir framan hana og stakk hana í magann. Hún öskraði,“ sagði faðirinn. Hann stakk konuna átján sinnum. Fjórar af stungunum voru banvænar. Ein hnífsstungan var í gegnum tvöfalt leðurbelti og slagæð fór í sundur við aðra stungu. Karlmaðurinn sótti son sinn til dagmóður og hélt í framhaldinu með hann til sinna foreldra, ömmu og afa drengsins. Þau tóku eftir því að eitthvað amaði að syni sínum föðurnum. Aðspurður hvort eitthvað amaði að barnsmóður hans játaði hann því og sagði að þau ættu líklega að hringja á lögregluna. Játaði brot sitt Fram kemur að viku eftir að hann og barnsmóðir hans skildu skiptum hefði hann gert tilraun til sjálfsvígs. Var hann lagður inn á geðdeild í stutta stund eftir það. Það var svo í júní 1996 sem hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið. Játaði hann brot sitt. Maðurinn hefur nú, 25 árum síðar, játað að hafa öðru sinni banað barnsmóður sinni. Lögregla hefur staðfest að líkamsleifar Freyju Egilsdóttur Mogensen hafi fundist bæði í húsi Freyju og í garðinum hennar. Morð í Malling Danmörk Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 „Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00 Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13 Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. 4. febrúar 2021 14:21 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Lýsingar mannsins í yfirheyrslum á sínum tíma benda til þess að rifrildi um forræði yfir tveggja ára dreng þeirra hefði orðið kveikjan að morðinu. Karlmaðurinn stakk barnsmóður sína átján sinnum. Michael Jeldgaard, yfirlögregluþjónn hjá lögreglunni á Austur-Jótlandi, hefur að sögn Ekstrabladet ekki viljað tjá sig um fyrra morðið sem maðurinn framdi. Rifrildi um forræði Århus Stiftstidende rifjar upp fyrra morðið sem maðurinn framdi þann 23. nóvember 1995. Þá var hann 26 ára en barnsmóðir hans tvítug. Morðið var framið í íbúð hennar í Kildegårdsparken í bænum Odder á Jótlandi. Tveggja ára barn þeirra bjó hjá mömmu sinni en faðirinn var að sækja tveggja ára soninn til hennar umræddan dag. Karlmaðurinn skýrði þannig frá í yfirheyrslu að þau hefðu fljótlega farið að rífast. „Hún vildi að ég myndi mæta á fund með dagmóðurinni. Ég vildi það ekki því ég þurfti líka að vera í vinnunni,“ er haft eftir karlmanninum. Í framhaldinu fóru þau að rífast um forræði yfir drengnum og taldi faðirinn sig betur til þess fallinn að fara með forræðið. Í framhaldinu fór hann inn í eldhús og náði í hníf. Hann hélt honum fyrir aftan bak og fór til barnsmóður sinnar. Fjórar banvænar stungur „Ég man þetta ekki vel. Ég stóð fyrir framan hana og stakk hana í magann. Hún öskraði,“ sagði faðirinn. Hann stakk konuna átján sinnum. Fjórar af stungunum voru banvænar. Ein hnífsstungan var í gegnum tvöfalt leðurbelti og slagæð fór í sundur við aðra stungu. Karlmaðurinn sótti son sinn til dagmóður og hélt í framhaldinu með hann til sinna foreldra, ömmu og afa drengsins. Þau tóku eftir því að eitthvað amaði að syni sínum föðurnum. Aðspurður hvort eitthvað amaði að barnsmóður hans játaði hann því og sagði að þau ættu líklega að hringja á lögregluna. Játaði brot sitt Fram kemur að viku eftir að hann og barnsmóðir hans skildu skiptum hefði hann gert tilraun til sjálfsvígs. Var hann lagður inn á geðdeild í stutta stund eftir það. Það var svo í júní 1996 sem hann var dæmdur í tíu ára fangelsi fyrir morðið. Játaði hann brot sitt. Maðurinn hefur nú, 25 árum síðar, játað að hafa öðru sinni banað barnsmóður sinni. Lögregla hefur staðfest að líkamsleifar Freyju Egilsdóttur Mogensen hafi fundist bæði í húsi Freyju og í garðinum hennar.
Morð í Malling Danmörk Tengdar fréttir Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41 „Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00 Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13 Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. 4. febrúar 2021 14:21 Mest lesið Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Erlent Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Erlent Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Innlent Fleiri fréttir Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Fá Andrés Önd til að bjarga læsi barna Borgin ber enga ábyrgð í Gufunesbruna og stjórnarmaður í Truenorth segir tjónið óbætanlegt Vance ætlar að sitja fundinn með Løkke og Rubio Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Hótar Musk frekari sektum bregðist hann ekki við barnaníði Lögðu hald á tíu tonn af kókaíni nærri Kanaríeyjum Kynnir sér möguleika varðandi Íran og leggur toll á vinaríki klerkastjórnarinnar Machado heimsækir Hvíta húsið á fimmtudag Vara Evrópuríkin við því að taka á móti embættismönnum frá Taívan Þvert nei Grænlendinga við yfirtöku Bandaríkjanna Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Bretar ætla að framleiða skotflaugar fyrir Úkraínu Hefja formlega rannsókn á kynferðislegum fölsunum Musk Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Sjá meira
Rannsaka bakgrunn og eðli sambands Freyju og hins grunaða Eftir að grunur vaknaði um að fyrrverandi sambýlismaður og eiginmaður Freyju Egilsdóttur væri sekur um manndráp hefur meginþungi rannsóknar Lögreglunnar á Jótlandi falist í að kortleggja bakgrunn hins grunaða og í því að finna mögulegt tilefni drápsins. 3. febrúar 2021 15:41
„Hún var vinsæl og vinamörg, við erum í algjöru áfalli“ Vinir Freyju Egilsdóttur sem fannst látin á heimili sínu í nótt segja mikla sorg ríkja í Malling þar sem hún bjó. Þeir tóku þátt í leit að henni í gær, ásamt fjölmennu lögregluliði. Kerti og blóm hafa streymt að heimili hennar í dag. 3. febrúar 2021 19:00
Maðurinn sem myrti Freyju áður verið dæmdur fyrir morð Karlmaðurinn sem játað hefur að hafa myrt Freyju Egilsdóttur í Malling á Jótlandi hefur áður verið dæmdur fyrir morð. Árið 1996 hlaut hann dóm fyrir morðið á annarri barnsmóður sinni, en sonur þeirra var þá tveggja ára gamall. 3. febrúar 2021 21:13
Harmi slegið samstarfsfólk Freyju fær áfallahjálp Anni Andersen forstöðukona þjónustukjarnans Stenslundcentret í Odder, þar sem Freyja Egilsdóttir vann, kallaði nánasta samstarfsfólk Freyju til fundar í hádeginu í dag til að veita því stuðning og sálræna aðstoð. Tveir sálfræðingar voru kallaðir til. 4. febrúar 2021 14:21