Viðar Örn: Höttur hefur aldrei verið með betra lið Gunnar Gunnarsson skrifar 4. febrúar 2021 21:21 Viðar Örn Hafsteinsson segir Hött aldrei hafa verið með betra lið. vísir/ernir Öflugur varnarleikur var það sem lagði grunninn að öðrum sigri Hattar á heimavelli í röð í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðið vann Þór Akureyri 95-70 á heimavelli í kvöld. Höttur hefur ekki áður unnið tvo heimaleiki í röð í úrvalsdeild, en liðið leikur þar nú í fjórða sinn. „Þetta er eitthvað sem við getum vanist. Höttur hefur ekki áður unnið tvo leiki í röð í úrvalsdeild enda hefur Höttur Egilsstöðum aldrei verið með betra körfuboltalið. Við erum að stíga yfir hóla og brjóta niður ósýnilega veggi. Varnarleikurinn í öðrum og þriðja leikhluta var það sem lagði grunninn að sigrinum. Við vorum góðir undir körfunni, það var mikil orka í liðinu og við stjórnuðum hraðanum á öllu í leiknum á löngum köflum. Ég er ánægður með hvernig við stigum á Þórsliðið, það náði aldrei upp þeirri orku og sjálfstrausti sem það hefur sýnt í síðustu leikjum. Við hikstuðum aðeins eftir Covid-hléið en nú rúllar þetta betur. Við látum hins vegar ekki blekkjast af 1-2 sigurleikjum, við þurfum að halda áfram til að slípa okkur saman. Það komu kaflar í kvöld svo voru langt frá að vera nógu góðir, þar sem hægist á okkur og við gerum mistök.“ Öll lið hugsa um úrslitakeppnina Viðar fór ekki leynt með það fyrir tímabilið að Höttur stefndi á úrslitakeppnina. Sú von dofnaði aðeins í fyrstu leikunum á þessu ári þar sem liðið átti erfitt uppdráttar. Hann kveðst enn hugsa þangað en mikilvægt sé að taka eitt skref í einu. „Er ég að hugsa um úrslitakeppnina núna? Ég byrjaði á því í sumar þegar við settum saman liðið. Við þurfum að hugsa stórt og ætla okkur í úrslitakeppnina. Ég sit hins vegar ekki heima eftir 1-2 sigurleiki, brosi og hugsa um móti hverjum við getum lent en það hugsa öll liðin um úrslitakeppnina. Efstu liðin reyna að staðsetja sig sem best fyrir hana. Við reynum að vinna sem flesta leiki til að komast þangað.“ Mikilvægt að allir séu heilir Viðar hefur látið í það skína að hann hafi hug á að bæta liðið með að fá til sín bakvörð. Ekkert er þó enn fast í hendi þar en frestur er út febrúar til að gera breytingar á hópnum. „Það getur verið að við reynum að þétta raðirnar en þetta hefur litið vel út síðustu tvo leiki eftir að allir urðu heilir. Við fáum mjög gott framlag hér í kvöld frá mönnum eins og Brynjari (Grétarssyni), Hreini Gunnari (Birgissyni) og Sigmari (Hákonarsyni). Fram að þessum leikjum vorum við í vandræðum með breiddina og taktinn. Við þurfum aðeins að lesa í stöðuna, auðvitað getur einhver meiðst en það getur verið hættulegt að hrista upp í hlutunum þegar vel gengur. Það er að minnsta kosti ekkert fast í hendi. Sérfræðingar mega passa sig að gaspra ekki með eitthvað sem knattspyrnudeildin skrifar á Twitter.“ Stefnir á þrjá sigurleiki í röð Eftir leiki kvöldsins eru Haukar einir í botnsætinu, sem Höttur vermdi þar til fyrir viku. Haukarnir koma austur eftir viku í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Viðar Örn kveðst þó ekki vera farinn að hugsa svo langt. „Við spilum gegn Þór Þorlákshöfn á sunnudag. Það er mikilvægur leikur eins og allir. Það er einn glerveggur í viðbót fyrir framan okkur í viðbót og við verðum að sýna samstöðu til að fara í gegnum hann. Þá verða þetta þrír sigurleikir í röð.“ En í bili fer Viðar Örn sparlega með brosið. „Ég get alveg brosað, en ég er með svo skakkar tennur í neðri góm og vil ekki líta út eins og bjáni. Ég brosi fram að miðnætti, svo fer ég að undirbúa næsta leik. Við ætlum að halda áfram í partýinu þar til einhver slekkur ljósin. Vonandi verður það ekki fyrr en seint í maí eða byrjun júní.“ Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Höttur Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
„Þetta er eitthvað sem við getum vanist. Höttur hefur ekki áður unnið tvo leiki í röð í úrvalsdeild enda hefur Höttur Egilsstöðum aldrei verið með betra körfuboltalið. Við erum að stíga yfir hóla og brjóta niður ósýnilega veggi. Varnarleikurinn í öðrum og þriðja leikhluta var það sem lagði grunninn að sigrinum. Við vorum góðir undir körfunni, það var mikil orka í liðinu og við stjórnuðum hraðanum á öllu í leiknum á löngum köflum. Ég er ánægður með hvernig við stigum á Þórsliðið, það náði aldrei upp þeirri orku og sjálfstrausti sem það hefur sýnt í síðustu leikjum. Við hikstuðum aðeins eftir Covid-hléið en nú rúllar þetta betur. Við látum hins vegar ekki blekkjast af 1-2 sigurleikjum, við þurfum að halda áfram til að slípa okkur saman. Það komu kaflar í kvöld svo voru langt frá að vera nógu góðir, þar sem hægist á okkur og við gerum mistök.“ Öll lið hugsa um úrslitakeppnina Viðar fór ekki leynt með það fyrir tímabilið að Höttur stefndi á úrslitakeppnina. Sú von dofnaði aðeins í fyrstu leikunum á þessu ári þar sem liðið átti erfitt uppdráttar. Hann kveðst enn hugsa þangað en mikilvægt sé að taka eitt skref í einu. „Er ég að hugsa um úrslitakeppnina núna? Ég byrjaði á því í sumar þegar við settum saman liðið. Við þurfum að hugsa stórt og ætla okkur í úrslitakeppnina. Ég sit hins vegar ekki heima eftir 1-2 sigurleiki, brosi og hugsa um móti hverjum við getum lent en það hugsa öll liðin um úrslitakeppnina. Efstu liðin reyna að staðsetja sig sem best fyrir hana. Við reynum að vinna sem flesta leiki til að komast þangað.“ Mikilvægt að allir séu heilir Viðar hefur látið í það skína að hann hafi hug á að bæta liðið með að fá til sín bakvörð. Ekkert er þó enn fast í hendi þar en frestur er út febrúar til að gera breytingar á hópnum. „Það getur verið að við reynum að þétta raðirnar en þetta hefur litið vel út síðustu tvo leiki eftir að allir urðu heilir. Við fáum mjög gott framlag hér í kvöld frá mönnum eins og Brynjari (Grétarssyni), Hreini Gunnari (Birgissyni) og Sigmari (Hákonarsyni). Fram að þessum leikjum vorum við í vandræðum með breiddina og taktinn. Við þurfum aðeins að lesa í stöðuna, auðvitað getur einhver meiðst en það getur verið hættulegt að hrista upp í hlutunum þegar vel gengur. Það er að minnsta kosti ekkert fast í hendi. Sérfræðingar mega passa sig að gaspra ekki með eitthvað sem knattspyrnudeildin skrifar á Twitter.“ Stefnir á þrjá sigurleiki í röð Eftir leiki kvöldsins eru Haukar einir í botnsætinu, sem Höttur vermdi þar til fyrir viku. Haukarnir koma austur eftir viku í síðasta leik fyrir landsleikjahlé. Viðar Örn kveðst þó ekki vera farinn að hugsa svo langt. „Við spilum gegn Þór Þorlákshöfn á sunnudag. Það er mikilvægur leikur eins og allir. Það er einn glerveggur í viðbót fyrir framan okkur í viðbót og við verðum að sýna samstöðu til að fara í gegnum hann. Þá verða þetta þrír sigurleikir í röð.“ En í bili fer Viðar Örn sparlega með brosið. „Ég get alveg brosað, en ég er með svo skakkar tennur í neðri góm og vil ekki líta út eins og bjáni. Ég brosi fram að miðnætti, svo fer ég að undirbúa næsta leik. Við ætlum að halda áfram í partýinu þar til einhver slekkur ljósin. Vonandi verður það ekki fyrr en seint í maí eða byrjun júní.“
Körfubolti Íslenski körfuboltinn Dominos-deild karla Höttur Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Skoraði tuttugu stig í sextugasta leiknum í röð Njarðvíkingar geta náð toppliðunum en samt ekki orðið deildarmeistarar Tinna Guðrún: Þetta er ógeðslega gaman Áttundi sigurleikur Njarðvíkurkvenna í röð Tryggvi komst í kvöld í undanúrslit Evrópubikarsins Uppgjörið: Haukar - Þór Ak. 97-73 | Haukar deildarmeistarar Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Þjálfari Martins látinn fjúka Uppgjörið: Tindastóll-Grindavík 88-85 | Langþráður Stólasigur „Við eigum að skammast okkar“ Stjörnukonur björguðu tímabilinu með frábærum seinni hálfleik Þjálfari Lakers æfur: „Ég veit ekki hvað við vorum að gera“ Jokic vann uppgjörið við Gilgeous-Alexander Skagamenn spila í Bónus-deildinni í glænýju íþróttahúsi Curry kominn í vinnu hjá Davidson skólanum „Af hverju ertu að sýna þetta hægt?“ LeBron frá í vikur frekar en daga Á stall með Jordan eftir frammistöðu kvöldsins Tatum lækkaði rostann í Lakers og James meiddist Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti