Krefst milljarða í bætur frá Fox og lögmönnum Trump Sylvía Hall skrifar 4. febrúar 2021 23:28 Rudy Giuliani, fyrrum lögmaður Trump, hélt því fram að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað í forsetakosningunum í nóvember. Drew Angerer/Getty Tæknifyrirtækið Smartmatic hefur höfðað meiðyrðamál gegn Rudy Giuliani og Sidney Powell, fyrrum lögmönnum Trump sem og Fox News og þremur þáttastjórnendum þar. Fyrirtækið segir ummæli þeirra um meint kosningasvindl af hálfu fyrirtækisins í forsetakosningunum vestanhafs í nóvember vera hreinar og beinar lygar. Smartmatic sér um hugbúnað sem er notaður við atkvæðagreiðslu í kosningum, en hann var einungis notaður við kosningar í Los Angeles-sýslu. Þrátt fyrir takmarkað hlutverk fyrirtækisins í kosningunum hafi Fox News engu að síður flutt þrettán fréttir þar sem fullyrt var, eða gefið í skyn, að Smartmatic hafi í samráði við ríkisstjórn Venesúela stolið kosningunum. AP greinir frá. Bótakrafa fyrirtækisins hljóðar upp á 2,7 milljarða Bandaríkjadala og er með stærstu meiðyrðamálum í sögunni. Fyrr í vikunni hafði tæknifyrirtækið Dominion, sem einnig tekur þátt í framkvæmd kosninga og sá um kosningabúnað í 24 ríkjum, höfðað mál gegn Giuliani og Powell og krafist 1,3 milljarða Bandaríkjadala í bætur. Giuliani og Powell fóru mikinn í kjölfar kosninganna og fullyrtu að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað. Héldu þeir þeim fullyrðingum til streitu, þrátt fyrir að þáverandi dómsmálaráðherrann William Barr hafði fullyrt að ekkert benti til þess að svindlað hefði verið í kosningunum. „Saga þeirra var lygi, en það var saga sem var seld,“ segir í stefnu fyrirtækisins. Þáttastjórnendurnir Dobbs, Maria Bartiromo og Jeanine Pirro eru einnig krafðir um bætur, en í stefnunni segir að þau hafi öll notið góðs af þeirri atburðarás sem fór af stað í kringum sögusagnir um kosningasvindl. Fox News hafi með framgöngu sinni tekið þátt í „vel skipulögðum dansi“ í því skyni að halda í íhaldssama áhorfendur, sem í auknum mæli fóru að leita í nýjar fréttaveitur á hægri vængnum. Í yfirlýsingu frá Fox News er ásökununum hafnað. Fréttastofan standi með fréttaflutningi sínum og sé stolt af umfjöllun sinni um kosningarnar á síðasta ári. Telur Fox News málshöfðunina byggja á engu þar sem þau hafi aðeins flutt fréttir af kosningunum og gera samhengi hlutanna góð skil. Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Smartmatic sér um hugbúnað sem er notaður við atkvæðagreiðslu í kosningum, en hann var einungis notaður við kosningar í Los Angeles-sýslu. Þrátt fyrir takmarkað hlutverk fyrirtækisins í kosningunum hafi Fox News engu að síður flutt þrettán fréttir þar sem fullyrt var, eða gefið í skyn, að Smartmatic hafi í samráði við ríkisstjórn Venesúela stolið kosningunum. AP greinir frá. Bótakrafa fyrirtækisins hljóðar upp á 2,7 milljarða Bandaríkjadala og er með stærstu meiðyrðamálum í sögunni. Fyrr í vikunni hafði tæknifyrirtækið Dominion, sem einnig tekur þátt í framkvæmd kosninga og sá um kosningabúnað í 24 ríkjum, höfðað mál gegn Giuliani og Powell og krafist 1,3 milljarða Bandaríkjadala í bætur. Giuliani og Powell fóru mikinn í kjölfar kosninganna og fullyrtu að víðtækt kosningasvindl hefði átt sér stað. Héldu þeir þeim fullyrðingum til streitu, þrátt fyrir að þáverandi dómsmálaráðherrann William Barr hafði fullyrt að ekkert benti til þess að svindlað hefði verið í kosningunum. „Saga þeirra var lygi, en það var saga sem var seld,“ segir í stefnu fyrirtækisins. Þáttastjórnendurnir Dobbs, Maria Bartiromo og Jeanine Pirro eru einnig krafðir um bætur, en í stefnunni segir að þau hafi öll notið góðs af þeirri atburðarás sem fór af stað í kringum sögusagnir um kosningasvindl. Fox News hafi með framgöngu sinni tekið þátt í „vel skipulögðum dansi“ í því skyni að halda í íhaldssama áhorfendur, sem í auknum mæli fóru að leita í nýjar fréttaveitur á hægri vængnum. Í yfirlýsingu frá Fox News er ásökununum hafnað. Fréttastofan standi með fréttaflutningi sínum og sé stolt af umfjöllun sinni um kosningarnar á síðasta ári. Telur Fox News málshöfðunina byggja á engu þar sem þau hafi aðeins flutt fréttir af kosningunum og gera samhengi hlutanna góð skil.
Donald Trump Forsetakosningar í Bandaríkjunum Bandaríkin Tengdar fréttir Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54 „Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20 Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Vopnahlé milli Ísraels og Líbanon í höfn Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Sjá meira
Saka Trump um að hafa miðað hlaðinni fallbyssu á þingið Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, ógnaði lífi þingmanna þegar hann miðaði stuðningsmönnum sínum á þingið eins og hlaðinni fallbyssu þann. Þetta mun málflutningur Demókrata snúast um þegar réttað verður yfir forsetanum í öldungadeild Bandaríkjaþings í næstu viku vegna árásar stuðningsmanna hans á þinghúsið þann 6. janúar. 3. febrúar 2021 09:54
„Brjálaðasti“ fundur sem haldinn var í Hvíta húsi Trumps Fjórum dögum eftir að kjörmenn komu saman í öllum ríkjum Bandaríkjanna og lýstu Joe Biden sigurvegara í forsetakosningunum í nóvember gekk fjögurra manna hópur á fund Donalds Trump í Hvíta húsinu. Þau voru mætt til að sannfæra forsetann fráfarandi um að beita valdi sínu til að sitja áfram í Hvíta húsinu. 2. febrúar 2021 15:20
Trump með nýja verjendur en óreiða einkennir undirbúninginn Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, kynnti í gærkvöldi að nýir lögmenn hefðu bæst við verjendateymi hans. Það er eftir að fimm hættu skyndilega um helgina. 1. febrúar 2021 10:54