Viðar: Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það Smári Jökull Jónsson skrifar 7. febrúar 2021 19:28 Viðar Örn Hafsteinsson, þjálfari Hattar. Vísir „Þórsararnir sóttu á okkur og við vorum í smá eltingaleik. Í fyrri hálfleik vorum svo svolítið flatir og orkulitlir. Svo þegar við vinnum okkur til baka kostar það orku. Þessi skot sem við vorum að klikka á í fjórða leikhluta voru kannski frekar óskynsamleg og það er dýrt á móti svona góðu liði,“ sagði Viðar Hafsteinsson þjálfari Hattar eftir tap gegn Þór frá Þorlákshöfn í kvöld. „Þeir voru bara aðeins betri en við heilt yfir í kvöld og áttu sigurinn skilið þó svo að við höfum reynt að berjast,“ en Hattarmenn mættu í leikinn eftir tvo sigurleiki í Domino´s deildinni í röð sem aldrei áður hafði gerst í sögu þeirra í efstu deild. Hattarmenn náðu að koma sér vel inn í leikinn eftir fremur flatan fyrri hálfleik og náðu að jafna á tímabili í síðari hálfleiknum. „Leikurinn er náttúrulega 40 mínútur og þegar við vorum búnir að koma okkur yfir þá fáum við möguleika og hendum frá okkur bolta að óþörfu. Larry var okkur virkilega erfiður, það hitnaði á honum þarna á kafla og ég myndi segja að þeir séu besta liðið sem við erum búnir að spila við hingað til,“ bætti Viðar við en Larry Thomas var magnaður í liði Þórsara í kvöld. Viðar sagði að hann hefði rætt um það við sitt lið í hálfleik að þeir þyrftu að hækka orkustigið og einbeitinguna. „Við vorum að henda frá okkur óþarfa boltum og lokum fyrsta leikhlutanum skelfilega. Rútínan okkar í dag var allt öðruvísi en hún hefur verið alla aðra leiki á tímabilinu, svona ef maður á að fara að leita í afsökunarbókina og vera einhver ræfill.“ „Þeir voru bara betri en við og við hittum ekki á góðar 40 mínútur, vorum lengi í gang og þeir áttu sigurinn skilinn.“ Viðar og Davíð Tómas Tómasson dómari áttu í áhugaverðum samskiptum í seinni hálfleiknum skömmu eftir að bekkur Hattarmanna fékk tæknivillu. Davíð vildi að Matej Karlovic myndi fá sér sæti á bekknum í staðinn fyrir að standa. Viðar sagði hann meiddan og ætti erfitt með að sitja. Þá bað Davíð um læknisvottorð og svaraði Viðar því að þá myndi hann ekki spila meira í leiknum. Davíð var sá sem hafði betur og Karlovic settist. „Leikmennirnir eiga að sitja samkvæmt reglunum. Við höfum rætt við dómarana um að við séum með menn sem eru tæpir, annar með bak og hinn í hæl og hásin og þeir verða að standa og halda sér heitum.“ „Bæði ég og mínir leikmenn voru kannski búnir að vera full grimmir og ósáttir með marga dóma og enduðum á að fá tæknivillu. Þá fauk í Dabba T og hann stjórnar og við verðum bara að hlýða því.“ „Mér fannst vera dæmt á einhvern tittlingaskít hér og þar en ég er náttúrulega bullandi litaður. Hann stjórnar og þá verða menn að sitja. Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það,“ sagði Viðar Hafsteinsson að lokum. Dominos-deild karla Höttur Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
„Þeir voru bara aðeins betri en við heilt yfir í kvöld og áttu sigurinn skilið þó svo að við höfum reynt að berjast,“ en Hattarmenn mættu í leikinn eftir tvo sigurleiki í Domino´s deildinni í röð sem aldrei áður hafði gerst í sögu þeirra í efstu deild. Hattarmenn náðu að koma sér vel inn í leikinn eftir fremur flatan fyrri hálfleik og náðu að jafna á tímabili í síðari hálfleiknum. „Leikurinn er náttúrulega 40 mínútur og þegar við vorum búnir að koma okkur yfir þá fáum við möguleika og hendum frá okkur bolta að óþörfu. Larry var okkur virkilega erfiður, það hitnaði á honum þarna á kafla og ég myndi segja að þeir séu besta liðið sem við erum búnir að spila við hingað til,“ bætti Viðar við en Larry Thomas var magnaður í liði Þórsara í kvöld. Viðar sagði að hann hefði rætt um það við sitt lið í hálfleik að þeir þyrftu að hækka orkustigið og einbeitinguna. „Við vorum að henda frá okkur óþarfa boltum og lokum fyrsta leikhlutanum skelfilega. Rútínan okkar í dag var allt öðruvísi en hún hefur verið alla aðra leiki á tímabilinu, svona ef maður á að fara að leita í afsökunarbókina og vera einhver ræfill.“ „Þeir voru bara betri en við og við hittum ekki á góðar 40 mínútur, vorum lengi í gang og þeir áttu sigurinn skilinn.“ Viðar og Davíð Tómas Tómasson dómari áttu í áhugaverðum samskiptum í seinni hálfleiknum skömmu eftir að bekkur Hattarmanna fékk tæknivillu. Davíð vildi að Matej Karlovic myndi fá sér sæti á bekknum í staðinn fyrir að standa. Viðar sagði hann meiddan og ætti erfitt með að sitja. Þá bað Davíð um læknisvottorð og svaraði Viðar því að þá myndi hann ekki spila meira í leiknum. Davíð var sá sem hafði betur og Karlovic settist. „Leikmennirnir eiga að sitja samkvæmt reglunum. Við höfum rætt við dómarana um að við séum með menn sem eru tæpir, annar með bak og hinn í hæl og hásin og þeir verða að standa og halda sér heitum.“ „Bæði ég og mínir leikmenn voru kannski búnir að vera full grimmir og ósáttir með marga dóma og enduðum á að fá tæknivillu. Þá fauk í Dabba T og hann stjórnar og við verðum bara að hlýða því.“ „Mér fannst vera dæmt á einhvern tittlingaskít hér og þar en ég er náttúrulega bullandi litaður. Hann stjórnar og þá verða menn að sitja. Ef hann myndi neyða mig til að fara úr að ofan þá yrði ég að gera það,“ sagði Viðar Hafsteinsson að lokum.
Dominos-deild karla Höttur Íslenski körfuboltinn Tengdar fréttir Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45 Mest lesið Magnað heimsmet í hálfu maraþoni Sport Pat Vellner valdi að fara sömu leið og Anníe Mist Sport Armstrong til Man United frá PSG Enski boltinn Leeds mun banna stuðningsfólk sem syngur and-palestínska söngva Enski boltinn Ekki sama hvort það er „fuck off“ eða „fuck you“ Fótbolti Nistelrooy og Keown grófu stríðsöxina og slógu á létta strengi Enski boltinn Dagskráin í dag: Fótbolti, körfubolti og keila Sport Sektar eigin leikmenn eftir tapið gegn Víkingum Fótbolti KR lánar Óðinn til ÍR Íslenski boltinn Amad líklega frá út tímabilið Enski boltinn Fleiri fréttir Martin í hópnum sem gæti skilað Íslandi á EM Háspennuleikir á Akureyri og Króknum Grindavík upp úr fallsæti með sigri á botnliði Aþenu Orkan í Arnóri til fyrirmyndar: „Þetta eru góð skilaboð til ungra leikmanna“ Fann aftur keppnisskapið: „Með því skemmtilegra sem ég geri“ Fékk aðstoð úr óvæntri átt í veikindunum „Ég held að mínir leikmenn upplifi pressu á heimavelli“ Uppgjörið: KR-Valur 89-96 | Fimmti sigur Vals í röð kom í framlengingu Uppgjörið: ÍR - Njarðvík 91-95 | Sterkur gestasigur eftir æsispennandi leik í Skógarselinu Braut hnéskelina sína og missir af restinni af Bónus deildinni Valentínusarveisla í Vesturbæ Fékk nýra frá mömmu og þurfti hennar leyfi til að snúa aftur Íslensku félögin greiddu KKÍ 44 milljónir til að skrá leikmenn Leikmanni Lakers leið eins og hann væri staddur í kvikmynd Viðar Örn Hafsteinsson: Við ætlum okkur að skrifa söguna Baldur Ragnarsson: Alls ekki góðir í 35 mínútur „Ekkert sérstaklega upptekinn af því að við erum fallnir” Uppgjör: Höttur-Stjarnan 83-86 | Stjarnan marði sigur á Hetti Uppgjör: Tindastóll-Þór Þ. 109-96 | Átta heimasigrar í röð hjá Stólunum Leik lokið: Haukar-Keflavík 95-104 | Siggi Ingimundar með sigur í fyrsta leik Tveir leikjahæstu þjálfarar efstu deildar mætast: „Höfum verið lengi í þessu“ GAZ-leikurinn: „Ef einhver getur lamið Keflavík í þetta lið þá er það Sigurður“ Enn sami Siggi Ingimundar og áður: „Og bara rúmlega það“ Uppgjör: Grindavík - Álftanes 92-94 | Dúi hetjan í fjarveru NBA mannsins Jón Axel raðaði niður þristunum í dýrmætum sigri Martin fann ekki körfuna en fann liðsfélagana Martin má ekki koma Keflavík til bjargar „Luka, vertu fokking þú sjálfur“ Lakers gefur öllum Luka Doncic treyjur fyrir fyrsta leikinn Sjáðu stoðsendingarnar hjá Elvari í metleiknum Sjá meira
Leik lokið: Þór Þorl. - Höttur 97-89 | Sigurgöngu Hattar lauk í Þorlákshöfn Þór Þorlákshöfn vann góðan sigur á nýliðum Hattar í hörkuleik í Dominos deild karla í kvöld. Umfjöllun og viðtöl væntanleg. 7. febrúar 2021 18:45