Kanna heimildir til að sekta þá sem sækja farþega Birgir Olgeirsson skrifar 9. febrúar 2021 11:57 Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn landamærasviðs Ríkislögreglustjóra. Vísir/Sigurjón Lögreglan telur vert að kanna heimildir til að beita sektum gagnvart þeim sem sækja komufarþega á Keflavíkurflugvöll. 90 sóttu farþega á flugvöllinn um liðna helgi. Allir sem koma til landsins þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví. Borið hefur á því að fólk dvelji ekki í því húsnæði sem það tilkynnti stjórnvöldum að það ætlaði að taka út sóttkví í. „Við teljum að það séu nokkur tilvik um að það hafi komið upp. Að fólk hafi vísvitandi verið að villa um fyrir stjórnvöldum, eða svona vísbendingar um það,“ segir Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn á landamærasviði Ríkislögreglustjóra. Að meðaltali koma um 170 til 180 farþegar hingað til lands á degi hverjum. Nýgengi smita er með lægsta móti á Íslandi sem margir þakka ströngum reglum á landamærunum. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að greiningu til að girða fyrir veikleika í núverandi kerfi. Brögð eru á því að fólk sæki farþega á Kelfavíkurflugvöll, sem er þvert á reglur. „Lögreglan er með viðveru í komusalnum og ræðir við fólk sem er komið þangað og er að upplýsa um þessar reglur sem gilda um að koma sér í sóttkví frá landamærastöðinni. Núna um helgina töldum við um 90 tilvik þar sem einstaklingar voru komnir gagngert til að sækja farþega.“ Sumir segjast ætla að taka út sóttkví með farþegunum sem þeir sækja. Lögreglan hefur þó áhyggjur af því að margir fari ekki eftir því og smit gæti borist þannig út í samfélagið. Jón Pétur segir til skoðunar að kanna sannleiksgildi fullyrðinga komufarþega um hvar þeir ætli að dvelja og skikka þá sem ekki geta gefið upp dvalarstað til að dvelja í farsóttarhúsi, líkt og sóttvarnalæknir hefur talað fyrir. „Það má vel vera að það þurfi að ganga lengra í þessum efnum og kanna heimildir til að beita þá sektum sem sækja farþega,“ segir Jón Pétur. Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
Allir sem koma til landsins þurfa að gangast undir tvöfalda skimun og sóttkví. Borið hefur á því að fólk dvelji ekki í því húsnæði sem það tilkynnti stjórnvöldum að það ætlaði að taka út sóttkví í. „Við teljum að það séu nokkur tilvik um að það hafi komið upp. Að fólk hafi vísvitandi verið að villa um fyrir stjórnvöldum, eða svona vísbendingar um það,“ segir Jón Pétur Jónsson, yfirlögregluþjónn á landamærasviði Ríkislögreglustjóra. Að meðaltali koma um 170 til 180 farþegar hingað til lands á degi hverjum. Nýgengi smita er með lægsta móti á Íslandi sem margir þakka ströngum reglum á landamærunum. Ríkislögreglustjóri vinnur nú að greiningu til að girða fyrir veikleika í núverandi kerfi. Brögð eru á því að fólk sæki farþega á Kelfavíkurflugvöll, sem er þvert á reglur. „Lögreglan er með viðveru í komusalnum og ræðir við fólk sem er komið þangað og er að upplýsa um þessar reglur sem gilda um að koma sér í sóttkví frá landamærastöðinni. Núna um helgina töldum við um 90 tilvik þar sem einstaklingar voru komnir gagngert til að sækja farþega.“ Sumir segjast ætla að taka út sóttkví með farþegunum sem þeir sækja. Lögreglan hefur þó áhyggjur af því að margir fari ekki eftir því og smit gæti borist þannig út í samfélagið. Jón Pétur segir til skoðunar að kanna sannleiksgildi fullyrðinga komufarþega um hvar þeir ætli að dvelja og skikka þá sem ekki geta gefið upp dvalarstað til að dvelja í farsóttarhúsi, líkt og sóttvarnalæknir hefur talað fyrir. „Það má vel vera að það þurfi að ganga lengra í þessum efnum og kanna heimildir til að beita þá sektum sem sækja farþega,“ segir Jón Pétur.
Keflavíkurflugvöllur Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Öryggisráðið samþykkir tillögu Bandaríkjanna um framtíð Gasa Erlent Fleiri fréttir Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Hættir sem ráðuneytisstjóri Óvenju mörg andlát fíknisjúkra Brotist inn á heilbrigðisstofnun og lyfjum stolið Greinilega um misskilning að ræða sem ber að leiðrétta Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent