„Hefði klárlega horft til Cloé ef hún hefði fengið möguleika á að spila“ Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 11. febrúar 2021 13:31 Cloé Lacasse skoraði grimmt fyrir ÍBV á árunum 2015-19. Þorsteinn Halldórsson þarf að bíða fram í apríl með að stýra íslenska kvennalandsliðinu í fyrsta sinn. Hann hefði kosið að vinna með liðinu í þessum mánuði en segir að það hafi verið rétt ákvörðun að fara ekki á æfingamótið í Frakklandi. Þorsteinn var ráðinn landsliðsþjálfari í síðasta mánuði og fyrsta verkefni hans með íslenska liðið átti að vera æfingamót í Frakklandi 17.-23. febrúar. Þar átti Ísland að mæta Frakklandi, Sviss og Noregi. Norðmenn drógu sig seinna úr keppni vegna ferðatakmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfarið tók KSÍ ákvörðun um að senda íslenska liðið ekki til Frakklands. „Við hefðum viljað hitta þennan hóp, taka leiki og æfingar og byrja með látum. En þetta er bara niðurstaðan og það er ekkert við því að gera,“ sagði Þorsteinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í gær. „Svo gátum við heldur ekki valið leikmenn frá öllum löndum. Noregur og Bretland voru út úr myndinni. Þetta var skrítið ástand en við töldum að þetta væri rétt ákvörðun fyrir okkur.“ Áætlað er að næstu leikir Íslands, og þeir fyrstu undir stjórn Þorsteins, verði vináttuleikir 5.-13. apríl. Útséð er með að Cloé Lacasse, leikmaður Benfica, fái leikheimild með íslenska landsliðinu. Cloé lék með ÍBV hér á landi og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tæpum tveimur árum. Hún fær hins vegar ekki leikheimild frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, þar sem hún var ekki nógu lengi hér á landi. „Ég hefði klárlega horft til hennar ef hún hefði fengið möguleika á að spila en það er útilokað eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn um Cloé sem hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica síðan hún kom til liðsins 2019. „Hún hefði þurft að taka eitt ár í viðbót hér á Íslandi og þá hefði það gengið. Þú þarft að búa fimm ár samfleytt í landi til að öðlast keppnisrétt og hún var hérna í fjögur ár og fjóra mánuði eða svo.“ Cloé, sem er frá Kanada, lék með ÍBV á árunum 2015-19 og skoraði 54 mörk í 79 deildarleikjum með liðinu. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2018. EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Þorsteinn var ráðinn landsliðsþjálfari í síðasta mánuði og fyrsta verkefni hans með íslenska liðið átti að vera æfingamót í Frakklandi 17.-23. febrúar. Þar átti Ísland að mæta Frakklandi, Sviss og Noregi. Norðmenn drógu sig seinna úr keppni vegna ferðatakmarkana sem eru í gildi vegna kórónuveirufaraldursins. Í kjölfarið tók KSÍ ákvörðun um að senda íslenska liðið ekki til Frakklands. „Við hefðum viljað hitta þennan hóp, taka leiki og æfingar og byrja með látum. En þetta er bara niðurstaðan og það er ekkert við því að gera,“ sagði Þorsteinn við Svövu Kristínu Grétarsdóttur í Sportpakkanum í gær. „Svo gátum við heldur ekki valið leikmenn frá öllum löndum. Noregur og Bretland voru út úr myndinni. Þetta var skrítið ástand en við töldum að þetta væri rétt ákvörðun fyrir okkur.“ Áætlað er að næstu leikir Íslands, og þeir fyrstu undir stjórn Þorsteins, verði vináttuleikir 5.-13. apríl. Útséð er með að Cloé Lacasse, leikmaður Benfica, fái leikheimild með íslenska landsliðinu. Cloé lék með ÍBV hér á landi og fékk íslenskan ríkisborgararétt fyrir tæpum tveimur árum. Hún fær hins vegar ekki leikheimild frá Alþjóða knattspyrnusambandinu, FIFA, þar sem hún var ekki nógu lengi hér á landi. „Ég hefði klárlega horft til hennar ef hún hefði fengið möguleika á að spila en það er útilokað eins og staðan er í dag,“ sagði Þorsteinn um Cloé sem hefur raðað inn mörkum fyrir Benfica síðan hún kom til liðsins 2019. „Hún hefði þurft að taka eitt ár í viðbót hér á Íslandi og þá hefði það gengið. Þú þarft að búa fimm ár samfleytt í landi til að öðlast keppnisrétt og hún var hérna í fjögur ár og fjóra mánuði eða svo.“ Cloé, sem er frá Kanada, lék með ÍBV á árunum 2015-19 og skoraði 54 mörk í 79 deildarleikjum með liðinu. Hún varð bikarmeistari með ÍBV 2018.
EM 2021 í Englandi Sportpakkinn Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Handbolti Ísland tapaði með minnsta mun Handbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Fleiri fréttir Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Systur sömdu á sama tíma Katrín áfram í Kópavogi Bjarni áfram hjá KA Þórdís Elva semur við Þróttara Ritstjóri 433.is tekinn við Dalvík/Reyni Birkir Valur yfirgefur HK Enn kvarnast úr liði Vestra Sameina kraftana tólf árum síðar: „Sami texti í samningnum“ Mikill rígur við „Appelsín-strákinn“ Rúrik Rúnari Páli treyst fyrir endurreisn Gróttu Hermann fer inn í hlýjuna: „Eitt af draumastörfunum sem þú færð“ Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Kristófer áfram í Kópavogi Höttur hlaut aftur langhæsta styrkinn: „Virkilega góð lyftistöng“ Damir á leið til Asíu Vill vera áfram í Kópavogi en útilokar ekkert Lá nánast við skilnaði fyrir úrslitaleikinn „Velkomin í dal draumanna“ Fram og Reykjavíkurborg semja um frekari framkvæmdir í Úlfarsárdal Fer til Eyja og fetar í fótspor föður síns Hermann Hreiðars tekur við HK Farinn til Tene og er ekkert að stressa sig Hafnaði uppeldisfélaginu og verður áfram í Mosfellsbæ Sunderland meðal þeirra liða sem horfa til Benóný Breka Sjá meira
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti