Magnaður Mitchell ástæða þess að Utah er heitasta liðið í NBA deildinni Runólfur Trausti Þórhallsson skrifar 11. febrúar 2021 23:30 Donovan Mitchell í leik Utah Jazz og Boston Celtics. Mitchell leiddi Utah til sigurs, þeirra 20. á tímabilinu. Alex Goodlett/Getty Images Utah Jazz er sem stendur besta liðið í NBA-deildinni í körfubolta með 20 sigra og aðeins fimm töp. Donovan Mitchell hefur verið þeirra besti maður en hann skoraði 36 stig í frábærum sigri á Boston Celtics fyrr í vikunni. Farið var yfir mikilvægi Mitchell í grein á íþróttamiðlinum The Athletic eftir magnaðan 122-108 sigur Jazz á Celtics. „Mitchell var besti leikmaður vallarins þegar hvað mest var undir. Hann var leikmaðurinn með mesta orkuna. Hann var leikmaðurinn sem tók skotin þegar þess þurfti. Hann var sá sem tók allar stóru ákvarðanirnar í sóknarleiknum,“ segir í greininni. 36 PTS (6 3PM), 9 AST 16th win in last 17 games W number 20 of the season@spidadmitchell and the @utahjazz stay hot with the victory vs. Boston! #TakeNote pic.twitter.com/e4eMvV6UFG— NBA (@NBA) February 10, 2021 Samherjar Mitchell hafa einnig verið frábærir það sem af er leiktíð. Þar má nefna Rudy Gobert, Joe Ingles, Bojan Bogdanovic, Mike Conley og jafnvel Jordan Clarkson sem hefur verið að koma inn af bekknum. Þrátt fyrir frábærar frammistöður þessara leikmanna er það Mitchell sem ákveður hversu hátt þak Utah Jazz er, hvort liðið geti virkilega barist um titilinn. Utah skoraði 122 stig gegn Celtics eins og áður kom fram. Þrátt fyrir það var varnarleikur Boston-manna ekki slæmur í leiknum, Mitchell var bara með svindlkóðann og var með svör við öllu sem Boston henti framan í hann. Sérstaklega undir lok leiks en Mitchell kom að 20 stigum á síðustu fimm mínútum leiksins. „Í fyrra eða árið þar á undan hefði ég ekki fundið Rudy undir lok leiks. Að vinna læknar allt. Ég held að við séum bara að vinna leiðir til að vinna leiki. Við viljum samt ekki aðeins vinna leiki í deildarkeppninni,“ sagði Mitchell eftir leikinn gegn Boston. Jazz datt út í oddaleik gegn Denver Nuggets á síðustu leiktíð, eitthvað sem Mitchell tók nærri sér. Hann var mættur aftur til æfinga aðeins nokkrum dögum síðar, bæði með bolta og svo í lyftingarsalnum. Hann lofaði sjálfum sér – og fjölmiðlum – að hann myndi aldrei detta aftur út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Við höfum dottið út snemma tvö ár í röð. Við þurfum að komast í gegnum þá hindrun. Við viljum vinna meistaratitil.“ Stóra spurningin er hvort gott gengi Utah haldi áfram og hvort félagið geti komist loksins lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Körfubolti NBA Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira
Farið var yfir mikilvægi Mitchell í grein á íþróttamiðlinum The Athletic eftir magnaðan 122-108 sigur Jazz á Celtics. „Mitchell var besti leikmaður vallarins þegar hvað mest var undir. Hann var leikmaðurinn með mesta orkuna. Hann var leikmaðurinn sem tók skotin þegar þess þurfti. Hann var sá sem tók allar stóru ákvarðanirnar í sóknarleiknum,“ segir í greininni. 36 PTS (6 3PM), 9 AST 16th win in last 17 games W number 20 of the season@spidadmitchell and the @utahjazz stay hot with the victory vs. Boston! #TakeNote pic.twitter.com/e4eMvV6UFG— NBA (@NBA) February 10, 2021 Samherjar Mitchell hafa einnig verið frábærir það sem af er leiktíð. Þar má nefna Rudy Gobert, Joe Ingles, Bojan Bogdanovic, Mike Conley og jafnvel Jordan Clarkson sem hefur verið að koma inn af bekknum. Þrátt fyrir frábærar frammistöður þessara leikmanna er það Mitchell sem ákveður hversu hátt þak Utah Jazz er, hvort liðið geti virkilega barist um titilinn. Utah skoraði 122 stig gegn Celtics eins og áður kom fram. Þrátt fyrir það var varnarleikur Boston-manna ekki slæmur í leiknum, Mitchell var bara með svindlkóðann og var með svör við öllu sem Boston henti framan í hann. Sérstaklega undir lok leiks en Mitchell kom að 20 stigum á síðustu fimm mínútum leiksins. „Í fyrra eða árið þar á undan hefði ég ekki fundið Rudy undir lok leiks. Að vinna læknar allt. Ég held að við séum bara að vinna leiðir til að vinna leiki. Við viljum samt ekki aðeins vinna leiki í deildarkeppninni,“ sagði Mitchell eftir leikinn gegn Boston. Jazz datt út í oddaleik gegn Denver Nuggets á síðustu leiktíð, eitthvað sem Mitchell tók nærri sér. Hann var mættur aftur til æfinga aðeins nokkrum dögum síðar, bæði með bolta og svo í lyftingarsalnum. Hann lofaði sjálfum sér – og fjölmiðlum – að hann myndi aldrei detta aftur út í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. „Við höfum dottið út snemma tvö ár í röð. Við þurfum að komast í gegnum þá hindrun. Við viljum vinna meistaratitil.“ Stóra spurningin er hvort gott gengi Utah haldi áfram og hvort félagið geti komist loksins lengra en í fyrstu umferð úrslitakeppninnar. NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Körfubolti NBA Mest lesið Dansað á línunni á Extraleikunum: „Ég labba nefnilega skakkt bara yfirhöfuð“ Sport Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport Barði sig til blóðs eftir tap á HM Sport Eggaldin-bóndinn lét geitunginn ekki koma í veg fyrir sigur Sport Jafnt í ótrúlegum átta marka leik á Old Trafford Enski boltinn Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út Körfubolti Körfuboltakvöld: Tilþrif tímabilsins til þessa Körfubolti „Verið heiður að spila í appelsínugulu með frábærum liðsfélögum“ Íslenski boltinn „Átta mig ekki á því af hverju það er víti og rautt“ Sport Uppgjörið: Haukar - Fram 25-27 | Meistararnir unnu toppliðið í naglbít Handbolti Fleiri fréttir Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Sjá meira