Loftslagsverkfallið krefst aðgerða strax! Tinna Hallgrímsdóttir skrifar 15. febrúar 2021 09:00 Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sér í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar verði ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu. Þetta eru vafalaust fögur fyrirheit en staðreyndin er sú að erfitt er að sjá hvernig aðgerðir íslenskra stjórnvalda endurspegla það leiðtogahlutverk sem við höfum tekið að okkur. Hvað varðar alþjóðlegar skuldbindingar hefur Ísland fremur verið að reka lestina en að leiða með góðu fordæmi. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sent út yfirlýsingu um fyrirhugaða uppfærslu á landsmarkmiði (e. NDC) Íslands til Parísarsáttmálans, verður það ekki formlega sent inn fyrr en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en skv. 9. lið 4. gr sáttmálans áttu ríki að senda inn markmið fyrir árslok 2020. Enn fremur sendi Ísland ekki inn þróunaráætlun til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árslok 2020 líkt og ríki eru hvött til skv. 19. lið 4. gr. Það hafa hins vegar allar hinar Norðurlandaþjóðirnar gert, sem og ESB, en von er á áætlun frá Íslandi fyrir næstu Loftslagsráðstefnu SÞ (COP26) í nóvember 2021. Markmið Íslands í loftslagsmálum eru heldur ekki til þess fallin að sýna Ísland sem loftslagsleiðtoga. Ísland stefnir á kolefnishlutleysi árið 2040, en frumvarp þess efnis er nú í opnu umsagnarferli. Ísland hefur því ekki lögfest nein losunartengd markmið í loftslagsmálum en sé horft til aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og yfirlýsingu stjórnvalda varðandi landsmarkmið til Parísarsáttmálans mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um allt að 46% frá 2005-2030 og binding aukast. Hér ber hins vegar að hafa í huga að þegar rætt er um losun á beinni ábyrgð Íslands er átt við losun frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum. Ef við hins vegar skoðum heildarlosun, sem tekur einnig tillit til losunar frá stóriðju og landnotkun, sjáum við einungis fram á 15% samdrátt árið 2030. Þar sem brýn þörf er á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda hafa aðildarfélög Loftslagsverkfallsins (UU, LÍS, SHÍ og SÍF) hafið herferðina Aðgerðir strax! en við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Það er lýsandi fyrir ástand loftslagsmála í heiminum að á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans, í desember síðastliðnum, hafi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, kallað eftir því að öll ríki lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Það hafa íslensk stjórnvöld ekki gert en slík yfirlýsing viðurkennir alvarleika ástandsins og staðfestir vilja stjórnvalda til að bregðast við með viðeigandi hætti. Loftslagsmarkmið verði lögfest Mikilvægt er að lögfesta markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem og markmið um kolefnishlutleysi. Lögfesting markmiða tryggir stefnufestu í málaflokknum og að markmið raungerist þrátt fyrir stjórnarskipti. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Með heildarlosun ásamt landnotkun er átt við þá losun sem fellur undir losun á beina ábyrgð Íslands (þ.e. frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum) ásamt losun frá stóriðju og losun vegna landnotkunar. Markmið um 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir 2030 styður við áform íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Sá samdráttur sem ekki næst á fyrri hluta tímabilsins (fyrir 2030) þarf að bæta upp á þeim seinni (2030-2040), og rúmlega það. Losunarmarkmið sem hljóða uppá lægri samdrátt en 50% fyrir 2030, varpa því meirihluta ábyrgðarinnar (og verstu afleiðingum loftslagsbreytinga) á komandi kynslóðir. Framtíð okkar er í húfi og við getum ekki beðið lengur. Við krefjumst aðgerða strax! Höfundur er varaformaður Ungra umhverfissinna og Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Umhverfismál Loftslagsmál Tinna Hallgrímsdóttir Tengdar fréttir Loftslagshamfarir og landnotkun Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. 13. febrúar 2021 19:01 Mest lesið Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Óframseljanlegt DAGA-kerfi Kári Jónsson skrifar Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Sjá meira
Ísland hefur lýst því yfir að það ætli að vera leiðtogi í loftslagsmálum og skipar sér í hóp þeirra ríkja sem vilja stuðla að því að meðalhækkun hitastigs jarðar verði ekki umfram 1,5°C frá iðnbyltingu. Þetta eru vafalaust fögur fyrirheit en staðreyndin er sú að erfitt er að sjá hvernig aðgerðir íslenskra stjórnvalda endurspegla það leiðtogahlutverk sem við höfum tekið að okkur. Hvað varðar alþjóðlegar skuldbindingar hefur Ísland fremur verið að reka lestina en að leiða með góðu fordæmi. Þrátt fyrir að stjórnvöld hafi sent út yfirlýsingu um fyrirhugaða uppfærslu á landsmarkmiði (e. NDC) Íslands til Parísarsáttmálans, verður það ekki formlega sent inn fyrr en á fyrsta ársfjórðungi þessa árs, en skv. 9. lið 4. gr sáttmálans áttu ríki að senda inn markmið fyrir árslok 2020. Enn fremur sendi Ísland ekki inn þróunaráætlun til langs tíma um litla losun gróðurhúsalofttegunda fyrir árslok 2020 líkt og ríki eru hvött til skv. 19. lið 4. gr. Það hafa hins vegar allar hinar Norðurlandaþjóðirnar gert, sem og ESB, en von er á áætlun frá Íslandi fyrir næstu Loftslagsráðstefnu SÞ (COP26) í nóvember 2021. Markmið Íslands í loftslagsmálum eru heldur ekki til þess fallin að sýna Ísland sem loftslagsleiðtoga. Ísland stefnir á kolefnishlutleysi árið 2040, en frumvarp þess efnis er nú í opnu umsagnarferli. Ísland hefur því ekki lögfest nein losunartengd markmið í loftslagsmálum en sé horft til aðgerðaáætlunar í loftslagsmálum og yfirlýsingu stjórnvalda varðandi landsmarkmið til Parísarsáttmálans mun losun á beinni ábyrgð Íslands dragast saman um allt að 46% frá 2005-2030 og binding aukast. Hér ber hins vegar að hafa í huga að þegar rætt er um losun á beinni ábyrgð Íslands er átt við losun frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum. Ef við hins vegar skoðum heildarlosun, sem tekur einnig tillit til losunar frá stóriðju og landnotkun, sjáum við einungis fram á 15% samdrátt árið 2030. Þar sem brýn þörf er á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda hafa aðildarfélög Loftslagsverkfallsins (UU, LÍS, SHÍ og SÍF) hafið herferðina Aðgerðir strax! en við krefjumst þess að: Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum Það er lýsandi fyrir ástand loftslagsmála í heiminum að á fimm ára afmæli Parísarsáttmálans, í desember síðastliðnum, hafi aðalritari Sameinuðu þjóðanna, António Guterres, kallað eftir því að öll ríki lýstu yfir neyðarástandi í loftslagsmálum. Það hafa íslensk stjórnvöld ekki gert en slík yfirlýsing viðurkennir alvarleika ástandsins og staðfestir vilja stjórnvalda til að bregðast við með viðeigandi hætti. Loftslagsmarkmið verði lögfest Mikilvægt er að lögfesta markmið um samdrátt í losun gróðurhúsalofttegunda sem og markmið um kolefnishlutleysi. Lögfesting markmiða tryggir stefnufestu í málaflokknum og að markmið raungerist þrátt fyrir stjórnarskipti. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030 Með heildarlosun ásamt landnotkun er átt við þá losun sem fellur undir losun á beina ábyrgð Íslands (þ.e. frá vegasamgöngum og skipum, orkuframleiðslu, landbúnaði, úrgangi og F-gösum) ásamt losun frá stóriðju og losun vegna landnotkunar. Markmið um 50% samdrátt í heildarlosun ásamt landnotkun fyrir 2030 styður við áform íslenskra stjórnvalda um kolefnishlutleysi fyrir 2040. Sá samdráttur sem ekki næst á fyrri hluta tímabilsins (fyrir 2030) þarf að bæta upp á þeim seinni (2030-2040), og rúmlega það. Losunarmarkmið sem hljóða uppá lægri samdrátt en 50% fyrir 2030, varpa því meirihluta ábyrgðarinnar (og verstu afleiðingum loftslagsbreytinga) á komandi kynslóðir. Framtíð okkar er í húfi og við getum ekki beðið lengur. Við krefjumst aðgerða strax! Höfundur er varaformaður Ungra umhverfissinna og Ungmennafulltrúi Íslands hjá Sameinuðu þjóðunum á sviði sjálfbærrar þróunar. Greinin er hluti af Aðgerðir strax! , herferð Loftslagsverkfallsins til að vekja athygli á þörfinni á róttækari loftslagsaðgerðum af hálfu íslenskra stjórnvalda. Við krefjumst þess að 1. Lýst verði yfir neyðarástandi í loftslagsmálum 2. Loftslagsmarkmið verði lögfest 3. Dregið verði úr heildarlosun ásamt landnotkun um a.m.k. 50% fyrir árið 2030
Loftslagshamfarir og landnotkun Þegar við hugsum um Ísland í samhengi við loftslagshamfarirnar hugsum við um okkur sem lítið og saklaust land sem losar varla neitt, og að þetta sé vandamál fyrir stóru löndin út í heiminum. 13. febrúar 2021 19:01
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Sögufölsun í heimildarþætti RÚV — Svör óskast Jóna Benediktsdóttir,Hjörtur Hjartarson,Katrín Oddsdóttir,Kjartan Jónsson,Kristín Erna Arnardóttir,Sigríður Ólafsdóttir,Þórir Baldursson Skoðun
Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun