Veitur semja við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum Hólmfríður Gísladóttir skrifar 15. febrúar 2021 10:03 Snjallmælar munu smám saman koma í stað gömlu mælanna. Veitur hafa samið við Securitas um uppsetningu á 160 þúsund snjallmælum, í samning sem metinn er á 1,8 milljarð króna. Til stendur að skipta um 102 þúsund rafmagnsmæla, 55 þúsund varmamæla og þrjú þúsund vatnsmæla á þjónustusvæði Veitna. Frá þessu er greint í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að hafist verði handa við undirbúning verkefnisins á næstu mánuðum en á síðasta ársfjórðungi þessa árs verði lítið svæði tekið fyrir og það „snjallvætt“. „Þar verður um eins konar sannprófunarverkefni að ræða áður en hafist verður handa af fullum krafti við mælaskiptin um mitt næsta ár. Áætlanir gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að nú muni áætlunarreikningar heyra sögunni til og reikningar byggja á raunnotkun. „Því fylgir að viðskiptavinir geta átt von á árstíðarbundnum sveiflum í orkuútgjöldum. Með nýju mælunum hafa notendur einnig möguleika á að fylgjast með orkunotkuninni á „mínum síðum“ á vef Veitna og gera ráðstafanir til sparnaðar ef þurfa þykir.“ Álestur heyrir sögunni til „Við erum ánægð með samninginn við Securitas, sem er þjónustumiðað og framsækið fyrirtæki. Verkefnið er stórt og það skiptir miklu máli að hafa öfluga samstarfsaðila,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Hann segir nýju mælana gera Veitum kleift að bæta þjónustu sína og þá mun hefðbundnum heimsóknum til notenda fækka og álestur heyra sögunni til. „Með snjallmælunum fást einnig meiri og betri upplýsingar og yfirsýn um veitukerfin sem nýtast til að gera umgengni um sameiginlegar auðlindir okkar enn ábyrgari.“ Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segist stoltur af því að fá að taka þátt í einstöku og viðamiklu tækniverkefni en Securitas sé einn fjölmennasti vinnustaður rafiðnaðarmenntaðra starfsmanna á Íslandi. „Þetta spennandi verkefni á mikla samleið með þeirri stafrænu vegferð sem Securitas er á, þar sem lögð er áhersla á snjallvæðingu, gagnsæi og aukna sjálfvirkni. Verkefnið er því í öruggum höndum hjá okkur.“ Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Frá þessu er greint í tilkynningu frá Veitum. Þar segir að hafist verði handa við undirbúning verkefnisins á næstu mánuðum en á síðasta ársfjórðungi þessa árs verði lítið svæði tekið fyrir og það „snjallvætt“. „Þar verður um eins konar sannprófunarverkefni að ræða áður en hafist verður handa af fullum krafti við mælaskiptin um mitt næsta ár. Áætlanir gera ráð fyrir að snjallmælavæðingu veitukerfanna verði að fullu lokið í árslok 2024,“ segir í tilkynningunni. Þar segir einnig að nú muni áætlunarreikningar heyra sögunni til og reikningar byggja á raunnotkun. „Því fylgir að viðskiptavinir geta átt von á árstíðarbundnum sveiflum í orkuútgjöldum. Með nýju mælunum hafa notendur einnig möguleika á að fylgjast með orkunotkuninni á „mínum síðum“ á vef Veitna og gera ráðstafanir til sparnaðar ef þurfa þykir.“ Álestur heyrir sögunni til „Við erum ánægð með samninginn við Securitas, sem er þjónustumiðað og framsækið fyrirtæki. Verkefnið er stórt og það skiptir miklu máli að hafa öfluga samstarfsaðila,“ segir Gestur Pétursson, framkvæmdastjóri Veitna. Hann segir nýju mælana gera Veitum kleift að bæta þjónustu sína og þá mun hefðbundnum heimsóknum til notenda fækka og álestur heyra sögunni til. „Með snjallmælunum fást einnig meiri og betri upplýsingar og yfirsýn um veitukerfin sem nýtast til að gera umgengni um sameiginlegar auðlindir okkar enn ábyrgari.“ Ómar Svavarsson, forstjóri Securitas, segist stoltur af því að fá að taka þátt í einstöku og viðamiklu tækniverkefni en Securitas sé einn fjölmennasti vinnustaður rafiðnaðarmenntaðra starfsmanna á Íslandi. „Þetta spennandi verkefni á mikla samleið með þeirri stafrænu vegferð sem Securitas er á, þar sem lögð er áhersla á snjallvæðingu, gagnsæi og aukna sjálfvirkni. Verkefnið er því í öruggum höndum hjá okkur.“
Orkumál Stafræn þróun Tengdar fréttir Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22 Mest lesið „Gæti orðið til þess að þú sért látinn fara“ Neytendur Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Viðskipti innlent SVÓT viðtöl við alla starfsmenn: „Gerðu þetta bara!“ Atvinnulíf Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Viðskipti innlent Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Viðskipti innlent Lækkar vexti og boðar frekari innreið á lánamarkað Neytendur Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Viðskipti innlent Vara við díoxíni í Landnámseggjum Viðskipti innlent Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Viðskipti innlent Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Viðskipti innlent Fleiri fréttir Vara við díoxíni í Landnámseggjum Slá milljarða lán til að fjármagna jarð- og sæstrengi Laganemar bjóða leigjendum áfram upp á fría ráðgjöf Heiður Anna nýr framkvæmdastjóri FS Tekur við stöðu framkvæmdastjóra Landmarks fasteignamiðlunar Olíuleit geti skipt sköpum fyrir framtíð þjóðarinnar Edda Hermanns nýr forstjóri Lyfja og heilsu Djúpstæð vonbrigði þegar margra eigna keðjur slitna Andri Sævar og Svava til Daga Tveir nýir vörumerkjastjórar til Ölgerðarinnar Tekur við sem framkvæmdastjóri verkfræðisviðs Coripharma Ráðin framkvæmdastjóri markaðsstofu Travel Connect Birgir til Banana Spyr hvort tilefni sé til ánægju með sölu á Íslandsbanka Bætir við sig nýjum áfangastað á Ítalíu Loka verslun Útilífs í Smáralind Meðalsölutími fasteigna hundrað dagar Systurfélag ÞG verktaka kaupir Arnarland Play sé ekki að fara á hausinn Fór yfir breytingarnar sem verði ekki allar þægilegar fyrir starfsfólk Framkvæmdastjórar kveðja og sviðum stokkað upp Sammála um aukna verðbólgu í september Tekur við stöðu framkvæmdastjóra LÍS Kristín nýr framkvæmdastjóri Eflu Taka tvær Airbus-þotur til á leigu Stefán stefnir á opnun fyrir jól: „Þetta verður bullandi stemning“ Vilja selja Landsbankann Lísbet nýr lögfræðingur Viðskiptaráðs Ráðin forstöðumaður Trygginga hjá Landsbankanum Samdráttur hafinn í byggingariðnaði sem skapi efnahagslegan vítahring Sjá meira
Diljá stýrir snjallvæðingu hjá Veitum Diljá Rudolfsdóttir hefur verið ráðin forstöðukona snjallvæðingar hjá Veitum. 27. janúar 2021 13:22