Sjáðu svakalegan sprett Lukakus gegn Lazio Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 15. febrúar 2021 16:02 Marco Parolo réði ekkert við Romelu Lukaku þegar hann bjó til þriðja mark Inter gegn Lazio. getty/Alessandro Sabattini Romelu Lukaku var í miklu stuði þegar Inter sigraði Lazio, 3-1, á San Siro í gær. Með sigrinum komst Inter á topp ítölsku úrvalsdeildarinnar. Lukaku skoraði tvö fyrstu mörk Inter og lagði það þriðja upp fyrir félaga sinn í framlínu liðsins, Lautaro Martínez. Belgíski framherjinn kom Inter yfir með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Hún var dæmd á Wesley Hoedt fyrir brot á Martínez. Lukaku skoraði annað mark sitt á lokamínútu fyrri hálfleiks með hægri fótar skoti eftir að boltinn hrökk til hans. Markið var upphaflega dæmt af en eftir nánari skoðun var það dæmt gilt. Þetta var þrjúhundruðasta mark Lukakus á ferlinum. Hinn 27 ára Lukaku hefur skorað 56 mörk fyrir Inter, 42 fyrir Manchester United, 87 fyrir Everton, sautján fyrir West Brom, 41 fyrir Anderlecht og 57 fyrir belgíska landsliðið. Inter moves to #1 in Serie A, @RomeluLukaku9 ties Cristiano for most goals in the league (16), and the King now has scored 3 0 0 goals for club and country. An unstoppable force, and he s only 27 pic.twitter.com/XihhCA3a7Z— Roc Nation Sports (@RocNationSports) February 15, 2021 Sergej Milinkovic-Savic minnkaði muninn fyrir Lazio skoti beint úr aukaspyrnu á 61. mínútu. Boltinn fór í samherja hans, Marco Parolo, og þaðan í markið. Þremur mínútum síðar fékk Lukaku boltann á sínum eigin vallarhelmingi og tók á mikinn sprett, skildi Parolo eftir og sendi boltann fyrir á Martínez sem skoraði í autt markið. Klippa: Inter 3-1 Lazio Inter er nú með eins stigs forskot á AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðin mætast næsta sunnudag. Milan vann fyrri leikinn. Árangur í innbyrðis viðureignum telur ef lið verða jöfn að stigum og því gæti það verið gulls ígildi að vinna Mílanó-slaginn. Lazio er í 7. sæti deildarinnar en fyrir leikinn í gær hafði liðið unnið sex deildarleiki í röð. Lukaku er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni ásamt Cristiano Ronaldo með sextán mörk. Martínez hefur skorað ellefu en þeir Lukaku mynda besta framherjaparið í deildinni. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Sjá meira
Lukaku skoraði tvö fyrstu mörk Inter og lagði það þriðja upp fyrir félaga sinn í framlínu liðsins, Lautaro Martínez. Belgíski framherjinn kom Inter yfir með marki úr vítaspyrnu á 22. mínútu. Hún var dæmd á Wesley Hoedt fyrir brot á Martínez. Lukaku skoraði annað mark sitt á lokamínútu fyrri hálfleiks með hægri fótar skoti eftir að boltinn hrökk til hans. Markið var upphaflega dæmt af en eftir nánari skoðun var það dæmt gilt. Þetta var þrjúhundruðasta mark Lukakus á ferlinum. Hinn 27 ára Lukaku hefur skorað 56 mörk fyrir Inter, 42 fyrir Manchester United, 87 fyrir Everton, sautján fyrir West Brom, 41 fyrir Anderlecht og 57 fyrir belgíska landsliðið. Inter moves to #1 in Serie A, @RomeluLukaku9 ties Cristiano for most goals in the league (16), and the King now has scored 3 0 0 goals for club and country. An unstoppable force, and he s only 27 pic.twitter.com/XihhCA3a7Z— Roc Nation Sports (@RocNationSports) February 15, 2021 Sergej Milinkovic-Savic minnkaði muninn fyrir Lazio skoti beint úr aukaspyrnu á 61. mínútu. Boltinn fór í samherja hans, Marco Parolo, og þaðan í markið. Þremur mínútum síðar fékk Lukaku boltann á sínum eigin vallarhelmingi og tók á mikinn sprett, skildi Parolo eftir og sendi boltann fyrir á Martínez sem skoraði í autt markið. Klippa: Inter 3-1 Lazio Inter er nú með eins stigs forskot á AC Milan á toppi ítölsku úrvalsdeildarinnar. Liðin mætast næsta sunnudag. Milan vann fyrri leikinn. Árangur í innbyrðis viðureignum telur ef lið verða jöfn að stigum og því gæti það verið gulls ígildi að vinna Mílanó-slaginn. Lazio er í 7. sæti deildarinnar en fyrir leikinn í gær hafði liðið unnið sex deildarleiki í röð. Lukaku er markahæstur í ítölsku úrvalsdeildinni ásamt Cristiano Ronaldo með sextán mörk. Martínez hefur skorað ellefu en þeir Lukaku mynda besta framherjaparið í deildinni. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Viðsnúningur á Extra-leikunum: „Margir sem spáðu því að þú myndir tapa 22-0“ Körfubolti Fleiri fréttir Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Sjá meira