Trump og Giuliani kærðir af þingmanni vegna árásarinnar Samúel Karl Ólason skrifar 16. febrúar 2021 15:44 Rusy Giuliani fylgist með Trump halda ræðu í september 2020. Getty/Joshua Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur verið kærður fyrir alríkisdómstóli vegna árásarinnar á þinghús Bandaríkjanna þann 6. janúar. Kæran var lögð fram af Bennie Thompson, þingmanni Demókrataflokksins. Auk Trumps er Rudy Giuliani, einkalögmaður hans, og öfgahóparnir Proud Boys og Oath Keepers, nefndir í kærunni. Kæran er talin ein af mörgum sem forsetinn fyrrverandi stendur frammi fyrir í kjölfar sýkni sinnar í öldungadeildinni og er sú fyrsta sem þingmaður leggur fram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump og Giuliani eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að hvetja til árásarinnar á þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Joe Biden vann. Kæran byggir á lögum sem kallast Ku Klux Klan lögin og fjalla meðal annars um tilraunir til að koma í veg fyrir störf þingsins. Í henni segir að Trump og Giuliani hafi ætlað sér að koma í veg fyrir staðfestingu niðurstaðanna og hafi lagt grunninn að árásinni þar sem fimm manns létu lífið. Þeir hafi um langt skeið staðhæft við stuðningsmenn forsetans og almenning að kosningunum hafi verið stolið af honum og ýtt undir ofbeldi. Það hafi þeir gert þrátt fyrir að geta ekki fært sannanir fyrir máli sínu og að ásökunum þeirra hafi sífellt verið hafnað af embættismönnum. „Hin skipulagða atburðarás sem fór fram á Save America samkomunni og með árásinni á þinghúsið var hvorki slys eða tilviljun,“ segir í kærunni. Þar segir að atburðarásinni hafi verið ætlað að stöðva störf þingsins. Save America var nafnið á samstöðufundi Trumps með stuðningsmönnum sínum í Washington DC í aðdraganda árásarinnar. Þar sagði Trump stuðningsmönnum sínum að halda til þinghússins og berjast fyrir landi þeirra. Forsetar Bandaríkjanna hafa lengi notið verndar gagnvart kærum sem þessum. Þessi kæra beinist þó að Trump sjálfum og er tekið fram í henni að hegðun hans og framferði í tengslum við árásina hafi ekki komið opinberum störfum hans við. Í viðtali við AP segir einn lögmanna Thompsons að það að hvetja til óreiða eða reyna að stöðva störf þingsins geti ekki talist hluti starfa forseta. Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Auk Trumps er Rudy Giuliani, einkalögmaður hans, og öfgahóparnir Proud Boys og Oath Keepers, nefndir í kærunni. Kæran er talin ein af mörgum sem forsetinn fyrrverandi stendur frammi fyrir í kjölfar sýkni sinnar í öldungadeildinni og er sú fyrsta sem þingmaður leggur fram, samkvæmt AP fréttaveitunni. Trump og Giuliani eru sakaðir um að hafa lagt á ráðin um að hvetja til árásarinnar á þinghúsið með því markmiði að stöðva formlega staðfestingu niðurstaða forsetakosninganna í nóvember, sem Joe Biden vann. Kæran byggir á lögum sem kallast Ku Klux Klan lögin og fjalla meðal annars um tilraunir til að koma í veg fyrir störf þingsins. Í henni segir að Trump og Giuliani hafi ætlað sér að koma í veg fyrir staðfestingu niðurstaðanna og hafi lagt grunninn að árásinni þar sem fimm manns létu lífið. Þeir hafi um langt skeið staðhæft við stuðningsmenn forsetans og almenning að kosningunum hafi verið stolið af honum og ýtt undir ofbeldi. Það hafi þeir gert þrátt fyrir að geta ekki fært sannanir fyrir máli sínu og að ásökunum þeirra hafi sífellt verið hafnað af embættismönnum. „Hin skipulagða atburðarás sem fór fram á Save America samkomunni og með árásinni á þinghúsið var hvorki slys eða tilviljun,“ segir í kærunni. Þar segir að atburðarásinni hafi verið ætlað að stöðva störf þingsins. Save America var nafnið á samstöðufundi Trumps með stuðningsmönnum sínum í Washington DC í aðdraganda árásarinnar. Þar sagði Trump stuðningsmönnum sínum að halda til þinghússins og berjast fyrir landi þeirra. Forsetar Bandaríkjanna hafa lengi notið verndar gagnvart kærum sem þessum. Þessi kæra beinist þó að Trump sjálfum og er tekið fram í henni að hegðun hans og framferði í tengslum við árásina hafi ekki komið opinberum störfum hans við. Í viðtali við AP segir einn lögmanna Thompsons að það að hvetja til óreiða eða reyna að stöðva störf þingsins geti ekki talist hluti starfa forseta.
Donald Trump Árás á bandaríska þinghúsið Bandaríkin Forsetakosningar í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05 Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29 Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39 Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Bein útsending: Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Erlent Vill eyða vantrausti sem sé olía á eld rasisma Innlent Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Innlent Fleiri fréttir Þjóðhátíð í Nuuk vegna opnunar flugvallarins SpaceX skýtur kjarnorkuknúnum dróna út í geim Sprengdu tuttugu hús á tveimur mínútum Vildi pening í skiptum fyrir falleg orð í eyru Trumps Metárás á innviði með 188 drónum og fjórum skotflaugum Kortleggja neðanjarðarbyrgi vegna hótana Rússa Ítrekar hótanir um að hækka tolla á Kína, Mexíkó og Kanada Saksóknarar vilja Pelicot í 20 ára fangelsi Annarri ákærunni formlega vísað frá Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Saksóknari fellur frá ákærum á hendur Trump Ísrael og Hezbollah sögð við það að gera vopnahlé Ólöglegir og löglegir innflytjendur afar uggandi um framtíð sína Óvæntar niðurstöður í fyrri umferð kosninga í Rúmeníu Scholz verður kanslaraefni Jafnaðarmanna Konur í mestri hættu innan veggja heimilisins Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Hezbollah svarar Ísrael með umfangsmikilli loftárás Ráku háttsettan herforingja sem sakaður var um lygar Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Vargöldin á Haítí versnar hratt Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Uppnám á COP29 er fulltrúar þjóða strunsuðu út Vill einn af höfundum „Project 2025“ við stjórn fjárlagaskrifstofu Jöfnuðu fjölbýlishús við jörðu um miðja nótt Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Sjá meira
Trump-lestin rúllar áfram en þingmenn vilja frekari rannsóknir Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, sem var sýknaður af ákæru um embættisbrot um helgina, er enn með sterkt tak á Repúblikanaflokknum þó hann komi ekki óskaddaður frá málinu. 15. febrúar 2021 11:05
Sýkna Trumps áminning um að lýðræðið er brothætt Joe Biden Bandaríkjaforseti segir að sýkna Donalds Trumps, fyrrverandi forseta, í ákæru um embættisbrot sé áminning um að lýðræði sé brothætt. Hann segir að þrátt fyrir sýknuna sé alvarleiki málsins ekki deiluefni. 14. febrúar 2021 13:29
Segir möguleika að Trump verði stefnt fyrir dóm þrátt fyrir sýknuna Mitch McConnell, leiðtogi Repúblikana í öldungadeild Bandaríkjaþings, sagði í kvöld að Donald Trump fyrrverandi forseti sé ábyrgur fyrir árásinni sem gerð var á bandaríska þinghúsið þann 6. janúar. 13. febrúar 2021 22:39
Ræða það að stofna nýjan flokk vegna Trumps Tugir manna sem starfað hafa innan Repúblikanaflokksins í Bandaríkjunum íhuga nú að stofna nýjan flokk. Ástæðan er sú að þeir eru ósáttir við tak Donalds Trumps á Repúblikanaflokknum og það að forkólfar flokksins þori ekki að standa í hárinu á forsetanum fyrrverandi. 11. febrúar 2021 18:09