Sætir gagnrýni fyrir frí á meðan vetrarstormar ganga yfir ríkið Sylvía Hall skrifar 18. febrúar 2021 20:18 Ted Cruz á flugvellinum í Cancun. Getty/MEGA/GC Þingmaðurinn Ted Cruz frá Texas-ríki fór með fjölskyldu sína í frí til Cancun í Mexíkó í gær, á sama tíma og öflugir vetrarstormar ganga nú yfir suðurhluta Bandaríkjanna. Hefur hann fengið harða gagnrýni fyrir það að fara í frí á sama tíma og ríki hans glímir við mikla erfiðleika vegna stormanna. Sjálfur segist Cruz hafa farið í ferðina dætra sinna vegna, en í yfirlýsingu sagðist hann hafa viljað vera „góður faðir“ eftir að dæturnar báðu um frí. Í það minnsta 24 eru látnir vegna vetrarstormanna og hefur frostið farið niður í átján stig. Stormarnir hafa jafnframt haft gífurleg áhrif á orkuinnviði, en meira en milljón hafa verið án rafmagns og frosnar vatnslagnir haft áhrif á bæði heimili og sjúkrahús í ríkinu. Búist er við því að rafmagnstruflanirnar verði viðvarandi næstu daga og hafa íbúar á ákveðnum svæðum verið beðnir um að sjóða neysluvatn vegna mögulegra skemmda. Skólar hafa verið lokaðir vegna veðurs og segir Cruz dætur sínar hafa beðið um að fara í frí með vinum. Hann hafi því ákveðið að skipuleggja ferð til þess að vera góður faðir en sjálfur hefði hann upplifað rafmagnsleysi og verið án hita eins og margir aðrir íbúar ríkisins vegna veðursins. „Stórkostlegasta ríkið í stórkostlegasta landi heims hefur verið án rafmagns,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Vikan hefði verið erfið fyrir íbúa en hann væri þó sjálfur í stöðugum samskiptum við yfirvöld varðandi stöðu mála. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis en Hildur Heimisdóttir Salinas, sem búsett er í Coppell á Dallas-svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að mikil reiði væri á meðal íbúa ríkisins. Bandaríkin Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira
Sjálfur segist Cruz hafa farið í ferðina dætra sinna vegna, en í yfirlýsingu sagðist hann hafa viljað vera „góður faðir“ eftir að dæturnar báðu um frí. Í það minnsta 24 eru látnir vegna vetrarstormanna og hefur frostið farið niður í átján stig. Stormarnir hafa jafnframt haft gífurleg áhrif á orkuinnviði, en meira en milljón hafa verið án rafmagns og frosnar vatnslagnir haft áhrif á bæði heimili og sjúkrahús í ríkinu. Búist er við því að rafmagnstruflanirnar verði viðvarandi næstu daga og hafa íbúar á ákveðnum svæðum verið beðnir um að sjóða neysluvatn vegna mögulegra skemmda. Skólar hafa verið lokaðir vegna veðurs og segir Cruz dætur sínar hafa beðið um að fara í frí með vinum. Hann hafi því ákveðið að skipuleggja ferð til þess að vera góður faðir en sjálfur hefði hann upplifað rafmagnsleysi og verið án hita eins og margir aðrir íbúar ríkisins vegna veðursins. „Stórkostlegasta ríkið í stórkostlegasta landi heims hefur verið án rafmagns,“ sagði þingmaðurinn í yfirlýsingu. Vikan hefði verið erfið fyrir íbúa en hann væri þó sjálfur í stöðugum samskiptum við yfirvöld varðandi stöðu mála. Yfirvöld í ríkinu hafa sætt gagnrýni vegna hins laskaða kerfis en Hildur Heimisdóttir Salinas, sem búsett er í Coppell á Dallas-svæðinu, sagði í samtali við fréttastofu í gær að mikil reiði væri á meðal íbúa ríkisins.
Bandaríkin Mest lesið Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Erlent Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Erlent Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Erlent Komu sér fyrir í ruslageymslu og kveiktu þar eld Innlent Skotmennirnir feðgar Erlent Ekki mótfallin Fljótagöngum en ekki með nýrri forgangsröðun Innlent Vinna að því að koma upp efnagreiningu í neyslurýmum Innlent Íslendingur í Brown-háskóla: Oftast í tímum í sömu stofu og árásin var gerð Innlent Árásarfeðgarnir nafngreindir Erlent „Mjög erfitt starf tilfinningalega“ Innlent Fleiri fréttir Árásarfeðgarnir nafngreindir Úkraínumenn reiðubúnir til að falla frá aðild að Nató Talið að Rob Reiner og eiginkona hans hafi verið myrt Skotmennirnir feðgar Skotinn tvisvar eftir að hafa tæklað annan skotmanninn Einn í haldi í tengslum við skotárás í Brown-háskóla Rabbíni drepinn í árásinni Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Rannsókn á meintri gagnaöflun um Giuffre felld niður Þingmenn bannaðir á krám vegna skattahækkana Föngum sleppt og viðskiptaþvingunum aflétt Vopnahlé Trumps hélt í nokkrar klukkustundir Witkoff fundar með Selenskí ESB frystir rússneskar eignir ótímabundið Trump, Clinton, Gates og fleiri á nýjum Epstein-myndum Selenskí í Kúpíansk, sem Pútín sagðist hafa hernumið Segir Trump að skipta sér ekki af evrópsku lýðræði Stefna á að taka fleiri skip frá Venesúela Evrópa þurfi að vera búin undir aðra stórstyrjöld Meintur morðingi Kirk mætti fyrir dómara í gær Takmarkar getu ríkjanna til að setja gervigreindinni skorður Bandaríkjamenn vilji koma á fríverslunarsvæði í Donbas Sagður tilbúinn að yfirgefa Venesúela með friðhelgi Hóta að koma fram við Belga eins og Ungverja „Arkitektar gervigreindar“ manneskja ársins hjá Time Fallhlífin flæktist í stélið 900 sviptir ökuleyfinu fyrir að hjóla undir áhrifum áfengis Sjá meira