Þórólfur segir ósanngjarnt að sekta próflausa fyrst um sinn Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 07:58 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, á upplýsingafundi almannavarna og landlæknis í gær. Vísir/Vilhelm Hertar aðgerðir á landamærunum sem Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, boðaði í vikunni taka gildi í dag. Farþegar sem koma til landsins næstu daga án PCR-prófs verða þó ekki sektaðir fyrst um sinn. Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði aðgerðirnar til í minnisblaði sem hann sendi ráðherra síðastliðinn sunnudag. Ríkisstjórnin ræddi tillögur sóttvarnalæknis á fundi sínum á þriðjudag og samþykkti að herða reglurnar í samræmi við tillögur Þórólfs að undanskildu einu atriði. Frá og með deginum í dag verður öllum þeim sem koma til landsins skylt að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi fyrir brottför á leið til Íslands og á landamærum við komuna. Prófið má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Kemur sú ráðstöfun til viðbótar við kröfu um tvöfalda skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Reglurnar varðandi PCR-próf og niðurstöðu þess eiga einnig við um Íslendinga sem koma hingað til lands. Þó hefur verið greint frá því að Íslendingum verði ekki vísað frá landinu ef þeir geta ekki framvísað neikvæðu prófi en í staðinn geta þeir átt von á því að vera sektaðir. Fram kom í máli Þórólfs í fréttum Stöðvar 2 í gær að komufarþegar verði þó ekki sektaðir fyrst um sinn þar sem fyrirvarinn á breytingunum var ekki mjög mikill. „Það verður ekki beitt sektarákvæði fyrstu dagana eftir gildistöku reglugerðarinnar. Því það er ljóst að það eru margir sem eru úti núna sem að ná ekki að fá þessi vottorð. Þess vegna er það í raun ósanngjarnt að ætla að fara að sekta þá aðila,“ sagði Þórólfur Guðnason. Féllst ekki á tillögu um bólusetningarvottorð Auk breytinganna sem snúa að PCR-prófinu þá verður þeim sem greinast með Covid-19 á landamærunum skylt að dvelja í sóttvarnahúsi ef önnur viðunandi aðstaða til einangrunar er ekki fyrir hendi eða ef einstaklingur er með afbrigði veirunnar sem eru þekkt fyrir að vera meira smitandi en önnur eða valda alvarlegri veikindum. Í minnisblaði Þórólfs til Svandísar lagði hann einnig til að horfði yrði frá því að veita þeim undanþágu frá sóttvarnaráðstöfunum sem framvísa gildu vottorði um að þeir hafi verið bólusettir gegn Covid-19. Ráðherra féllst ekki á þessa tillögu að svo stöddu og telur hana þarfnast nánari skoðunar. Eftirfarandi kemur fram í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins vegna hertra aðgerða á landamærum: Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Bólusetningarvottorð og vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19: Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir, lagði aðgerðirnar til í minnisblaði sem hann sendi ráðherra síðastliðinn sunnudag. Ríkisstjórnin ræddi tillögur sóttvarnalæknis á fundi sínum á þriðjudag og samþykkti að herða reglurnar í samræmi við tillögur Þórólfs að undanskildu einu atriði. Frá og með deginum í dag verður öllum þeim sem koma til landsins skylt að framvísa vottorði um neikvæða niðurstöðu úr PCR-prófi fyrir brottför á leið til Íslands og á landamærum við komuna. Prófið má ekki vera eldra en 72 klukkustunda gamalt. Kemur sú ráðstöfun til viðbótar við kröfu um tvöfalda skimun á landamærunum með fimm daga sóttkví á milli. Reglurnar varðandi PCR-próf og niðurstöðu þess eiga einnig við um Íslendinga sem koma hingað til lands. Þó hefur verið greint frá því að Íslendingum verði ekki vísað frá landinu ef þeir geta ekki framvísað neikvæðu prófi en í staðinn geta þeir átt von á því að vera sektaðir. Fram kom í máli Þórólfs í fréttum Stöðvar 2 í gær að komufarþegar verði þó ekki sektaðir fyrst um sinn þar sem fyrirvarinn á breytingunum var ekki mjög mikill. „Það verður ekki beitt sektarákvæði fyrstu dagana eftir gildistöku reglugerðarinnar. Því það er ljóst að það eru margir sem eru úti núna sem að ná ekki að fá þessi vottorð. Þess vegna er það í raun ósanngjarnt að ætla að fara að sekta þá aðila,“ sagði Þórólfur Guðnason. Féllst ekki á tillögu um bólusetningarvottorð Auk breytinganna sem snúa að PCR-prófinu þá verður þeim sem greinast með Covid-19 á landamærunum skylt að dvelja í sóttvarnahúsi ef önnur viðunandi aðstaða til einangrunar er ekki fyrir hendi eða ef einstaklingur er með afbrigði veirunnar sem eru þekkt fyrir að vera meira smitandi en önnur eða valda alvarlegri veikindum. Í minnisblaði Þórólfs til Svandísar lagði hann einnig til að horfði yrði frá því að veita þeim undanþágu frá sóttvarnaráðstöfunum sem framvísa gildu vottorði um að þeir hafi verið bólusettir gegn Covid-19. Ráðherra féllst ekki á þessa tillögu að svo stöddu og telur hana þarfnast nánari skoðunar. Eftirfarandi kemur fram í tilkynningu heilbrigðisráðuneytisins vegna hertra aðgerða á landamærum: Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Bólusetningarvottorð og vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19: Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.
Krafa um tvöfalda skimun á landamærum þar sem skimað er við komuna og aftur fimm dögum síðar að undangenginni sóttkví verður óbreytt. Eftirfarandi aðgerðir koma til viðbótar þessari kröfu. PCR-próf: Allir sem koma til landsins þurfa að sýna vottorð um neikvætt PCR-próf gegn SARS-CoV-2 áður en þeir stíga um borð í flugvél eða skip á leið til landsins og einnig við komuna til Íslands. Prófið verður að hafa verið tekið innan við 72 klukkustundum fyrir brottför. Einungis eru tekin gild vottorð sem eru á ensku eða einhverju Norðurlandamálanna, öðru en finnsku, og uppfylla skilyrði meðfylgjandi reglugerðar. Niðurstöður rannsóknar ber að forskrá rafrænt ásamt öðrum upplýsingum fyrir brottför á leið til Íslands. Sóttkví í sóttvarnahúsi: Einstaklingum með jákvæða niðurstöðu í fyrstu skimun á landamærum verður gert að dveljast í sóttvarnahúsi ef sýnt þykir að viðunandi einangrunar-/sóttkvíaðstaða sé ekki fyrir hendi. Þeim sem greinast með þau afbrigði veirunnar sem eru meira smitandi en önnur afbrigði og/eða valda alvarlegri sjúkdómi verður gert að dvelja í sóttvarnahúsi skilyrðislaust. Bólusetningarvottorð og vottorð vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19: Þeir sem framvísa gildum bólusetningarvottorðum eru undanskildir kröfu um tvöfalda skimun á landamærum og þurfa heldur ekki að skila vottorði um neikvætt PCR-próf. Sama máli gegnir um þá sem framvísa gildu vottorði vegna fyrri sýkingar af völdum COVID-19.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira