Allt undir í Derby della Madonnina Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 21. febrúar 2021 09:00 Listaverk af Romelu Lukaku og Zlatan Ibrahimovic fyrir utan San Siro í Mílanó. getty/Nicolò Campo Það er alltaf stór stund þegar Mílanó-liðin AC Milan og Inter eigast við í hinum svokallaða Derby della Madonnina. En leikurinn í dag hefur sérstaklega mikla þýðingu fyrir þau í baráttunni um ítalska meistaratitilinn. Juventus hefur orðið ítalskur meistari níu sinnum í röð en margt bendir til þess að valdaskipti verði í vor og bikarinn flytji lögheimili sitt til Mílanó. Inter og Milan eru nefnilega tvö efstu lið ítölsku úrvalsdeildarinnar. Inter er á toppnum með fimmtíu stig, einu stigi á undan Milan. Roma er í 3. sætinu með 43 stig og Juventus í því fjórða með 42 stig en á leik til góða. Áratugur er síðan Mílanó-liðin enduðu í tveimur efstu sætum ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tímabilið 2010-11 varð Milan meistari, fékk sex stigum meira en Inter sem hafði orðið meistari fimm ár í röð þar á undan. Leikurinn á San Siro í dag einnig mikla þýðingu að því leyti að ef liðin verða jöfn að stigum í lok tímabils ræður innbyrðis árangur hvort þeirra verður ofar. Zlatan Ibrahimovic gerði gæfumuninn í fyrri deildarleik liðanna en hann skoraði bæði mörk Milan í 1-2 sigri. Fyrra markið kom þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Samir Handanovic varði og það síðara eftir frábæra skyndisókn Milan. Romelu Lukaku minnkaði muninn fyrir Inter úr víti. Zlatan kom líka mikið við sögu í bikarleik Inter og Milan fyrir nokkrum vikum. Hann kom Milan yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og var svo rekinn af velli í byrjun þess seinni þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Aleksandar Kolarov. Fyrra gula spjaldið fékk Zlatan eftir að þeir Lukaku hnakkrifust skömmu fyrir hálfleik. Fyrrverandi samherjarnir hjá Manchester United nudduðu höfðum saman eins og reiðir hrútar og létu ýmis miður falleg ummæli falla. Inter nýtti sér liðsmuninn eftir brottrekstur Zlatans. Lukaku jafnaði í 1-1 úr víti á 71. mínútu og í uppbótartíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Inter hefur verið á góðu skriði að undanförnu á meðan Milan hefur hikstað. Inter hefur unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum og haldið fjórum sinnum hreinu í þessum leikjum. Um síðustu helgi vann Inter 3-1 sigur á Lazio þar sem Lukaku fór mikinn. Á meðan tapaði Milan óvænt fyrir nýliðum Spezia, 2-0. Milan hefur tapað þremur leikjum á þessu ári eftir að hafa verið ósigrað í fyrstu fimmtán leikjum sínum í ítölsku deildinni á tímabilinu. Inter getur alfarið einbeitt sér að deildinni heima fyrir á meðan Milan er í Evrópudeildinni. Á fimmtudaginn gerði liðið 2-2 jafntefli við Rauðu stjörnuna í fyrri leiknum í 32-liða úrslitum keppninnar. Seinni leikurinn er næsta fimmtudag og á sunnudaginn þar á eftir mætir Milan Roma. Þetta mikla leikjaálag hjá Milan gæti sagt til sín, sérstaklega á meðan dagskráin hjá Inter er ekki jafn þéttskipuð. Leikur Milan og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur. Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sjá meira
Juventus hefur orðið ítalskur meistari níu sinnum í röð en margt bendir til þess að valdaskipti verði í vor og bikarinn flytji lögheimili sitt til Mílanó. Inter og Milan eru nefnilega tvö efstu lið ítölsku úrvalsdeildarinnar. Inter er á toppnum með fimmtíu stig, einu stigi á undan Milan. Roma er í 3. sætinu með 43 stig og Juventus í því fjórða með 42 stig en á leik til góða. Áratugur er síðan Mílanó-liðin enduðu í tveimur efstu sætum ítölsku úrvalsdeildarinnar. Tímabilið 2010-11 varð Milan meistari, fékk sex stigum meira en Inter sem hafði orðið meistari fimm ár í röð þar á undan. Leikurinn á San Siro í dag einnig mikla þýðingu að því leyti að ef liðin verða jöfn að stigum í lok tímabils ræður innbyrðis árangur hvort þeirra verður ofar. Zlatan Ibrahimovic gerði gæfumuninn í fyrri deildarleik liðanna en hann skoraði bæði mörk Milan í 1-2 sigri. Fyrra markið kom þegar hann fylgdi eftir eigin vítaspyrnu sem Samir Handanovic varði og það síðara eftir frábæra skyndisókn Milan. Romelu Lukaku minnkaði muninn fyrir Inter úr víti. Zlatan kom líka mikið við sögu í bikarleik Inter og Milan fyrir nokkrum vikum. Hann kom Milan yfir með marki úr vítaspyrnu í fyrri hálfleik og var svo rekinn af velli í byrjun þess seinni þegar hann fékk sitt annað gula spjald fyrir brot á Aleksandar Kolarov. Fyrra gula spjaldið fékk Zlatan eftir að þeir Lukaku hnakkrifust skömmu fyrir hálfleik. Fyrrverandi samherjarnir hjá Manchester United nudduðu höfðum saman eins og reiðir hrútar og létu ýmis miður falleg ummæli falla. Inter nýtti sér liðsmuninn eftir brottrekstur Zlatans. Lukaku jafnaði í 1-1 úr víti á 71. mínútu og í uppbótartíma skoraði Christian Eriksen sigurmark Inter með frábæru skoti beint úr aukaspyrnu. Inter hefur verið á góðu skriði að undanförnu á meðan Milan hefur hikstað. Inter hefur unnið fjóra af síðustu fimm deildarleikjum sínum og haldið fjórum sinnum hreinu í þessum leikjum. Um síðustu helgi vann Inter 3-1 sigur á Lazio þar sem Lukaku fór mikinn. Á meðan tapaði Milan óvænt fyrir nýliðum Spezia, 2-0. Milan hefur tapað þremur leikjum á þessu ári eftir að hafa verið ósigrað í fyrstu fimmtán leikjum sínum í ítölsku deildinni á tímabilinu. Inter getur alfarið einbeitt sér að deildinni heima fyrir á meðan Milan er í Evrópudeildinni. Á fimmtudaginn gerði liðið 2-2 jafntefli við Rauðu stjörnuna í fyrri leiknum í 32-liða úrslitum keppninnar. Seinni leikurinn er næsta fimmtudag og á sunnudaginn þar á eftir mætir Milan Roma. Þetta mikla leikjaálag hjá Milan gæti sagt til sín, sérstaklega á meðan dagskráin hjá Inter er ekki jafn þéttskipuð. Leikur Milan og Inter hefst klukkan 14:00 í dag og verður sýndur beint á Stöð 2 Sport 4. Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn, Serie A, er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. Serie A er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði en einnig má kaupa útsendingar sem stakan viðburð á 990 krónur.
Ítalski boltinn Mest lesið Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fótbolti Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Fótbolti Nú verður hægt að „drekka“ íslensku dæturnar Sport Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fótbolti Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Fótbolti Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Íslenski boltinn Í kapphlaupi við tímann en heldur í vonina: „Þetta var áfall“ Handbolti Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Fótbolti Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Fótbolti LeBron hafði ekki upplifað þetta síðan hann var níu ára Körfubolti Fleiri fréttir Þetta gæti verið upphafið að einhverju stóru Eftirmaður Heimis Hallgrímssonar hættur Sviptur fyrirliðabandinu fyrir að hunsa stuðningsmenn Heimir sagði Ronaldo að hann væri himinlifandi með þetta Siggi Raggi fann sláandi tölfræði um íslenska karlalandsliðið Fara loksins inn í íbúðina sem þau keyptu fyrir tveimur árum Rekin eftir að hafa orðið valdur að ógildingu Maradona-réttarhaldanna Curacao tók HM-metið af Íslandi í nótt Fyrirliði Skota hugsaði um Jota allan daginn fyrir eitt besta kvöld lífsins Velsk sýning og Austurríki á HM í fyrsta sinn síðan 1998 Skotar á HM í fyrsta sinn í 28 ár Óttast að Gabriel verði frá fram á næsta ár Árni Snær áfram milli stanganna hjá Stjörnunni Þriggja marka tap og strákarnir úr leik Reynir að lægja öldurnar eftir stórsjó ævisögunnar Sæti á HM 2026 í boði á Hampden Park í kvöld Sýna frá ræðu Arnars eftir að HM draumurinn varð að engu Danir skjálfa á beinunum: Óttast klúður í kvöld Ronaldo hittir Trump í dag Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sjá meira