Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta komið fram Sunna Sæmundsdóttir skrifar 19. febrúar 2021 15:15 Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur birt í samráðsgátt stjórnvalda frumvarp um afglæpavæðingu neysluskammta fíkniefna. vísir/Vilhelm Frumvarp heilbrigðisráðherra um afglæpavæðingu neysluskammta var birt í samráðsgátt stjórnvalda í dag. Í því er lagt til að kaup og varsla á takmörkuðu magni af fíkniefnum til eigin nota verði heimiluð. Samkvæmt frumvarpinu verða stærðir og tegundir leyfilegra neysluskammt útfærðar í reglugerð. Í greinargerð segir að fíkniefnamarkaðurinn sé síbreytilegur og því sé brýnt að geta brugðist við og bætt við efnum án þess að til lagabreytinga þurfi að koma. Lagt er til að sett verði á laggirnar notendasamráð þar sem fulltrúar velferðarþjónustu, lögreglunnar, heilbrigðisráðuneytis og frjálsra félagasamtaka munu eiga sæti. Ráðinu verður gert að leggja mat á og gera tillögur um hvaða magn fíkniefna getur talist til eigin nota samkvæmt lögunum. Í greinargerð frumvarpsins er vísað í tölfræði frá lögreglunni um að á árunum 2005 til 2018 hafi verið framin 26.807 fíkniefnabrot hér á landi. Þar af voru 19.689 brot vegna vörslu og meðferðar fíkniefna. Það gerir 73 prósent allra fíkniefnabrota og í greinargerð segir að sú tali muni líklega lækka umtalsvert verði frumvarpið samþykkt. Langflest skráð fíkniefnabrot lögreglu á liðnum árum eru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna.vísir/Vilhelm Frumvarpið byggir að hluta á fyrri frumvörpum Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, um sama efni og einnig er stuðst við umsagnir sem bárust um þau. Í greinargerð segir að það sé stefna stjórnvalda að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna. Leggja eigi fremur áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um neyslurými og sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu að samþykkt á frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta myndi greiða fyrir rekstri á þeirri starfsemi. Alþingi Heilbrigðismál Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira
Samkvæmt frumvarpinu verða stærðir og tegundir leyfilegra neysluskammt útfærðar í reglugerð. Í greinargerð segir að fíkniefnamarkaðurinn sé síbreytilegur og því sé brýnt að geta brugðist við og bætt við efnum án þess að til lagabreytinga þurfi að koma. Lagt er til að sett verði á laggirnar notendasamráð þar sem fulltrúar velferðarþjónustu, lögreglunnar, heilbrigðisráðuneytis og frjálsra félagasamtaka munu eiga sæti. Ráðinu verður gert að leggja mat á og gera tillögur um hvaða magn fíkniefna getur talist til eigin nota samkvæmt lögunum. Í greinargerð frumvarpsins er vísað í tölfræði frá lögreglunni um að á árunum 2005 til 2018 hafi verið framin 26.807 fíkniefnabrot hér á landi. Þar af voru 19.689 brot vegna vörslu og meðferðar fíkniefna. Það gerir 73 prósent allra fíkniefnabrota og í greinargerð segir að sú tali muni líklega lækka umtalsvert verði frumvarpið samþykkt. Langflest skráð fíkniefnabrot lögreglu á liðnum árum eru vegna vörslu og meðferðar fíkniefna.vísir/Vilhelm Frumvarpið byggir að hluta á fyrri frumvörpum Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, um sama efni og einnig er stuðst við umsagnir sem bárust um þau. Í greinargerð segir að það sé stefna stjórnvalda að meðhöndla eigi vanda vímuefnanotenda í heilbrigðiskerfinu fremur en dómskerfinu. Í stjórnarsáttmála ríkisstjórnarinnar er kveðið á um að snúa þurfi af braut harðra refsinga fyrir neyslu fíkniefna. Leggja eigi fremur áherslu á forvarnir og lýðheilsu. Heilbrigðisráðherra staðfesti í vikunni reglugerð um neyslurými og sagði Heiða Björg Hilmisdóttir, formaður velferðarráðs Reykjavíkurborgar, í samtali við fréttastofu að samþykkt á frumvarpi um afglæpavæðingu neysluskammta myndi greiða fyrir rekstri á þeirri starfsemi.
Alþingi Heilbrigðismál Fíkn Ríkisstjórn Katrínar Jakobsdóttur Mest lesið „Ísland þarf að vakna“ Innlent Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Innlent „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Innlent Breytingar á kvöldfréttum Sýnar Innlent Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Innlent Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Innlent Segist ætla að stöðva allan aðflutning fólks frá „þriðja heims ríkjum“ Erlent Flensan orðin að faraldri Innlent Fleiri fréttir „Verður svona þjóðhátíðarstemmning nema bara margföld“ Flensan orðin að faraldri Nú má heita Jörvaldi, Aþanasíus, Fjörður, Ai, Kalix og Ríma Flensufaraldur skollinn á og styttist í sólmyrkvann mikla Bein útsending: Aðferðir til að líða sem best í skammdeginu Nýju sánurnar opnaðar á sögulegum degi í Vesturbænum Skipa stýri- og aðgerðahóp vegna almyrkvans en eiga ekki fyrir verkefnastjóra Snjókoma í vændum og kuldinn bítur í kinnar Breytingar á kvöldfréttum Sýnar „Það er enginn að banna konum að vera heima“ Einhleypir líklegri til að leggja sig á daginn Jói Fel ekki meðal umsækjenda á Litla-Hrauni Álitin annars flokks prestur því hún var vígð í Noregi Handtóku konu sem ekið var um á húddi bifreiðar „Ísland þarf að vakna“ Kirkjan skuldar Kristni ekki eftir allt saman Endurheimtu rándýrar myndavélar eftir nafnlausa ábendingu Langþráð nýtt líf Helguvíkur í boði NATO Heiðar mætir með Dreka í nýja olíuleit Útgjöld Íslands til varnarmála duga til – í bili Helgi Magnús um viðbrögð Evu: „Þetta er ekki fótboltaleikur“ Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Gefur út lag með látnum vini sínum og heimsókn Rutte Farbannið framlengt Skoða framtíðarnýtingu Vífilsstaða Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Lýsti Íslandi sem „augum og eyrum“ Nató Sjá meira