Segir Armie Hammer hafa „merkt sig“ og dreift nektarmyndum í óleyfi Sylvía Hall skrifar 21. febrúar 2021 20:03 Armie Hammer. Getty/Patrick McMullan Áhrifavaldurinn og háskólaneminn Paige Lorenze segir leikarann Armie Hammer hafa rist upphafsstaf sinn við lífbein hennar og síðar sleikt blóðið í burtu. Lorenze, sem var kærasta Hammer undir lok síðasta árs, hefur áður greint frá því að hann hafi dreift nektarmyndum af henni án hennar leyfis. Styr hefur staðið um leikarann í ár eftir að skjáskot af skilaboðum frá honum fóru í dreifingu á netinu. Skilaboðin áttu að hafa verið send á konur sem hann var ýmist að hitta eða í samskiptum við, og sagðist hann þar vilja „drekka úr þeim blóðið“ og kvaðst vera mannæta. Þá sagðist hann eiga konurnar. ⚠️⚠️⚠️⚠️⚠️ pic.twitter.com/IjsCA2T06H— TIMES UP🖤 (@timesupmetooAH) January 29, 2021 Í kjölfarið steig kona fram sem átti í ástarsambandi við leikarann á meðan hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers. Sagði hún leikarann hafa haldið við margar konur á sama tíma, sagt þeim að hann væri ástfanginn af þeim og beðið þær um að bíða þar til skilnaður hans og Chambers færi í gegn. Með tímanum hefði hegðun hans orðið ofbeldsfyllri og hann farið að tala um hluti á borð við mannát, blóðdrykkju og fleira í þeim dúr. Hann hafi litið svo á að konurnar væru eign hans. Hefði átt að vita að henni þætti þetta óþægilegt Lorenze, sem er 23 ára gömul, sagði í viðtali við Dr. Oz að Hammer hefði rist upphafsstafinn á líkama hennar á meðan hún var bundin. Hann hafi spurt hana um leyfi, en hófst handa við að rista stafinn áður en hún fékk færi á að svara. View this post on Instagram A post shared by P (@paigelorenze) Benti hún á aldursmuninn þeirra á milli, sem er tólf ár, og sagði hann hafa verið í augljósri valdastöðu gagnvart henni. Hún hafi viljað gera honum til geðs á þessum tíma og hann hefði mátt vita að henni þætti þetta óþægilegt. Lorenze greindi sjálf frá því á Twitter í janúar að Hammer væri að deila nektarmyndum af henni án hennar vitundar. Hún hefði aldrei gefið honum leyfi til, enda vissi hún ekki af myndunum, og frétti af dreifingunni í gegnum þriðja aðila. AH sharing photos of me I didn’t even know existed with people online, without my permission or knowledge. Disgusting, violating and quite frankly unacceptable. pic.twitter.com/CTaIrvHfJr— Paige Lorenze (@paigelorenze) January 24, 2021 „AH að deila myndum af mér sem ég vissi ekki að væru til með fólki á netinu, án míns leyfis eða vitundar. Ógeðslegt, meiðandi og í raun óásættanlegt,“ skrifaði Lorenze. Þá hefur hún áður sagt leikarann hafa geymt gínur í kjallaranum sínum þar sem hann æfði sig í því að binda hnúta og hann hafi verið með þráhyggju fyrir „kjöti, beinum og æðum“. Hammer hefur ekki enn tjáð sig um ásakanir Lorenze, en hvað varðar upphaflegu skjáskotin sagðist hann ekki ætla að tjá sig um „fáránlegar fullyrðingar“ og árásir gagnvart persónu sinni. Sagðist hann sjálfur hafa sagt sig frá verkefnum vegna málsins. Hollywood MeToo Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira
Styr hefur staðið um leikarann í ár eftir að skjáskot af skilaboðum frá honum fóru í dreifingu á netinu. Skilaboðin áttu að hafa verið send á konur sem hann var ýmist að hitta eða í samskiptum við, og sagðist hann þar vilja „drekka úr þeim blóðið“ og kvaðst vera mannæta. Þá sagðist hann eiga konurnar. ⚠️⚠️⚠️⚠️⚠️ pic.twitter.com/IjsCA2T06H— TIMES UP🖤 (@timesupmetooAH) January 29, 2021 Í kjölfarið steig kona fram sem átti í ástarsambandi við leikarann á meðan hann var giftur fyrrverandi eiginkonu sinni Elizabeth Chambers. Sagði hún leikarann hafa haldið við margar konur á sama tíma, sagt þeim að hann væri ástfanginn af þeim og beðið þær um að bíða þar til skilnaður hans og Chambers færi í gegn. Með tímanum hefði hegðun hans orðið ofbeldsfyllri og hann farið að tala um hluti á borð við mannát, blóðdrykkju og fleira í þeim dúr. Hann hafi litið svo á að konurnar væru eign hans. Hefði átt að vita að henni þætti þetta óþægilegt Lorenze, sem er 23 ára gömul, sagði í viðtali við Dr. Oz að Hammer hefði rist upphafsstafinn á líkama hennar á meðan hún var bundin. Hann hafi spurt hana um leyfi, en hófst handa við að rista stafinn áður en hún fékk færi á að svara. View this post on Instagram A post shared by P (@paigelorenze) Benti hún á aldursmuninn þeirra á milli, sem er tólf ár, og sagði hann hafa verið í augljósri valdastöðu gagnvart henni. Hún hafi viljað gera honum til geðs á þessum tíma og hann hefði mátt vita að henni þætti þetta óþægilegt. Lorenze greindi sjálf frá því á Twitter í janúar að Hammer væri að deila nektarmyndum af henni án hennar vitundar. Hún hefði aldrei gefið honum leyfi til, enda vissi hún ekki af myndunum, og frétti af dreifingunni í gegnum þriðja aðila. AH sharing photos of me I didn’t even know existed with people online, without my permission or knowledge. Disgusting, violating and quite frankly unacceptable. pic.twitter.com/CTaIrvHfJr— Paige Lorenze (@paigelorenze) January 24, 2021 „AH að deila myndum af mér sem ég vissi ekki að væru til með fólki á netinu, án míns leyfis eða vitundar. Ógeðslegt, meiðandi og í raun óásættanlegt,“ skrifaði Lorenze. Þá hefur hún áður sagt leikarann hafa geymt gínur í kjallaranum sínum þar sem hann æfði sig í því að binda hnúta og hann hafi verið með þráhyggju fyrir „kjöti, beinum og æðum“. Hammer hefur ekki enn tjáð sig um ásakanir Lorenze, en hvað varðar upphaflegu skjáskotin sagðist hann ekki ætla að tjá sig um „fáránlegar fullyrðingar“ og árásir gagnvart persónu sinni. Sagðist hann sjálfur hafa sagt sig frá verkefnum vegna málsins.
Hollywood MeToo Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Fleiri fréttir Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Grunaður um að verða mæðgum að bana Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Draga sig úr Alþjóðasakamáladómstólnum fyrir heimsókn Netanjahú Kvarta sáran yfir vopnakaupum Evrópu Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Fjölga flugmóðurskipum og herþotum í Mið-Austurlöndum Skoða kostnaðinn við yfirtöku Grænlands Loka síðasta kolaorkuveri Finnlands Demókratar unnu dýrustu dómarakosningar Bandaríkjanna Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Talaði í 25 tíma og sló Bandaríkjamet Lýsa yfir vikulangri þjóðarsorg Regnbogafánar bannaðir í skólum og ríkisstofnunum Færri ánægðir með Trump og efnahagsmálin Sakar Rússa um tugi þúsunda stríðsglæpa „Ekki að grínast“ um þriðja kjörtímabilið Einn sagður hafa drepið hina tvo Hafa enn ekki náð utan um skaðann í Mjanmar ESB sagt íhuga að útvatna loftslagsmarkmið sín Morð í Svíþjóð ekki eins fá í áratug Le Pen sakfelld fyrir fjársvik og bannað að bjóða sig fram til forseta Fordæma árás á sjúkraliða Þrír fundust látnir í Noregi „Margir sem ég þekki hafa þurft að yfirgefa heimili sín“ Trump „mjög reiður“ út í Pútín Þýsk geimflaug hrapaði eftir hálfa mínútu Erfitt að átta sig á áformum Trumps „Sonur minn hjálpar mér að halda áfram“ Sjá meira