„Við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði“ Kristín Ólafsdóttir skrifar 23. febrúar 2021 22:20 Þórólfur Guðnason, sóttvarnalæknir. Vísir/Vilhelm Tilslakanir á sóttvarnareglum sem taka gildi á morgun miða helst að því að rýmka til fyrir ýmissi atvinnustarfsemi, að sögn sóttvarnalæknis. Enn sé mesta hættan á kórónuveirusmiti þar sem áfengi er haft um hönd og því er til dæmis áfengissala óheimil í hléi, sem skipuleggjendur viðburða mega koma aftur á frá og með morgundeginum. Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð úr 20 í 50 á morgun. Þá mega allt að 200 vera viðstaddir hina ýmsu viðburði með eins metra nándarmörkum, að uppfylltum skilyrðum. Leyfilegur hámarksfjöldi á veitingastöðum verður 50 manns og afgreiðslutími lengdur um klukkutíma, eða til klukkan 23. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi tilslakanirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að talsvert hefði verið kallað eftir því að rýmkað yrði til fyrir sviðslistum. Tilslakanirnar tækju helst til atvinnustarfsemi en stjórnvöld væru „íhaldssamari“ í garð partístands. „Þetta er náttúrulega atvinnustarfsemi sem við þurfum að hugsa til, frekar heldur en einhvers þar sem fólk er að gera sér glaðan dag. Við þurfum aðeins að halda í með það, því við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði akkúrat við slíkar aðstæður, á krám, í veislum og partíum þar sem fólk passaði sig ekki nóg.“ Ekkert á móti áfengi, þannig séð Með nýju reglugerðinni verður heimilt að hafa hlé á viðburðum, til dæmis í leikhúsi og í bíó, en ekki verður þó heimilt að selja áfengi. Þórólfur kvaðst hafa mestar áhyggjur af því að fólk gerði mistök í sóttvörnum þegar áfengi er haft um hönd. „Ég hef ekkert á móti áfengi þannig séð en ég held að það sé nokkuð ljóst, og við höfum séð það í gegnum allan faraldurinn, að þar sem áfengi er haft um hönd þar er mesta hættan á smiti og þar hafa mestu smitin verið oft og tíðum. Og ég held að það sé nokkuð ljóst, og það þarf ekki neinn snilling til að sjá það fyrir sér, að menn eru ekkert að passa sig voða mikið þar sem áfengi er haft um hönd.“ Þá sýndist Þórólfi að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði farið eftir tillögum hans í grundvallaratriðum. „Það er þannig að þegar ég kem með mínar tillögur er ekki endilega víst að það sé svo auðvelt að útfæra þær í ljósi annarra reglna og reglugerða. Þannig að auðvitað getur alltaf verið einhver blæbrigðamunur á því og maður er ekkert að kippa sér upp við það,“ sagði Þórólfur. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. 23. febrúar 2021 18:30 Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Ríkisstjórnin ákvað á fundi sínum í dag að fjöldamörk samkomubanns yrðu hækkuð úr 20 í 50 á morgun. Þá mega allt að 200 vera viðstaddir hina ýmsu viðburði með eins metra nándarmörkum, að uppfylltum skilyrðum. Leyfilegur hámarksfjöldi á veitingastöðum verður 50 manns og afgreiðslutími lengdur um klukkutíma, eða til klukkan 23. Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir ræddi tilslakanirnar í þættinum Reykjavík síðdegis á Bylgjunni í dag. Hann sagði að talsvert hefði verið kallað eftir því að rýmkað yrði til fyrir sviðslistum. Tilslakanirnar tækju helst til atvinnustarfsemi en stjórnvöld væru „íhaldssamari“ í garð partístands. „Þetta er náttúrulega atvinnustarfsemi sem við þurfum að hugsa til, frekar heldur en einhvers þar sem fólk er að gera sér glaðan dag. Við þurfum aðeins að halda í með það, því við vitum hvernig þriðja bylgjan byrjaði. Hún byrjaði akkúrat við slíkar aðstæður, á krám, í veislum og partíum þar sem fólk passaði sig ekki nóg.“ Ekkert á móti áfengi, þannig séð Með nýju reglugerðinni verður heimilt að hafa hlé á viðburðum, til dæmis í leikhúsi og í bíó, en ekki verður þó heimilt að selja áfengi. Þórólfur kvaðst hafa mestar áhyggjur af því að fólk gerði mistök í sóttvörnum þegar áfengi er haft um hönd. „Ég hef ekkert á móti áfengi þannig séð en ég held að það sé nokkuð ljóst, og við höfum séð það í gegnum allan faraldurinn, að þar sem áfengi er haft um hönd þar er mesta hættan á smiti og þar hafa mestu smitin verið oft og tíðum. Og ég held að það sé nokkuð ljóst, og það þarf ekki neinn snilling til að sjá það fyrir sér, að menn eru ekkert að passa sig voða mikið þar sem áfengi er haft um hönd.“ Þá sýndist Þórólfi að Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra hefði farið eftir tillögum hans í grundvallaratriðum. „Það er þannig að þegar ég kem með mínar tillögur er ekki endilega víst að það sé svo auðvelt að útfæra þær í ljósi annarra reglna og reglugerða. Þannig að auðvitað getur alltaf verið einhver blæbrigðamunur á því og maður er ekkert að kippa sér upp við það,“ sagði Þórólfur.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Tengdar fréttir Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. 23. febrúar 2021 18:30 Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55 Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27 Mest lesið Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Innlent Ók á ljósastaur við Grensásveg Innlent Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Innlent Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Innlent Tryggja þróunarríkjum 42 billjónir á ári með samkomulagi á COP29 Erlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Vaktin: Eldgos hafið á ný og bílastæðaplan Bláa lónsins nú undir hrauni Innlent Fleiri fréttir Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Sjá meira
Fagnaðarlæti brutust út í Hörpu Fimmtíu manns mega koma saman samkvæmt tilslökunum á samkomubanni sem taka gildi á morgun. Allt að tvö hundruð mega sækja menningar- og íþróttaviðburði þar sem eins metra regla verður í gildi. 23. febrúar 2021 18:30
Svandís aftur komin í náðina hjá veitingamönnum Breytingarnar á samkomubanni sem kynntar voru í dag falla afar vel í kramið meðal veitingamanna. 23. febrúar 2021 13:55
Eigandi The English Pub stefnir ríkinu vegna sóttvarnaaðgerða Eigandi krárinnar The English Pub hefur stefnt ríkinu á þeim forsendum að ekki hafi mátt loka staðnum í samkomubanni samkvæmt þágildandi sóttvarnareglum. Hann fer fram á skaðabætur og segir ekkert réttlæta að veitingastaðir hafi verið opnir í faraldrinum en barir lokaðir. 15. febrúar 2021 23:27