Woods með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 07:07 Frá vettvangi slyssins í gær. Getty/Wally Skalij Golfstjarnan Tiger Woods er með meðvitund og bregst við áreiti eftir aðgerð sem hann undirgekkst í gærkvöld eftir að hafa slasast alvarlega í bílslysi í Los Angeles. Hinn 45 ára gamli Woods, sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferlinum, var einn í bíl sínum þegar hann lenti í árekstri við annan. Bíllinn skemmdist mikið og þurfti að beita klippum til að ná honum út. Í yfirlýsingu frá aðstandendum hans í gærkvöldi kom fram að hann hefði hlotið alvarlega áverka á hægri fæti og var hann strax settur í aðgerð. Einn af lögreglumönnunum sem komu fyrstir á vettvang hefur sagt að Woods sé heppinn að vera á lífi miðað við aðkomuna á slysstað. Woods hafi ekki getað staðið í lappirnar en hann hafi verið rólegur og skýr þegar hann sagði til nafns. Tiger Woods er ein skærasta golfstjarna heims.Getty/Jamie Squire Alex Villanueva, yfirmaður lögreglunnar í LA, segir ýmislegt benda til þess að Woods hafi ekið yfir hámarkshraða. Slys séu hins vegar ekki óalgeng á þessu svæði þar sem ökumenn eru á leið niður af hæð og þurfa að taka margar krappar beygjur. Villanueva segir Woods hafa ekið á gangstéttarbrún, tré og svo hefði bíllinn oltið nokkrum sinnum. Þá hefðu ekki verið nein ummerki um áfengis- eða vímuefnaneyslu. Woods glímdi við verkjalyfjafíkn á árum áður vegna krónískra meiðsla í baki. Í janúar á þessu ári gekkst hann undir sína fimmtu bakaðgerð og er það ástæða þess að hann hefur ekkert keppt undanfarið. Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira
Hinn 45 ára gamli Woods, sem hefur unnið fimmtán stórmót á ferlinum, var einn í bíl sínum þegar hann lenti í árekstri við annan. Bíllinn skemmdist mikið og þurfti að beita klippum til að ná honum út. Í yfirlýsingu frá aðstandendum hans í gærkvöldi kom fram að hann hefði hlotið alvarlega áverka á hægri fæti og var hann strax settur í aðgerð. Einn af lögreglumönnunum sem komu fyrstir á vettvang hefur sagt að Woods sé heppinn að vera á lífi miðað við aðkomuna á slysstað. Woods hafi ekki getað staðið í lappirnar en hann hafi verið rólegur og skýr þegar hann sagði til nafns. Tiger Woods er ein skærasta golfstjarna heims.Getty/Jamie Squire Alex Villanueva, yfirmaður lögreglunnar í LA, segir ýmislegt benda til þess að Woods hafi ekið yfir hámarkshraða. Slys séu hins vegar ekki óalgeng á þessu svæði þar sem ökumenn eru á leið niður af hæð og þurfa að taka margar krappar beygjur. Villanueva segir Woods hafa ekið á gangstéttarbrún, tré og svo hefði bíllinn oltið nokkrum sinnum. Þá hefðu ekki verið nein ummerki um áfengis- eða vímuefnaneyslu. Woods glímdi við verkjalyfjafíkn á árum áður vegna krónískra meiðsla í baki. Í janúar á þessu ári gekkst hann undir sína fimmtu bakaðgerð og er það ástæða þess að hann hefur ekkert keppt undanfarið.
Golf Bandaríkin Bílslys Tigers Woods Mest lesið Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Fótbolti Dukic harðorður gagnvart CrossFit: Fyrirtæki sem virðir ekki mannslíf Sport Eina félagið án útlendinga: „Þurfum vettvang fyrir unga leikmenn“ Körfubolti Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Fótbolti „Margir með konur en eru kannski einir í útlöndum“ Körfubolti Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Fótbolti Missti stjórn á sér og gaf stig: „Veit að þetta er ekki mjög sænsk hegðun“ Sport Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Enski boltinn Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Enski boltinn Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Íslenski boltinn Fleiri fréttir McIlroy skaut niður dróna „Orðinn þreyttur á Venna strax á fyrstu holu“ McIlroy kemur „úr felum“ eftir óvenjulegar æfingabúðir Golfstjarnan mætti á upp svið með Trump Kylfingur blindur á auga eftir golfbolta Hundur hljóp inn á og stal golfkúlu Bales Sigurður sótti silfur fyrstur Íslendinga til Makaó: „Rosalega stoltur“ Íslendingur efstur í Arkansas: „Hann er nýnemi!“ Sjá meira