Borgaði fyrir alla hina á veitingastaðnum Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 24. febrúar 2021 12:31 John Harbaugh er vel stæður maður og hefur þjálfað lengi í NFL-deildinni. Getty/Patrick Smith NFL-þjálfarinn John Harbaugh var mjög raunsarlegur þegar hann fór út að borða í gærkvöldi. Bandarískir fjölmiðlar segja frá rausnarskap þjálfara Baltimore Ravens liðsins þótt að hann sjálfur hafi ekki vilja gera mikið úr því. John Harbaugh hefur þjálfað Baltimore Ravens liðið frá árinu 2008 og var því að klára sitt þrettánda tímabil með félaginu í síðasta mánuði. Harbaugh fór út að borða á sjávarréttarstaðnum Jimmy's Seafood Restaurant í gærkvöldi. Sjónvarpsstöðin WJZ-TV í Baltimore sagði frá því að John Harbaugh hafi þar borgað fyrir alla sem borðuðu á staðnum á sama tíma og hann. Reikningurinn er sagður hafa verið upp á að minnsta kosti tvö þúsund Bandaríkjadali eða meira en 255 þúsund íslenskar krónur. It's on me: John Harbaugh pays entire restaurant tab https://t.co/iU0ZAkLqa1— Jamison Hensley (@jamisonhensley) February 24, 2021 ESPN sagði frá þessu og hafði samband við þjálfarann. Hann sagði að eiginkonan hafi átt hugmyndina að þessu. „Þetta var hundrað prósent hugmynd frá Ingrid,“ sagði John Harbaugh við ESPN. Alls voru sjö fjölskyldur að borða á staðnum þegar John Harbaugh fór og gerði upp alla reikningana. Hann gaf sér einnig tíma til að sitja fyrir á myndum með öllum sem vildu. Eigandi Jimmy's Seafood hefur unnið frábært starf í kórónuveirufaraldrinum og safnað meira 430 þúsund dölum fyrir bari og veitingastaði í Baltimore sem hafa verið í vandræðum vegna heimsfaraldursins. Customers at Jimmy's Famous Seafood got quite the surprise Tuesday night! Baltimore Ravens Head Coach John Harbaugh, who was out to dinner, took pictures with each person who asked, and picked up everyone's tab in the room! https://t.co/NITnKBebiM— WJZ | CBS Baltimore (@wjz) February 24, 2021 John sagðist kallaði hann hetju og sagðist hafa valið veitingastaðinn hans vegna þess. Undir stjórn John Harbaugh þá hefur Baltimore Ravens unnuð 129 leiki en tapað 79 í deildarkeppninni en sigrarnir eru ellefu í úrslitakeppninni. Hann gerði liðið að NFL-meisturum í febrúar 2013 en þrátt fyrir að vera með mjög frambærilegt lið þá hafa Ravens menn aðeins unnið einn leik í úrslitakeppninni undanfarin þrjú tímabil. John Harbaugh er einn launahæsti þjálfari NFL-deildarinnar með um sjö milljónir dollara fyrir tímabilið eða réttar tæpar níu hundruð milljónir króna. NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira
John Harbaugh hefur þjálfað Baltimore Ravens liðið frá árinu 2008 og var því að klára sitt þrettánda tímabil með félaginu í síðasta mánuði. Harbaugh fór út að borða á sjávarréttarstaðnum Jimmy's Seafood Restaurant í gærkvöldi. Sjónvarpsstöðin WJZ-TV í Baltimore sagði frá því að John Harbaugh hafi þar borgað fyrir alla sem borðuðu á staðnum á sama tíma og hann. Reikningurinn er sagður hafa verið upp á að minnsta kosti tvö þúsund Bandaríkjadali eða meira en 255 þúsund íslenskar krónur. It's on me: John Harbaugh pays entire restaurant tab https://t.co/iU0ZAkLqa1— Jamison Hensley (@jamisonhensley) February 24, 2021 ESPN sagði frá þessu og hafði samband við þjálfarann. Hann sagði að eiginkonan hafi átt hugmyndina að þessu. „Þetta var hundrað prósent hugmynd frá Ingrid,“ sagði John Harbaugh við ESPN. Alls voru sjö fjölskyldur að borða á staðnum þegar John Harbaugh fór og gerði upp alla reikningana. Hann gaf sér einnig tíma til að sitja fyrir á myndum með öllum sem vildu. Eigandi Jimmy's Seafood hefur unnið frábært starf í kórónuveirufaraldrinum og safnað meira 430 þúsund dölum fyrir bari og veitingastaði í Baltimore sem hafa verið í vandræðum vegna heimsfaraldursins. Customers at Jimmy's Famous Seafood got quite the surprise Tuesday night! Baltimore Ravens Head Coach John Harbaugh, who was out to dinner, took pictures with each person who asked, and picked up everyone's tab in the room! https://t.co/NITnKBebiM— WJZ | CBS Baltimore (@wjz) February 24, 2021 John sagðist kallaði hann hetju og sagðist hafa valið veitingastaðinn hans vegna þess. Undir stjórn John Harbaugh þá hefur Baltimore Ravens unnuð 129 leiki en tapað 79 í deildarkeppninni en sigrarnir eru ellefu í úrslitakeppninni. Hann gerði liðið að NFL-meisturum í febrúar 2013 en þrátt fyrir að vera með mjög frambærilegt lið þá hafa Ravens menn aðeins unnið einn leik í úrslitakeppninni undanfarin þrjú tímabil. John Harbaugh er einn launahæsti þjálfari NFL-deildarinnar með um sjö milljónir dollara fyrir tímabilið eða réttar tæpar níu hundruð milljónir króna.
NFL Mest lesið Kallaði dómarann tík og rúmlega það Körfubolti Verstappen áfram hjá Red Bull Formúla 1 Atli og Eiður í KR Fótbolti Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Fótbolti Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Sport Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Fótbolti Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Fótbolti Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Fótbolti Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Enski boltinn Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Enski boltinn Fleiri fréttir Kallaði dómarann tík og rúmlega það Verstappen áfram hjá Red Bull Atli og Eiður í KR Chicago Bears leita nýrra leiða til að tapa leikjum Syrtir í álinn hjá Frey og félögum Real Madrid ekki í neinum vandræðum með Leganés Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad LaMelo Ball í 50-stiga klúbbinn Steve Cooper látinn taka pokann sinn hjá Leicester Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Sædís tvöfaldur meistari í fyrstu tilraun Hákon mættur aftur til leiks Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Jafnað í blálokin í uppgjöri Keflvíkinga í Hollandi Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ Amanda lagði upp í dýrmætum sigri og Kolbeinn nær toppnum Hófí Dóra lauk gráðu í líftækni og vann svo fyrsta mót í Finnlandi Björgvin aftur í Breiðholtið ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Framarar sótt fjóra bita í næstu deild Áður óbirt efni frá heimsókn landsliðsins í vinsælasta þátt Bandaríkjanna Ætla flokkarnir að reisa ný heimili fyrir landsliðin? Verstappen heimsmeistari fjórða árið í röð „Hefurðu enga sómakennd?“ Hefur Ben Simmons náð botninum? Dagskráin í dag: Bland í poka úr ýmsum áttum Fangelsisdómur hangir yfir höfði Haaland Ótrúlegasta stoðsending tímabilsins strax í nóvember Sjá meira