Aðeins 36 áhorfendur mega vera á leikjum kvöldsins Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 24. febrúar 2021 15:21 Áfram verður tómlegt um að litast á áhorfendapöllum íþróttahúsanna í kvöld. vísir/vilhelm Liðin sem eiga heimaleiki í Domino's deild kvenna í körfubolta í kvöld geta ekki tekið á móti tvö hundruð áhorfendum. Enn á eftir að útfæra leiðbeiningar til að það verði hægt. Þó mega tæplega fjörutíu manns mæta á leiki kvöldsins. Meðal þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á samkomutakmörkunum er að áhorfendur á íþróttaviðburði verða leyfðir á ný. Tvö hundruð manns mega mæta á íþróttaviðburði að því gefnu að hægt sé að tryggja að fólk sé í sætum og eins metra fjarlægð sé á milli óskildra aðila. Þá þarf fólk að vera með grímu. Stutt er síðan reglugerðin var gefin út, of stutt til að hægt verði að útbúa leiðbeiningar til að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á leikjum kvöldsins. Vonast er til að KKÍ og HSÍ nái að klára leiðbeiningarnar á morgun. Unnið er að lausn og útfærslu þeirra með ÍSÍ og heilbrigðisráðuneytinu. Þangað til þær verða tilbúnir gilda fyrri leiðbeiningar um framkvæmd leikja. „Ef við hefðum fengið að vita þetta í fyrradag og okkur gefið eitthvað skapalón hefði þetta geta verið tilbúið í dag. En þetta verður klárlega ekki tilbúið því það er enn verið að vinna þetta,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Of knappur tími Hannes segir að enginn sökudólgur sé í málinu, það taki bara tíma að vinna hluti sem þessa. „Það er ekki við neinn að sakast. Ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun í gær sem er gott og gilt, þannig að það var ekki hægt að vinna eftir neinu fyrr en eftir hádegi í gær. Þetta gerist bara hratt, reglugerðin tekur gildi strax á miðnætti en við megum ekki hleypa tvö hundruð áhorfendum inn fyrr en heilbrigðisráðuneytið er búið að samþykkja okkar reglugerð. Við gátum ekki klárað það fyrr en áðan því við vorum ekki búin að fá allar þær upplýsingar sem við þurftum frá heilbrigðisráðuneytinu,“ sagði Hannes. Allt að fimmtíu manns mega vera viðstaddir leiki kvöldsins í Domino's deild kvenna, á svokölluðu ytra svæði. Er þar átt við fjölmiðla, starfsfólk leiksins og svo mega 36 áhorfendur mæta á leikina í kvöld. Þeir þurfa að fylgja tveggja metra reglunni og virða grímuskylduna. 33 áhorfendur í Grillinu Fjórir leikir fara fram í Grill 66-deild kvenna í handbolta í kvöld. Aðeins 33 áhorfendur mega vera á þeim leikjum. Eins og áður sagði standa vonir til að hægt verði að klára leiðbeiningarnar til að hægt verði að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á morgun. Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslenski handboltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira
Meðal þeirra breytinga sem hafa verið gerðar á samkomutakmörkunum er að áhorfendur á íþróttaviðburði verða leyfðir á ný. Tvö hundruð manns mega mæta á íþróttaviðburði að því gefnu að hægt sé að tryggja að fólk sé í sætum og eins metra fjarlægð sé á milli óskildra aðila. Þá þarf fólk að vera með grímu. Stutt er síðan reglugerðin var gefin út, of stutt til að hægt verði að útbúa leiðbeiningar til að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á leikjum kvöldsins. Vonast er til að KKÍ og HSÍ nái að klára leiðbeiningarnar á morgun. Unnið er að lausn og útfærslu þeirra með ÍSÍ og heilbrigðisráðuneytinu. Þangað til þær verða tilbúnir gilda fyrri leiðbeiningar um framkvæmd leikja. „Ef við hefðum fengið að vita þetta í fyrradag og okkur gefið eitthvað skapalón hefði þetta geta verið tilbúið í dag. En þetta verður klárlega ekki tilbúið því það er enn verið að vinna þetta,“ sagði Hannes S. Jónsson, formaður KKÍ, í samtali við Vísi í dag. Of knappur tími Hannes segir að enginn sökudólgur sé í málinu, það taki bara tíma að vinna hluti sem þessa. „Það er ekki við neinn að sakast. Ríkisstjórnin tók þessa ákvörðun í gær sem er gott og gilt, þannig að það var ekki hægt að vinna eftir neinu fyrr en eftir hádegi í gær. Þetta gerist bara hratt, reglugerðin tekur gildi strax á miðnætti en við megum ekki hleypa tvö hundruð áhorfendum inn fyrr en heilbrigðisráðuneytið er búið að samþykkja okkar reglugerð. Við gátum ekki klárað það fyrr en áðan því við vorum ekki búin að fá allar þær upplýsingar sem við þurftum frá heilbrigðisráðuneytinu,“ sagði Hannes. Allt að fimmtíu manns mega vera viðstaddir leiki kvöldsins í Domino's deild kvenna, á svokölluðu ytra svæði. Er þar átt við fjölmiðla, starfsfólk leiksins og svo mega 36 áhorfendur mæta á leikina í kvöld. Þeir þurfa að fylgja tveggja metra reglunni og virða grímuskylduna. 33 áhorfendur í Grillinu Fjórir leikir fara fram í Grill 66-deild kvenna í handbolta í kvöld. Aðeins 33 áhorfendur mega vera á þeim leikjum. Eins og áður sagði standa vonir til að hægt verði að klára leiðbeiningarnar til að hægt verði að taka á móti tvö hundruð áhorfendum á morgun.
Dominos-deild kvenna Íslenski körfuboltinn Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Íslenski handboltinn Mest lesið Kjartan Atli lætur af störfum Körfubolti Indverjar brjáluðust út í Messi og brutust inn á völlinn Fótbolti Í beinni: Liverpool - Brighton | Reyna að lægja öldurnar í ólgusjó Enski boltinn Sakna Orra enn sárt og vandræðin aukast Fótbolti Mesta heillaskref ferilsins að hafa verið rekinn Enski boltinn Dýrmætur tími með börnunum áður en alvaran tekur við Fótbolti Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Körfubolti Spara margar milljónir vegna ráðningar Rúnars Handbolti Fimmtugur og fúlskeggjaður Svíi stal senunni á HM Sport Stjarna Guðjóns fer varlega og mun ekki mæta Íslandi á EM Handbolti Fleiri fréttir Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Uppgjörið: Valur - Keflavík 111-91 | Valur þurfti ekki að hafa mikið fyrir fimmta sigrinum í röð Uppgjörið: Grindavík - Ármann 105-85| Nýliðarnir létu toppliðið vinna fyrir kaupinu sínu Hafa jafnað við metlið Golden State Warriors Uppgjörið: Njarðvík-Valur 94-90| Frábær endurkomu sigur skilar Njarðvík toppsætinu Stjarnan steig á bensíngjöfina og kláraði Tindastól að lokum Tryggvi hafði hægt um sig í sigri „Ég er yfirleitt ekki með neinn kjaft“ Leik lokið: Ármann 70 - 106 Grindavík | Stórsigur Grindavíkur á lánlausum nýliðum Leik Lokið: Haukar 86 - 92 KR | Nýliðarnir höfðu betur gegn meisturunum Fyrsti sigur Hamars/Þórs kom gegn Keflavík Tindastóll með fellu gegn Keilu í Eistlandi Söguleg frammistaða á Extra-leikunum: „Ég get ekki svekkt mig á þessu“ „Hann er ekkert eðlilega mikilvægur “ Rekinn út úr húsi vegna viðbragða þegar mótherji ætlaði að hlera leikhléið „Hortugasta klapp sem ég hef séð“ „Ég myndi bróka hann inn í klefa“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 118-67 | Toppliðið tekið til slátrunar Tryggvi reif til sín flest fráköst Ármann - Þór Þ. 110-85 | Ármenningar komnir á blað Var að fara að spila fyrsta landsleikinn fyrir Ísland þegar hann sleit „Álftanes er með dýrt lið” Sjá meira