Verulega dró úr tapi Sýnar milli ára Kristín Ólafsdóttir skrifar 24. febrúar 2021 18:21 Heiðar Guðjónsson, forstjóri Sýnar. Vísir/vilhelm Tap fjarskipta- og fjölmiðlafyrirtækisins Sýnar nam 405 milljónum króna árið 2020 samanborið við 1.748 milljóna króna tap árið áður. Tap milli ára dróst því saman um 76 prósent. Tekjur ársins 2020 hækkuðu jafnframt um 975 milljónir milli ára, eða um 4,9 prósent. Þetta kemur fram í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2020 sem samþykktur var á stjórnarfundi félagsins í dag. Tekjur á fjórða ársfjórðungi 2020 námu 5.413 milljónum króna sem er aukning um 478 milljónir króna frá sama tímabili árið 2019, samkvæmt tilkynningu. Þá jukust tekjur Sýnar um 4,9 prósent árið 2020 miðað við árið áður, líkt og áður segir. Heimsfaraldur kórónuveiru hafi þó haft talsvert áhrif á bæði reikitekjur og auglýsingatekjur félagsins. EBITDA ársins 2020 nam 5.739 m.kr. og hækkaði um 230 m.kr. miðað við árið 2019. EBITDA hlutfallið er 27,6% á árinu 2020 samanborið við 27,8% á árinu 2019. Tap á fjórða ársfjórðungi 2020 nam þremur milljónum króna samanborið við 2.132 milljón króna tap á sama tímabili 2019. Tap ársins 2020 nam 405 milljónum króna samanborið við 1.748 milljón króna tap árið 2019. „Virðisrýrnun að fjárhæð 2.452 m.kr. var færð í 4F 2019. Söluhagnaður að fjárhæð 872 m.kr. vegna sölu á færeyska dótturfélaginu P/F Hey er innifalinn í hreinum vaxtagjöldum árið 2019,“ segir í tilkynningu Sýnar. Undir Sýn heyra fjarskipti Vodafone og fjölmiðlar undir merkjum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/vilhelm Handbært fé frá rekstri á árinu 2020 nam 5.912 milljónum samanborið við 5.377 milljónir árið 2019, sem er aukning um 10%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 27,8% í lok ársins 2020. Sýn segir í tilkynningu að áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heimsfaraldurinn haldi áfram að hafa áhrif á reksturinn, sér í lagi reikitekjur og kostnað í erlendri mynt. Væntingar séu um að dragi úr neikvæðum áhrifum þegar líður á árið. Haft er eftir Heiðari Guðjónssyni forstjóra Sýnar í tilkynningu að árangur af nýrri stefnu félagsins hefði skilað hagnaði árið 2020, ef leiðrétt er fyrir áhrifum heimsfaraldursins. Þá hafi tekist að fjölga viðskiptavinum Stöðvar 2 um 14 prósent á árinu 2020 auk þess sem samkomulag hafi tekist í öllum meginatriðum varðandi sölu á óvirkum innviðum farsímakerfisins. Stefnt sé að því að undirritun samninga takist vel fyrir birtingu árshlutauppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2021. Vísir er í eigu Sýnar hf. Fjölmiðlar Fjarskipti Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira
Þetta kemur fram í ársreikningi Sýnar fyrir árið 2020 sem samþykktur var á stjórnarfundi félagsins í dag. Tekjur á fjórða ársfjórðungi 2020 námu 5.413 milljónum króna sem er aukning um 478 milljónir króna frá sama tímabili árið 2019, samkvæmt tilkynningu. Þá jukust tekjur Sýnar um 4,9 prósent árið 2020 miðað við árið áður, líkt og áður segir. Heimsfaraldur kórónuveiru hafi þó haft talsvert áhrif á bæði reikitekjur og auglýsingatekjur félagsins. EBITDA ársins 2020 nam 5.739 m.kr. og hækkaði um 230 m.kr. miðað við árið 2019. EBITDA hlutfallið er 27,6% á árinu 2020 samanborið við 27,8% á árinu 2019. Tap á fjórða ársfjórðungi 2020 nam þremur milljónum króna samanborið við 2.132 milljón króna tap á sama tímabili 2019. Tap ársins 2020 nam 405 milljónum króna samanborið við 1.748 milljón króna tap árið 2019. „Virðisrýrnun að fjárhæð 2.452 m.kr. var færð í 4F 2019. Söluhagnaður að fjárhæð 872 m.kr. vegna sölu á færeyska dótturfélaginu P/F Hey er innifalinn í hreinum vaxtagjöldum árið 2019,“ segir í tilkynningu Sýnar. Undir Sýn heyra fjarskipti Vodafone og fjölmiðlar undir merkjum Stöðvar 2, Vísis og Bylgjunnar.Vísir/vilhelm Handbært fé frá rekstri á árinu 2020 nam 5.912 milljónum samanborið við 5.377 milljónir árið 2019, sem er aukning um 10%. Eiginfjárhlutfall félagsins var 27,8% í lok ársins 2020. Sýn segir í tilkynningu að áætlanir félagsins geri ráð fyrir að heimsfaraldurinn haldi áfram að hafa áhrif á reksturinn, sér í lagi reikitekjur og kostnað í erlendri mynt. Væntingar séu um að dragi úr neikvæðum áhrifum þegar líður á árið. Haft er eftir Heiðari Guðjónssyni forstjóra Sýnar í tilkynningu að árangur af nýrri stefnu félagsins hefði skilað hagnaði árið 2020, ef leiðrétt er fyrir áhrifum heimsfaraldursins. Þá hafi tekist að fjölga viðskiptavinum Stöðvar 2 um 14 prósent á árinu 2020 auk þess sem samkomulag hafi tekist í öllum meginatriðum varðandi sölu á óvirkum innviðum farsímakerfisins. Stefnt sé að því að undirritun samninga takist vel fyrir birtingu árshlutauppgjörs fyrsta ársfjórðungs 2021. Vísir er í eigu Sýnar hf.
Fjölmiðlar Fjarskipti Markaðir Mest lesið „Alvarlegt viðskiptastríð“ hafið Viðskipti erlent Vill refsa Kanada svo lesið verði um það í sögubókum Viðskipti erlent Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Viðskipti innlent Hótar himinháum áfengistollum á Evrópu Viðskipti erlent Northvolt í þrot Viðskipti erlent Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Viðskipti innlent Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Viðskipti innlent Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Viðskipti innlent Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Viðskipti innlent Svara tollum Trumps: „Við munum ekki standa aðgerðarlausir hjá“ Viðskipti erlent Fleiri fréttir Metfjöldi orðið fyrir gagnagíslatöku Munu flytja í nýja verslunar- og þjónustumiðstöð á Húsavík Spá sömuleiðis 25 punkta lækkun í næstu viku Íslenskir kafbátar vakta neðansjávarinnviði og leita að sprengjum Skel keypti tíu prósenta hlut í Sýn Trump-tollar geti haft óbein áhrif á Íslendinga Þrettán milljarða tap en reksturinn fjármagnaður til 2028 Sigurjón og Birna María til Nóa Siríus Spá því að stýrivextir verði lækkaðir um 25 punkta Lífeyrissjóður verzlunarmanna seldi sig út úr Sýn Sandra nýr fjármálastjóri Coca-Cola á Íslandi Íslenskar auglýsingastofur tróna á toppnum yfir stressaða starfsmenn Hafi talið samningaleiðina besta frá upphafi Skarphéðinn til Sagafilm Viðbúinn hærra vöruverði og færri ferðamönnum vegna tolla Viðskipti upp á hálfan milljarð með bréf í Sýn Líkur á að öldrun þjóðarinnar verði viðráðanlegri hér en annars staðar „Sjóðurinn er gjaldþrota og því falla kröfurnar á ríkið“ Sjálfkjörið í stjórn Símans Heiðrún Lind í stjórn Sýnar Lausn máls ÍL-sjóðs loks í sjónmáli Verkafólk snýr aftur til vinnu hjá Bakkavör Ráðinn fjármálastjóri Origo Sækja 540 milljarða til að gera upp skuldir ÍL-sjóðs Alvogen lýkur endurfjármögnun allra langtímalána Stjörnukokkar að elda á Food & fun í ár Konur oft einangraðar í karllægu umhverfi eldhúsanna Halla og Linda Dröfn á lista Harvard um merkilegar konur Segja upp 52 sjómönnum Tuttugu þúsund færri farþegar á milli ára Sjá meira